Sókn ráðherra í skipulagsvaldið umhverfis flugvelli milduð

Sveitarfélög munu hafa aðkomu að mótun tillagna um skipulagsreglur flugvalla, sem verða rétthærri en skipulag sveitarfélaga. Skipulagsreglur eiga þó ekki að binda hendur sveitarfélaga meira en flugöryggi krefst.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Á loka­spretti þings­ins í síð­ustu viku var frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra um breyt­ingar á loft­ferða­lögum sam­þykkt. Frum­varpið tók nokkrum breyt­ingum í með­förum þings­ins og meðal ann­ars ákvæðum um skipu­lags­reglur flug­valla, sem einna helst höfðu vakið athygli, breytt nokk­uð.

Það var gert til þess að koma til móts við gagn­rýni m.a. Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borgar þess efnis að verið væri að svipta sveit­ar­fé­lög skipu­lags­vald­inu í kringum flug­velli.

Í frum­varp­inu, eins og Sig­urður Ingi hafði lagt það fram, var gengið út frá því að ráð­herra myndi fá vald til þess að setja skipu­lags­regl­ur, sem ætlað væri að ganga framar skipu­lags­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga. Lýsti ráð­herra því þannig er hann vakti athygli á þessu atriði á sam­skipta­miðl­inum Instagram í fyrra að frá því að skipu­lags­regl­urnar tækju gildi væru sveit­ar­fé­lög bundin af efni þeirra.

Sigurður Ingi setti þessi skilaboð inn á Instagram þegar hann lagði frumvarpið fram í fyrsta sinn. Skjáskot/Instagram

And­staða bæði Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borgar við þessi áform ráð­herra með frum­varp­inu hafði legið ljós fyrir lengi, eða allt frá því að frum­varpið var sett fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda haustið 2020.

Engar breyt­ingar voru hins vegar gerðar á þessu atriði frum­varps­ins áður en það var fyrst lagt fram á þingi í upp­hafi árs 2021 og ekk­ert breytt­ist heldur hvað þetta varðar áður en ráð­herra end­ur­flutti málið á því þingi sem nú er lok­ið.

Sögðu allan rök­stuðn­ing skorta frá ráðu­neyt­inu

Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök íslenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýndu það í við­bót­ar­um­sögnum um frum­varpið í maí að inn­við­a­ráðu­neytið hefði, þrátt fyrir beiðnir þar um, ekki enn fært fram nein rök fyrir því af hverju þörf væri á að skerða skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga með þeim hætti sem boðað var með frum­varp­inu.

Auglýsing

Í bréfi frá Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra og Ebbu Schram borg­ar­lög­manni fyrir hönd Reykja­vík­ur­borgar var lagt til að orða­lag­inu í frum­varp­inu yrði breytt og að kveðið yrði á um að ráð­herra yrði bund­inn af skipu­lags­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga við setn­ingu skipu­lags­reglna flug­valla, og að við breyt­ingar á svæð­is-, aðal- og deiliskipu­lagi sveit­ar­fé­lags skyldi ráð­herra end­ur­skoða skipu­lags­reglur flug­vallar og sam­ræma þær við gild­andi skipu­lag sveit­ar­fé­lags. Þetta væri í takt við það sem venjan hefði ver­ið.

Sett í hendur starfs­hóps að móta til­lögur

Það varð þó ekki nið­ur­staðan í með­förum þing­nefnd­ar­inn­ar, en mála­miðlun var sett fram og sam­þykkt á Alþingi af öllum þing­mönnum sem greiddu atkvæði, en þing­flokkur Pírata sat hjá við atkvæða­greiðsl­una.

Nið­ur­staðan hjá meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar varð sú að fela sér­stökum starfs­hópi ráð­herra, með þátt­töku Sam­göngu­stofu, rekstr­ar­að­ila flug­vallar og við­kom­andi sveit­ar­fé­laga, að vinna til­lögu að skipu­lags­reglum flug­vallar og ann­ast sam­ráð vegna þeirra.

„Telur meiri hlut­inn eðli­legt að í reglu­gerð verði kveðið nánar á um hlut­verk slíkra starfs­hópa og að jafn­ræðis verði gætt við skipan þeirra þannig að í þeim eigi sæti að lág­marki einn full­trúi frá hverju sveit­ar­fé­lagi sem málið varðar en þó aldrei færri en tveir full­trúar sveit­ar­fé­laga. Þá er lagt til að skýrt sé kveðið á um að mark­mið skipu­lags­reglna flug­valla sé að tryggja flug­ör­yggi með full­nægj­andi hætti með sem minnstum tak­mörk­unum á skipu­lagi þeirra svæða kringum flug­völl­inn sem regl­urnar taka til,“ sagði um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Meiri­hlut­inn taldi að með þessum hætti mætti „tryggja sveit­ar­fé­lögum beina þátt­töku í und­ir­bún­ingi og gerð skipu­lags­regln­anna og að skipu­lags­regl­urnar feli ekki í sér meiri tak­mark­anir á skipu­lagi svæða í nágrenni flug­valla en nauð­syn­legt er vegna flug­ör­ygg­is­sjón­ar­miða.“

Allir nefnd­ar­menn í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd nema Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata voru skrif­aðir fyrir þessu nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans og því má segja að mál­inu hafi verið lent með nær þverpóli­tískri sátt í nefnd­inni.

Von­ast til að breyt­ingar meiri­hlut­ans nægi

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Andrés Ingi sagði í minni­hluta­á­liti sínu um málið að það hefði verið ætlun Sig­urðar Inga „að gera ákvæðið að lög­um, þvert á vilja sveit­ar­fé­lag­anna sem átti að hrifsa skipu­lags­valdið af, án þess að til­raun væri gerð til að ná fram mála­miðlun með sam­ráði í aðdrag­anda fram­lagn­ingar máls­ins“ og að þetta hefði verið eitt af hinum stóru álita­efnum sem nefndin þurfti að leysa úr þegar málið var til með­ferð­ar.

Hann sagði afstöðu meiri­hluta nefnd­ar­innar byggj­ast á því að fund­ist hefði „ásætt­an­leg lausn sem tryggir að sveit­ar­fé­lög verði ekki svipt skipu­lags­valdi sínu“ og bætti því við að hann von­aði að breyt­ingar meiri­hlut­ans nægðu, þrátt fyrir að telja „ástæðu til að fylgj­ast áfram með fram­kvæmd ákvæð­is­ins“ eftir að lögin gengju í gildi „í því skyni að leita full­vissu um að lögin séu ekki skað­leg gagn­vart skipu­lags­valdi sveit­ar­fé­lag­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar