Vísindafólk finnur aukin einkenni kulnunar

Álagið, kröfurnar og ójafnvægi milli vinnu og einkalífs varð á síðasta ári til þess að bæði bandarískir og evrópskir vísindamenn fundu í auknum mæli fyrir einkennum kulnunar. Faraldurinn hefur tekið sinn toll af fólkinu sem leitar lausna.

Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Auglýsing

Nú þegar ár er liðið frá því að heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hófst eru margir vís­inda­menn farnir að finna fyrir við­var­andi örmögnun sem í dag­legu tali er kölluð kuln­un. Kulnun getur átt sér stað hjá fólki hvar sem það vinnur en ákveðnir þætt­ir, svo sem langvar­andi álag og streita, geta orðið til þess að fram­kalla kuln­un. Ein­kenn­in, sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin bendir m.a. á, geta verið bæði lík­am­leg og and­leg. Fólk upp­lifir þreytu, ein­beit­ing­ar­skort og almenna orku­þurrð sem allt getur valdið því að erfitt getur reynst að sinna starfi sem áður þurfti ekki stór­kost­legt átak til.

Allir áhættu­þætt­irnir eru til staðar hjá vís­inda­mönnum sem unnið hafa að kappi í far­aldr­in­um. Vinnu­dag­arnir geta verið langir, kröfur um fram­farir og árangur miklar og langvar­andi þörf á skil­yrð­is­lausri ein­beit­ingu tekur sinn toll.

Á síð­ustu tólf mán­uðum hafa vís­bend­ingar um þessi ein­kenni hjá starfs­mönnum vís­inda­stofn­ana í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum vaxið hratt. Í könnun sem gerð var meðal 1.122 vís­inda­manna í Banda­ríkj­un­um, sem allir hafa sinnt störfum við­kom­andi far­aldr­in­um, sögð­ust um 70 pró­sent hafa verið streittir á síð­asta ári sem er helm­ingi meiri fjöldi en svar­aði því ját­andi árið 2019 (32 pró­sent).

Auglýsing

Könn­unin var gerð í októ­ber á síð­asta ári af vís­inda­tíma­rit­inu The Chron­icle of Hig­her Education og banda­ríska þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Fidelity Invest­ment. Nið­ur­staða þeirra var sú að meira en tveir þriðju aðspurðra vís­inda­manna voru upp­gefnir en aðeins þriðj­ungur hafði upp­lifað slíkt árið á und­an. Þá sagð­ist rúmur þriðj­ungur finna fyrir reiði árið 2020 sam­an­borið við aðeins 12 pró­sent árið 2019.

Meira en helm­ingur vís­inda­mann­anna sem tók þátt í könn­un­inni sagð­ist hafa íhugað það alvar­lega að skipta um starfs­vett­vang eða að setj­ast fyrr en ætlað var í helgan stein. Konur í hópnum voru lík­legri til að finna ein­kenni kuln­unar og um 75 pró­sent þeirra sagð­ist hafa fundið fyrir streitu sam­an­borið við 59 pró­sent karl­anna sem tóku þátt. Átta af hverjum tíu konum sögðu að vinnu­á­lagið hefði auk­ist í far­aldr­inum en sjö af hverjum tíu karl­mönnum sögðu álagið hafa auk­ist. Mun fleiri konur en karlar upp­lifðu ójafn­vægi milli vinnu og einka­lífs á síð­asta ári.

Sam­bæri­leg könnun sem gerð var meðal vís­inda­manna í Evr­ópu gaf svip­aða nið­ur­stöðu. Sam­kvæmt henni jókst streita meðal vís­inda­fólks umtals­vert sem og áhyggjur þess af and­legri heilsu sinni og vís­inda­manna almennt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent