Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi

Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.

Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Auglýsing

Davíð Stef­áns­­son sem verið hefur annar rit­­stjóra Frétta­­blaðs­ins mun nú láta af starfi rit­­stjóra. Sunna Karen Sig­ur­þór­s­dótt­ir, annar rit­­stjóra fretta­bla­did.is og hring­braut.is lætur einnig af störf­um. 

Þetta kemur fram í frétt Frétta­blaðs­ins í dag.

Davíð tók við starfi rit­stjóra Frétta­blaðs­ins síð­asta sumar og Sunna Karen hefur starfað sem rit­stjóri vef­miðla síðan í júní 2018. 

Auglýsing

Tveir nýir frétta­stjórar á Frétta­blaðið

Tveir frétta­­stjórar verða ráðnir á Frétta­­blað­ið, þeir Garðar Örn Úlf­ar­s­­son og Ari Brynj­ólfs­­son, að því er fram kemur í frétt­inni. Þá segir að þeir hafi und­an­­farið verið í starfi á blað­inu og séu marg­­reyndir í frétta- og blaða­­mennsku.

Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­­son, verður einn rit­­stjóri fretta­bla­did.is og hring­braut.­is. Enn­fremur verður Jón Þór­is­­son rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins og á­byrgð­ar­­­mað­ur, jafn­­framt aðal­­­rit­­stjóri, sam­kvæmt Frétta­blað­inu.

„Þá kemur Mark­að­ur­inn, fylg­i­­rit Frétta­­blaðs­ins um við­­skipti, efna­hags­­mál og at­vinn­u­líf, út í auk­inni út­­gáfu í fyrsta sinn á morg­un. Um er að ræða tutt­ugu síðna blað sem dreift verður ó­keypis sér­­stak­­lega til for­svar­s­­manna fyr­ir­­tækja á dreif­ing­ar­­svæði Frétta­­blaðs­ins. Rit­­stjóri Mark­að­ar­ins er Hörður Ægis­­son, svo sem verið hef­ur,“ segir í frétt­inni.

For­­stjóri Torgs er Jóhanna Helga Við­ar­s­dótt­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent