Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót

Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (NMÍ) um næstu ára­mót og finna nýjan far­veg þeim verk­efnum sem haldið verður áfram. Þetta kemur fram í vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá segir að með breyt­ing­unum vilji ráð­herr­ann stuðla að öfl­ugum opin­berum stuðn­ingi þar sem hans sé þörf í núver­andi umhverfi. „Eitt leið­ar­ljósa nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjár­magn til rann­sókna og frum­kvöðla umfram umsýslu og yfir­bygg­ingu. Það er mik­il­vægt að end­ur­skoða hlut­verk opin­berra stofn­ana reglu­lega svo stjórn­völd geti sem best þjónað hlut­verki sínu um stuðn­ing við nýsköpun í land­in­u,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að hún hafi í kjöl­far nýsköp­un­ar­stefnu sett af stað vinnu, til að for­gangs­raða verk­efnum í þágu nýsköp­un­ar­um­hverfis á Íslandi.

Auglýsing

„Í haust kynntum við til sög­unnar nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland og aðgerðir í kjöl­far­ið. Þetta er næsta skref. Fram­haldið krefst sam­tals við fjölda hags­muna­að­ila og við gefum okkur góðan tíma til að gæta þeirra mik­il­vægu verk­efna sem við viljum for­gangs­raða og standa vörð um,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Hluti verk­efna Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar má fram­kvæma undir öðru rekstr­ar­formi

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu er nið­ur­staða mik­illar grein­ing­ar­vinnu sú að hluta verk­efna NMÍ megi fram­kvæma undir öðru rekstr­ar­formi. Hluti verk­efn­anna geti verið fram­kvæmdir af aðilum á mark­aði og hluti verk­efn­anna sé ekki for­gangs­verk­efni hins opin­bera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt.

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur mótað áætlun um fjögur meg­in­svið stofn­un­ar­inn­ar, greint helstu verk­efni og næstu skref eru að finna þeim far­veg eftir þörfum í nýju rekstr­ar­formi.

  1. Starfs­hópi skip­uðum full­trúum ráðu­neyt­is­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins, atvinnu­lífs­ins og Bygg­inga­vett­vangs­ins verður falið að taka sér­stak­lega til skoð­unar vett­vang fyrir bygg­inga­rann­sókn­ir. Horft er til þess að fjár­munum til bygg­inga­rann­sókna verði t.a.m. beint í sam­keppn­is­sjóð og þannig stuðlað að öfl­ugum rann­sóknum á svið­inu.
  2. Komið verði á sam­starfi ráðu­neyt­is­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs um rekstur nýsköp­un­ar­garða fyrir frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki. Þeir yrðu eins konar sjálf­stætt fram­hald af hluta þeirrar starf­semi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstr­ar­form yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starf­semi nýsköp­un­ar­garða verði stað­sett í Vatns­mýr­inni.
  3. Stefnt verði að því að mæl­ing­ar, próf­anir og efna­grein­ing­ar, þ. á m. próf­anir vegna mann­virkja og vega­gerðar sem og meng­un­ar­mæl­ingar vegna stór­iðju verði fram­kvæmdar á fag­gildum próf­un­ar­stofum í sam­ræmi við alþjóð­legar gæða­kröf­ur.
  4. Stuðn­ingur hins opin­bera við nýsköp­un­ar­um­hverfið á lands­byggð­inni verður efld­ur, t.a.m. með efl­ingu staf­rænna smiðja (Fa­blabs). Mik­il­vægt er að sam­þætta aðgerðir enn betur við sókn­ar­á­ætl­anir lands­hluta með sam­vinnu við lands­hluta­sam­tök, atvinnu­þró­un­ar­fé­lög, Byggða­stofnun og atvinnu­líf­ið.

Ætla að standa við alla samn­inga og skuld­bind­ingar

Þá kemur jafn­framt fram hjá ráðu­neyt­inu að unnið sé að því að fara í gegnum alla samn­inga og skuld­bind­ingar stofn­un­ar­innar og tímara­mma þeirra. Staðið verði við þá samn­inga og þær skuld­bind­ingar sem að stofn­un­inni snúa. Skoðað verði hvernig verk­efnin falla að nýjum áherslum í stuðn­ingi við nýsköpun og í kjöl­farið verði tekin ákvörðun um fram­hald þeirra.

Bein fram­lög úr rík­is­sjóði til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands eru nú rúm­lega 700 millj­ónir króna árlega, að und­an­skildum kostn­aði við hús­næði NMÍ í Keldna­holti, sem fært verður til rík­is­eigna. Ráð­gert er að tæp­lega helm­ingur þess fjár­magns verði not­aður til að fylgja eftir þeim verk­efnum stofn­un­ar­innar sem fram­hald verður á.

Sig­ríður Ingv­ars­dótt­ir, for­stjóri NMÍ, mun leiða vinn­una innan NMÍ og njóta stuðn­ings stýri­hóps ráðu­neyt­is­ins. Starfs­hópar verða skip­aðir á næstu dögum til að styðja við verk­efnið með aðkomu hag­að­ila. Starfs­fólk NMÍ hefur verið upp­lýst um stöð­una, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

81 starfs­maður hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands var sett á fót árið 2007 með sam­ein­ingu Iðn­tækni­stofn­unar og Rann­sókna­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Starfs­menn NMÍ eru 81 og starfa í 73 stöðu­gild­um, þar af fimm á lands­byggð­inni. Áform eru um að stofn­unin verði lögð niður um ára­mót og verður þá staðið við allar skuld­bind­ingar gagn­vart starfs­fólki.

„Sú aðstaða og aðstoð sem Nýsköp­un­ar­mið­stöð og starfs­fólk hennar hefur veitt í gegnum árin hefur skipt sköpum fyrir fjöl­marga frum­kvöðla og fyr­ir­tæki og tekið þátt í að skapa það nýsköp­un­ar­um­hverfi sem við njótum dag. Sá árangur gerir okkur kleift að taka næstu skref inn í fram­tíð nýsköp­un­ar­lands­ins Íslands,“ segir ráð­herr­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent