Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja

Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.

Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Auglýsing

Lögmenn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein munu innan skamms kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsemi Samherja í Namibíu fyrir stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins, en rannsóknin er, samkvæmt svari Samherja við fyrirspurn Kjarnans, á lokametrunum. 

Þar hefur hún raunar verið um nokkurt skeið, en nokkur dráttur hefur orðið á vinnunni vegna ferðatakmarkana af völdum heimsfaraldursins. Í janúar áætlaði Wikborg Rein að rannsókn fyrirtækisins, sem unnin er að beiðni Samherja, yrði lokið í apríl.

Fram hefur komið Samherji setti sig í samband við norsku lögmannsstofuna um það bil viku áður en ásakanir um meintar mútugreiðslur og aðra hátt fyrirtækisins í tengslum við starfsemina í Namibíu komu fram í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks í nóvember í fyrra.

Auglýsing

Er Samherji tilkynnti svo skömmu síðar að fyrirtækið ætlaði að fá Wikborg Rein til þess að vinna fyrir sig rannsókn á málinu sagði fyrirtækið að í rannsókninni yrði ekkert undanskilið og að upplýst yrði um niðurstöður hennar þegar þær lægju fyrir. 

Á þeim tíma tóku flestir því þannig að upplýst yrði um niðurstöðuna opinberlega. Sá var einnig skilningur Elisabeth Roscher, eins eiganda Wikborg Rein, sem veitti mbl.is viðtal um rannsókn lögfræðistofunnar 27. nóvember.

„Ég byggi svör mín hér á því sem fyr­ir­tækið hef­ur sagt, og fyr­ir­tækið hef­ur sagt að það vilji láta yf­ir­völd hafa aðgang að öll­um staðreynd­um sem rann­sókn­in leiði í ljós og síðan upp­lýsa al­menn­ing um niður­stöðuna einnig. Það er það sem þeir hafa sagt og ég hef enga ástæðu til þess að ef­ast um að það sé það sem þeir ætli sér,“ sagði Roscher, en lét þess einnig getið að mismunandi væri hversu mikil smáatriði fyrirtæki gæfu upp í kynningum sínum á rannsóknum sem þessari.

Skoða hvað verði hægt að birta og hvernig

Kjarninn spurði Samherja að því hvort búið væri að taka ákvörðun um hvort rannsókn Wikborg Rein á namibíska hluta starfsemi fyrirtækisins yrði gerð opinber. 

Í svari Samherja segir að eftir að niðurstöðurnar verði kynntar stjórn Samherja muni fulltrúar Wikborg Rein „funda með fulltrúum þeirra stjórnvalda sem hafa málið til skoðunar og fara yfir hvort og hvernig niðurstöður rannsóknarinnar geti gagnast viðkomandi stjórnvöldum.“

„Líkt og áður hefur verið greint frá verður í kjölfarið tekið til greina hvað hægt er að birta og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting á upplýsingum úr niðurstöðum Wikborg Rein kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem verða nafngreindir. Þá eru ýmis fleiri atriði sem þarf að taka til skoðunar í því sambandi,“ segir í svari Samherja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent