Samþykkt að hækka þak kaupréttarsamninga starfsmanna Arion banka verulega

Bónuskerfi Arion banka var samþykkt á aðalfundi. Þar var líka samþykkt að hækka kauprétti starfsmanna úr 600 þúsund í allt að 1,5 milljón króna á ári. Alls munu starfsmenn geta keypt í bankanum fyrir milljarða króna gangi áformin eftir.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Stjórn Arion banka var veitt heim­ild á aðal­fundi bank­ans í gær til að breyta kaup­rétt­ar­á­ætlun hans þannig að hámark þess sem hver fast­ráð­inn starfs­maður má kaupa á ári var hækkað um 150 pró­sent, í sam­ræmi við breytt ákvæði tekju­skatts­laga. Að mati stjórnar var æski­legt að hafa heim­ild til að „nýta hið nýja hámark til að kaup­rétt­ar­á­ætl­unin nái því mark­miði að sam­þætta hags­muni starfs­manna við hags­muni bank­ans með mark­tækum hætt­i.“

­Kaup­rétt­­­ar­á­ætl­­­un­in, sem nær til allra fast­ráð­inna starfs­­­manna, var fyrst sam­­­þykkt á aðal­­­fundi Arion banka í mars í fyrra og mark­mið hennar er sagt vera að „sam­þætta hags­muni starfs­­­fólks við lang­­­tíma­hags­muni bank­ans.“

Í febr­­úar síð­­ast­liðnum var svo greint frá því að allir 628 fast­ráðnir starfs­­­menn Arion banka sem eiga rétt á að gerð kaup­rétt­­­ar­­­samn­ing við bank­ann hafi gert slík­­­­­an. Í samn­ingnum felst að starfs­­­menn­irnir áttu að geta keypt hluta­bréf í bank­­­anum fyrir alls 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár. Fyrsti nýt­ing­­­ar­­­dagur er í febr­­­úar á næsta ári en sá síð­­­­­asti í febr­­­úar 2026. 

Aðal­fundur Arion banka sam­þykkti hins vegar í gær að veita stjórn bank­ans heim­ild til breyt­inga á áður gerðri kaup­rétt­ar­á­ætlun þannig að bank­anum verði heim­ilað að gera kaup­rétt­ar­samn­inga við fast­ráðna starfs­menn félags­ins um kaup á hlutum í bank­anum fyrir allt að 1,5 milljón króna á ári.

Verði kaup­rétt­irnir full­nýttir munu starfs­menn­irnir 628 geta keypt bréf fyrir 942 millj­ónir króna á ári. 

Auglýsing
Kaup­verð starfs­­­manna Arion banka á hlutum í bank­­­anum er vegið með­­­al­verð í við­­­skiptum með hluta­bréf félags­­­ins tíu við­­­skipta­daga fyrir samn­ings­dag, sem er 3. febr­­­úar 2021, eða 95,5 krónur hver hlut­­­ur. Það er 24 pró­­sent undir núver­andi mark­aðs­­gengi Arion banka.

Kaupauka­kerfið sam­þykkt

Kaupauka­kerfi Arion banka var einnig sam­þykkt eins og hún var lögð fram af stjórn bank­ans á aðal­fundi hans sem fram fór í gær. 

Í því felst að öllu fast­ráðnu starfs­­­­fólki Arion banka mun standa til boða að geta fengið allt að tíu pró­­­­sent af föstum árs­­­­launum sínum á árinu 2021 í kaupauka þegar árs­­­­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2021 liggur fyr­ir, ef þau mark­mið sem nýtt kaupauka­­­­kerfi til­­­­­­­greinir nást. 

Þeir stjórn­­­­endur og það starfs­­­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­­­­sent af föstum árs­­­­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­­­­anum sem verða ekki laus til ráð­­­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­­­­­um. 

Þau mark­mið sem Arion banki þarf að ná til að kaupa­auka­­­­kerfið fari í gang fela í sér að arð­­­­semi bank­ans verðir að vera hærri en vegið með­­­­al­­­­tal arð­­­­semi helstu keppi­­­­nauta bank­ans: Íslands­­­­­­­banka, Lands­­­­banka og Kviku. „Ná­ist þetta mark­mið ekki, verður ekki greiddur út kaup­­­­auki. Heild­­­­ar­fjár­­­­hæðin sem veitt verður til kaupauka­greiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arð­­­­semi bank­ans umfram vegið með­­­­al­­­­tal arð­­­­semi sam­keppn­is­að­ila,“ segir í til­­­­kynn­ingu frá Arion banka til þeirra hluta­bréfa­­­­mark­aða sem bank­inn er skráður á, en hann er tví­­­­­­­skráður á Íslandi og í Sví­­­­þjóð.

Stærsti eig­and­inn var á móti

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, stærsti hlut­haf­inn í Arion banka með 9,61 pró­sent hlut, til­kynnti nýverið að hann myndi greiða atkvæði gegn til­­lögu stjórnar Arion banka um starfs­kjara­­stefnu bank­ans. Í bókun sem sjóð­­ur­inn lagði fram sagði að hann teldi að stjórnin hafi ekki „með full­nægj­andi hætti rök­­stutt þörf­ina og til­­­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­­urstengdu launa­­kerfi, aukn­ingu kaup­rétta og áskrift­­ar­rétt­ind­­um. Laun stjórn­­enda bank­ans virð­­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­­lit er tekið til mög­u­­leika á árang­­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Mik­il­vægt er að mati Gildis að ef félög ákveði að not­­ast við árang­­urstengd launa­­kerfi sé gætt heild­­ar­­sam­heng­­is. Til dæmis að föst laun séu þá lægri sam­an­­borið við félög þar sem slík kerfi eru ekki til stað­­ar. „Þá er mik­il­vægt að slíkt kerfi hvetji ekki til óeðli­­legar áhætt­u­­töku,“ sagði í bók­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent