Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir

Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.

Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Auglýsing

Fimm þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram til­lögu til­þings­á­lykt­unar um end­ur­skoðun á lagaum­hverfi svo­kall­aðra smá­virkj­ana. Lagt er til að Alþingi feli umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra að end­ur­skoða lög og reglur um leyf­is­veit­ingar til­ ­upp­setn­ingar smá­virkj­ana með það að mark­miði að ein­falda umsókn­ar­ferli í tengslum við þær.

Fyrri umræða um til­lög­una er á dag­skrá þing­fundar í dag.

Hug­myndir að smá­virkj­un­um, eins og virkj­anir með upp­sett rafafl á bil­inu 200 kW og 9,9 MW hafa verið kall­að­ar, þurfa ekki að fara til­ ­með­ferðar verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Þær eru hins vegar til­kynn­inga­skyldar til Skipu­lags­stofn­unar sam­kvæmt lögum um ­mat á umhverf­is­á­hrif­um. Sumar þess­ara virkj­ana­hug­mynda eru ávallt háð­ar­ um­hverf­is­mati en um aðrar tekur stofn­unin ákvörðun um með til­liti umfangs, eðlis og stað­setn­ing­ar.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með til­lögu þing­mann­anna segir að reynslan ­sýni að kröfur leyf­is­vei­teinda hafi þró­ast í átt að fullu umhverf­is­mati. „Ferlið við leyf­is­veit­ingar fyrir smá­virkj­anir er því kostn­að­ar­samt, þungt og tíma­frekt og ekki í sam­ræmi við fram­kvæmdir að sama umfangi í öðrum geirum, eins og t.d. í land­bún­aði og ferða­þjón­ust­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Fram kemur að það geti tekið tvö til þrjú ár að fá leyfi til­ að byggja litla eða með­al­stóra virkj­un. Lána­stofn­anir veiti sjaldn­ast lán fyrr en fyr­ir­huguð virkjun er komin með öll til­skilin leyfi. Und­ir­bún­ings­kostn­að­ur­ sé því oft mjög stór hindrun fyrir fram­kvæmda­að­il­ann. „Dæmi eru um að ein­stak­lingar hafi lagt út í háan kostnað til að afla leyfa fyrir smá­virkj­an­ir áður en nið­ur­staða liggur fyrir um hvort leyfi fáist fyrir fram­kvæmd­inn­i. Bændur sem vilja byggja litla virkjun heima á bænum þurfa því að upp­fylla söm­u skil­yrði og um stór­virkjun væri að ræða með til­heyr­andi kostn­að­i.“

Minnka útblástur efna sem hafa áhrif á hita­stig jarðar

Að mati þing­mann­anna eru smá­virkj­anir umhverf­is­vænir orku­gjaf­ar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæski­legra efna sem hafa áhrif á hita­stig jarð­ar“.

Mann­virki og nátt­úrurask vegna smá­virkj­ana eru að því er fram kemur í grein­ar­gerð­inni oft að fullu aft­ur­kræfar fram­kvæmd­ir. Ekki sé ver­ið að sökkva stórum land­svæðum undir lón eins og með stór­virkj­un­um. Þá teng­ist smá­virkj­anir raf­orku­kerf­inu um dreifi­veitur lands­ins og styrki þannig þær ­flutn­ings­leiðir og geti einnig styrkt raf­orku­fram­leiðslu í ein­stök­um lands­hlutum við upp­bygg­ingu smærri atvinnu­starf­semi.

Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, fyrsti flutn­ings­mað­ur­ ­til­lög­unn­ar, bendir á að horfa mætti til Nor­egs í þessu sam­bandi þar sem ein ­stofnun hafi umsjón með leyf­is­veit­ingum smá­virkj­ana.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, ­sagði í við­tali við Kjarn­ann í jan­úar að ramma­á­ætlun væri mik­il­vægt stjórn­tæki við að flokka virkj­ana­kosti eftir ákveðnum for­sendum en að hún væri ekki galla­laus. Benti hann sér­stak­lega á hið umtal­aða 10 MW við­mið í því sam­band­i. ­Sagð­ist hann vilja end­ur­skoða það. Stærð virkj­unar segði langt frá því alla ­sög­una um umhverf­is­á­hrif hverrar fram­kvæmdar fyrir sig.

Virkj­unum rétt undir 10 MW, sem þá þurfa ekki að fara í gegn­um ­ferli ramma­á­ætl­un­ar, hefur fjölgað síð­ustu ár. 

Guð­mundur Ingi sagð­ist ekki sann­færður um að stærð­ar­við­mið sé heppi­leg­asta leið­in. „Ein­hver ein tala, um ákveðið mörg megawött, er það endi­lega rétti mæli­kvarð­inn? Ég tel að það séu frekar áhrifin sjálf sem skipt­i ­mestu. Við þurfum að skoða það með opnum huga að finna betra fyr­ir­komu­lag.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent