Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar

Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.

Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Auglýsing

Eldri konur af erlendum upp­runa sem eiga heima á Íslandi hafa ekki fengið mikla athygli í umræðu um inn­flytj­endur og fáar, ef nokkrar, rann­sóknir eru til sem snúa að þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Háskóla Íslands í sam­starfi við önd­veg­is­verk­efnið Þver­þjóð­leiki og hreyf­an­leiki á Íslandi að beiðni félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Unnur Dís Skapta­dóttir og Kristín Lofts­dótt­ir, pró­­fess­orar í mann­fræði við HÍ, unnu skýrsl­una.

Við­mæl­endur skýrslu­höf­und­anna bentu á að eldri konur væru „eig­in­lega ósýni­leg­ar“ í umræð­unni um inn­flytj­end­ur. Þetta væri stækk­andi hópur sem gæti af ýmsum ástæðum verið í við­kvæmri stöðu og því nauð­syn­legt að beina sjónum að þeim sér­stak­lega.

Lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem eldri konur verða fyrir

Við­mæl­endur sem ræddu um þennan hóp bentu á að eldri konur af erlendum upp­runa væru oft ein­angr­aðar og því lítið vitað til dæmis um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyr­ir. Sjald­gæft væri að þær leit­uðu sér aðstoðar vegna heim­il­is­of­beld­is.

Auglýsing

Við­mæl­andi benti á að þær kæmu oft til Íslands í gegnum fjöl­skyldu­sam­ein­ingu til að aðstoða á heim­ili barna sinna og gæta barna­barna. Við­mæl­and­inn benti á að þær töl­uðu oft­ast hvorki íslensku né ensku og þær sæktu ekki þjón­ustu á vegum vel­ferð­ar­sviðs, svo sem að fá heimsendan mat, ferða­þjón­ustu, dagdvöl eða heima­þjón­ustu. Vegna þess hversu lítið er vitað um hóp­inn sé óvíst hvort ástæður þess séu skortur á upp­lýs­ingum eða aðrar ástæð­ur, til dæmis að eldra fólkið dvelji á heim­ilum barna sinna sem sjái um það.

Marg­þætt vanda­mál varð­andi fram­færslu

Enn fremur benti við­mæl­andi á að inn­flytj­endur hefðu oft ekki búið nægi­lega lengi á Íslandi til að fá fullar greiðslur elli­líf­eyris eða örorku­líf­eyris og fengju mögu­lega engar greiðslur frá upp­runa­landi sínu. Slík búsetu­skerð­ing hefði verið mjög mikið vanda­mál fyrir konur af erlendum upp­runa á elli­líf­eyr­is­aldri. 

Jafn­framt nefndi þessi við­mæl­andi að ef fólk fengi synjun á elli­líf­eyri eða mikla skerð­ingu á greiðslum frá Trygg­inga­stofnun leit­aði það til sveit­ar­fé­lag­anna. Það gæti hins vegar verið snúið því að sveit­ar­fé­lögin ósk­uðu eftir gögnum frá heima­land­inu til þess að sanna að engar greiðslur bær­ust það­an. Það væri ekki hlaupið að því að fá slíka stað­fest­ingu. Yfir­leitt fengi fólk ekki neinar greiðslur frá upp­runa­land­inu en gæti þó ekki sýnt fram á það.

Verið að halda fólki í fátækt

Annar við­mæl­andi benti á að í sumum til­fellum þyrftu hjálp­ar­sam­tök að aðstoða eldra fólk í þess­ari stöðu þar sem það byggi við fátækt. „Það er eitt sem mér finnst skipta máli – og þá er ég ekki bara að tala um erlendar konur – en fólk sem flytur hingað til lands, þegar það kemst á eft­ir­launa­ald­ur, þá fær það til dæmis ekki fullan elli­líf­eyri, þannig að þarna er verið að halda fólki í fátækt,“ sagði við­mæl­and­inn. 

Einn við­mæl­and­inn nefndi að erfitt gæti væri fyrir eldri inn­flytj­endur að finna upp­lýs­ingar um rétt­indi aldr­aðra og þjón­ustu við þá vegna þess að það væri flók­ið. Mikið af upp­lýs­ing­unum og umsókn­ar­blöðum væri á raf­rænu formi og á íslensku. Við­mæl­andi nefndi að hún sjálf hefði þurft að sækja um sjúkra­dag­pen­inga og henni hefði fund­ist það erfitt; samt hefði hún oft aðstoðað fólk við það áður.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent