Skipulagsstofnun dregur fram kosti Miðleiðar að Fjarðarheiðargöngum

Aðalvalkostur Vegagerðarinnar um Hérað að Fjarðarheiðargöngum hefði verulega neikvæð áhrif á gróðurfar á meðan Miðleið hefði minni áhrif að mati Skipulagsstofnunar sem efast auk þess um þá niðurstöðu að Miðleið hefði neikvæð samfélagsáhrif á Egilsstöðum.

Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun telur að afnám vetr­ar­ein­angr­unar á Seyð­is­firði með áform­uðum Fjarð­ar­heið­ar­göngum komi til með að hafa veru­lega jákvæð áhrif á sam­fé­lagið á Seyð­is­firði. Um það deila sjálf­sagt fæstir enda um að ræða helsta til­gang þess­arar tæp­lega 50 millj­arða króna fram­kvæmd­ar. En það eru hins vegar skiptar skoð­anir um veglagn­ing­una að jarð­göng­unum sem yrðu meðal þeirra lengstu í heimi, eða 13,3 kíló­metr­ar. Vega­gerðin hefur sett fram þrjá val­kosti Hér­aðs­megin við göngin og svo­nefnda Suð­ur­leið sem sinn aðal­val­kost. Skipu­lags­stofnun dregur hins vegar í nýút­gefnu áliti sínu á umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar fram kosti svo­kall­aðrar Mið­leið­ar.

Auglýsing

Að mati Skipu­lags­stofn­unar getur aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­innar á Hér­aði haft veru­lega nei­kvæð áhrif á gróð­ur­far, einkum vegna umfangs skerð­ingar á vot­lendi, birki og æðplöntum sem njóta vernd­ar. Þá ríki óvissa um áhrif allra veg­lína á Hér­aði á frið­aðar fléttu­teg­undir sem mik­il­vægt sé að eyða með kort­lagn­ingu. Skipu­lags­stofnun telur eðli­legt að höfð verði hlið­sjón af slíkri úttekt við end­an­legt val á veg­línu.

Jafn­framt telur Skipu­lags­stofnun mik­il­vægt að val á milli veg­lína taki mið af nátt­úru­vernd­ar­lög­um, aug­lýs­ingu um friðun æðplantna, mosa og fléttna og mark­miðum laga um umhverf­is­mat fram­kvæmda og áætl­ana, en meðal þeirra er umhverf­is­vernd. Bendir stofn­unin á að sam­kvæmt 61. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga ber að forð­ast að raska vot­lendi og birki sem nýtur sér­stakrar verndar nema brýna nauð­syn beri til.

Að mati Skipu­lags­stofn­unar er ljóst að Mið­leiðin hefði minnst umhverf­is­á­hrif af þeim val­kostum sem voru til skoð­unar á Hér­aði í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar. Mið­leiðin sé jafn­framt sú leið sem hefur lægstu slysa­tíðn­ina, fæstu akst­ur­skíló­metrana og fæstu akst­urs­klukku­stund­irn­ar. Sú leið gerir ráð fyrir að nýta núver­andi veg um Fagra­dals­braut í gegnum þétt­býlið á Egils­stöðum en Fagra­dals­braut er farin að hafa nei­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif á byggð­ina sitt hvorum megin veg­ar. Bendir Skipu­lags­stofnun hins vegar á í því sam­hengi á að ákveðið svig­rúm sé til að ráð­ast í aðgerðir sem bæta umferð­ar­ör­yggi við Fagra­dals­braut, s.s. lækka hraða eða lag­færa hönn­un, án þess að hafa nei­kvæð áhrif á greið­færni sam­an­borið við aðal­val­kost Vega­gerð­ar­inn­ar, þ.e. Suð­ur­leið.

Skipu­lags­stofnun bendir jafn­framt á að veglagn­ing sam­kvæmt Suð­ur­leið virð­ist draga tak­markað úr umferð minni öku­tækja og óvissa er um að hvaða marki þunga­flutn­inga­bílum fækk­ar. Í ljósi þess telur stofn­unin mik­il­vægt að ráð­ist verði í aðgerðir til að bæta umferð­ar­ör­yggi á Fagra­dals­braut, jafn­vel þó svo að Hring­veg­ur­inn verði fluttur út fyrir þétt­býlið líkt og bæði Suð­ur- og Norð­ur­leið gera ráð fyr­ir.

Munni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin yrði samkvæmt aðalvalkosti Vegagerðinnar í mikilli nálægð við Gufufoss. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Áhrif vega­gerðar á nátt­úru­far verða minni á Seyð­is­firði. Aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­inn­ar, þ.e. ný veg­lína, mun þó hafa í för með sér nokkuð umfangs­mikið rask á landi sem að stórum hluta sam­anstendur af vist­gerðum með hátt eða mjög hátt vernd­ar­gildi. Nýja veg­línan kemur til með að liggja um golf­völl Seyð­firð­inga. Þar sem færa þarf golf­völl­inn má gera ráð fyrir veru­lega nei­kvæðum áhrifum á golfiðkun tíma­bund­ið. Skipu­lags­stofnun telur að val­kostur sem felst í lag­fær­ingu á núver­andi vegi um Seyð­is­fjörð hefði minni umhverf­is­á­hrif en lagn­ing nýrrar veg­línu.

Á Seyð­is­firði eru helstu nei­kvæðu áhrif fram­kvæmd­ar­innar tengd vatns­vernd. Á fram­kvæmda­tíma er ákveðin hætta á að meng­un­ar­efni ber­ist frá fram­kvæmda­svæð­inu í Fjarð­ará og spilli vatns­bóli Seyð­is­fjarð­ar, óháð því hvaða val­kostur verður fyrir val­inu. Afar brýnt er að tryggja Seyð­firð­ingum greiðan aðgang að hreinu neyslu­vatni. Skipu­lags­stofnun telur að færsla inn­takslóns vatns­veitu upp fyrir ganga­munn­ann myndi draga mjög úr hættu á áhrifum á vatns­bólið.

Skipu­lags­stofnun telur að áður en kemur að útgáfu fram­kvæmda­leyfis þurfi að kort­leggja fund­ar­staði frið­aðra fléttu­teg­unda á áhrifa­svæði allra fram­lagðra val­kosta um Egils­staða­skóg. Einnig þurfi að leggja fram mót­væg­is­að­gerð­ir. Jafn­framt þurfi að kort­leggja rask á vot­lendi og skóg­lendi á ókönn­uðum hluta Suð­ur­leiðar „svo réttar upp­lýs­ingar liggi fyrir um heild­ar­flat­ar­mál vot­lendis og skóg­lendis sem þarf að end­ur­heimta“.

Vega­gerðin áformar að gera 13,3 kíló­metra löng jarð­göng milli Hér­aðs og Seyð­is­fjarðar ásamt til­heyr­andi teng­ingum við vega­kerf­ið. Fram­kvæmd­inni er ætlað að bæta vetr­ar­sam­göngur til og frá Seyð­is­firði, en í dag fer öll umferðin um Fjarð­ar­heiði í 620 metra hæð. Göngin verða í hópi lengstu veg­ganga í heimi og er stofn­kostn­aður áætl­aður 44-47 millj­arðar króna. Þau verða tví­breið með 3,5 m breiðum akreinum og 70 km/klst hámarks­hraða. Vega­gerð utan ganga verður 6,9 – 13,6 km, háð leið­ar­vali. Aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­innar gerir ráð fyrir 6,9 km löngum vegi Hér­aðs­megin um svo­kall­aða Suð­ur­leið og 3,5 km löngum vegi Seyð­is­fjarð­ar­megin um nýja veg­línu. Fram­kvæmd­ar­tími er áætl­aður 7 ár. Byrjað verður á jarð­göng­unum og síðan farið í vega­gerð utan ganga.

Auglýsing

En hverjir eru val­kost­irnir sem Vega­gerðin lagði mat á í skýrslu sinni?

  • Norð­ur­leið: Hring­vegur færður norður fyrir Egils­staði. Sam­tals þarf 10,1 km langa vega­gerð á Hér­aði og tvær nýjar brýr á Eyvind­ará. Val­kostur nær frá Hring­vegi við Mels­horn að jarð­göng­um. Hring­vegur leng­ist um 1,1 km.
  • Suð­ur­leið (að­al­val­kostur Vega­gerð­ar­inn­ar): Veg­línan fylgir Mið­leið en í stað þess að fara í gegnum þétt­býlið verður Hring­vegur færður suður fyrir Egils­staði. Sam­tals þarf 6,9 km langa vega­gerð á Hér­aði og nýja brú á Eyvind­ará. Val­kostur nær frá Skrið­dals- og Breið­dals­vegi, við Egils­staði, að jarð­göng­um. Hring­vegur leng­ist um 2,5 km.
  • Mið­leið um Háls og Fagra­dals­braut: Nýr Hring­vegur verður færður til á 3,1 km kafla en fer áfram um þétt­býl­ið. Sam­tals þarf 4,1 km langa vega­gerð á Hér­aði og nýja brú á Eyvind­ará. Val­kostur nær frá Hring­vegi við Egils­staða­vega­mót að jarð­göng­um. Hring­vegur leng­ist um 0,1 km.

Í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar kom fram að athug­un­ar­svæði allra leiða Hér­aðs­megin ein­kenn­ist af vel grónu landi, grósku­miklum birki­skógi og birkikjarri, nokkuð stórum vot­lend­is­svæð­um, tún­um, skóg­rækt og öðru mann­gerðu landi. Allir val­kostir Hér­aðs­megin og athafna- og haug­setn­inga­svæði koma til með að raska birki­skógi sem nýtur verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Þéttur og gam­all birki­skógur er ein­kenn­andi fyrir stóran hluta þess svæðis sem þessar leiðir munu liggja um auk þess sem stór opin vot­lend svæði, með fjöl­breyttum vot­lendis­vist­gerðum eru innan veg­línu Norð­ur- og Suð­ur­leið­ar. Þá mun þurfa að byggja umfangs­miklar brýr yfir Eyvind­ará í til­felli Norð­ur­leiðar og Mið- og Suð­ur­leiðar sem breytir ásýnd árinnar stað­bund­ið.

Suðurleið myndi raska fornum birkiskógi mest af þeim leiðum sem Vegagerðin tók til mats. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Leið­irnar taka því til svæðis sem er við­kvæmt fyrir breyt­ingum og geymir vist­kerfi sem njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Rask vegna val­kosta á þessi vist­kerfi koma helst fram þar sem Hring­vegur er færður um Háls­brekku, þ.e. Mið­leið og Suð­ur­leið, og þar sem Suð­ur­leið og Norð­ur­leið liggja fram hjá þétt­býl­inu á Egils­stöð­um. Blæösp var eina teg­undin á válista sem fannst á athug­un­ar­svæð­inu, en hún vex innan athug­un­ar­svæðis Suð­ur­leið­ar. 15 sjald­gæfar fléttu­teg­und­ir, þar af fimm á válista, hafa verið skráðar á áhrifa­svæði veg­lína og í næsta nágrenni. Vegna þeirra hefur verið lagt til að Egils­staða­skógur og nágrenni verði frið­lýst.

Fram kemur í umhverf­is­mats­skýrsl­unni að fæstir hekt­arar gró­inna svæða raskast ef Mið­leið yrði fyrir val­inu, enda er minnst þörf á nýrri vega­gerð fyrir þann val­kost. Þar er meiri hluti raskaðs svæðis birki­skóg­ur. Á Mið­leið er enn­fremur minnst af vot­lendi og engin sem njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum vegna stærðar sinn­ar.

Sam­kvæmt umhverf­is­mats­skýrslu hefur Suð­ur­leið í för með sér meira rask á landi en Mið­leið. Á þeirri leið yrði raskað mestu umfangi birki­skóga og vot­lend­is.

Suð­ur­leið færi um 100 ára gamlan birki­skóg

Beint rask á landi verður minnst á Mið­leið (41 hekt­ar­ar), þá Suð­ur­leið (50 ha) en mest á Norð­ur­leið (57 ha). Mið­leið raskar einnig minna af vist­gerðum með hátt eða mjög hátt vernd­ar­gildi (21 ha) en Suð­ur­leið (28 ha) og Norð­ur­leið (27 ha).

Allar veg­lín­urnar skera í sundur birki­skóg og hafa í för með sér umtals­vert óaft­ur­kræft rask á birki, eða frá 17 ha (Mið­leið) til 21 ha (Suð­ur­leið). Einkum er um að ræða rask á 30-60 ára gömlum birki­skógi, en þar sem Suð­ur­leið beygir af Mið­leið þverar hún 60-100 ára gamlan birki­skóg. Í þessum eldri hluta Egils­staða­skógar er birkið hærra (3-5 metr­ar) en ann­ars staðar staðar í skóg­in­um.

Í umsögn Skóg­rækt­ar­innar var bent á að búið er að stað­festa Egils­staða­skóg sem gamlan, stóran sam­felldan skóg sem nýtur sér­stakrar verndar sam­kvæmt 61. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga auk þess sem skóg­ur­inn þykir merki­legur fyrir þær sakir að vera einn fárra nátt­úru­legra vaxt­ar­staða blæa­spar á Íslandi. Leggur Skóg­ræktin ríka áherslu á að forð­ast beri að raska vist­fræði­lega mik­il­vægum gömlum birki­skóg­um.

Mis­mikil áhrif á vist­kerfi

Sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum ber að forð­ast að raska vist­kerfum sem njóta verndar sam­kvæmt 61. gr. lag­anna nema brýna nauð­syn beri til. Fram kemur í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar að óhjá­kvæmi­legt er að raska þessum vist­kerfum til að tryggja bætt umferð­ar­ör­yggi og aukna greið­færni. „Í þessu sam­bandi und­ir­strikar Skipu­lags­stofnun að þær þrjár veg­línur sem lagðar eru fram í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar hafa mis­mikil áhrif á vist­kerfi sem njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt 61. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga,“ segir í áliti stofn­un­ar­inn­ar. „Að mati Skipu­lags­stofn­unar hefur Suð­ur­leið, núver­andi aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­inn­ar, mest áhrif á bæði verndað birki­skóg­lendi og verndað vot­lend­i.“

Í ljósi umfangs skerð­ingar á vernd­uðum vist­kerfum og æðplöntum telur Skipu­lags­stofnun að Suð­ur­leið geti haft veru­lega nei­kvæð áhrif á gróður en Mið­leið og Norð­ur­leið tals­vert nei­kvæð.

Efast um nið­ur­stöðu varð­andi sam­fé­lags­á­hrif

Á Hér­aði er gert ráð fyrir að Mið­leið nýti núver­andi veg um Fagra­dals­braut í gegnum þétt­býlið á Egils­stöðum í óbreyttri mynd. Skipu­lags­stofnun gerir í áliti sínu athuga­semd við þá ályktun Vega­gerð­ar­innar að Mið­leið sé lík­leg til að hafa nokkuð til tals­vert nei­kvæð áhrif á sam­fé­lag, „enda vand­séð hvernig kom­ast megi að þeirri nið­ur­stöð­u“. Stofn­unin hefur jafn­framt ákveðnar efa­semdir um þá nið­ur­stöðu Vega­gerð­ar­innar að ekki sé hægt að útfæra Mið­leið þannig að hún hafi jákvæð áhrif á sam­fé­lag og sam­ræm­ist um leið mark­miðum fram­kvæmd­ar­inn­ar. Skipu­lags­stofnun telur að Mið­leið með Fagra­dals­braut í óbreyttri mynd hefði lítil sem engin áhrif á sam­fé­lag. „Það þýðir að Mið­leið gæti hæg­lega haft jákvæð áhrif á sam­fé­lag ef gripið yrði til aðgerða sem bæta sam­búð vegar og byggð­ar,“ segir í álit­inu og enn­frem­ur: „Mið­leið hefur m.a. lægstu slysa­tíðn­ina og mestu þjóð­hagslegu arð­sem­ina. Sú stað­reynd að Mið­leiðin hefur bæði fæstu akst­ur­skíló­metrana og fæstu akst­urs­klukku­stund­irnar hlýtur að þýða að ákveðið svig­rúm sé til staðar til að ráð­ast í aðgerðir sem bæta umferð­ar­ör­yggi við Fagra­dals­braut, s.s. lækka hraða eða lag­færa hönn­un, án þess að hafa nei­kvæð áhrif á greið­færni sam­an­borið við Suð­ur­leið.“

Auglýsing

Umferð­ar­grein­ingar benda til að stór hluti umferðar um Fagra­dals­braut sé inn­an­bæj­ar­um­ferð eða eigi erindi á Egils­staði. Þannig gerir Vega­gerðin t.d. ráð fyrir að umferð um Fagra­dals­braut minnki ein­ungis um 600 bíla með Suð­ur­leið, þ.e. fari úr 4.100 bílum í 3.500 bíla. „Jafn­vel þó að Suð­ur­leiðin væri skiltuð þannig að fólk leið­ist hana sjálf­krafa þá er styttra að keyra Fagra­dals­braut,“ bendir Skipu­lags­stofnun á. „Stað­kunn­ugir munu vænt­an­lega fljótt átta sig á því og halda áfram að nota gömlu leið­ina nema ráð­ist verði í gagn­gerar end­ur­bætur á Fagra­dals­braut og hún t.d. þrengd og settar hraða­hindr­anir til að gera öku­tækjum erfitt um vik að nota hana sem styttri leið gegnum bæinn.“

Sam­kvæmt fram­lögðum gögnum telur Skipu­lags­stofnun ljóst að óvissa er um að hvaða marki veglagn­ing sam­kvæmt Suð­ur­leið komi til með að draga úr umferð þunga­flutn­inga­bíla um Fagra­dals­braut og „óraun­hæft“ að gera ráð fyrir því að Suð­ur­leið muni fjar­lægja alla þunga­flutn­inga­bíla af Fagra­dals­braut. Telur stofn­unin mik­il­vægt að ráð­ist verði í aðgerðir til að bæta umferð­ar­ör­yggi á Fagra­dals­braut, „jafn­vel þó svo að Hring­veg­ur­inn verði fluttur út fyrir þétt­býl­ið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent