Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.

Mannréttindadómstóll Evrópu
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp dóm í máli Elínar Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Lands­bank­ans, gegn íslenska rík­inu í morg­un. Íslenska ríkið þarf að greiða Elínu bætur að and­virði 1,7 millj­óna króna auk 700 þús­und krónur í máls­kostn­að.

Elín var dæmd í átján mán­aða fang­elsi í Hæsta­rétti vegna Ímon-­­máls­ins svo­­kall­aðs í októ­ber 2015. Þá var hún dæmd til að greiða rúmar fimmtán millj­ónir króna sak­ar­kostn­að. Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son, fyrrum banka­­stjóri bank­ans, var á sama tíma dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi vegna sama máls. Stein­þór Gunn­­ar­s­­son, fyrrum for­­stöð­u­­maður verð­bréfa­mið­l­unar bank­ans, var dæmdur í níu mán­aða óskil­orðs­bundið fang­elsi.

Hæstirétt­i­­réttur snéri þar með við dómi hér­­aðs­­dóms yfir Sig­­ur­jóni og Elínu, sem voru bæði sýknuð þar. Stein­þór hlaut níu mán­aða dóm í hér­­aði en hluti hans var þá skil­orðs­bund­inn. Sá dómur var kveð­inn upp 5. júní 2014. Í dómi Hæsta­réttar segir m.a.: „Brotin [...] beindust í senn að öllum almenn­ingi og fjár­­­mála­­mark­að­inum hér á landi og verður tjón­ið, sem af þeim hlaust, ekki metið til fjár.“

Auglýsing

Ímon-­­málið snýst um ­sölu Lands­­­bank­ans á eig­in bréf­um til tveggja eign­­­ar­halds­­­­­fé­laga í lok sept­­­em­ber og byrj­­­un októ­ber árið 2008. Fé­lög­in tvö voru Imon ehf. og Aza­­­lea Reso­­urces Ltd. Lands­­bank­inn fjár­­­magn­aði kaupin að fullu og taldi sak­­sókn­­ari við­­skiptin ver­a ­mark­aðs­mis­­­notkun og umboðs­­svik. Í dómi Hæsta­réttar kom fram að Sig­­ur­jón væri fund­inn sekur um að hafa framið umboðs­­svik og mark­aðs­mis­­­not­k­un. Elín var fundin sek um umboðs­­svik og hlut­­deild í mark­aðs­mis­­­notkun og Stein­þór var sak­­felldur fyrir mark­aðs­mis­­­not­k­un.

Málið tekið upp hér á landi

Fram kom í fréttum í maí á síð­asta ári að end­ur­upp­töku­nefnd hefði fall­ist á end­ur­upp­töku tveggja hæsta­rétt­ar­mála, þeirra Sig­ur­jóns og Elín­ar. Þær ástæður sem til­teknar voru í end­ur­upp­töku­beiðnum Sig­ur­jóns og Elínar voru marg­vís­leg­ar. Ein þeirra er sú að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arnir Viðar Már Matth­í­as­son og Eiríkur Tóm­as­son sem dæmdu í málum þeirra, hefðu átt hluti í Lands­bank­anum fyrir hrun. Þeir hefðu orðið fyrir veru­legu tjóni við fall bank­ans.

Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir, lög­maður Elín­ar, sagði í sam­tali við RÚV í maí 2019 að óskað hefði verið eftir því að Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu tæki upp mál Elín­ar, sem og hann gerði. Helga sagði að það yrði að koma í ljós hvort farið yrði fram á skaða­bætur eftir að hæsta­rétt­ar­málið hefur verið end­ur­upp­tek­ið.

„Ef nið­ur­staðan er annað hvort sýkna eða væg­ari dómur þá vænt­an­lega eru komin skil­yrði skaða­bóta fyrir þann ein­stak­ling sem hefur verið dæmd­ur,“ sagði Helga.

Mátti draga óhlut­lægni eins dóm­ar­ans í efa

RÚV fjallar um nýjan dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins en þar kemur fram að Elín hafi farið með málið fyrir dóm­stól­inn á þeim grund­velli að þrír dóm­ar­anna í Hæsta­rétti, þeir Markús Sig­ur­björns­son, Eiríkur Tóm­as­son og Viðar Már Matth­í­as­son, hefðu átt hluta­bréf í Lands­bank­anum og því ekki verið hlut­laus­ir. Dóm­ur­inn hafi ekki gert athuga­semdir við hluta­bréfa­eign Mark­úsar og Eiríks sem hafi verið óveru­leg. Hins vegar hafi Viðar Már tapað átta og hálfri milljón króna við fall bank­ans og þar af leið­andi hafi mátt draga óhlut­lægni dóms­ins í efa.

Elín fór fram á 700 millj­ónir króna í bætur og 28 millj­ónir króna í bætur vegna máls­kostn­aðar sem hlaust af mála­rekstri fyrir íslenskum dóm­stól­um. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafn­aði bóka­kröfu Elínar að stærstum hluta en gerði rík­inu að greiða henni 1,7 millj­ónir króna í bætur auk 700 þús­und krónur í máls­kostn­að, eins og áður seg­ir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent