Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar

Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.

Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Auglýsing

Eldri konur af erlendum upp­runa sem eiga heima á Íslandi hafa ekki fengið mikla athygli í umræðu um inn­flytj­endur og fáar, ef nokkrar, rann­sóknir eru til sem snúa að þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Háskóla Íslands í sam­starfi við önd­veg­is­verk­efnið Þver­þjóð­leiki og hreyf­an­leiki á Íslandi að beiðni félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Unnur Dís Skapta­dóttir og Kristín Lofts­dótt­ir, pró­­fess­orar í mann­fræði við HÍ, unnu skýrsl­una.

Við­mæl­endur skýrslu­höf­und­anna bentu á að eldri konur væru „eig­in­lega ósýni­leg­ar“ í umræð­unni um inn­flytj­end­ur. Þetta væri stækk­andi hópur sem gæti af ýmsum ástæðum verið í við­kvæmri stöðu og því nauð­syn­legt að beina sjónum að þeim sér­stak­lega.

Lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem eldri konur verða fyrir

Við­mæl­endur sem ræddu um þennan hóp bentu á að eldri konur af erlendum upp­runa væru oft ein­angr­aðar og því lítið vitað til dæmis um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyr­ir. Sjald­gæft væri að þær leit­uðu sér aðstoðar vegna heim­il­is­of­beld­is.

Auglýsing

Við­mæl­andi benti á að þær kæmu oft til Íslands í gegnum fjöl­skyldu­sam­ein­ingu til að aðstoða á heim­ili barna sinna og gæta barna­barna. Við­mæl­and­inn benti á að þær töl­uðu oft­ast hvorki íslensku né ensku og þær sæktu ekki þjón­ustu á vegum vel­ferð­ar­sviðs, svo sem að fá heimsendan mat, ferða­þjón­ustu, dagdvöl eða heima­þjón­ustu. Vegna þess hversu lítið er vitað um hóp­inn sé óvíst hvort ástæður þess séu skortur á upp­lýs­ingum eða aðrar ástæð­ur, til dæmis að eldra fólkið dvelji á heim­ilum barna sinna sem sjái um það.

Marg­þætt vanda­mál varð­andi fram­færslu

Enn fremur benti við­mæl­andi á að inn­flytj­endur hefðu oft ekki búið nægi­lega lengi á Íslandi til að fá fullar greiðslur elli­líf­eyris eða örorku­líf­eyris og fengju mögu­lega engar greiðslur frá upp­runa­landi sínu. Slík búsetu­skerð­ing hefði verið mjög mikið vanda­mál fyrir konur af erlendum upp­runa á elli­líf­eyr­is­aldri. 

Jafn­framt nefndi þessi við­mæl­andi að ef fólk fengi synjun á elli­líf­eyri eða mikla skerð­ingu á greiðslum frá Trygg­inga­stofnun leit­aði það til sveit­ar­fé­lag­anna. Það gæti hins vegar verið snúið því að sveit­ar­fé­lögin ósk­uðu eftir gögnum frá heima­land­inu til þess að sanna að engar greiðslur bær­ust það­an. Það væri ekki hlaupið að því að fá slíka stað­fest­ingu. Yfir­leitt fengi fólk ekki neinar greiðslur frá upp­runa­land­inu en gæti þó ekki sýnt fram á það.

Verið að halda fólki í fátækt

Annar við­mæl­andi benti á að í sumum til­fellum þyrftu hjálp­ar­sam­tök að aðstoða eldra fólk í þess­ari stöðu þar sem það byggi við fátækt. „Það er eitt sem mér finnst skipta máli – og þá er ég ekki bara að tala um erlendar konur – en fólk sem flytur hingað til lands, þegar það kemst á eft­ir­launa­ald­ur, þá fær það til dæmis ekki fullan elli­líf­eyri, þannig að þarna er verið að halda fólki í fátækt,“ sagði við­mæl­and­inn. 

Einn við­mæl­and­inn nefndi að erfitt gæti væri fyrir eldri inn­flytj­endur að finna upp­lýs­ingar um rétt­indi aldr­aðra og þjón­ustu við þá vegna þess að það væri flók­ið. Mikið af upp­lýs­ing­unum og umsókn­ar­blöðum væri á raf­rænu formi og á íslensku. Við­mæl­andi nefndi að hún sjálf hefði þurft að sækja um sjúkra­dag­pen­inga og henni hefði fund­ist það erfitt; samt hefði hún oft aðstoðað fólk við það áður.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent