Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar

Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.

Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Auglýsing

Eldri konur af erlendum uppruna sem eiga heima á Íslandi hafa ekki fengið mikla athygli í umræðu um innflytjendur og fáar, ef nokkrar, rannsóknir eru til sem snúa að þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Háskóla Íslands í samstarfi við öndvegisverkefnið Þverþjóðleiki og hreyfanleiki á Íslandi að beiðni félagsmálaráðuneytisins. Unnur Dís Skapta­dóttir og Kristín Lofts­dótt­ir, pró­fess­orar í mann­fræði við HÍ, unnu skýrsluna.

Viðmælendur skýrsluhöfundanna bentu á að eldri konur væru „eiginlega ósýnilegar“ í umræðunni um innflytjendur. Þetta væri stækkandi hópur sem gæti af ýmsum ástæðum verið í viðkvæmri stöðu og því nauðsynlegt að beina sjónum að þeim sérstaklega.

Lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem eldri konur verða fyrir

Viðmælendur sem ræddu um þennan hóp bentu á að eldri konur af erlendum uppruna væru oft einangraðar og því lítið vitað til dæmis um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft væri að þær leituðu sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.

Auglýsing

Viðmælandi benti á að þær kæmu oft til Íslands í gegnum fjölskyldusameiningu til að aðstoða á heimili barna sinna og gæta barnabarna. Viðmælandinn benti á að þær töluðu oftast hvorki íslensku né ensku og þær sæktu ekki þjónustu á vegum velferðarsviðs, svo sem að fá heimsendan mat, ferðaþjónustu, dagdvöl eða heimaþjónustu. Vegna þess hversu lítið er vitað um hópinn sé óvíst hvort ástæður þess séu skortur á upplýsingum eða aðrar ástæður, til dæmis að eldra fólkið dvelji á heimilum barna sinna sem sjái um það.

Margþætt vandamál varðandi framfærslu

Enn fremur benti viðmælandi á að innflytjendur hefðu oft ekki búið nægilega lengi á Íslandi til að fá fullar greiðslur ellilífeyris eða örorkulífeyris og fengju mögulega engar greiðslur frá upprunalandi sínu. Slík búsetuskerðing hefði verið mjög mikið vandamál fyrir konur af erlendum uppruna á ellilífeyrisaldri. 

Jafnframt nefndi þessi viðmælandi að ef fólk fengi synjun á ellilífeyri eða mikla skerðingu á greiðslum frá Tryggingastofnun leitaði það til sveitarfélaganna. Það gæti hins vegar verið snúið því að sveitarfélögin óskuðu eftir gögnum frá heimalandinu til þess að sanna að engar greiðslur bærust þaðan. Það væri ekki hlaupið að því að fá slíka staðfestingu. Yfirleitt fengi fólk ekki neinar greiðslur frá upprunalandinu en gæti þó ekki sýnt fram á það.

Verið að halda fólki í fátækt

Annar viðmælandi benti á að í sumum tilfellum þyrftu hjálparsamtök að aðstoða eldra fólk í þessari stöðu þar sem það byggi við fátækt. „Það er eitt sem mér finnst skipta máli – og þá er ég ekki bara að tala um erlendar konur – en fólk sem flytur hingað til lands, þegar það kemst á eftirlaunaaldur, þá fær það til dæmis ekki fullan ellilífeyri, þannig að þarna er verið að halda fólki í fátækt,“ sagði viðmælandinn. 

Einn viðmælandinn nefndi að erfitt gæti væri fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá vegna þess að það væri flókið. Mikið af upplýsingunum og umsóknarblöðum væri á rafrænu formi og á íslensku. Viðmælandi nefndi að hún sjálf hefði þurft að sækja um sjúkradagpeninga og henni hefði fundist það erfitt; samt hefði hún oft aðstoðað fólk við það áður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent