Samþykkt að hækka þak kaupréttarsamninga starfsmanna Arion banka verulega

Bónuskerfi Arion banka var samþykkt á aðalfundi. Þar var líka samþykkt að hækka kauprétti starfsmanna úr 600 þúsund í allt að 1,5 milljón króna á ári. Alls munu starfsmenn geta keypt í bankanum fyrir milljarða króna gangi áformin eftir.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Stjórn Arion banka var veitt heim­ild á aðal­fundi bank­ans í gær til að breyta kaup­rétt­ar­á­ætlun hans þannig að hámark þess sem hver fast­ráð­inn starfs­maður má kaupa á ári var hækkað um 150 pró­sent, í sam­ræmi við breytt ákvæði tekju­skatts­laga. Að mati stjórnar var æski­legt að hafa heim­ild til að „nýta hið nýja hámark til að kaup­rétt­ar­á­ætl­unin nái því mark­miði að sam­þætta hags­muni starfs­manna við hags­muni bank­ans með mark­tækum hætt­i.“

­Kaup­rétt­­­ar­á­ætl­­­un­in, sem nær til allra fast­ráð­inna starfs­­­manna, var fyrst sam­­­þykkt á aðal­­­fundi Arion banka í mars í fyrra og mark­mið hennar er sagt vera að „sam­þætta hags­muni starfs­­­fólks við lang­­­tíma­hags­muni bank­ans.“

Í febr­­úar síð­­ast­liðnum var svo greint frá því að allir 628 fast­ráðnir starfs­­­menn Arion banka sem eiga rétt á að gerð kaup­rétt­­­ar­­­samn­ing við bank­ann hafi gert slík­­­­­an. Í samn­ingnum felst að starfs­­­menn­irnir áttu að geta keypt hluta­bréf í bank­­­anum fyrir alls 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár. Fyrsti nýt­ing­­­ar­­­dagur er í febr­­­úar á næsta ári en sá síð­­­­­asti í febr­­­úar 2026. 

Aðal­fundur Arion banka sam­þykkti hins vegar í gær að veita stjórn bank­ans heim­ild til breyt­inga á áður gerðri kaup­rétt­ar­á­ætlun þannig að bank­anum verði heim­ilað að gera kaup­rétt­ar­samn­inga við fast­ráðna starfs­menn félags­ins um kaup á hlutum í bank­anum fyrir allt að 1,5 milljón króna á ári.

Verði kaup­rétt­irnir full­nýttir munu starfs­menn­irnir 628 geta keypt bréf fyrir 942 millj­ónir króna á ári. 

Auglýsing
Kaup­verð starfs­­­manna Arion banka á hlutum í bank­­­anum er vegið með­­­al­verð í við­­­skiptum með hluta­bréf félags­­­ins tíu við­­­skipta­daga fyrir samn­ings­dag, sem er 3. febr­­­úar 2021, eða 95,5 krónur hver hlut­­­ur. Það er 24 pró­­sent undir núver­andi mark­aðs­­gengi Arion banka.

Kaupauka­kerfið sam­þykkt

Kaupauka­kerfi Arion banka var einnig sam­þykkt eins og hún var lögð fram af stjórn bank­ans á aðal­fundi hans sem fram fór í gær. 

Í því felst að öllu fast­ráðnu starfs­­­­fólki Arion banka mun standa til boða að geta fengið allt að tíu pró­­­­sent af föstum árs­­­­launum sínum á árinu 2021 í kaupauka þegar árs­­­­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2021 liggur fyr­ir, ef þau mark­mið sem nýtt kaupauka­­­­kerfi til­­­­­­­greinir nást. 

Þeir stjórn­­­­endur og það starfs­­­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­­­­sent af föstum árs­­­­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­­­­anum sem verða ekki laus til ráð­­­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­­­­­um. 

Þau mark­mið sem Arion banki þarf að ná til að kaupa­auka­­­­kerfið fari í gang fela í sér að arð­­­­semi bank­ans verðir að vera hærri en vegið með­­­­al­­­­tal arð­­­­semi helstu keppi­­­­nauta bank­ans: Íslands­­­­­­­banka, Lands­­­­banka og Kviku. „Ná­ist þetta mark­mið ekki, verður ekki greiddur út kaup­­­­auki. Heild­­­­ar­fjár­­­­hæðin sem veitt verður til kaupauka­greiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arð­­­­semi bank­ans umfram vegið með­­­­al­­­­tal arð­­­­semi sam­keppn­is­að­ila,“ segir í til­­­­kynn­ingu frá Arion banka til þeirra hluta­bréfa­­­­mark­aða sem bank­inn er skráður á, en hann er tví­­­­­­­skráður á Íslandi og í Sví­­­­þjóð.

Stærsti eig­and­inn var á móti

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, stærsti hlut­haf­inn í Arion banka með 9,61 pró­sent hlut, til­kynnti nýverið að hann myndi greiða atkvæði gegn til­­lögu stjórnar Arion banka um starfs­kjara­­stefnu bank­ans. Í bókun sem sjóð­­ur­inn lagði fram sagði að hann teldi að stjórnin hafi ekki „með full­nægj­andi hætti rök­­stutt þörf­ina og til­­­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­­urstengdu launa­­kerfi, aukn­ingu kaup­rétta og áskrift­­ar­rétt­ind­­um. Laun stjórn­­enda bank­ans virð­­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­­lit er tekið til mög­u­­leika á árang­­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Mik­il­vægt er að mati Gildis að ef félög ákveði að not­­ast við árang­­urstengd launa­­kerfi sé gætt heild­­ar­­sam­heng­­is. Til dæmis að föst laun séu þá lægri sam­an­­borið við félög þar sem slík kerfi eru ekki til stað­­ar. „Þá er mik­il­vægt að slíkt kerfi hvetji ekki til óeðli­­legar áhætt­u­­töku,“ sagði í bók­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent