Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari

Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.

Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra skip­aði í dag Aðal­stein Leifs­son fram­kvæmda­stjóra hjá EFTA sem rík­is­sátta­semj­ara frá og með 1. apríl næst­kom­andi. Helga Jóns­dóttir settur rík­is­sátta­semj­ari mun gegna störfum fram til þess tíma.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu.

Þann 5. des­em­ber 2019 aug­lýsti félags­mála­ráðu­neytið laust til umsóknar emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara og var umsókn­ar­frestur til og með 20. des­em­ber 2019. Alls bár­ust sex umsóknir um emb­ættið en einn umsækj­andi dró á síð­ari stigum umsókn sína til baka. Ráð­gef­andi nefnd var skipuð af félags- og barna­mála­ráð­herra þann 3. jan­úar 2020 til að meta hæfni umsækj­enda um emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara, segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

„Í aug­lýs­ingu frá félags­mála­ráðu­neyt­inu, þar sem umrætt emb­ætti var aug­lýst laust til umsókn­ar, kom meðal ann­ars fram að rík­is­sátta­semj­ari starfi á grund­velli laga nr. 80/1938, um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur, með síð­ari breyt­ing­um. Jafn­framt kom fram að rík­is­sátta­semj­ari ann­ist sátta­störf í vinnu­deilum milli launa­fólks og félaga þess ann­ars vegar og atvinnu­rek­enda og félaga þeirra hins veg­ar. Því skuli þess gætt að afstaða rík­is­sátta­semj­ara sé slík að telja megi hann óvil­hallan í málum launa­fólks og atvinnu­rek­enda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Þá kom fram í aug­lýs­ing­unni að enn fremur væri lögð áhersla á for­ystu­hæfi­leika og hæfni í mann­legum sam­skipt­u­m.“

Sam­kvæmt ráðu­enyt­inu skil­aði nefndin umsögn sinni 27. jan­úar 2020 þar sem nið­ur­staða nefnd­ar­innar var að þrír umsækj­endur væru jafn­hæfir til að gegna emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara.

„Það er mat félags- og barna­mála­ráð­herra að af þessum þremur ein­stak­lingum upp­fylli Aðal­steinn Leifs­son best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skip­aður verður í emb­ætt­ið. Eftir sam­ráð við for­svars­menn sam­taka aðila vinnu­mark­að­ar­ins er það enn fremur nið­ur­staða ráð­herra að afstaða Aðal­steins Leifs­sonar sé slík að telja verði hana óvil­halla í málum launa­fólks og atvinnu­rek­enda enda hafi hann sam­hliða öðrum störf­um, starfað sem aðstoð­ar­rík­is­sátta­semj­ari frá því í byrjun árs 2019,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá kemur fram að Aðal­steinn hafi lokið MBA námi frá Edin­burgh Business School / Herriot Watt Uni­versity í októ­ber 2004. Auk þess hafi hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá hafi hann stundað dokt­ors­nám í samn­inga­tækni hjá Greneoble Ecole de Mana­gement sam­hliða vinnu á árunum 2016 til 2018. 

Hefur leitt dag­legan rekstur EFTA síðan 2014

„Frá því í jan­úar 2014 hefur Aðal­steinn leitt dag­legan rekstur EFTA ­sem hefur starf­stöðvar í Genf, Brus­sel og Lux­emburg og tæp­lega eitt hund­rað starfs­menn en í því starfi hefur meðal ann­ars reynt á verk­stjórn og for­ystu­hæfi­leika Aðal­steins, oft og tíðum við krefj­andi aðstæð­ur. Einnig hefur hann leitt skrif­stofu aðal­fram­kvæmda­stjóra EFTA. Sam­hliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðal­steinn starfað sem lektor við Háskól­ann í Reykja­vík þar sem hann hefur meðal ann­ars kennt samn­inga­tækni og lausn deilu­mála í MBA námi og í meist­ara­námi innan hinna ýmsu deilda skól­ans. Í fram­an­greindri kennslu, við ráð­gjöf og í nýlegri bók sinni sem og samn­inga­við­ræðum almennt hefur Aðal­steinn lagt áherslu á traust, heið­ar­leika, opin sam­skipti og gagn­kvæman ávinn­ing. Þá hefur Aðal­steinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoð­ar­rík­is­sátta­semj­ari frá því í byrjun árs 2019 vegna samn­inga á almennum vinnu­mark­aði og hefur hann veitt emb­ætt­inu lið­sinni og verið til ráð­gjafar auk þess að sitja fundi með samn­ings­að­ilum þar sem meðal ann­ars hefur reynt á hæfni hans í mann­legum sam­skipt­um.

Aðal­steinn hefur því víð­tæka þekk­ingu og reynslu á samn­inga­málum en auk fræði­legrar þekk­ingar hefur hann reynslu af þátt­töku í samn­inga­við­ræð­um, kennslu í samn­inga­tækni, ráð­gjöf við samn­ings­að­ila og aðstoð við deilu­að­ila við að bæta sam­skipti en allt er þetta reynsla og þekk­ing sem talin er mik­il­væg þegar kemur að því að skipa í emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara. Í ljósi fram­an­greinds er það mat félags- og barna­mála­ráð­herra að Aðal­steinn sé best til þess fall­in, af þeim umsækj­endum sem fram­an­greind nefnd taldi hæf­asta til að gegna emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara, til að ann­ast sátta­störf í vinnu­deilum milli launa­fólks og félaga þess ann­ars vegar og atvinnu­rek­enda og félaga þeirra hins veg­ar,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent