Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra braut gegn jafn­rétt­islögum er hún skip­aði Pál Magn­ús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra í ráðu­neyti sínu síðla árs 2019. Þessi nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála stend­ur, en Hér­aðs­dómur Reykja­víkur féllst ekki á kröfu ráð­herra um að ógilda úrskurð kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í mál­inu.

Dómur í mál­inu var kveð­inn upp á tólfta tím­anum og sagt er frá nið­ur­stöð­unni á vef RÚV. Sam­kvæmt frétt­inni þarf íslenska ríkið að greiða 4,5 millj­ónir króna vegna máls­kostn­aðar Haf­dísar Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sem kærði ráðn­ingu Páls til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Greint var frá því í júní í fyrra að kæru­nefndin hefði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög er hún skip­aði Pál Magn­ús­son í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra árið 2019. Hún hefði van­­­metið Haf­­­dísi Helgu í sam­an­­burði við Pál. Hæf­is­­nefnd hafði ekki talið Haf­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­urra sem hæfust voru talin í starf­ið. 

Auglýsing

Til þess að fá þessum úrskurði hnekkt þurfti ráð­herra að höfða mál gegn Haf­dísi Helgu per­sónu­lega. Það vakti nokkra furðu. Lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði að sú ákvörðun hefði komið á óvart. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­són­u­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar,“ sagði hún við RÚV þann 24. jún­í. 

Ákvörðun Lilju um að stefna Haf­dísi Helgu til að fá úrskurð­inum hnekkt byggð­ist á lög­fræði­á­litum sem ráð­herr­ann afl­aði sér eftir að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­innar lá fyr­ir. Þau voru sögð benda til laga­legra ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­inn­ar. Kjarn­inn óskaði eftir þessum lög­fræði­á­litum frá ráðu­neyt­inu sama dag og ljóst var að málið stefndi fyrir dóm­stóla, en þau reynd­ist ómögu­legt að fá.

 

Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála stað­festi synjun ráðu­neyt­is­ins á gagna­beiðni Kjarn­ans í lok sum­ars, en nið­ur­staðan var sú að bréfa­skipti hins opin­bera við sér­fróða aðila í tengslum við rétt­ará­grein­ing eða til afnota í dóms­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað skuli und­an­þegin upp­lýs­inga­lög­um.

Blæ­brigða­munur á umfjöll­unum hæf­is­nefndar

Málið var tekið til aðal­með­ferðar í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í lok jan­ú­ar­mán­að­ar. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins úr dóm­sal kom fram að lög­maður íslenska rík­is­ins hefði sagt Pál hafa staðið sig betur í atvinnu­við­tali sínu og ekki væri hægt að líta fram hjá hug­lægu mati hæf­is­nefndar og ráð­herra um leið­toga­hæfni hans.

Haf­dís taldi hins­vegar að hæf­is­nefndin hefði gert lítið úr reynslu hennar í opin­berri stjórn­sýslu og rangt hefði verið farið með hversu lengi hún starf­aði hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Haf­dís Helga hefur starfað í opin­berri stjórn­sýslu í 25 ár, verið for­stöðu­maður nefnd­ar­sviðs Alþing­is, skrif­stofu­stjóri í tveimur ráðu­neytum og aðal­lög­fræð­ingur bæði Alþingis og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

„Hún starf­aði við opin­bera stjórn­sýslu,“ sagði um Haf­dísi í umsögn hæf­is­nefnd­ar. Um Pál sagði nefnd­in: „Hann hefur langa reynslu við ábyrgð­ar­mikil stjórn­sýslu­verk­efn­i,“ en Páll er með meist­ara­próf í opin­berri stjórn­sýslu og hefur starfað sem bæj­ar­rit­ari hjá Kópa­vogsbæ og sem aðstoð­ar­maður ráð­herra. Haf­dís Helga taldi þetta mik­inn blæ­brigða­mun, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent