Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir

Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.

Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Auglýsing

Fimm þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram til­lögu til­þings­á­lykt­unar um end­ur­skoðun á lagaum­hverfi svo­kall­aðra smá­virkj­ana. Lagt er til að Alþingi feli umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra að end­ur­skoða lög og reglur um leyf­is­veit­ingar til­ ­upp­setn­ingar smá­virkj­ana með það að mark­miði að ein­falda umsókn­ar­ferli í tengslum við þær.

Fyrri umræða um til­lög­una er á dag­skrá þing­fundar í dag.

Hug­myndir að smá­virkj­un­um, eins og virkj­anir með upp­sett rafafl á bil­inu 200 kW og 9,9 MW hafa verið kall­að­ar, þurfa ekki að fara til­ ­með­ferðar verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Þær eru hins vegar til­kynn­inga­skyldar til Skipu­lags­stofn­unar sam­kvæmt lögum um ­mat á umhverf­is­á­hrif­um. Sumar þess­ara virkj­ana­hug­mynda eru ávallt háð­ar­ um­hverf­is­mati en um aðrar tekur stofn­unin ákvörðun um með til­liti umfangs, eðlis og stað­setn­ing­ar.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með til­lögu þing­mann­anna segir að reynslan ­sýni að kröfur leyf­is­vei­teinda hafi þró­ast í átt að fullu umhverf­is­mati. „Ferlið við leyf­is­veit­ingar fyrir smá­virkj­anir er því kostn­að­ar­samt, þungt og tíma­frekt og ekki í sam­ræmi við fram­kvæmdir að sama umfangi í öðrum geirum, eins og t.d. í land­bún­aði og ferða­þjón­ust­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Fram kemur að það geti tekið tvö til þrjú ár að fá leyfi til­ að byggja litla eða með­al­stóra virkj­un. Lána­stofn­anir veiti sjaldn­ast lán fyrr en fyr­ir­huguð virkjun er komin með öll til­skilin leyfi. Und­ir­bún­ings­kostn­að­ur­ sé því oft mjög stór hindrun fyrir fram­kvæmda­að­il­ann. „Dæmi eru um að ein­stak­lingar hafi lagt út í háan kostnað til að afla leyfa fyrir smá­virkj­an­ir áður en nið­ur­staða liggur fyrir um hvort leyfi fáist fyrir fram­kvæmd­inn­i. Bændur sem vilja byggja litla virkjun heima á bænum þurfa því að upp­fylla söm­u skil­yrði og um stór­virkjun væri að ræða með til­heyr­andi kostn­að­i.“

Minnka útblástur efna sem hafa áhrif á hita­stig jarðar

Að mati þing­mann­anna eru smá­virkj­anir umhverf­is­vænir orku­gjaf­ar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæski­legra efna sem hafa áhrif á hita­stig jarð­ar“.

Mann­virki og nátt­úrurask vegna smá­virkj­ana eru að því er fram kemur í grein­ar­gerð­inni oft að fullu aft­ur­kræfar fram­kvæmd­ir. Ekki sé ver­ið að sökkva stórum land­svæðum undir lón eins og með stór­virkj­un­um. Þá teng­ist smá­virkj­anir raf­orku­kerf­inu um dreifi­veitur lands­ins og styrki þannig þær ­flutn­ings­leiðir og geti einnig styrkt raf­orku­fram­leiðslu í ein­stök­um lands­hlutum við upp­bygg­ingu smærri atvinnu­starf­semi.

Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, fyrsti flutn­ings­mað­ur­ ­til­lög­unn­ar, bendir á að horfa mætti til Nor­egs í þessu sam­bandi þar sem ein ­stofnun hafi umsjón með leyf­is­veit­ingum smá­virkj­ana.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, ­sagði í við­tali við Kjarn­ann í jan­úar að ramma­á­ætlun væri mik­il­vægt stjórn­tæki við að flokka virkj­ana­kosti eftir ákveðnum for­sendum en að hún væri ekki galla­laus. Benti hann sér­stak­lega á hið umtal­aða 10 MW við­mið í því sam­band­i. ­Sagð­ist hann vilja end­ur­skoða það. Stærð virkj­unar segði langt frá því alla ­sög­una um umhverf­is­á­hrif hverrar fram­kvæmdar fyrir sig.

Virkj­unum rétt undir 10 MW, sem þá þurfa ekki að fara í gegn­um ­ferli ramma­á­ætl­un­ar, hefur fjölgað síð­ustu ár. 

Guð­mundur Ingi sagð­ist ekki sann­færður um að stærð­ar­við­mið sé heppi­leg­asta leið­in. „Ein­hver ein tala, um ákveðið mörg megawött, er það endi­lega rétti mæli­kvarð­inn? Ég tel að það séu frekar áhrifin sjálf sem skipt­i ­mestu. Við þurfum að skoða það með opnum huga að finna betra fyr­ir­komu­lag.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent