Niðurstöður úr mótefnamælingum senn birtar og ýmsar afléttingar framundan

„Það er greinilegt að fólk er orðið mjög frjálslegt í fasi og framkomu hvað varðar sýkingarvarnir,“ segir sóttvarnalæknir. Handþvotturinn mikli er enn í fullu gildi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Nið­ur­stöður úr mótefna­mæl­ing­um, sem fjöl­margir Íslend­ingar hafa farið í síð­ustu vik­ur, verða von­andi birtar hverjum og einum á næstu 1-2 vik­um. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að margir biðu óþreyju­fullir eftir nið­ur­stöð­unum en að málið hefði taf­ist hjá Íslenskri erfða­grein­ingu einkum vegna vinn­unnar við skimun á landa­mærum sem hófst þann 15. júní.

Mótefna­mæl­ingar eru einnig gerðar meðal ferða­manna sem hingað koma og grein­ast með veiruna. Þórólfur benti á fund­inum á að þeir væru ýmist með nýja sýk­ingu eða gamla. „Ný sýk­ing þýðir að við­kom­andi er smit­andi en gömul að við­kom­andi hefur fengið sýk­ingu fyrir vikum eða mán­uðum en leyfar af veirunni finn­ast ennþá hjá ein­stak­lingnum en hann er þá með mótefni og því ekki smit­and­i,“ sagði Þórólf­ur. 

Einnig stendur til að sögn Þór­ólfs að útbúa vott­orð sem fólk sem hefur fengið sjúk­dóm­inn og hefur mælst með mótefni geti nálg­ast í gegnum Heilsu­veru.­is.

Auglýsing

Rúm­lega tíu þús­und far­þegar hafa komið til lands­ins síðan að skimun við landa­mæri hófst fyrir rúmri viku. Þrettán hafa greinst með veiruna en aðeins tveir með virk smit. Aðrir hafa verið með gam­alt smit og því ekki smit­andi. Þá sagði hann ekk­ert inn­an­lands­smit hafa greinst frá ferða­mönn­um. „Við getum verið ánægð með þá stöð­u.“

Þórólfur sagði að núver­andi fyr­ir­komu­lag hefði því reynst vel hingað til og gæfi inn­sýn í þá smit­hættu sem er fyrir hendi. Sagð­ist hann ætla að mæl­ast til þess við ráð­herra að skimanir á land­mærum haldi áfram – að minnsta kosti út júlí til að sjá betur í hverju áhættan er fólg­in. Í kjöl­farið verður hugs­an­lega hægt að breyta um áherslur í skimun­inni en að það sé ekki tíma­bært að sinni.

Síð­asta skref í aflétt­ingum sam­komu­tak­mark­ana var tekið þann 15. Júní og leggur Þórólfur til að það næsta verði tekið fjórum vikum síðar eða þann 13. Júlí. Mun hann þá leggja til að í stað 500 megi 2.000 manns koma sam­an. Hingað til hafa skrefin verið tekin með um þriggja vikna milli­bili en Þórólfur segir að nú sé „svo margt í gang­i“, ferða­menn farnir að koma og fleira og því borgi sig að fara aðeins hægar í sak­irn­ar. 

Vín­veit­inga­stöðum er enn gert að loka klukkan 23 og sagði Þórólfur nú til skoð­unar að rýmka þann tíma. Verður það aug­lýst síð­ar. 

Á fund­inum sagði Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, að kostn­aður við landamæra­skimun væri „ör­ugg­lega mik­ill“ en að ávinn­ing­ur­inn væri það sömu leið­is. Hann sagði vinnu í gangi í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu við að leggja mat á kostn­að­inn svo hægt verði að byggja undir ákvörðun um gjald­töku við skimun sem stefnt er að að hefj­ist um mán­aða­mót­in. „Eitt af því sem aug­ljós­lega hefur áhrif er að því fleiri sýni sem verða tekin því minni verður kostn­að­ur­inn á hvert sýn­i.“

Þórólfur ítrek­aði á fund­inum að áfram væri nauð­syn­legt að ástunda per­sónu­bundnar sótt­varnir eins og hand­þvott. „Það er greini­legt að fólk er orðið mjög frjáls­legt í fasi og fram­komu hvað varðar sýk­ing­ar­varnir og ég vil hvetja alla til að gæta að sér og passa sig því það er það sem skilar okkur mestum árangri.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent