Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra braut gegn jafnréttislögum er hún skipaði Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu síðla árs 2019. Þessi niðurstaða kærunefndar jafnréttismála stendur, en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu ráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála í málinu.

Dómur í málinu var kveðinn upp á tólfta tímanum og sagt er frá niðurstöðunni á vef RÚV. Samkvæmt fréttinni þarf íslenska ríkið að greiða 4,5 milljónir króna vegna málskostnaðar Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, sem kærði ráðningu Páls til kærunefndar jafnréttismála.

Greint var frá því í júní í fyrra að kærunefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið jafnréttislög er hún skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra árið 2019. Hún hefði van­­metið Haf­­dísi Helgu í sam­an­burði við Pál. Hæf­is­nefnd hafði ekki talið Haf­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­urra sem hæfust voru talin í starf­ið. 

Auglýsing

Til þess að fá þessum úrskurði hnekkt þurfti ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi Helgu persónulega. Það vakti nokkra furðu. Lögmaður Hafdísar Helgu, Áslaug Árnadóttir, sagði að sú ákvörðun hefði komið á óvart. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­sónu­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­nefnd­ar­inn­ar,“ sagði hún við RÚV þann 24. júní. 

Ákvörðun Lilju um að stefna Hafdísi Helgu til að fá úrskurðinum hnekkt byggðist á lögfræðiálitum sem ráðherrann aflaði sér eftir að niðurstaða kærunefndarinnar lá fyrir. Þau voru sögð benda til lagalegra annmarka í úrskurði kærunefndarinnar. Kjarninn óskaði eftir þessum lögfræðiálitum frá ráðuneytinu sama dag og ljóst var að málið stefndi fyrir dómstóla, en þau reyndist ómögulegt að fá.

 

Úrskurðarnefnd upplýsingamála staðfesti synjun ráðuneytisins á gagnabeiðni Kjarnans í lok sumars, en niðurstaðan var sú að bréfaskipti hins opinbera við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað skuli undanþegin upplýsingalögum.

Blæbrigðamunur á umfjöllunum hæfisnefndar

Málið var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok janúarmánaðar. Í umfjöllun Fréttablaðsins úr dómsal kom fram að lögmaður íslenska ríkisins hefði sagt Pál hafa staðið sig betur í atvinnuviðtali sínu og ekki væri hægt að líta fram hjá huglægu mati hæfisnefndar og ráðherra um leiðtogahæfni hans.

Hafdís taldi hinsvegar að hæfisnefndin hefði gert lítið úr reynslu hennar í opinberri stjórnsýslu og rangt hefði verið farið með hversu lengi hún starfaði hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hafdís Helga hefur starfað í opinberri stjórnsýslu í 25 ár, verið forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis, skrifstofustjóri í tveimur ráðuneytum og aðallögfræðingur bæði Alþingis og Samkeppniseftirlitsins.

„Hún starfaði við opinbera stjórnsýslu,“ sagði um Hafdísi í umsögn hæfisnefndar. Um Pál sagði nefndin: „Hann hefur langa reynslu við ábyrgðarmikil stjórnsýsluverkefni,“ en Páll er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og hefur starfað sem bæjarritari hjá Kópavogsbæ og sem aðstoðarmaður ráðherra. Hafdís Helga taldi þetta mikinn blæbrigðamun, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent