Vísindafólk finnur aukin einkenni kulnunar

Álagið, kröfurnar og ójafnvægi milli vinnu og einkalífs varð á síðasta ári til þess að bæði bandarískir og evrópskir vísindamenn fundu í auknum mæli fyrir einkennum kulnunar. Faraldurinn hefur tekið sinn toll af fólkinu sem leitar lausna.

Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Auglýsing

Nú þegar ár er liðið frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst eru margir vísindamenn farnir að finna fyrir viðvarandi örmögnun sem í daglegu tali er kölluð kulnun. Kulnun getur átt sér stað hjá fólki hvar sem það vinnur en ákveðnir þættir, svo sem langvarandi álag og streita, geta orðið til þess að framkalla kulnun. Einkennin, sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin bendir m.a. á, geta verið bæði líkamleg og andleg. Fólk upplifir þreytu, einbeitingarskort og almenna orkuþurrð sem allt getur valdið því að erfitt getur reynst að sinna starfi sem áður þurfti ekki stórkostlegt átak til.

Allir áhættuþættirnir eru til staðar hjá vísindamönnum sem unnið hafa að kappi í faraldrinum. Vinnudagarnir geta verið langir, kröfur um framfarir og árangur miklar og langvarandi þörf á skilyrðislausri einbeitingu tekur sinn toll.

Á síðustu tólf mánuðum hafa vísbendingar um þessi einkenni hjá starfsmönnum vísindastofnana í Evrópu og Bandaríkjunum vaxið hratt. Í könnun sem gerð var meðal 1.122 vísindamanna í Bandaríkjunum, sem allir hafa sinnt störfum viðkomandi faraldrinum, sögðust um 70 prósent hafa verið streittir á síðasta ári sem er helmingi meiri fjöldi en svaraði því játandi árið 2019 (32 prósent).

Auglýsing

Könnunin var gerð í október á síðasta ári af vísindatímaritinu The Chronicle of Higher Education og bandaríska þjónustufyrirtækinu Fidelity Investment. Niðurstaða þeirra var sú að meira en tveir þriðju aðspurðra vísindamanna voru uppgefnir en aðeins þriðjungur hafði upplifað slíkt árið á undan. Þá sagðist rúmur þriðjungur finna fyrir reiði árið 2020 samanborið við aðeins 12 prósent árið 2019.

Meira en helmingur vísindamannanna sem tók þátt í könnuninni sagðist hafa íhugað það alvarlega að skipta um starfsvettvang eða að setjast fyrr en ætlað var í helgan stein. Konur í hópnum voru líklegri til að finna einkenni kulnunar og um 75 prósent þeirra sagðist hafa fundið fyrir streitu samanborið við 59 prósent karlanna sem tóku þátt. Átta af hverjum tíu konum sögðu að vinnuálagið hefði aukist í faraldrinum en sjö af hverjum tíu karlmönnum sögðu álagið hafa aukist. Mun fleiri konur en karlar upplifðu ójafnvægi milli vinnu og einkalífs á síðasta ári.

Sambærileg könnun sem gerð var meðal vísindamanna í Evrópu gaf svipaða niðurstöðu. Samkvæmt henni jókst streita meðal vísindafólks umtalsvert sem og áhyggjur þess af andlegri heilsu sinni og vísindamanna almennt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent