Jarðgöng undir Fjarðarheiði með lengstu veggöngum í heimi

Fjarðarheiðargöng yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostnaðurinn yrði á bilinu 44-47 milljarðar króna en með framkvæmdinni yrði hæsta fjallvegi milli þéttbýlisstaða á landinu útrýmt.

Tölvugerð mynd af gangamunna Seyðisfjarðarmegin.
Tölvugerð mynd af gangamunna Seyðisfjarðarmegin.
Auglýsing

„Hár­nála­beygj­ur“ og bratti. Snjó­þyngsli sem loka veg­inum oft og ítrekað – jafn­vel dögum sam­an. Hún er fögur akleiðin um Fjarð­ar­heiði en getur verið hættu­leg enda um að ræða hæsta fjall­veg á land­inu sem tengir saman byggð­ar­lög. Í ára­tugi hefur staðið til að grafa göng en það er ekki fyrr en nú að loks hyllir undir að þau verði að veru­leika.

Umhverf­is­mats­skýrsla áform­aðra Fjarð­ar­heið­ar­ganga Vega­gerð­ar­innar hefur verið lögð fram til kynn­ing­ar. Öllum er frjálst að skila inn umsögn­um, eigi síðar en 5. júlí.

Auglýsing

Til stendur að gera 13,3 kíló­metra löng jarð­göng, þau lengstu á land­inu og með þeim lengstu í heimi – hvorki meira né minna. Til við­bótar verða leiðir að göng­unum beggja vegna lag­færðar eða færðar til. Heild­ar­fram­kvæmdin myndi sam­kvæmt mati Vega­gerð­ar­innar kosta á bil­inu 44-47 millj­arða króna á verð­lagi des­em­ber 2021.

Göngin eiga að verða áfangi í teng­ingu allt frá Norð­firði til Seyð­is­fjarðar og þar með hluti af Hring­vegi um Aust­firði. Því í fram­hald­inu stendur til að gera göng frá Seyð­is­firði suður til Mjóa­fjarðar og svo önnur þaðan og til Norð­fjarð­ar. Fjarð­ar­heið­ar­göng eru því aðeins þau fyrstu í jarð­ganga­þrennu sem áformuð er á þessum slóð­um.

Valkostir og verndarsvæði við Fjarðarheiðargöng og vegtengingar beggja vegna. Mynd: Vegagerðin

Veg­ur­inn um Fjarð­ar­heiði er í 620 metra hæð og er þar með hæsti fjall­vegur til þétt­býl­is­staðar á land­inu þar sem aðeins er ein veg­teng­ing. Við slíkar aðstæður þarf ekki mik­inn vind­hraða yfir vetr­ar­tím­ann til þess að aðstæður verði erf­iðar fyrir sam­göng­ur. Slíkt ástand getur verið við­var­andi dögum saman og hamlað för um heið­ina. Á tíma­bil­inu 2015-2020 var veg­ur­inn lok­aður frá 29-56 daga ár hvert.

Veg­ur­inn tengir hinn til­tölu­lega unga kaup­stað Egils­staði við einn þann elsta, hinn sér­stæða Seyð­is­fjörð, þar sem húsin lúra á tak­mörk­uðu lág­lend­inu undir snar­bröttum fjöll­um. Fjöllum sem við vitum að geta byrst sig ræki­lega við ákveðnar aðstæður með til­heyr­andi aur- eða snjó­skrið­um.

Vegna snjó­þyngsla og veð­ur­að­stæðna full­nægir veg­ur­inn um Fjarð­ar­heiði alls ekki kröfum nútím­ans. Brattar brekkur beggja vegna heið­ar­innar eru oft veru­legur far­ar­tálmi fyrir flutn­inga­bíla og fólks­bíla íbúa og ferða­manna á svæð­inu, til að mynda þeirra sem koma með far­þega­ferj­unni Nor­rænu. Fjarð­ar­heiði er oft mesta eða jafn­vel eina hindr­unin sem þeir mæta í allri ferð sinni til Íslands, segir Vega­gerðin í umhverf­is­mats­skýrslu sinni.

Margar krappar beygjur eru á leiðinni upp á Fjarðarheiði. Mynd: Vegagerðin

Í brekk­unum beggja vegna Fjarð­ar­heiðar eru margar krappar beygjur og þar af fjórar svo­nefndar „hár­nála­beygj­ur“ að vest­an­verðu og að aust­an­verðu. Lang­halli er merktur 10 pró­sent á skilt­um, bæði í efstu brekkunni Hér­aðs­megin og í Efri- og Neðri- Staf Seyð­is­fjarð­ar­meg­in.

En það er fleira sem Vega­gerðin vill ná fram með fram­kvæmd­inni en að forða fólki frá því að þurfa að aka yfir heið­ina. Hún vill einnig end­ur­skoða að leiðin að henni liggi að hluta í gegnum miðbæ Egils­staða sem veldur end­ur­teknum umferð­artöfum og hættu.

Þrír val­kostir eru til skoð­unar Hér­aðs­megin gang­anna. Tveir gera ráð fyrir að Hring­veg­ur­inn verði færður út fyrir þétt­býlið á Egils­stöðum og er annar þeirra, svo­nefnd Suð­ur­leið, aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­inn­ar. Með þeirri leið yrði Hring­veg­ur­inn færður suður fyrir Egils­staði með nýjum vega­mótum frá Skrið­dals- og Breið­dals­vegi. Sam­tals þarf 6,9 kíló­metra langa vega­gerð á Hér­aði og nýja 110 metra brú á Eyvind­ará.

Suðurleið um Egilsstaði er sú leið sem Vegagerðin vill helst fara. Kort: Vegagerðin

Seyð­is­fjarð­ar­megin yrði ganga­munni við Gufu­foss í um 130 metra hæð og þaðan eru tveir val­kostir í stöð­unni: Lag­fær­ing núver­andi veg­línu eða ný.

Þrátt fyrir að núver­andi vegur yrði lag­færður telur Vega­gerðin það ekki ákjós­an­legan val­kost með til­liti til umferð­ar­ör­ygg­is. Nýja veg­lín­an, sem er aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­inn­ar, yrði norðar en núver­andi veg­ur. Gamli veg­ur­inn myndi áfram þjóna svæð­inu í dalnum og yrði því ekki aflagð­ur.

Almennt er það mat stofn­un­ar­innar að lít­ill munur sé á milli þess­ara tveggja kosta hvað varðar áhrif á sam­fé­lag og umhverfi. Helsti mun­ur­inn felist í land­notkun þar sem færa þyrfti golf­völl Golf­klúbbs Seyð­is­fjarðar yrði nýr vegur ofan á.

Jarð­göngin undir heið­ina yrðu tví­breið og hámarks­hrað­inn í þeim 70 km/klst. Miðað er við að þau yrðu unnin frá báðum end­um, 4-5 metrar boraðir og sprengdir í einu, efn­inu ekið út og bergið síðan styrkt eftir þörfum áður en næsta lota er tek­in.

Reiknað er með að það líði rúm­lega ár frá upp­hafi fram­kvæmda þar til göngin ná sam­an. Þá tekur við vinna við loka­styrk­ingar bergs­ins, upp­setn­ingu frá­rennsl­is­kerf­is, lýs­ingar og loft­ræst­ingar sem og upp­bygg­ing vegar með mal­biks­slit­lagi.

Valkostir vegar frá göngum inn á Seyðisfjörð eru tveir: Núverandi vegur eða nýr. Kort: Vegagerðin

Reiknað er með að við gerð Fjarð­ar­heið­ar­ganga verði unnið með tveimur gengjum og að meðal starfs­manna­fjöldi yfir árið verði um 75 manns.

Áætl­aður fram­kvæmda­tími er 7 ár.

Allir val­kostir Hér­aðs­megin koma til með að fara um svæði á C-hluta nátt­úru­minja­skrár og svæði sem var sett á nátt­úru­vernd­ar­á­ætlun 2009–2013, mis­mikið þó. Seyð­is­fjarð­ar­megin eru engin frið­lýst svæði.

Innan áhrifa­svæða val­kosta beggja vegna við göngin má hins vegar finna birki­skóg en sér­stæðir eða vist­fræði­lega mik­il­vægir birki­skógar og leifar þeirra njóta sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Forð­ast skal að raska þeim nema brýna nauð­syn beri til. Val­kostir við Egils­staði fara einnig um vot­lendi sem nýtur sömu vernd­ar.

Á stefnu­skránni frá árinu 1987

Í vel á fjórða ára­tug hafa stjórn­völd haft það á stefnu­skrá sinni að bæta sam­göngur til og frá Seyð­is­firði með jarð­göng­um. Í skýrslu sem kom út á vegum sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins árið 1987 kom fram að göng um Fjarð­ar­heiði og Odds­skarð ættu að vera ofar­lega á for­gangs­list­an­um. En leiðin undir heið­ina til Egils­staða hefur þó ekki alltaf verið efst á blaði.

Á árunum 1988-1993 vann nefnd sem skipuð var af sam­göngu­ráð­herra að mati á jarð­ganga­kostum á Aust­ur­landi. Í skýrslu hennar voru lögð fram og bornar saman þrjár mis­mun­andi leið­ir, svo­nefnd sam­göngu­mynst­ur.

Samgöngumynstrin 3 sem nefndin skoðaði á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Mynstur A var eins og þáver­andi vega­kerfi nema að því leyti að vegir um Fjarð­ar­heiði og Odds­skarð færu í jarð­göng. Í mynstri B var lögð áhersla á sjáv­ar­síð­una og því göng úr Seyð­is­firði í Mjóa­fjörð, önnur þaðan í Norð­fjörð og þau þriðju síðan undir Odds­skarð til Eski­fjarð­ar. Mynstur C tengdi síðan saman Seyð­is­fjörð og Nes­kaup­stað með tvennum göngum til Mjóa­fjarðar og síðan reiknað með teng­ingu þaðan til Hér­aðs með göngum undir Mjóa­fjarð­ar­heiði. Nefndin lagði til að mynstur C yrði val­ið.

Vega­gerðin segir að síðan þá hafi kröfur til jarð­ganga tekið breyt­ing­um. Til að mynda sé nú talið eðli­legt að göng liggi lægra í land­inu. Á síð­ari árum hafa full­trúar Seyð­is­fjarðar og álykt­anir Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi einnig lagt mesta áherslu á göng undir Fjarð­ar­heiði.

Í kringum 2005 var ákveðið að hefja rann­sóknir á aðstæðum til ganga­gerðar milli Eski­fjarðar og Norð­fjarðar og nokkrum árum síðar var ákveðið að ráð­ast í fram­kvæmd­ir. Norð­fjarð­ar­göng voru loks opnuð fyrir umferð árið 2017. Þar með var það sam­göngu­mynstur á Aust­ur­landi sem nefnd­ar­innar frá 1993 aðhyllt­ist, ekki lengur talið raun­hæft.

EFLA vann samanburð á valkostum árið 2011. Mynd: Vegagerðin

Árið 2011 vann verk­fræði­stofan EFLA skýrslu þar sem fram kom að með teng­ingu byggð­ar­lag­anna við Hérað með göngum undir Fjarð­ar­heiði feng­ist mun betri hring­teng­ing milli þeirra allra en ein­göngu með teng­ingu undir Mjóa­fjarð­ar­heiði því með henni einni saman hefði Seyð­is­fjörður orðið enda­stöð.

Fimm árum síðar skip­aði sam­göngu­ráð­herra verk­efn­is­hóp um und­ir­bún­ing að ákvarð­ana­töku um Seyð­is­fjarð­ar­göng. Meðal verk­efna hóps­ins var að vega og meta mögu­legar sam­göngu­bætur fyrir Seyð­is­fjörð með hlið­sjón af ávinn­ingi sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs á svæð­inu. Skýrslan kom út 2019 og í henni var lögð til svokölluð hring­teng­ing sem fæli í sér þrenn göng: Fjarð­ar­heið­ar­göng, Mjóa­fjarð­ar­göng og Seyð­is­fjarð­ar­göng. Að mati hóps­ins myndi slík teng­ing ná miklum sam­fé­lags­legum ávinn­ingi fyrir Seyð­is­fjörð og Aust­ur­land í heild. Ávinn­ing­ur­inn fælist helst í bættum sam­göngum og sveigj­an­leika sem væri lík­legt til að styðja við búsetu á svæð­inu, atvinnu­veg og aðgang að þjón­ustu.

Og fleiri göng

Í sam­göngu­á­ætlun 2020-2034 kemur fram að gert sé ráð fyrir að í fram­haldi af Fjarð­ar­heið­ar­göngum verði ráð­ist í gerð ganga milli Seyð­is­fjarðar og Mjóa­fjarðar (Seyð­is­fjarð­ar­göng) og Mjóa­fjarðar og Fann­ar­dals í Norð­firði (Mjóa­fjarð­ar­göng).

Seyð­is­fjarð­ar­göng yrðu um 5,4 kíló­metrar að lengd og myndu liggja í grennd við Gufu­foss á Seyð­is­firði til Mjóa­fjarð­ar, við bæinn Fjörð.

Mjóa­fjarð­ar­göng yrðu um 6,9 kíló­metra löng og eru fyr­ir­huguð frá Fann­ar­dal í Norð­firði með munna í sunn­an­verðum Mjó­a­firði, á móts við bæinn Fjörð. Lengd milli Mjóa­fjarð­ar­ganga og Seyð­is­fjarð­ar­ganga yrði um 800 metr­ar.

Veginum um Fjarðarheiði er oft lokað á hverjum vetri vegna ófærðar. Skjáskot: RÚV

Þótt Fjarð­ar­heið­ar­göng yrðu meðal lengstu veg­ganga í heimi yrðu þau ekki lengstu göng á Íslandi. Á heiðum Aust­ur­lands er að finna göng sem eru mun lengri, göng sem flytja vatn úr Jöklu úr Háls­lóni að stöðv­ar­húsi Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Þau eru tæp­lega 40 kíló­metrar að lengd.

Til­gang­ur­inn með Fjarð­ar­heið­ar­göngum er að sögn Vega­gerð­ar­innar að bæta sam­göngur á Aust­ur­landi og hafa þar með jákvæð áhrif á sam­fé­lag­ið. „Með jarð­göngum undir Fjarð­ar­heiði verða sam­göngur áreið­an­legri og örugg­ari.“ Að loknum fram­kvæmdum verður mögu­legt að halda veg­inum á milli Hér­aðs og Seyð­is­fjarðar opnum allan árs­ins hring. „Fram­kvæmdin mun styrkja byggð og atvinnu­líf á Seyð­is­firði og Aust­ur­landi öllu.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent