Niðurstöður úr mótefnamælingum senn birtar og ýmsar afléttingar framundan

„Það er greinilegt að fólk er orðið mjög frjálslegt í fasi og framkomu hvað varðar sýkingarvarnir,“ segir sóttvarnalæknir. Handþvotturinn mikli er enn í fullu gildi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Niðurstöður úr mótefnamælingum, sem fjölmargir Íslendingar hafa farið í síðustu vikur, verða vonandi birtar hverjum og einum á næstu 1-2 vikum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði frá því á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag að margir biðu óþreyjufullir eftir niðurstöðunum en að málið hefði tafist hjá Íslenskri erfðagreiningu einkum vegna vinnunnar við skimun á landamærum sem hófst þann 15. júní.

Mótefnamælingar eru einnig gerðar meðal ferðamanna sem hingað koma og greinast með veiruna. Þórólfur benti á fundinum á að þeir væru ýmist með nýja sýkingu eða gamla. „Ný sýking þýðir að viðkomandi er smitandi en gömul að viðkomandi hefur fengið sýkingu fyrir vikum eða mánuðum en leyfar af veirunni finnast ennþá hjá einstaklingnum en hann er þá með mótefni og því ekki smitandi,“ sagði Þórólfur. 

Einnig stendur til að sögn Þórólfs að útbúa vottorð sem fólk sem hefur fengið sjúkdóminn og hefur mælst með mótefni geti nálgast í gegnum Heilsuveru.is.

Auglýsing

Rúmlega tíu þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan að skimun við landamæri hófst fyrir rúmri viku. Þrettán hafa greinst með veiruna en aðeins tveir með virk smit. Aðrir hafa verið með gamalt smit og því ekki smitandi. Þá sagði hann ekkert innanlandssmit hafa greinst frá ferðamönnum. „Við getum verið ánægð með þá stöðu.“

Þórólfur sagði að núverandi fyrirkomulag hefði því reynst vel hingað til og gæfi innsýn í þá smithættu sem er fyrir hendi. Sagðist hann ætla að mælast til þess við ráðherra að skimanir á landmærum haldi áfram – að minnsta kosti út júlí til að sjá betur í hverju áhættan er fólgin. Í kjölfarið verður hugsanlega hægt að breyta um áherslur í skimuninni en að það sé ekki tímabært að sinni.

Síðasta skref í afléttingum samkomutakmarkana var tekið þann 15. Júní og leggur Þórólfur til að það næsta verði tekið fjórum vikum síðar eða þann 13. Júlí. Mun hann þá leggja til að í stað 500 megi 2.000 manns koma saman. Hingað til hafa skrefin verið tekin með um þriggja vikna millibili en Þórólfur segir að nú sé „svo margt í gangi“, ferðamenn farnir að koma og fleira og því borgi sig að fara aðeins hægar í sakirnar. 

Vínveitingastöðum er enn gert að loka klukkan 23 og sagði Þórólfur nú til skoðunar að rýmka þann tíma. Verður það auglýst síðar. 

Á fundinum sagði Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu, að kostnaður við landamæraskimun væri „örugglega mikill“ en að ávinningurinn væri það sömu leiðis. Hann sagði vinnu í gangi í heilbrigðisráðuneytinu við að leggja mat á kostnaðinn svo hægt verði að byggja undir ákvörðun um gjaldtöku við skimun sem stefnt er að að hefjist um mánaðamótin. „Eitt af því sem augljóslega hefur áhrif er að því fleiri sýni sem verða tekin því minni verður kostnaðurinn á hvert sýni.“

Þórólfur ítrekaði á fundinum að áfram væri nauðsynlegt að ástunda persónubundnar sóttvarnir eins og handþvott. „Það er greinilegt að fólk er orðið mjög frjálslegt í fasi og framkomu hvað varðar sýkingarvarnir og ég vil hvetja alla til að gæta að sér og passa sig því það er það sem skilar okkur mestum árangri.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent