Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja

Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.

Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Auglýsing

Lögmenn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein munu innan skamms kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsemi Samherja í Namibíu fyrir stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins, en rannsóknin er, samkvæmt svari Samherja við fyrirspurn Kjarnans, á lokametrunum. 

Þar hefur hún raunar verið um nokkurt skeið, en nokkur dráttur hefur orðið á vinnunni vegna ferðatakmarkana af völdum heimsfaraldursins. Í janúar áætlaði Wikborg Rein að rannsókn fyrirtækisins, sem unnin er að beiðni Samherja, yrði lokið í apríl.

Fram hefur komið Samherji setti sig í samband við norsku lögmannsstofuna um það bil viku áður en ásakanir um meintar mútugreiðslur og aðra hátt fyrirtækisins í tengslum við starfsemina í Namibíu komu fram í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks í nóvember í fyrra.

Auglýsing

Er Samherji tilkynnti svo skömmu síðar að fyrirtækið ætlaði að fá Wikborg Rein til þess að vinna fyrir sig rannsókn á málinu sagði fyrirtækið að í rannsókninni yrði ekkert undanskilið og að upplýst yrði um niðurstöður hennar þegar þær lægju fyrir. 

Á þeim tíma tóku flestir því þannig að upplýst yrði um niðurstöðuna opinberlega. Sá var einnig skilningur Elisabeth Roscher, eins eiganda Wikborg Rein, sem veitti mbl.is viðtal um rannsókn lögfræðistofunnar 27. nóvember.

„Ég byggi svör mín hér á því sem fyr­ir­tækið hef­ur sagt, og fyr­ir­tækið hef­ur sagt að það vilji láta yf­ir­völd hafa aðgang að öll­um staðreynd­um sem rann­sókn­in leiði í ljós og síðan upp­lýsa al­menn­ing um niður­stöðuna einnig. Það er það sem þeir hafa sagt og ég hef enga ástæðu til þess að ef­ast um að það sé það sem þeir ætli sér,“ sagði Roscher, en lét þess einnig getið að mismunandi væri hversu mikil smáatriði fyrirtæki gæfu upp í kynningum sínum á rannsóknum sem þessari.

Skoða hvað verði hægt að birta og hvernig

Kjarninn spurði Samherja að því hvort búið væri að taka ákvörðun um hvort rannsókn Wikborg Rein á namibíska hluta starfsemi fyrirtækisins yrði gerð opinber. 

Í svari Samherja segir að eftir að niðurstöðurnar verði kynntar stjórn Samherja muni fulltrúar Wikborg Rein „funda með fulltrúum þeirra stjórnvalda sem hafa málið til skoðunar og fara yfir hvort og hvernig niðurstöður rannsóknarinnar geti gagnast viðkomandi stjórnvöldum.“

„Líkt og áður hefur verið greint frá verður í kjölfarið tekið til greina hvað hægt er að birta og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting á upplýsingum úr niðurstöðum Wikborg Rein kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem verða nafngreindir. Þá eru ýmis fleiri atriði sem þarf að taka til skoðunar í því sambandi,“ segir í svari Samherja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent