Lilja höfðar mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hana hafa brotið á

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál til að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við skipun á ráðuneytisstjóra.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að höfða mál gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði nýverið að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að sniðganga í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar segir að með því að stefna Hafdísi Helgu ætli Lilja að reyna að ógilda úrskurð kærunefndarinnar. 

Greint var frá því í byrjun mánaðar að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög við skipun Páls Magn­ús­sonar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í fyrra, sam­kvæmt úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Hún hafi van­metið Haf­dísi Helgu í samanburði við Pál. Hæfisnefnd hafði ekki talið Hafdísi Helgu í hópi þeirra fjögurra sem hæfastir voru taldir í starfið. 

Páll, sem var skipaður í embættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn en hann var vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í tvö kjör­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­ar­maður Val­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing
Í kjölfar frétta um niðurstöðu kærunefndarinnar fjölluðu fjölmiðlar um formann hæfisnefndarinnar sem tók um ráðningu ráðuneytisstjórans. Formaður hennar er lögfræðingurinn Einar Hugi Bjarnason, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfstíma sínum í ráðuneytinu, valið til margra trúnaðarstarfa. Ráðuneytið hefur á þeim tíma greitt Einari Huga alls 15,5 milljónir króna fyrir lögfræðiráðgjöf og nefndarsetu á vegum ráðuneytisins. 

Í frétt RÚV er rakið að í lögum um kærunefnd jafnréttismála segi að úrskurðir hennar séu bindandi gagnvart málsaðilum, en þeim sé heimilt að bera úrskurði hennar undir dómstóla. Til þess þarf ráðherrann, Lilja, að höfða mál á hendur kærandanum, Hafdísi Helgu. 

Lögmaður Hafdísar Helgu, Áslaug Árnadóttir, segir við RÚV að þessi ákvörðun ráðherrans komi á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráðherra hafi höfðað mál persónulega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráðherra til kærunefndarinnar.“ 

Ráðuneytið gaf þá skýringu að ráðherra hafi aflað lögfræðiálita, sem bentu á lagalega annmarka í úrskurði kærunefndarinnar. Úrskurðurinn byði upp á lagalega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan embættismanna. Þeirri lagaóvissu vilji Lilja eyða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent