Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót

Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (NMÍ) um næstu ára­mót og finna nýjan far­veg þeim verk­efnum sem haldið verður áfram. Þetta kemur fram í vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá segir að með breyt­ing­unum vilji ráð­herr­ann stuðla að öfl­ugum opin­berum stuðn­ingi þar sem hans sé þörf í núver­andi umhverfi. „Eitt leið­ar­ljósa nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjár­magn til rann­sókna og frum­kvöðla umfram umsýslu og yfir­bygg­ingu. Það er mik­il­vægt að end­ur­skoða hlut­verk opin­berra stofn­ana reglu­lega svo stjórn­völd geti sem best þjónað hlut­verki sínu um stuðn­ing við nýsköpun í land­in­u,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að hún hafi í kjöl­far nýsköp­un­ar­stefnu sett af stað vinnu, til að for­gangs­raða verk­efnum í þágu nýsköp­un­ar­um­hverfis á Íslandi.

Auglýsing

„Í haust kynntum við til sög­unnar nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland og aðgerðir í kjöl­far­ið. Þetta er næsta skref. Fram­haldið krefst sam­tals við fjölda hags­muna­að­ila og við gefum okkur góðan tíma til að gæta þeirra mik­il­vægu verk­efna sem við viljum for­gangs­raða og standa vörð um,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Hluti verk­efna Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar má fram­kvæma undir öðru rekstr­ar­formi

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu er nið­ur­staða mik­illar grein­ing­ar­vinnu sú að hluta verk­efna NMÍ megi fram­kvæma undir öðru rekstr­ar­formi. Hluti verk­efn­anna geti verið fram­kvæmdir af aðilum á mark­aði og hluti verk­efn­anna sé ekki for­gangs­verk­efni hins opin­bera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt.

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur mótað áætlun um fjögur meg­in­svið stofn­un­ar­inn­ar, greint helstu verk­efni og næstu skref eru að finna þeim far­veg eftir þörfum í nýju rekstr­ar­formi.

  1. Starfs­hópi skip­uðum full­trúum ráðu­neyt­is­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins, atvinnu­lífs­ins og Bygg­inga­vett­vangs­ins verður falið að taka sér­stak­lega til skoð­unar vett­vang fyrir bygg­inga­rann­sókn­ir. Horft er til þess að fjár­munum til bygg­inga­rann­sókna verði t.a.m. beint í sam­keppn­is­sjóð og þannig stuðlað að öfl­ugum rann­sóknum á svið­inu.
  2. Komið verði á sam­starfi ráðu­neyt­is­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs um rekstur nýsköp­un­ar­garða fyrir frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki. Þeir yrðu eins konar sjálf­stætt fram­hald af hluta þeirrar starf­semi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstr­ar­form yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starf­semi nýsköp­un­ar­garða verði stað­sett í Vatns­mýr­inni.
  3. Stefnt verði að því að mæl­ing­ar, próf­anir og efna­grein­ing­ar, þ. á m. próf­anir vegna mann­virkja og vega­gerðar sem og meng­un­ar­mæl­ingar vegna stór­iðju verði fram­kvæmdar á fag­gildum próf­un­ar­stofum í sam­ræmi við alþjóð­legar gæða­kröf­ur.
  4. Stuðn­ingur hins opin­bera við nýsköp­un­ar­um­hverfið á lands­byggð­inni verður efld­ur, t.a.m. með efl­ingu staf­rænna smiðja (Fa­blabs). Mik­il­vægt er að sam­þætta aðgerðir enn betur við sókn­ar­á­ætl­anir lands­hluta með sam­vinnu við lands­hluta­sam­tök, atvinnu­þró­un­ar­fé­lög, Byggða­stofnun og atvinnu­líf­ið.

Ætla að standa við alla samn­inga og skuld­bind­ingar

Þá kemur jafn­framt fram hjá ráðu­neyt­inu að unnið sé að því að fara í gegnum alla samn­inga og skuld­bind­ingar stofn­un­ar­innar og tímara­mma þeirra. Staðið verði við þá samn­inga og þær skuld­bind­ingar sem að stofn­un­inni snúa. Skoðað verði hvernig verk­efnin falla að nýjum áherslum í stuðn­ingi við nýsköpun og í kjöl­farið verði tekin ákvörðun um fram­hald þeirra.

Bein fram­lög úr rík­is­sjóði til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands eru nú rúm­lega 700 millj­ónir króna árlega, að und­an­skildum kostn­aði við hús­næði NMÍ í Keldna­holti, sem fært verður til rík­is­eigna. Ráð­gert er að tæp­lega helm­ingur þess fjár­magns verði not­aður til að fylgja eftir þeim verk­efnum stofn­un­ar­innar sem fram­hald verður á.

Sig­ríður Ingv­ars­dótt­ir, for­stjóri NMÍ, mun leiða vinn­una innan NMÍ og njóta stuðn­ings stýri­hóps ráðu­neyt­is­ins. Starfs­hópar verða skip­aðir á næstu dögum til að styðja við verk­efnið með aðkomu hag­að­ila. Starfs­fólk NMÍ hefur verið upp­lýst um stöð­una, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

81 starfs­maður hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands var sett á fót árið 2007 með sam­ein­ingu Iðn­tækni­stofn­unar og Rann­sókna­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Starfs­menn NMÍ eru 81 og starfa í 73 stöðu­gild­um, þar af fimm á lands­byggð­inni. Áform eru um að stofn­unin verði lögð niður um ára­mót og verður þá staðið við allar skuld­bind­ingar gagn­vart starfs­fólki.

„Sú aðstaða og aðstoð sem Nýsköp­un­ar­mið­stöð og starfs­fólk hennar hefur veitt í gegnum árin hefur skipt sköpum fyrir fjöl­marga frum­kvöðla og fyr­ir­tæki og tekið þátt í að skapa það nýsköp­un­ar­um­hverfi sem við njótum dag. Sá árangur gerir okkur kleift að taka næstu skref inn í fram­tíð nýsköp­un­ar­lands­ins Íslands,“ segir ráð­herr­ann.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent