Vísindafólk finnur aukin einkenni kulnunar

Álagið, kröfurnar og ójafnvægi milli vinnu og einkalífs varð á síðasta ári til þess að bæði bandarískir og evrópskir vísindamenn fundu í auknum mæli fyrir einkennum kulnunar. Faraldurinn hefur tekið sinn toll af fólkinu sem leitar lausna.

Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Auglýsing

Nú þegar ár er liðið frá því að heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hófst eru margir vís­inda­menn farnir að finna fyrir við­var­andi örmögnun sem í dag­legu tali er kölluð kuln­un. Kulnun getur átt sér stað hjá fólki hvar sem það vinnur en ákveðnir þætt­ir, svo sem langvar­andi álag og streita, geta orðið til þess að fram­kalla kuln­un. Ein­kenn­in, sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin bendir m.a. á, geta verið bæði lík­am­leg og and­leg. Fólk upp­lifir þreytu, ein­beit­ing­ar­skort og almenna orku­þurrð sem allt getur valdið því að erfitt getur reynst að sinna starfi sem áður þurfti ekki stór­kost­legt átak til.

Allir áhættu­þætt­irnir eru til staðar hjá vís­inda­mönnum sem unnið hafa að kappi í far­aldr­in­um. Vinnu­dag­arnir geta verið langir, kröfur um fram­farir og árangur miklar og langvar­andi þörf á skil­yrð­is­lausri ein­beit­ingu tekur sinn toll.

Á síð­ustu tólf mán­uðum hafa vís­bend­ingar um þessi ein­kenni hjá starfs­mönnum vís­inda­stofn­ana í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum vaxið hratt. Í könnun sem gerð var meðal 1.122 vís­inda­manna í Banda­ríkj­un­um, sem allir hafa sinnt störfum við­kom­andi far­aldr­in­um, sögð­ust um 70 pró­sent hafa verið streittir á síð­asta ári sem er helm­ingi meiri fjöldi en svar­aði því ját­andi árið 2019 (32 pró­sent).

Auglýsing

Könn­unin var gerð í októ­ber á síð­asta ári af vís­inda­tíma­rit­inu The Chron­icle of Hig­her Education og banda­ríska þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Fidelity Invest­ment. Nið­ur­staða þeirra var sú að meira en tveir þriðju aðspurðra vís­inda­manna voru upp­gefnir en aðeins þriðj­ungur hafði upp­lifað slíkt árið á und­an. Þá sagð­ist rúmur þriðj­ungur finna fyrir reiði árið 2020 sam­an­borið við aðeins 12 pró­sent árið 2019.

Meira en helm­ingur vís­inda­mann­anna sem tók þátt í könn­un­inni sagð­ist hafa íhugað það alvar­lega að skipta um starfs­vett­vang eða að setj­ast fyrr en ætlað var í helgan stein. Konur í hópnum voru lík­legri til að finna ein­kenni kuln­unar og um 75 pró­sent þeirra sagð­ist hafa fundið fyrir streitu sam­an­borið við 59 pró­sent karl­anna sem tóku þátt. Átta af hverjum tíu konum sögðu að vinnu­á­lagið hefði auk­ist í far­aldr­inum en sjö af hverjum tíu karl­mönnum sögðu álagið hafa auk­ist. Mun fleiri konur en karlar upp­lifðu ójafn­vægi milli vinnu og einka­lífs á síð­asta ári.

Sam­bæri­leg könnun sem gerð var meðal vís­inda­manna í Evr­ópu gaf svip­aða nið­ur­stöðu. Sam­kvæmt henni jókst streita meðal vís­inda­fólks umtals­vert sem og áhyggjur þess af and­legri heilsu sinni og vís­inda­manna almennt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent