Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra braut jafn­rétt­islög við skipun Páls Magn­ús­sonar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í fyrra, sam­kvæmt úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Mennta­mála­ráð­herra van­mat Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, annan umsækj­enda, í sama­burði við Pál, að því er fram kemur í hádeg­is­fréttum RÚV í dag.

Kjarn­inn greindi frá því þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lilja hefði skipað Pál í emb­ættið til fimm ára frá og með 1. des­em­ber.

Páll hefur um ára­bil gegn trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn en hann var vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í tvö kjör­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­ar­maður Val­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Páll var sagður í til­­kynn­ingu mennta- og mennning­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins þegar greint var frá ráðn­ing­unni hafa fjöl­þætta menntun og reynslu af stjórn­­un­­ar­­störfum hjá hinu opin­ber­a.

Páll lauk meist­ara­gráðu í lög­­fræði frá Háskól­an­um í Reykja­vík og meist­­ara­­prófi í opin­berri stjórn­­­sýslu frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með BA-gráðu í guð­fræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðs­­stjóri stjórn­­­sýslu­sviðs og bæj­­­ar­­rit­­ari hjá Kópa­vogs­bæ, stýrt umbótum á stjórn­­­sýslu bæj­­­ar­ins og m.a. haft for­­göngu um inn­­­leið­ingu gæða­­kerf­­is.

„Hann starf­aði áður í iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráðu­­neyt­inu um sjö ára skeið, sem aðstoð­­ar­­maður ráð­herra. Páll sat í stjórn Lands­­virkj­unar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem for­­maður frá 2007 til 2008, var vara­­for­­maður útvarps­­ráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórn­­­ar­­for­­maður Fjár­­­fest­inga­­stofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tíma­bili vara­­maður í stjórn Nor­ræna fjár­­­fest­inga­­bank­ans (NI­B). Á árunum 1990-1998 var hann vara­bæj­­­ar­­full­­trúi í Kópa­vogi og vara­­þing­­maður frá 1999 til 2007. Þrettán sóttu um emb­ættið og mat hæfn­is­­nefnd fjóra umsækj­endur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal, þar sem ítar­­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Páll Magn­ús­­son væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra ráðu­­neyt­inu næstu fimm árin og leiða það umbóta­­starf sem er í far­vatn­in­u,“ sagði í til­­kynn­ing­unn­i. 

Veru­lega skorti á efn­is­legan rök­stuðn­ing ráð­herra fyrir ráðn­ing­unni

Í frétt RÚV kemur fram að Haf­dís Helga hafi óskað eftir rök­stuðn­ingi fyrir ráðn­ing­unni í nóv­em­ber og öllum gögnum máls­ins. Hún hafi fengið rök­stuðn­ing­inn en ráðu­neytið neitað að afhenda henni öll gögn með þeirri skýr­ingu að einka­hags­munir ann­arra væru rík­ari en hags­munir Helgu. Helga hafi gert athuga­semd við þá ákvörðun sem hún hafi ítrekað þrí­vegis og fengið loks öll gögn afhent í jan­ú­ar. Hún hafi kært ráðn­ing­una til kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála í mars og úrskurður verið kveð­inn upp þann 27. maí síð­ast­lið­inn.

Í honum seg­ir, sam­kvæmt RÚV, að ýmissa ann­marka hafi gætt af hálfu mennta­mála­ráð­herra við mat á Haf­dísi Helgu og Páli. Lilja hafi van­metið Haf­dísi sam­an­borið við Pál varð­andi mennt­un, reynslu af opin­berri stjórn­sýslu, leið­toga­hæfi­leika og hæfni til að tjá sig í riti. Í nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar segir að veru­lega skorti á efn­is­legan rök­stuðn­ing mennta­mála­ráð­herra fyrir ráðn­ing­unni og ljóst sé að Páll hafi ekki staðið Haf­dísi Helgu framar við ráðn­ing­una.

Mennta­mála­ráð­herra hafi ekki tek­ist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vallar ráðn­ing­unni og því hafi Lilja Dögg brotið gegn jafn­rétt­islög­um. Lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, segir í sam­tali við RÚV að Haf­dís sé að íhuga næstu skref og hvort hún fari fram á bæt­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent