Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í fyrra, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Menntamálaráðherra vanmat Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, annan umsækjenda, í samaburði við Pál, að því er fram kemur í hádegisfréttum RÚV í dag.

Kjarninn greindi frá því þann 1. nóvember síðastliðinn að Lilja hefði skipað Pál í embættið til fimm ára frá og með 1. des­em­ber.

Páll hefur um ára­bil gegn trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn en hann var varaþingmaður Framsóknarflokksins í tvö kjörtímabil í kringum árið 2000 og aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra Framsóknarflokksins.

Auglýsing

Páll var sagður í til­kynn­ingu mennta- og mennningarmálaráðuneytisins þegar greint var frá ráðningunni hafa fjöl­þætta menntun og reynslu af stjórn­un­ar­störfum hjá hinu opin­ber­a.

Páll lauk meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskól­an­um í Reykja­vík og meist­ara­prófi í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með BA-gráðu í guð­fræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðs­stjóri stjórn­sýslu­sviðs og bæj­ar­rit­ari hjá Kópa­vogs­bæ, stýrt umbótum á stjórn­sýslu bæj­ar­ins og m.a. haft for­göngu um inn­leið­ingu gæða­kerf­is.

„Hann starf­aði áður í iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu um sjö ára skeið, sem aðstoð­ar­maður ráð­herra. Páll sat í stjórn Lands­virkj­unar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem for­maður frá 2007 til 2008, var vara­for­maður útvarps­ráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórn­ar­for­maður Fjár­fest­inga­stofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tíma­bili vara­maður í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NI­B). Á árunum 1990-1998 var hann vara­bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og vara­þing­maður frá 1999 til 2007. Þrettán sóttu um emb­ættið og mat hæfn­is­nefnd fjóra umsækj­endur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal, þar sem ítar­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Páll Magn­ús­son væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra ráðu­neyt­inu næstu fimm árin og leiða það umbóta­starf sem er í far­vatn­in­u,“ sagði í til­kynn­ingunni. 

Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni

Í frétt RÚV kemur fram að Hafdís Helga hafi óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni í nóvember og öllum gögnum málsins. Hún hafi fengið rökstuðninginn en ráðuneytið neitað að afhenda henni öll gögn með þeirri skýringu að einkahagsmunir annarra væru ríkari en hagsmunir Helgu. Helga hafi gert athugasemd við þá ákvörðun sem hún hafi ítrekað þrívegis og fengið loks öll gögn afhent í janúar. Hún hafi kært ráðninguna til kærunefnd jafnréttismála í mars og úrskurður verið kveðinn upp þann 27. maí síðastliðinn.

Í honum segir, samkvæmt RÚV, að ýmissa annmarka hafi gætt af hálfu menntamálaráðherra við mat á Hafdísi Helgu og Páli. Lilja hafi vanmetið Hafdísi samanborið við Pál varðandi menntun, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika og hæfni til að tjá sig í riti. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að verulega skorti á efnislegan rökstuðning menntamálaráðherra fyrir ráðningunni og ljóst sé að Páll hafi ekki staðið Hafdísi Helgu framar við ráðninguna.

Menntamálaráðherra hafi ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi Lilja Dögg brotið gegn jafnréttislögum. Lögmaður Hafdísar Helgu, Áslaug Árnadóttir, segir í samtali við RÚV að Hafdís sé að íhuga næstu skref og hvort hún fari fram á bætur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent