Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra braut jafn­rétt­islög við skipun Páls Magn­ús­sonar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í fyrra, sam­kvæmt úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Mennta­mála­ráð­herra van­mat Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, annan umsækj­enda, í sama­burði við Pál, að því er fram kemur í hádeg­is­fréttum RÚV í dag.

Kjarn­inn greindi frá því þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lilja hefði skipað Pál í emb­ættið til fimm ára frá og með 1. des­em­ber.

Páll hefur um ára­bil gegn trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn en hann var vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í tvö kjör­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­ar­maður Val­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Páll var sagður í til­­kynn­ingu mennta- og mennning­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins þegar greint var frá ráðn­ing­unni hafa fjöl­þætta menntun og reynslu af stjórn­­un­­ar­­störfum hjá hinu opin­ber­a.

Páll lauk meist­ara­gráðu í lög­­fræði frá Háskól­an­um í Reykja­vík og meist­­ara­­prófi í opin­berri stjórn­­­sýslu frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með BA-gráðu í guð­fræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðs­­stjóri stjórn­­­sýslu­sviðs og bæj­­­ar­­rit­­ari hjá Kópa­vogs­bæ, stýrt umbótum á stjórn­­­sýslu bæj­­­ar­ins og m.a. haft for­­göngu um inn­­­leið­ingu gæða­­kerf­­is.

„Hann starf­aði áður í iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráðu­­neyt­inu um sjö ára skeið, sem aðstoð­­ar­­maður ráð­herra. Páll sat í stjórn Lands­­virkj­unar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem for­­maður frá 2007 til 2008, var vara­­for­­maður útvarps­­ráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórn­­­ar­­for­­maður Fjár­­­fest­inga­­stofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tíma­bili vara­­maður í stjórn Nor­ræna fjár­­­fest­inga­­bank­ans (NI­B). Á árunum 1990-1998 var hann vara­bæj­­­ar­­full­­trúi í Kópa­vogi og vara­­þing­­maður frá 1999 til 2007. Þrettán sóttu um emb­ættið og mat hæfn­is­­nefnd fjóra umsækj­endur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal, þar sem ítar­­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Páll Magn­ús­­son væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra ráðu­­neyt­inu næstu fimm árin og leiða það umbóta­­starf sem er í far­vatn­in­u,“ sagði í til­­kynn­ing­unn­i. 

Veru­lega skorti á efn­is­legan rök­stuðn­ing ráð­herra fyrir ráðn­ing­unni

Í frétt RÚV kemur fram að Haf­dís Helga hafi óskað eftir rök­stuðn­ingi fyrir ráðn­ing­unni í nóv­em­ber og öllum gögnum máls­ins. Hún hafi fengið rök­stuðn­ing­inn en ráðu­neytið neitað að afhenda henni öll gögn með þeirri skýr­ingu að einka­hags­munir ann­arra væru rík­ari en hags­munir Helgu. Helga hafi gert athuga­semd við þá ákvörðun sem hún hafi ítrekað þrí­vegis og fengið loks öll gögn afhent í jan­ú­ar. Hún hafi kært ráðn­ing­una til kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála í mars og úrskurður verið kveð­inn upp þann 27. maí síð­ast­lið­inn.

Í honum seg­ir, sam­kvæmt RÚV, að ýmissa ann­marka hafi gætt af hálfu mennta­mála­ráð­herra við mat á Haf­dísi Helgu og Páli. Lilja hafi van­metið Haf­dísi sam­an­borið við Pál varð­andi mennt­un, reynslu af opin­berri stjórn­sýslu, leið­toga­hæfi­leika og hæfni til að tjá sig í riti. Í nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar segir að veru­lega skorti á efn­is­legan rök­stuðn­ing mennta­mála­ráð­herra fyrir ráðn­ing­unni og ljóst sé að Páll hafi ekki staðið Haf­dísi Helgu framar við ráðn­ing­una.

Mennta­mála­ráð­herra hafi ekki tek­ist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vallar ráðn­ing­unni og því hafi Lilja Dögg brotið gegn jafn­rétt­islög­um. Lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, segir í sam­tali við RÚV að Haf­dís sé að íhuga næstu skref og hvort hún fari fram á bæt­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent