Lilja höfðar mál gegn konunni sem kærunefnd jafnréttismála sagði hana hafa brotið á

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að höfða mál til að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög við skipun á ráðuneytisstjóra.

Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, ætlar að höfða mál gegn Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sem kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála úrskurð­aði nýverið að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög með því að snið­ganga í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar segir að með því að stefna Haf­dísi Helgu ætli Lilja að reyna að ógilda úrskurð kæru­nefnd­ar­inn­ar. 

Greint var frá því í byrjun mán­aðar að Lilja hefði brotið jafn­­rétt­is­lög við skipun Páls Magn­ús­­sonar í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í fyrra, sam­­kvæmt úrskurði kæru­­nefndar jafn­­rétt­is­­mála. Hún hafi van­­metið Haf­­dísi Helgu í sam­an­burði við Pál. Hæf­is­nefnd hafði ekki talið Haf­dísi Helgu í hópi þeirra fjög­urra sem hæf­astir voru taldir í starf­ið. 

Páll, sem var skip­aður í emb­ættið síðla árs í fyrra, hefur um ára­bil gegn trún­­­að­­­ar­­­störfum fyrir Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­inn en hann var vara­­þing­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í tvö kjör­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­ar­­maður Val­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins.

Auglýsing
Í kjöl­far frétta um nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­mann hæf­is­nefnd­ar­innar sem tók um ráðn­ingu ráðu­neyt­is­stjór­ans. For­maður hennar er lög­fræð­ing­ur­inn Einar Hugi Bjarna­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­tíma sínum í ráðu­neyt­inu, valið til margra trún­að­ar­starfa. Ráðu­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­ari Huga alls 15,5 millj­ónir króna fyrir lög­fræði­ráð­gjöf og nefnd­ar­setu á vegum ráðu­neyt­is­ins. 

Í frétt RÚV er rakið að í lögum um kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála segi að úrskurðir hennar séu bind­andi gagn­vart máls­að­il­um, en þeim sé heim­ilt að bera úrskurði hennar undir dóm­stóla. Til þess þarf ráð­herrann, Lilja, að höfða mál á hendur kær­and­an­um, Haf­dísi Helg­u. 

Lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, segir við RÚV að þessi ákvörðun ráð­herr­ans komi á óvart. „ Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður, að ráð­herra hafi höfðað mál per­sónu­lega gegn aðila sem kærir ákvörðun ráð­herra til kæru­nefnd­ar­inn­ar.“ 

Ráðu­neytið gaf þá skýr­ingu að ráð­herra hafi aflað lög­fræði­á­lita, sem bentu á laga­lega ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­inn­ar. Úrskurð­ur­inn byði upp á laga­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­manna. Þeirri laga­ó­vissu vilji Lilja eyða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent