Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar

Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.

Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Auglýsing

Eldri konur af erlendum upp­runa sem eiga heima á Íslandi hafa ekki fengið mikla athygli í umræðu um inn­flytj­endur og fáar, ef nokkrar, rann­sóknir eru til sem snúa að þeim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Háskóla Íslands í sam­starfi við önd­veg­is­verk­efnið Þver­þjóð­leiki og hreyf­an­leiki á Íslandi að beiðni félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Unnur Dís Skapta­dóttir og Kristín Lofts­dótt­ir, pró­­fess­orar í mann­fræði við HÍ, unnu skýrsl­una.

Við­mæl­endur skýrslu­höf­und­anna bentu á að eldri konur væru „eig­in­lega ósýni­leg­ar“ í umræð­unni um inn­flytj­end­ur. Þetta væri stækk­andi hópur sem gæti af ýmsum ástæðum verið í við­kvæmri stöðu og því nauð­syn­legt að beina sjónum að þeim sér­stak­lega.

Lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem eldri konur verða fyrir

Við­mæl­endur sem ræddu um þennan hóp bentu á að eldri konur af erlendum upp­runa væru oft ein­angr­aðar og því lítið vitað til dæmis um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyr­ir. Sjald­gæft væri að þær leit­uðu sér aðstoðar vegna heim­il­is­of­beld­is.

Auglýsing

Við­mæl­andi benti á að þær kæmu oft til Íslands í gegnum fjöl­skyldu­sam­ein­ingu til að aðstoða á heim­ili barna sinna og gæta barna­barna. Við­mæl­and­inn benti á að þær töl­uðu oft­ast hvorki íslensku né ensku og þær sæktu ekki þjón­ustu á vegum vel­ferð­ar­sviðs, svo sem að fá heimsendan mat, ferða­þjón­ustu, dagdvöl eða heima­þjón­ustu. Vegna þess hversu lítið er vitað um hóp­inn sé óvíst hvort ástæður þess séu skortur á upp­lýs­ingum eða aðrar ástæð­ur, til dæmis að eldra fólkið dvelji á heim­ilum barna sinna sem sjái um það.

Marg­þætt vanda­mál varð­andi fram­færslu

Enn fremur benti við­mæl­andi á að inn­flytj­endur hefðu oft ekki búið nægi­lega lengi á Íslandi til að fá fullar greiðslur elli­líf­eyris eða örorku­líf­eyris og fengju mögu­lega engar greiðslur frá upp­runa­landi sínu. Slík búsetu­skerð­ing hefði verið mjög mikið vanda­mál fyrir konur af erlendum upp­runa á elli­líf­eyr­is­aldri. 

Jafn­framt nefndi þessi við­mæl­andi að ef fólk fengi synjun á elli­líf­eyri eða mikla skerð­ingu á greiðslum frá Trygg­inga­stofnun leit­aði það til sveit­ar­fé­lag­anna. Það gæti hins vegar verið snúið því að sveit­ar­fé­lögin ósk­uðu eftir gögnum frá heima­land­inu til þess að sanna að engar greiðslur bær­ust það­an. Það væri ekki hlaupið að því að fá slíka stað­fest­ingu. Yfir­leitt fengi fólk ekki neinar greiðslur frá upp­runa­land­inu en gæti þó ekki sýnt fram á það.

Verið að halda fólki í fátækt

Annar við­mæl­andi benti á að í sumum til­fellum þyrftu hjálp­ar­sam­tök að aðstoða eldra fólk í þess­ari stöðu þar sem það byggi við fátækt. „Það er eitt sem mér finnst skipta máli – og þá er ég ekki bara að tala um erlendar konur – en fólk sem flytur hingað til lands, þegar það kemst á eft­ir­launa­ald­ur, þá fær það til dæmis ekki fullan elli­líf­eyri, þannig að þarna er verið að halda fólki í fátækt,“ sagði við­mæl­and­inn. 

Einn við­mæl­and­inn nefndi að erfitt gæti væri fyrir eldri inn­flytj­endur að finna upp­lýs­ingar um rétt­indi aldr­aðra og þjón­ustu við þá vegna þess að það væri flók­ið. Mikið af upp­lýs­ing­unum og umsókn­ar­blöðum væri á raf­rænu formi og á íslensku. Við­mæl­andi nefndi að hún sjálf hefði þurft að sækja um sjúkra­dag­pen­inga og henni hefði fund­ist það erfitt; samt hefði hún oft aðstoðað fólk við það áður.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Mörg störf hafa horfið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna.
Rúmlega 27 þúsund færri störf mönnuð á öðrum ársfjórðungi en í fyrra
Samkvæmt nýrri starfaskráningu frá Hagstofu Íslands voru 2.600 laus störf á Íslandi á öðrum ársfjórðungi, en störfunum sem voru mönnuð á íslenskum vinnumarkaði fækkaði um rúmlega 27 þúsund á milli ára.
Kjarninn 6. júlí 2020
Tvö tilvik þar sem lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví en fengu ekki greitt
BSRB telur með öllu óásættanlegt að framlínufólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir neyðast til að eyða í sóttkví vegna þess að þeir hafa orðið útsettir fyrir smiti af lífshættulegum sjúkdómi í störfum sínum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Verksmiðjurnar sem framleiða kórónuveiruna
Vikum saman hafa sláturhús um allan heim komist í fréttirnar vegna hópsýkinga starfsmanna af COVID-19. Skýringarnar eru margvíslegar. Í slíkum verksmiðjum er loftið kalt og rakt og fólk er þétt saman við vinnu sína.
Kjarninn 6. júlí 2020
Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“
Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarki Steinn Pétursson og Saga Yr Nazari
Vonin sú að Góðar Fréttir nái jafn miklu vægi í samfélaginu og aðrir stórir fréttamiðlar
Hópur ungs fólks safnar nú á Karolina Fund fyrir nýjum fréttamiðli. Það stefnir á að byggja upp jákvæða umgjörð í kringum fréttamiðlun.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Þegar síga fer á seinni hlutann
Kjarninn 5. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent