Málaferli ríkisins kasti rýrð á önnur og betri verk ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum

Spurningum var beint til forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma vegna áfrýjunar Lilju Alfreðsdóttur á niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Þingmaður Miðflokksins spurði hvort meðferð málsins skyldi flýtt.

Katrín Jakobsdóttir þurfti að svara spurningum um ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Lilja verður til svara í þinginu á morgun.
Katrín Jakobsdóttir þurfti að svara spurningum um ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Lilja verður til svara í þinginu á morgun.
Auglýsing

„Er ráðherra stolt af því að þetta er jafnréttispólitík hennar ríkisstjórnar?“ spurði Hanna Katrín Friðriksson í lok óundirbúinnar fyrirspurnar sem hún beindi til Katrínar Jakobsdóttur og vísaði þar í ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Katrín fékk tvær óundirbúnar fyrirspurnir í þinginu í dag vegna málareksturs Lilju en fyrr í vikunni stóð til að Lilja yrði til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. Hún verður aftur á móti til svara á morgun.

Í fyrirspurn sinni sagði Hanna Katrín ríkisstjórnina hafa þétt raðirnar í þögn sinni um þetta mál „á hátt sem breska konungsfjölskyldan gæti verið stolt af.“ Hún óskaði því eftir viðbrögðum leiðtoga ríkisstjórnarinnar, Katrínar, við þessu máli. Hanna sagðist ganga út frá því að forsætisráðherra hefði myndað sér skoðun á málinu og að sú skoðun ætti erindi við almenning. Hún spurði í kjölfarið hvort forsætisráðherra væri stolt af því að þetta væri jafnréttispólitík hennar ríkisstjórnar.

Auglýsing

Málið ekki sameiginleg ákvörðun ríkisstjórnar

Katrín gaf lítið fyrir líkingu við bresku konungsfjölskylduna og sagði umrædda þögn sína um málið hafa verið litla, hún hafi tjáð sig um málið í þingsal og við fjölmiðla. Hún sagði það ekki rétt að það væri sameiginleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fara í málaferli, ákvörðunin lægi alfarið hjá mennta- og menningarmálaráðherra.

„Ég verð þá að segja það við háttvirtan þingmann að það er auðvitað svo að við erum með fjöldamörg mál sem einstakir ráðherrar eiga í sem heyra undir verksvið þeirra ráðuneyta og eins og fram hefur komið, bæði hér í þingsal af minni hálfu og í fjölmiðlum þá heyrir þetta mál algjörlega undir forræði hæstvirts mennta- og menningarmálaráðherra,“ sagði Katrín og tók fram að umræddur ráðherra þekkti málavöxtu og hefði leitað sér ráðgjafar. Katrín sjálf væri ekki aðili máls.

Að hennar mati sé það mikilvægt að fólk hiki ekki við að leita réttar síns í málum sem þessum. „Þess vegna lagði ég hér fram breytingu á lögum um stjórnsýslu jafnréttismála sem háttvirtur þingmaður þekkir því hún samþykkti breytingu ásamt öðrum háttvirtum þingmönnum hér sem miðar að því að vilji einstaklingur fari það svo að ráðherra leiti ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þá er það ekki eingöngu gagnvart einstaklingi lengur heldur er kærunefnd jafnréttismála núna aðili máls. Þetta er breyting sem var samþykkt á Alþingi og miðar að því að þá sé það kærunefndin sem standi fyrir máli sínu en ekki einstaklingurinn sem sé eingöngu kallaður að málum,“ sagði Katrín.

Málið kasti rýrð á önnur verk ríkisstjórnarinnar

„Herra forseti, málaferli ríkisins á hendur konu sem hefur tvisvar sinnum fengið staðfestingu á því að menntamálaráðherra hafi brotið á rétti hennar, kastar einfaldlega rýrð á önnur og betri verk ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Það er svo einfalt og maður þarf ekki að vera aðili máls til að hafa skoðun á því,“ sagði Hanna Katrín er hún tók til máls síðara sinni.

Hún benti á þá staðreynd að forsætisráðherra væri einnig ráðherra jafnréttismála og endurtók spurningu sína úr fyrri ræðu. „Ef að ráðherra jafnréttismála, hæstvirtur forsætisráðherra ætlar ekki að hafa skoðun á þessu máli vegna þess að hún er ekki aðili máls, hvers vegna var þá ráðherrann að taka jafnréttismálin til sín á sínum tíma ef það er ekki til að standa vaktina í svona málum? Ég ætla að endurtaka spurningu mína: er hæstvirtur forsætisráðherra stoltur af málaferlum og framgöngu menntamálaráðherra í þessu máli fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar?“

Mjög stolt af árangri sinnar ríkisstjórnar

„Eins og allir háttvirtir þingmenn vita sem þekkja grundvallaratriði stjórnskipunarinnar þá bera einstakir ráðherrar ábyrgð á málum sem undir þá heyra, þar með talið mannaráðningum,“ svaraði Katrín. Hún sagðist vera mjög stolt af árangri sinnar ríkisstjórnar í jafnréttismálum.

Eitthvað var um frammíköll þar sem óskað var eftir skýrari svörum frá forsætisráðherra sem varð til þess að hún batt enda á upptalningu þeirra jafnréttismála sem hennar ríkisstjórn hefur sett á oddinn. „Ég er að fara hér yfir árangur minnar ríkisstjórnar í jafnréttismálum. Háttvirtur þingmaður spyr hér um skoðun mína á málum sem heyrir undir annan ráðherra sem ber ábyrgð á því máli, sem þekkir málavöxtu og tekur um það ákvarðanir samkvæmt stjórnskipun. Það ætti að háttvirtur þingmaður að vita,“ sagði Katrín að lokum.

Spyr hvort Landsréttur eigi að hraða málsmeðferð

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu einnig út í málarekstur mennta- og menningarmálaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra og jafnréttisráðherra: telur hún að þetta, þessi málarekstur, sem er fordæmalaus, eftir því sem ég best veit, verði til þess að hvetja þá sem órétti beittir til að leita réttar síns gagnvart ríkinu?“ spurði Þorsteinn í fyrirspurn sinni.

Þorsteinn Sæmundsson spurði hvort niiðurstaða í áfrýjunarmálinu til Landsréttar fengist fyrir kosningar. Mynd: Bára Huld Beck

Því næst sagði hann málareksturinn beinast gegn konu, „sem hefur ekkert til saka unnið annað en að sækja um starf og vera metin hæfust til að gegna því.“ Í stað þess að vera boðnar bætur, líkt og áður hafi verið gert, sé hún „hundelt“ fyrir dómstólum og verði það ef til vill um nokkurt skeið að sögn Þorsteins. Hann spurði því einnig hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að málið fái flýtimeðferð fyrir Landsrétti og að niðurstaða liggi fyrir fyrir kosningar í haust.

Aldrei beitt sér fyrir flýtingu mála

Katrín sagðist ekki hafa velt því fyrir sér hvort málinu skyldi flýtt. Hún teldi það vera dómstóla að meta hverju sinni. Í síðari svari sínu við fyrirspurn Þorsteins tók hún af allan vafa og sagði að hún teldi það ekki við hæfi að forsætisráðherra færi að beita sér fyrir því að málinu yrði hraðað.

Hún svaraði einnig spurningu Þorsteins um það hvort málið hefði verið borið undir ríkisstjórn. „Það var ekki borið undir ríkisstjórn enda á forræði hæstvirts mennta og menningarmálaráðherra. Ráðherra gerði ríkisstjórn munnlega grein fyrir þessu máli eftir að úrskurður kærunefndar féll í maí síðastliðnum. Þá gerði hæstvirtur mennta og menningarmálaráðherra ríkisstjórn munnlega grein fyrir þessu máli en það er ekki ríkisstjórnar að samþykkja það,“ sagði Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent