ASÍ fer fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninga

Í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands er farið fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninganna. Miðstjórnin segir stjórnvöld ekki hafa staðið við sinn hluta þeirra.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands segir að stjórn­völd hafi ekki staðið við sinn hluta lífs­kjara­samn­ing­anna, meðal ann­ars varð­andi hús­næð­is­mál, verð­trygg­ingu, man­sal og félags­leg und­ir­boð og sekt­ar­á­kvæði vegna kjara­samn­ings­brota. 

Alþýðu­sam­bandið fer fram á við­ræður við stjórn­völd um samn­ing­ana og þau lof­orð sem þar eru gef­in, sam­kvæmt því sem fram kemur í ályktun mið­stjórn­ar­innar í dag.

Þar segir að for­sendur lífs­kjara­samn­ing­anna séu sam­kvæmt orð­anna hljóðan brostn­ar. Einnig lýsir mið­stjórnin yfir þungum áhyggu­jum af stöðu launa­fólks og atvinnu­leit­enda með haustinu, í ljósi atvinnu­á­stands­ins og segir stuðn­ingi stjórn­valda hafa verið beint til fyr­ir­tækja, fremur en fólks.

Auglýsing

„Mik­il­væg­asta aðgerðin til að milda áhrifin fyrir ein­stak­linga og heim­ili, og þannig fyr­ir­ efna­hags­líf­ið, er að hækka atvinnu­leys­is­bætur og lengja tíma­bil tekju­teng­ing­ar. Þá verður að grípa til almennra aðgerða til að verja heim­il­in. Mið­stjórn ASÍ fer fram á að stjórn­völd taki af skarið um úrbætur þegar í stað,“ segir einnig í álykt­un­inni.

Engin efna­hags­leg nauð­syn fyrir nið­ur­skurði

Mið­stjórnin hafnar enn­fremur öllum til­lögum sem lúta að því að „senda reikn­ing­inn“  ­vegna björg­un­ar­að­gerða stjórn­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins til almenn­ings á næstu árum.

„Það er engin efna­hags­leg nauð­syn að skera niður í heil­brigð­is-, mennta- og vel­ferð­ar­kerf­inu, selja opin­berar eig­ur, auka gjald­töku eða ráð­ast í einka­væð­ingu eða einka­rekst­ur. Slíkar aðgerðir eru allar til þess fallnar að dýpka krepp­una og auka á afkomu- og skulda­vanda ein­stak­linga og heim­ila,“ segir mið­stjórn ASÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent