Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja

Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.

Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Auglýsing

Lög­menn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein munu innan skamms kynna nið­ur­stöður rann­sóknar sinnar á starf­semi Sam­herja í Namibíu fyrir stjórn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins, en rann­sóknin er, sam­kvæmt svari Sam­herja við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, á loka­metr­un­um. 

Þar hefur hún raunar verið um nokk­urt skeið, en nokkur dráttur hefur orðið á vinn­unni vegna ferða­tak­mark­ana af völdum heims­far­ald­urs­ins. Í jan­úar áætl­aði Wik­borg Rein að rann­sókn fyr­ir­tæk­is­ins, sem unnin er að beiðni Sam­herja, yrði lokið í apr­íl.

Fram hefur komið Sam­herji setti sig í sam­band við norsku lög­manns­stof­una um það bil viku áður en ásak­anir um meintar mútu­greiðslur og aðra hátt fyr­ir­tæk­is­ins í tengslum við starf­sem­ina í Namibíu komu fram í umfjöll­unum Kveiks, Stund­ar­innar og Wiki­leaks í nóv­em­ber í fyrra.

Auglýsing

Er Sam­herji til­kynnti svo skömmu síðar að fyr­ir­tækið ætl­aði að fá Wik­borg Rein til þess að vinna fyrir sig rann­sókn á mál­inu sagði fyr­ir­tækið að í rann­sókn­inni yrði ekk­ert und­an­skilið og að upp­lýst yrði um nið­ur­stöður hennar þegar þær lægju fyr­ir. 

Á þeim tíma tóku flestir því þannig að upp­lýst yrði um nið­ur­stöð­una opin­ber­lega. Sá var einnig skiln­ingur Elisa­beth Roscher, eins eig­anda Wik­borg Rein, sem veitti mbl.is við­tal um rann­sókn lög­fræði­stof­unnar 27. nóv­em­ber.

„Ég byggi svör mín hér á því sem fyr­ir­tækið hef­ur sagt, og fyr­ir­tækið hef­ur sagt að það vilji láta yf­ir­völd hafa aðgang að öll­um stað­reynd­um sem rann­­sókn­in leiði í ljós og síðan upp­­lýsa al­­menn­ing um nið­ur­­­stöð­una einnig. Það er það sem þeir hafa sagt og ég hef enga ástæðu til þess að ef­­ast um að það sé það sem þeir ætli sér,“ sagði Roscher, en lét þess einnig getið að mis­mun­andi væri hversu mikil smá­at­riði fyr­ir­tæki gæfu upp í kynn­ingum sínum á rann­sóknum sem þess­ari.

Skoða hvað verði hægt að birta og hvernig

Kjarn­inn spurði Sam­herja að því hvort búið væri að taka ákvörðun um hvort rann­sókn Wik­borg Rein á namibíska hluta starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins yrði gerð opin­ber. 

Í svari Sam­herja segir að eftir að nið­ur­stöð­urnar verði kynntar stjórn Sam­herja muni full­trúar Wik­borg Rein „funda með full­trúum þeirra stjórn­valda sem hafa málið til skoð­unar og fara yfir hvort og hvernig nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar geti gagn­ast við­kom­andi stjórn­völd­um.“

„Líkt og áður hefur verið greint frá verður í kjöl­farið tekið til greina hvað hægt er að birta og hvern­ig. Í því sam­bandi þarf að meta hvort birt­ing á upp­lýs­ingum úr nið­ur­stöðum Wik­borg Rein kunni að hafa áhrif á rann­sóknir í öðrum ríkj­um. Þá þarf að meta hvort birt­ing á upp­lýs­ingum gangi í ber­högg við lög og reglur vegna þeirra ein­stak­linga sem verða nafn­greind­ir. Þá eru ýmis fleiri atriði sem þarf að taka til skoð­unar í því sam­band­i,“ segir í svari Sam­herja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent