Niðurstöður úr mótefnamælingum senn birtar og ýmsar afléttingar framundan

„Það er greinilegt að fólk er orðið mjög frjálslegt í fasi og framkomu hvað varðar sýkingarvarnir,“ segir sóttvarnalæknir. Handþvotturinn mikli er enn í fullu gildi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Nið­ur­stöður úr mótefna­mæl­ing­um, sem fjöl­margir Íslend­ingar hafa farið í síð­ustu vik­ur, verða von­andi birtar hverjum og einum á næstu 1-2 vik­um. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að margir biðu óþreyju­fullir eftir nið­ur­stöð­unum en að málið hefði taf­ist hjá Íslenskri erfða­grein­ingu einkum vegna vinn­unnar við skimun á landa­mærum sem hófst þann 15. júní.

Mótefna­mæl­ingar eru einnig gerðar meðal ferða­manna sem hingað koma og grein­ast með veiruna. Þórólfur benti á fund­inum á að þeir væru ýmist með nýja sýk­ingu eða gamla. „Ný sýk­ing þýðir að við­kom­andi er smit­andi en gömul að við­kom­andi hefur fengið sýk­ingu fyrir vikum eða mán­uðum en leyfar af veirunni finn­ast ennþá hjá ein­stak­lingnum en hann er þá með mótefni og því ekki smit­and­i,“ sagði Þórólf­ur. 

Einnig stendur til að sögn Þór­ólfs að útbúa vott­orð sem fólk sem hefur fengið sjúk­dóm­inn og hefur mælst með mótefni geti nálg­ast í gegnum Heilsu­veru.­is.

Auglýsing

Rúm­lega tíu þús­und far­þegar hafa komið til lands­ins síðan að skimun við landa­mæri hófst fyrir rúmri viku. Þrettán hafa greinst með veiruna en aðeins tveir með virk smit. Aðrir hafa verið með gam­alt smit og því ekki smit­andi. Þá sagði hann ekk­ert inn­an­lands­smit hafa greinst frá ferða­mönn­um. „Við getum verið ánægð með þá stöð­u.“

Þórólfur sagði að núver­andi fyr­ir­komu­lag hefði því reynst vel hingað til og gæfi inn­sýn í þá smit­hættu sem er fyrir hendi. Sagð­ist hann ætla að mæl­ast til þess við ráð­herra að skimanir á land­mærum haldi áfram – að minnsta kosti út júlí til að sjá betur í hverju áhættan er fólg­in. Í kjöl­farið verður hugs­an­lega hægt að breyta um áherslur í skimun­inni en að það sé ekki tíma­bært að sinni.

Síð­asta skref í aflétt­ingum sam­komu­tak­mark­ana var tekið þann 15. Júní og leggur Þórólfur til að það næsta verði tekið fjórum vikum síðar eða þann 13. Júlí. Mun hann þá leggja til að í stað 500 megi 2.000 manns koma sam­an. Hingað til hafa skrefin verið tekin með um þriggja vikna milli­bili en Þórólfur segir að nú sé „svo margt í gang­i“, ferða­menn farnir að koma og fleira og því borgi sig að fara aðeins hægar í sak­irn­ar. 

Vín­veit­inga­stöðum er enn gert að loka klukkan 23 og sagði Þórólfur nú til skoð­unar að rýmka þann tíma. Verður það aug­lýst síð­ar. 

Á fund­inum sagði Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, að kostn­aður við landamæra­skimun væri „ör­ugg­lega mik­ill“ en að ávinn­ing­ur­inn væri það sömu leið­is. Hann sagði vinnu í gangi í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu við að leggja mat á kostn­að­inn svo hægt verði að byggja undir ákvörðun um gjald­töku við skimun sem stefnt er að að hefj­ist um mán­aða­mót­in. „Eitt af því sem aug­ljós­lega hefur áhrif er að því fleiri sýni sem verða tekin því minni verður kostn­að­ur­inn á hvert sýn­i.“

Þórólfur ítrek­aði á fund­inum að áfram væri nauð­syn­legt að ástunda per­sónu­bundnar sótt­varnir eins og hand­þvott. „Það er greini­legt að fólk er orðið mjög frjáls­legt í fasi og fram­komu hvað varðar sýk­ing­ar­varnir og ég vil hvetja alla til að gæta að sér og passa sig því það er það sem skilar okkur mestum árangri.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent