Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra braut gegn jafn­rétt­islögum er hún skip­aði Pál Magn­ús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra í ráðu­neyti sínu síðla árs 2019. Þessi nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála stend­ur, en Hér­aðs­dómur Reykja­víkur féllst ekki á kröfu ráð­herra um að ógilda úrskurð kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í mál­inu.

Dómur í mál­inu var kveð­inn upp á tólfta tím­anum og sagt er frá nið­ur­stöð­unni á vef RÚV. Sam­kvæmt frétt­inni þarf íslenska ríkið að greiða 4,5 millj­ónir króna vegna máls­kostn­aðar Haf­dísar Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sem kærði ráðn­ingu Páls til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Greint var frá því í júní í fyrra að kæru­nefndin hefði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög er hún skip­aði Pál Magn­ús­son í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra árið 2019. Hún hefði van­­­metið Haf­­­dísi Helgu í sam­an­­burði við Pál. Hæf­is­­nefnd hafði ekki talið Haf­­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­­urra sem hæfust voru talin í starf­ið. 

Auglýsing

Til þess að fá þessum úrskurði hnekkt þurfti ráð­herra að höfða mál gegn Haf­dísi Helgu per­sónu­lega. Það vakti nokkra furðu. Lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, sagði að sú ákvörðun hefði komið á óvart. „Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­­són­u­­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­­nefnd­­ar­inn­­ar,“ sagði hún við RÚV þann 24. jún­í. 

Ákvörðun Lilju um að stefna Haf­dísi Helgu til að fá úrskurð­inum hnekkt byggð­ist á lög­fræði­á­litum sem ráð­herr­ann afl­aði sér eftir að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­innar lá fyr­ir. Þau voru sögð benda til laga­legra ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­inn­ar. Kjarn­inn óskaði eftir þessum lög­fræði­á­litum frá ráðu­neyt­inu sama dag og ljóst var að málið stefndi fyrir dóm­stóla, en þau reynd­ist ómögu­legt að fá.

 

Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála stað­festi synjun ráðu­neyt­is­ins á gagna­beiðni Kjarn­ans í lok sum­ars, en nið­ur­staðan var sú að bréfa­skipti hins opin­bera við sér­fróða aðila í tengslum við rétt­ará­grein­ing eða til afnota í dóms­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað skuli und­an­þegin upp­lýs­inga­lög­um.

Blæ­brigða­munur á umfjöll­unum hæf­is­nefndar

Málið var tekið til aðal­með­ferðar í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í lok jan­ú­ar­mán­að­ar. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins úr dóm­sal kom fram að lög­maður íslenska rík­is­ins hefði sagt Pál hafa staðið sig betur í atvinnu­við­tali sínu og ekki væri hægt að líta fram hjá hug­lægu mati hæf­is­nefndar og ráð­herra um leið­toga­hæfni hans.

Haf­dís taldi hins­vegar að hæf­is­nefndin hefði gert lítið úr reynslu hennar í opin­berri stjórn­sýslu og rangt hefði verið farið með hversu lengi hún starf­aði hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Haf­dís Helga hefur starfað í opin­berri stjórn­sýslu í 25 ár, verið for­stöðu­maður nefnd­ar­sviðs Alþing­is, skrif­stofu­stjóri í tveimur ráðu­neytum og aðal­lög­fræð­ingur bæði Alþingis og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

„Hún starf­aði við opin­bera stjórn­sýslu,“ sagði um Haf­dísi í umsögn hæf­is­nefnd­ar. Um Pál sagði nefnd­in: „Hann hefur langa reynslu við ábyrgð­ar­mikil stjórn­sýslu­verk­efn­i,“ en Páll er með meist­ara­próf í opin­berri stjórn­sýslu og hefur starfað sem bæj­ar­rit­ari hjá Kópa­vogsbæ og sem aðstoð­ar­maður ráð­herra. Haf­dís Helga taldi þetta mik­inn blæ­brigða­mun, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent