Stærsti eigandi Arion banka leggst gegn bónusum og kaupréttum innan bankans

Gildi segir að laun stjórnenda Arion banka séu, að teknu tilliti til árangurstengdra greiðslna, kauprétta og áskriftarréttinda, hærri „en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum.“

Stjórn Arion banka hefur gert tillögu um starfskjarastefnu fyrir bankans. Stærsti eigandi bankans er á móti þeirri stefnu.
Stjórn Arion banka hefur gert tillögu um starfskjarastefnu fyrir bankans. Stærsti eigandi bankans er á móti þeirri stefnu.
Auglýsing

Gildi líf­eyr­is­sjóður mun gera athuga­semdir við og greiða atkvæði gegn til­lögu stjórnar Arion banka um starfs­kjara­stefnu bank­ans. Sjóð­ur­inn, sem er stærsti ein­staki eig­andi Arion banka með 9,61 pró­sent eign­ar­hlut, telur að stjórnin hafi ekki „með full­nægj­andi hætti rök­stutt þörf­ina og til­gang þess að nýta heim­ild til að koma á fót árang­urstengdu launa­kerfi, aukn­ingu kaup­rétta og áskrift­ar­rétt­ind­um. Laun stjórn­enda bank­ans virð­ast að mati sjóðs­ins, þegar til­lit er tekið til mögu­leika á árang­urstengdum greiðsl­um, kaup­réttum og áskrift­ar­rétt­ind­um, hærri en það sem gengur og ger­ist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyr­ir­tækjum sem starfa á íslenskum mark­að­i.“

Þetta kemur fram í bókun sem Gildi ætlar að leggja fram á aðal­fundi Arion banka sem haldin verður 16. mars næst­kom­andi, og sjóð­ur­inn hefur birt á vef sín­um. Mik­il­vægt er að mati Gildis að ef félög ákveði að not­ast við árang­urstengd launa­kerfi sé gætt heild­ar­sam­heng­is. Til dæmis að föst laun séu þá lægri sam­an­borið við félög þar sem slík kerfi eru ekki til stað­ar. „Þá er mik­il­vægt að slíkt kerfi hvetji ekki til óeðli­legar áhættu­töku,“ segir í bók­un­inni.

Gildi ætlar líka að greiða atkvæði gegn til­lögu um þóknun til stjórn­ar­manna á þeim grund­velli að fjár­hæðir sem þar eru lagðar til séu hærri en það sem gengur og ger­ist.

Stjórn­endur geta fengið fjórð­ung af árs­launum

Í des­em­ber í fyrra var greint frá því að öllu fast­ráðnu starfs­­­fólki Arion banka muni standa til boða að geta fengið allt að tíu pró­­­sent af föstum árs­­­launum sínum á árinu 2021 í kaupauka þegar árs­­­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2021 liggur fyr­ir, ef þau mark­mið sem nýtt kaupauka­­­kerfi til­­­­­greinir nást. 

Þeir stjórn­­­endur og það starfs­­­fólk sem hefur hvað mest áhrif á tekjur og kostnað bank­ans mun geta fengið allt að 25 pró­­­sent af föstum árs­­­launum í kaupauka­greiðslu, en þá í formi hluta­bréfa í bank­­­anum sem verða ekki laus til ráð­­­stöf­unar fyrr en að þremur árum liðn­­­­­um. 

Auglýsing
Það fólk er með mun hærri laun en venju­­­legt starfs­­­fólk bank­ans. Mán­að­­­ar­­­laun Bene­dikts Gísla­son­ar, banka­­­stjóra Arion banka, voru til að mynda 4,7 millj­­­ónir króna á mán­uði á árinu 2019.

Þau mark­mið sem Arion banki þarf að ná til að kaupa­auka­­­kerfið fari í gang fela í sér að arð­­­semi bank­ans verðir að vera hærri en vegið með­­­al­­­tal arð­­­semi helstu keppi­­­nauta bank­ans: Íslands­­­­­banka, Lands­­­banka og Kviku. „Ná­ist þetta mark­mið ekki, verður ekki greiddur út kaup­­­auki. Heild­­­ar­fjár­­­hæðin sem veitt verður til kaupauka­greiðslna verður þó aldrei hærri en sem nemur arð­­­semi bank­ans umfram vegið með­­­al­­­tal arð­­­semi sam­keppn­is­að­ila,“ segir í til­­­kynn­ingu frá Arion banka til þeirra hluta­bréfa­­­mark­aða sem bank­inn er skráður á, en hann er tví­­­­­skráður á Íslandi og í Sví­­­þjóð.

Stjórn Arion banka hefur sam­­­þykkt hið breytta kaupauka­­­kerfi og telur það í fullu sam­ræmi við reglur Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins um kaupauka­greiðslur starfs­­­fólks fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja og starfs­kjara­­­stefnu bank­ans sem sam­­­þykkt var á hlut­hafa­fundi. Áður hafði stjórn bank­ans sam­­­þykkt að engar kaupauka­greiðslur yrðu greiddar út vegna árs­ins 2020.

Geta keypt bréf undir mark­aðsvirði

Kaup­rétt­­ar­á­ætl­­un­in, sem nær til allra fast­ráð­inna starfs­­manna, var sam­­þykkt á aðal­­fundi Arion banka í mars í fyrra og mark­mið hennar er sagt vera að „sam­þætta hags­muni starfs­­fólks við lang­­tíma­hags­muni bank­ans.“

Í febr­úar síð­ast­lið­inn var svo greint frá því að allir 628 fast­ráðnir starfs­­menn Arion banka sem eiga rétt á að gerð kaup­rétt­­ar­­samn­ing við bank­ann hafi gert slík­­­an. Í samn­ingnum felst að starfs­­menn­irnir geta keypt hluta­bréf í bank­­anum fyrir alls 600 þús­und krónur einu sinni á ári í fimm ár. Fyrsti nýt­ing­­ar­­dagur er í febr­­úar á næsta ári en sá síð­­­asti í febr­­úar 2026. 

Kaup­verð starfs­­manna Arion banka á hlutum í bank­­anum er vegið með­­al­verð í við­­skiptum með hluta­bréf félags­­ins tíu við­­skipta­daga fyrir samn­ings­dag, sem er 3. febr­­úar 2021, eða 95,5 krónur hver hlut­­ur. Það er 23,5 pró­sent undir núver­andi mark­aðs­gengi Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent