Vilja nota kopar á kvíar í Arnarfirði – eitrað og jafnvel skaðlegt segir Hafró

Að mati Hafrannsóknastofnunar er það áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi.

Nót húðuð með koparoxíði rétt eins og Arctic Sea Farm vill gera í Arnarfirði.
Nót húðuð með koparoxíði rétt eins og Arctic Sea Farm vill gera í Arnarfirði.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun hefur ákveðið að lax­eld­is­fyr­ir­tækið Arctic Sea Farm, þurfi að láta meta umhverf­is­á­hrif áforma sinna um að nota kopar í svoköll­uðum ásætu­vörnum á eld­is­svæðum í Arn­ar­firði.

Umhverf­is­stofn­un, Ísa­fjarð­ar­bær og Vest­ur­byggð töldu ekki þörf á slíku mati en Haf­rann­sókn­ar­stofnun mælti ein­dregið með því enda kopar eitr­aður málmur sem safn­ast upp í umhverf­inu og getur haft skað­leg áhrif á líf­ríki. Stofn­unin benti m.a. á umsögn sinni um málið að erlendis hefur notkun ásætu­varna með kop­aroxíði víða verið hætt. Í umsögn­inni er enn­fremur rifjað upp að Arctic Sea Farm hafi um tíma notað slíkar varnir hér á landi í leyf­is­leysi.

Auglýsing

Ásætur eru þær líf­verur kall­aðar sem safn­ast upp á hlutum í haf­inu, s.s. á eld­iskví­um. Um er m.a. að ræða ýmsa þör­unga og hrygg­leys­ingja. Kopar drepur dýr og þör­unga og virkar þess vegna sem ásætu­vörn. Hafró segir að allt bendi til þess að kopar sé skað­legur umhverf­inu og segir að um það hafi verið fjallað í mörgum rann­sókn­um. Ásætu­varnir hafa ekki aðeins áhrif á þær líf­verur sem stefnt er að því að verj­ast. Þannig hafi rann­sóknir sýnt að á svæðum í kringum kop­arkvíar hafa líf­ver­ur, til dæmis humrar og ígul­ker, safnað þung­málm­inum í vefi sína.

Leyfi Arctic Sea Farm eru bundin við þrjú svæði; Lækj­ar­bót, Hvestu­dal og Trostans­fjörð. Í eld­inu hafa ásætur hingað til verið fjar­lægðar með reglu­legum háþrýsti­þvotti á eld­isnótum með til­heyr­andi álagi á netin sem slitna fljótar og eykur það að mati fyr­ir­tæk­is­ins líkur á slysa­slepp­ing­um. Mark­miðið með því að nota ásætu­varnir sem inni­halda kop­aroxíð sé að minnka þörf á þvotti á eld­isnótum og draga þannig úr álagi á næt­ur.

Lengst til vinstri er net sem koparásætuvörnin Netwax E5 Greenline var notuð á. Í miðið er önnur tegund ásætuvarnar og lengst til hægri er net sem engin ásætuvörn var borin á. Öll netin voru í sjónum í sex mánuði. Myndin er tekin af heimasíðu fyrirtækisins sem selur Netwax E5 Greenline.

Í grein­ar­gerð sem fyr­ir­tækið skil­aði til Skipu­lags­stofn­unar vegna máls­ins segir að með notkun kop­ar­á­sætu­varna sé ein­ungis þörf á þvotti nóta í sjó með lág­þrýst­ingi á 8-12 mán­aða fresti en nætur án kop­aroxíð­húð­unar þurfi að þvo á 6 vikna fresti. Þegar slátrað hefur verið úr kví­unum verði nætur þrifnar í landi og lit­aðar aftur með kop­aroxíð fyrir næstu notk­un. Allt vatn sem falli til muni fara í gegnum vatns­hreinsi­kerfi þar sem grófur úrgangur verði síaður frá og síðan í annað ferli þar sem málmar og önnur efni verði felld út og vatnið fari svo í gegnum óson­kerfi þar sem það verður dauð­hreins­að. Ásætu­vörnin sem stefnt er að því að nota heitir Netwax E5 Green­line.

Von­laus ályktun

Hafró sagði í umsögn sinni um málið að í grein­ar­gerð ASF væri ekki fjallað um hvaða áhrif kopar geti haft á botn­dýra­líf. Hins vegar sé fjallað almennt um eitr­un­ar­á­hrif kop­ars sem fyr­ir­tækið skýri „rétti­lega frá“ að séu til stað­ar. „Þó dregur fram­kvæmd­ar­að­ili þá ályktun að notkun kop­aroxíðs fylgi ekki veru­leg nei­kvæð umhverf­is­á­hrif,“ skrifa sér­fræð­ingar Hafró. „Þetta er von­laust að styðja nema vita umfang kop­ar­los­un­ar­inn­ar.“

Fram kemur að ef í ljós komi að kopar safn­ist upp í botns­eti fer yfir við­mið­un­ar­mörk sem er lýst í vökt­un­ar­á­ætlun og rekja megi til notk­unar á eld­isnótum með ásætu­vörn sem inni­halda kopar muni ASF grípa til mót­væg­is­að­gerða. Mót­væg­is­að­gerðir fælust þá í að lengja hvíld­ar­tíma, færa kvíar innan eld­is­svæð­is, að fækka seiðum eða að hætt verði að nota svæð­ið. „Ekki er ljóst hvernig lengdur hvíld­ar­tími eða fækkun á útsettum seiðum getur verið mót­væg­is­að­gerð gegn upp­söfnun kop­ars úr ásætu­vörnum í botns­et­i,“ bendir Hafró á. „Séu kvía­stæði færð til innan eld­is­svæðis er verið að dreifa úr eitr­un­ar­á­hrifum af hálfu kop­ars­ins. Kop­ar­inn eyð­ist ekki upp heldur safn­ast saman og því er ólík­legt að þessar mót­væg­is­að­gerðir geri mikið fyrir umhverf­ið. Besta mót­væg­is­að­gerðin er að hætta notkun kop­ar­s.“

Eldissvæði Arctic Sea Farm í Arnarfirði.

Að mati Haf­rann­sókna­stofn­unar er það áhyggju­efni og aft­ur­för miðað við stefnu ann­arra landa að verið sé að hefja notkun á ásætu­vörnum sem inni­halda kopar hér á landi.

Að mati Arctic Sea Farm fylgja notkun kop­ar­á­sætu­varna ekki veru­leg nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og því eigi breyt­ing á þann veg að nota slíkt ekki að vera háð mati á umhverf­is­á­hrif­um. Þessu er Haf­rann­sókn­ar­stofnun algjör­lega ósam­mála og segir þessa ályktun fyr­ir­tæk­is­ins „í algerri mót­sögn við stöðu þekk­ingar um áhrif kop­ars á umhverf­ið“. Þá kemur einnig fram í sam­an­tekt til­kynn­ingar ASF að „til að lág­marka enn fremur umhverf­is­á­hrif ásamt því að bæta dýra­vel­ferð óskar Arctic Sea Farm því eftir heim­ild í starfs­leyfi til að nota ásætu­varnir sem inni­halda kop­aroxíð á eld­is­svæðum sín­um.“ Haf­rann­sókna­stofnun seg­ist draga stór­lega í efa að eitr­aður þung­málmur eins og kopar geti dregið úr eða lág­markað umhverf­is­á­hrif á nokkurn hátt. „Ef fram­kvæmd­ar­að­ili telur að kop­aroxíð geti dregið úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum þarf hann að skýra það frekar og vitna í rann­sóknir sem styðja mál hans.“

Auglýsing

Haf­rann­sókn­ar­stofnun segir mikla óvissu um áhrif kop­ars, lyfja­með­höndl­unar gegn lúsum og stytt­ingu hvíld­ar­tíma milli eld­is­lota á annað líf­ríki en eld­is­lax sem og sam­virk­andi áhrif þess­ara þátta. „Ferli leyf­is­veit­inga í sjó­kvía­eldi hér á Íslandi er orðið þannig að upp­haf­lega fram­kvæmdin sem sótt er um fer í mat á umhverf­is­á­hrifum en tekur svo breyt­ingum eftir á í smærri skref­um,“ segja sér­fræð­ingar Hafró. „Þannig hafa verið að koma upp beiðnir um stytt­ingu hvíld­ar­tíma milli eld­is­lota og nú notkun kop­aroxíðs sem ásætu­vörn. Einnig hafa komið upp all nokkur til­felli á Vest­fjörðum þar sem notkun á lyfjum gegn laxa- og fiski­lús hefur verið heim­il­uð. Þessar breyt­ing­ar, stytt­ing hvíld­ar­tíma, notk­unar ásætu­varna og lyfja­með­höndlun í sjó­kvía­eldi hafa ekki farið í gegnum mat á umhverf­is­á­hrifum þó þær séu, að mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, þær breyt­ingar sem lík­lega hafa hvað mest umhverf­is­á­hrif í för með sér m.t.t. þeirra þátta sem tengj­ast starfs­sviði stofn­un­ar­inn­ar.“

Að þessu öllu sögðu telur Haf­rann­sókn­ar­stofnun að notkun kop­ar­á­sætu­varna á eld­is­svæðum Arctic Sea Farm í Arn­ar­firði skuli háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Nægi­leg grein gerð fyrir fram­kvæmd

Skipu­lags- og umhverf­is­ráð Vest­ur­byggðar telur hins vegar að í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sé gerð full­nægj­andi grein fyrir fyr­ir­hug­uðum áformum og umhverf­is­á­hrifum og að fram­kvæmdin eigi ekki að vera háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Skipu­lags- og mann­virkja­nefnd Ísa­fjarð­ar­bæjar telur sömu­leiðis að nægj­an­lega sé gerð grein fyrir fram­kvæmd­inni í fram­lögðum gögnum fram­kvæmda­að­ila og að fram­kvæmdin kalli ekki á umhverf­is­mat.

Umhverf­is­stofnun telur áhrif hinnar fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmdar liggja ljós fyrir í til­kynn­ingu Arctic Sea Farm til Skipu­lags­stofn­unar og að ferli umhverf­is­mats myndi í þessu til­felli ekki varpa skýr­ari mynd á áhrif starf­sem­innar á umhverf­ið. „Með til­liti til umfangs, eðlis og stað­setn­ingar fram­kvæmd­ar, að því gefnu að starf­semin upp­fylli þau skil­yrði sem sett verða í breyttu starfs­leyfi og verði byggð á bestu aðgengi­legu tækni telur Umhverf­is­stofnun ekki lík­legt að hún hafi í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og sé því ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.“

Það var sömu­leiðis nið­ur­staða Heil­brigð­is­eft­ir­lits Vest­fjarða.

Krefj­ast aðstæður í Arn­ar­firði

Skipu­lags­stofnun tekur hins vegar undir með Haf­rann­sókn­ar­stofnun í ákvörðun sinni og segir það nið­ur­stöðu sína að fyr­ir­huguð fram­kvæmd sé lík­leg til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og skuli því háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.

„Líf­ríki á botni Arn­ar­fjarðar lifir við krefj­andi aðstæður vegna þrösk­uldar í mynni fjarð­ar­ins auk þess sem það er undir álagi vegna los­unar líf­ræns úrgangs frá fisk­eldi og ítrek­aðrar notk­unar lúsa­lyfja,“ segir í ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar. „Notkun kop­ars í sjó­kvíum bætir við nýjum álags­þætti á botn­dýra­líf fjarð­ar­ins en kopar getur haft langvar­andi eitr­un­ar­á­hrif á líf­verur og er mjög eitr­aður þör­ungum og hrygg­leys­ingj­um. Með til­liti til eitr­un­ar­á­hrifa kop­ars er langvar­andi notkun ásætu­varna sem inni­halda kopar lík­leg til að stuðla að því að ástand vatns­hlots­ins Arn­ar­fjarðar versni og að umhverf­is­mark­miðum verði ekki náð. Ekki er víst að vöktun komi í veg fyrir upp­söfnun kop­ars í firð­inum og óaft­ur­kræf skað­leg áhrif á líf­ríki fjarð­ar­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent