Sókn ráðherra í skipulagsvaldið umhverfis flugvelli milduð

Sveitarfélög munu hafa aðkomu að mótun tillagna um skipulagsreglur flugvalla, sem verða rétthærri en skipulag sveitarfélaga. Skipulagsreglur eiga þó ekki að binda hendur sveitarfélaga meira en flugöryggi krefst.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Á loka­spretti þings­ins í síð­ustu viku var frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra um breyt­ingar á loft­ferða­lögum sam­þykkt. Frum­varpið tók nokkrum breyt­ingum í með­förum þings­ins og meðal ann­ars ákvæðum um skipu­lags­reglur flug­valla, sem einna helst höfðu vakið athygli, breytt nokk­uð.

Það var gert til þess að koma til móts við gagn­rýni m.a. Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borgar þess efnis að verið væri að svipta sveit­ar­fé­lög skipu­lags­vald­inu í kringum flug­velli.

Í frum­varp­inu, eins og Sig­urður Ingi hafði lagt það fram, var gengið út frá því að ráð­herra myndi fá vald til þess að setja skipu­lags­regl­ur, sem ætlað væri að ganga framar skipu­lags­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga. Lýsti ráð­herra því þannig er hann vakti athygli á þessu atriði á sam­skipta­miðl­inum Instagram í fyrra að frá því að skipu­lags­regl­urnar tækju gildi væru sveit­ar­fé­lög bundin af efni þeirra.

Sigurður Ingi setti þessi skilaboð inn á Instagram þegar hann lagði frumvarpið fram í fyrsta sinn. Skjáskot/Instagram

And­staða bæði Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borgar við þessi áform ráð­herra með frum­varp­inu hafði legið ljós fyrir lengi, eða allt frá því að frum­varpið var sett fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda haustið 2020.

Engar breyt­ingar voru hins vegar gerðar á þessu atriði frum­varps­ins áður en það var fyrst lagt fram á þingi í upp­hafi árs 2021 og ekk­ert breytt­ist heldur hvað þetta varðar áður en ráð­herra end­ur­flutti málið á því þingi sem nú er lok­ið.

Sögðu allan rök­stuðn­ing skorta frá ráðu­neyt­inu

Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök íslenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýndu það í við­bót­ar­um­sögnum um frum­varpið í maí að inn­við­a­ráðu­neytið hefði, þrátt fyrir beiðnir þar um, ekki enn fært fram nein rök fyrir því af hverju þörf væri á að skerða skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga með þeim hætti sem boðað var með frum­varp­inu.

Auglýsing

Í bréfi frá Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra og Ebbu Schram borg­ar­lög­manni fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar var lagt til að orða­lag­inu í frum­varp­inu yrði breytt og að kveðið yrði á um að ráð­herra yrði bund­inn af skipu­lags­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga við setn­ingu skipu­lags­reglna flug­valla, og að við breyt­ingar á svæð­is-, aðal- og deiliskipu­lagi sveit­ar­fé­lags skyldi ráð­herra end­ur­skoða skipu­lags­reglur flug­vallar og sam­ræma þær við gild­andi skipu­lag sveit­ar­fé­lags. Þetta væri í takt við það sem venjan hefði ver­ið.

Sett í hendur starfs­hóps að móta til­lögur

Það varð þó ekki nið­ur­staðan í með­förum þing­nefnd­ar­inn­ar, en mála­miðlun var sett fram og sam­þykkt á Alþingi af öllum þing­mönnum sem greiddu atkvæði, en þing­flokkur Pírata sat hjá við atkvæða­greiðsl­una.

Nið­ur­staðan hjá meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar varð sú að fela sér­stökum starfs­hópi ráð­herra, með þátt­töku Sam­göngu­stofu, rekstr­ar­að­ila flug­vallar og við­kom­andi sveit­ar­fé­laga, að vinna til­lögu að skipu­lags­reglum flug­vallar og ann­ast sam­ráð vegna þeirra.

„Telur meiri hlut­inn eðli­legt að í reglu­gerð verði kveðið nánar á um hlut­verk slíkra starfs­hópa og að jafn­ræðis verði gætt við skipan þeirra þannig að í þeim eigi sæti að lág­marki einn full­trúi frá hverju sveit­ar­fé­lagi sem málið varðar en þó aldrei færri en tveir full­trúar sveit­ar­fé­laga. Þá er lagt til að skýrt sé kveðið á um að mark­mið skipu­lags­reglna flug­valla sé að tryggja flug­ör­yggi með full­nægj­andi hætti með sem minnstum tak­mörk­unum á skipu­lagi þeirra svæða kringum flug­völl­inn sem regl­urnar taka til,“ sagði um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Meiri­hlut­inn taldi að með þessum hætti mætti „tryggja sveit­ar­fé­lögum beina þátt­töku í und­ir­bún­ingi og gerð skipu­lags­regln­anna og að skipu­lags­regl­urnar feli ekki í sér meiri tak­mark­anir á skipu­lagi svæða í nágrenni flug­valla en nauð­syn­legt er vegna flug­ör­ygg­is­sjón­ar­miða.“

Allir nefnd­ar­menn í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd nema Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata voru skrif­aðir fyrir þessu nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans og því má segja að mál­inu hafi verið lent með nær þverpóli­tískri sátt í nefnd­inni.

Von­ast til að breyt­ingar meiri­hlut­ans nægi

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Andrés Ingi sagði í minni­hluta­á­liti sínu um málið að það hefði verið ætlun Sig­urðar Inga „að gera ákvæðið að lög­um, þvert á vilja sveit­ar­fé­lag­anna sem átti að hrifsa skipu­lags­valdið af, án þess að til­raun væri gerð til að ná fram mála­miðlun með sam­ráði í aðdrag­anda fram­lagn­ingar máls­ins“ og að þetta hefði verið eitt af hinum stóru álita­efnum sem nefndin þurfti að leysa úr þegar málið var til með­ferð­ar.

Hann sagði afstöðu meiri­hluta nefnd­ar­innar byggj­ast á því að fund­ist hefði „ásætt­an­leg lausn sem tryggir að sveit­ar­fé­lög verði ekki svipt skipu­lags­valdi sínu“ og bætti því við að hann von­aði að breyt­ingar meiri­hlut­ans nægðu, þrátt fyrir að telja „ástæðu til að fylgj­ast áfram með fram­kvæmd ákvæð­is­ins“ eftir að lögin gengju í gildi „í því skyni að leita full­vissu um að lögin séu ekki skað­leg gagn­vart skipu­lags­valdi sveit­ar­fé­lag­anna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar