Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra braut jafn­rétt­islög við skipun Páls Magn­ús­sonar í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í fyrra, sam­kvæmt úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Mennta­mála­ráð­herra van­mat Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, annan umsækj­enda, í sama­burði við Pál, að því er fram kemur í hádeg­is­fréttum RÚV í dag.

Kjarn­inn greindi frá því þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lilja hefði skipað Pál í emb­ættið til fimm ára frá og með 1. des­em­ber.

Páll hefur um ára­bil gegn trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn en hann var vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í tvö kjör­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­ar­maður Val­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Páll var sagður í til­­kynn­ingu mennta- og mennning­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins þegar greint var frá ráðn­ing­unni hafa fjöl­þætta menntun og reynslu af stjórn­­un­­ar­­störfum hjá hinu opin­ber­a.

Páll lauk meist­ara­gráðu í lög­­fræði frá Háskól­an­um í Reykja­vík og meist­­ara­­prófi í opin­berri stjórn­­­sýslu frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með BA-gráðu í guð­fræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðs­­stjóri stjórn­­­sýslu­sviðs og bæj­­­ar­­rit­­ari hjá Kópa­vogs­bæ, stýrt umbótum á stjórn­­­sýslu bæj­­­ar­ins og m.a. haft for­­göngu um inn­­­leið­ingu gæða­­kerf­­is.

„Hann starf­aði áður í iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráðu­­neyt­inu um sjö ára skeið, sem aðstoð­­ar­­maður ráð­herra. Páll sat í stjórn Lands­­virkj­unar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem for­­maður frá 2007 til 2008, var vara­­for­­maður útvarps­­ráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórn­­­ar­­for­­maður Fjár­­­fest­inga­­stofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tíma­bili vara­­maður í stjórn Nor­ræna fjár­­­fest­inga­­bank­ans (NI­B). Á árunum 1990-1998 var hann vara­bæj­­­ar­­full­­trúi í Kópa­vogi og vara­­þing­­maður frá 1999 til 2007. Þrettán sóttu um emb­ættið og mat hæfn­is­­nefnd fjóra umsækj­endur mjög hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal, þar sem ítar­­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda. Var það mat ráð­herra, að Páll Magn­ús­­son væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra ráðu­­neyt­inu næstu fimm árin og leiða það umbóta­­starf sem er í far­vatn­in­u,“ sagði í til­­kynn­ing­unn­i. 

Veru­lega skorti á efn­is­legan rök­stuðn­ing ráð­herra fyrir ráðn­ing­unni

Í frétt RÚV kemur fram að Haf­dís Helga hafi óskað eftir rök­stuðn­ingi fyrir ráðn­ing­unni í nóv­em­ber og öllum gögnum máls­ins. Hún hafi fengið rök­stuðn­ing­inn en ráðu­neytið neitað að afhenda henni öll gögn með þeirri skýr­ingu að einka­hags­munir ann­arra væru rík­ari en hags­munir Helgu. Helga hafi gert athuga­semd við þá ákvörðun sem hún hafi ítrekað þrí­vegis og fengið loks öll gögn afhent í jan­ú­ar. Hún hafi kært ráðn­ing­una til kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála í mars og úrskurður verið kveð­inn upp þann 27. maí síð­ast­lið­inn.

Í honum seg­ir, sam­kvæmt RÚV, að ýmissa ann­marka hafi gætt af hálfu mennta­mála­ráð­herra við mat á Haf­dísi Helgu og Páli. Lilja hafi van­metið Haf­dísi sam­an­borið við Pál varð­andi mennt­un, reynslu af opin­berri stjórn­sýslu, leið­toga­hæfi­leika og hæfni til að tjá sig í riti. Í nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar segir að veru­lega skorti á efn­is­legan rök­stuðn­ing mennta­mála­ráð­herra fyrir ráðn­ing­unni og ljóst sé að Páll hafi ekki staðið Haf­dísi Helgu framar við ráðn­ing­una.

Mennta­mála­ráð­herra hafi ekki tek­ist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vallar ráðn­ing­unni og því hafi Lilja Dögg brotið gegn jafn­rétt­islög­um. Lög­maður Haf­dísar Helgu, Áslaug Árna­dótt­ir, segir í sam­tali við RÚV að Haf­dís sé að íhuga næstu skref og hvort hún fari fram á bæt­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent