Stærsti eigandi Arion banka leggst gegn bónusum og kaupréttum innan bankans

Gildi segir að laun stjórnenda Arion banka séu, að teknu tilliti til árangurstengdra greiðslna, kauprétta og áskriftarréttinda, hærri „en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum.“

Stjórn Arion banka hefur gert tillögu um starfskjarastefnu fyrir bankans. Stærsti eigandi bankans er á móti þeirri stefnu.
Stjórn Arion banka hefur gert tillögu um starfskjarastefnu fyrir bankans. Stærsti eigandi bankans er á móti þeirri stefnu.
Auglýsing

Gildi lífeyrissjóður mun gera athugasemdir við og greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um starfskjarastefnu bankans. Sjóðurinn, sem er stærsti einstaki eigandi Arion banka með 9,61 prósent eignarhlut, telur að stjórnin hafi ekki „með fullnægjandi hætti rökstutt þörfina og tilgang þess að nýta heimild til að koma á fót árangurstengdu launakerfi, aukningu kauprétta og áskriftarréttindum. Laun stjórnenda bankans virðast að mati sjóðsins, þegar tillit er tekið til möguleika á árangurstengdum greiðslum, kaupréttum og áskriftarréttindum, hærri en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum sem starfa á íslenskum markaði.“

Þetta kemur fram í bókun sem Gildi ætlar að leggja fram á aðalfundi Arion banka sem haldin verður 16. mars næstkomandi, og sjóðurinn hefur birt á vef sínum. Mikilvægt er að mati Gildis að ef félög ákveði að notast við árangurstengd launakerfi sé gætt heildarsamhengis. Til dæmis að föst laun séu þá lægri samanborið við félög þar sem slík kerfi eru ekki til staðar. „Þá er mikilvægt að slíkt kerfi hvetji ekki til óeðlilegar áhættutöku,“ segir í bókuninni.

Gildi ætlar líka að greiða atkvæði gegn tillögu um þóknun til stjórnarmanna á þeim grundvelli að fjárhæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og gerist.

Stjórnendur geta fengið fjórðung af árslaunum

Í des­em­ber í fyrra var greint frá því að öllu fast­ráðnu starfs­­fólki Arion banka muni standa til boða að geta fengið allt að tíu pró­­sent af föstum árs­­launum sínum á árinu 2021 í kaupauka þegar árs­­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2021 liggur fyr­ir, ef þau mark­mið sem nýtt kaupauka­­kerfi til­­­greinir nást. 

Þeir stjórn­­endur og það starfs­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­­sent af föstum árs­­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­­anum sem verða ekki laus til ráð­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­um. 

Auglýsing
Það fólk er með mun hærri laun en venju­­legt starfs­­fólk bank­ans. Mán­að­­ar­­laun Benedikts Gíslasonar, banka­­stjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 millj­­ónir króna á mán­uði á árinu 2019.

Þau mark­mið sem Arion banki þarf að ná til að kaupa­auka­­kerfið fari í gang fela í sér að arð­­semi bank­ans verðir að vera hærri en vegið með­­al­­tal arð­­semi helstu keppi­­nauta bank­ans: Íslands­­­banka, Lands­­banka og Kviku. „Ná­ist þetta mark­mið ekki, verður ekki greiddur út kaup­­auki. Heild­­ar­fjár­­hæðin sem veitt verður til kaupauka­greiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arð­­semi bank­ans umfram vegið með­­al­­tal arð­­semi sam­keppn­is­að­ila,“ segir í til­­kynn­ingu frá Arion banka til þeirra hluta­bréfa­­mark­aða sem bank­inn er skráður á, en hann er tví­­­skráður á Íslandi og í Sví­­þjóð.

Stjórn Arion banka hefur sam­­þykkt hið breytta kaupauka­­kerfi og telur það í fullu sam­ræmi við reglur Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins um kaupauka­greiðslur starfs­­fólks fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og starfs­kjara­­stefnu bank­ans sem sam­­þykkt var á hlut­hafa­fundi. Áður hafði stjórn bank­ans sam­­þykkt að engar kaupauka­greiðslur yrðu greiddar út vegna árs­ins 2020.

Geta keypt bréf undir markaðsvirði

Kaup­rétt­ar­á­ætl­un­in, sem nær til allra fast­ráð­inna starfs­manna, var sam­þykkt á aðal­fundi Arion banka í mars í fyrra og mark­mið hennar er sagt vera að „sam­þætta hags­muni starfs­fólks við lang­tíma­hags­muni bank­ans.“

Í febrúar síðastliðinn var svo greint frá því að allir 628 fast­ráðnir starfs­menn Arion banka sem eiga rétt á að gerð kaup­rétt­ar­samn­ing við bank­ann hafi gert slík­an. Í samn­ingnum felst að starfs­menn­irnir geta keypt hluta­bréf í bank­anum fyrir alls 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár. Fyrsti nýt­ing­ar­dagur er í febr­úar á næsta ári en sá síð­asti í febr­úar 2026. 

Kaup­verð starfs­manna Arion banka á hlutum í bank­anum er vegið með­al­verð í við­skiptum með hluta­bréf félags­ins tíu við­skipta­daga fyrir samn­ings­dag, sem er 3. febr­úar 2021, eða 95,5 krónur hver hlut­ur. Það er 23,5 prósent undir núverandi markaðsgengi Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent