Ráðherra leggur til að flugvallareglur ráðherra trompi skipulagsáætlanir sveitarfélaga

Í nýju frumvarpi til laga um loftferðir er lagt til að ráðherra verði heimilt að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli sem gangi framar skipulagi sveitarfélaga. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir þetta „galið.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Auglýsing

Nýtt frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra til breyt­inga á loft­ferða­lögum felur í sér að ráð­herra muni geta sett skipu­lags­reglur fyrir flug­velli sem gangi framar svæð­is-, aðal- og deiliskipu­lagi sveit­ar­fé­laga.

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borgar og borg­ar­full­trúi Pírata, segir að hún telji frum­varp ráð­herra „ga­lið“ að þessu leyti.

„Við fyrstu sýn slær það mig sem til­raun ráð­herra til að svipta sveit­ar­fé­lög á Íslandi skipu­lags­vald­inu og ekki annað hægt en að for­dæma það,“ segir Sig­ur­borg Ósk í skrif­legu svari til Kjarn­ans, innt eftir við­brögð­um.

Sveit­ar­fé­lög lands­ins yrðu, sam­kvæmt frum­varp­inu, bundin af því að haga skipu­lagi á og umhverfis flug­vall­ar­svæði í sam­ræmi við skipu­lags­reglur ráð­herra og gerð yrði krafa á þau um að sam­ræma skipu­lags­á­ætl­anir sínar við reglur ráð­herra, setji hann slík­ar.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Þetta er ein­ungis eitt margra efn­is­at­riða í afar efn­is­miklu frum­varpi um heild­ar­end­ur­skoðun laga um loft­ferð­ir, en frum­varpið ásamt grein­ar­gerð er næstum því 135 þús­und orð og snýst að mestu leyti um inn­leið­ingu ýmssa Evr­ópu­reglu­gerða um flug­mál inn í íslenskan rétt með laga­setn­ingu.

Sig­urður Ingi vakti þó sér­stak­lega athygli á þessu eina afmark­aða atriði á Instagram-­síðu sinni í gær­kvöldi, eftir að hann mælti fyrir frum­varp­inu á þingi síð­deg­is.

Skjáskot af skilaboðum Sigurðar Inga á Instagram í gærkvöldi.

Í núgild­andi lögum um loft­ferðir segir að ráð­herra sé heim­ilt að setja skipu­lags­reglur fyrir flug­velli, en ekki er kveðið á um að skipu­lags­regl­urnar séu bind­andi fyrir sveit­ar­fé­lögin þar sem flug­vell­irnir eru stað­settir eða gangi framar skipu­lagi þeirra. Það er nýnæmi í þessu frum­varpi ráð­herra.

Ekki unnið í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög

Sig­ur­borg Ósk segir að hún telji frum­varpið með öllu óásætt­an­legt. „Al­veg óháð því hver hans per­sónu­lega afstaða til flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri er, þá er þetta frum­varp með öllu óásætt­an­legt. Í frum­varp­inu er lagt til að skipu­lags­reglur flug­valla, sem ráð­herra set­ur, eigi að ganga framar aðal­skipu­lagi. Það er galið og ekki unnið í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög þessa lands,“ segir Sig­ur­borg Ósk.

Hún segir að á Íslandi sé það „grund­vall­ar­at­riði að sveit­ar­fé­lög fái sjálf að haga upp­bygg­ingu innan sinna marka eins og þau telja best. Aðal­skipu­lög eru fag­lega unnin skipu­lög fyrir íbúa þessa lands og ótækt að ríkið ætli sér að umbylta því. Hvort sem um er eða ræða Reykja­vík eða Akur­eyri, skipu­lags­valdið hvílir þar,“ segir for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Reykja­vík­ur­borg sagði skipu­lag sveit­ar­fé­laga rétt­hærra en skipu­lags­reglur ráð­herra

Er frum­varpið var til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í haust gerðu bæði Reykja­vík­ur­borg og Sam­tök íslenskra sveit­ar­fé­laga athuga­semdir við þetta ákvæði, sem þó rataði efn­is­lega sam­hljóða inn í hinn mikla laga­bálk sem nú hefur verið lagður fram í þing­inu.

Auglýsing

Í umsögn Reykja­vík­ur­borgar sagði meðal ann­ars að sam­kvæmt rétt­hæð rétt­ar­heim­ilda sem gildi sam­kvæmt íslenskum rétti gætu skipu­lags­reglur ekki vikið til hliðar svæð­is-, aðal- og deiliskipu­lagi sem sett væri á grund­velli skipu­lags­laga, heldur þyrftu skipu­lags­reglur flug­vallar alltaf að vera í sam­ræmi við það skipu­lag sem gildi á hverjum tíma í því sveit­ar­fé­lagi sem hýsir flug­völl.

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga sagði að huga þyrfti mjög vel „að sam­spili lög­bund­ins skipu­lags­hlut­verks sveit­ar­fé­laga og heim­ild ráð­herra til setn­ingar skipu­lags­reglna.“

Frá Reykjavíkurflugvelli, sem hefur lengi verið þrætuepli í íslenskum stjórnmálum. Mynd: Birgir Þór Harðarson

„Við setn­ingu skipu­lags­reglna hlýtur ráð­herra að þurfa að taka mið af skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins og þar með bregð­ast við með setn­ingu nýrra reglna, innan ákveð­inna tíma­marka, þegar sveit­ar­fé­lög gera breyt­ingar á skipu­lagi sem hefur áhrif á áhrifa­svæði flug­valla. Í því sam­bandi þarf að hafa sér­stak­lega í huga þann eðl­is­mun sem er á rétti sveit­ar­fé­laga til heild­ar­skipu­lags á sínu svæði ann­ars vegar og þrengra mark­miði skipu­lags­reglna um flug­ör­yggi hins veg­ar,“ sagði í umsögn Sam­bands­ins, sem hvatti ráðu­neytið einnig til að taka mið af athuga­semdum Reykja­vík­ur­borgar um mál­ið.

Kjarn­inn fal­að­ist í morgun eftir við­tali við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra um þetta efn­is­at­riði frum­varps­ins, en engin við­brögð hafa feng­ist.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent