Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti

Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.

Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Auglýsing

Á sex sek­úndna fresti að með­al­tali tap­að­ist svæði á stærð við fót­bolta­völl í regn­skógum heims­ins í fyrra. Í heild minnk­uðu skógar hita­belt­is­ins um tæp­lega tólf millj­ónir hekt­ara á síð­asta ári, þar af fjórar millj­ónir hekt­ara af þétt­um, gömlum skóg­um.

Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar Háskól­ans í Mar­yland á skóg­areyð­ingu árs­ins 2019 sem byggð er á gervi­tungla­mynd­um. Skóg­areyð­ing utan regn­skóg­anna var einnig meiri í fyrra en árið á und­an. Mestu munar um afleið­ingar gríð­ar­legra skóg­ar­elda í Ástr­alíu í lok árs­ins í fyrra og árs­byrjun 2020. Á síð­asta ári tap­að­ist sex sinnum meira skóg­lendi í Ástr­alíu en árið 2018. 

Skógar Ástr­alíu hafa aðlag­ast árlegum skóg­ar­eldum lík­lega í þús­undir ára. Þeir hafa því oft­ast verið fljótir að ná bata, m.a. skógar tröllatrjánna. En það sem var óvenju­legt við skóg­ar­eldana nú er að þeir voru mun umfangs­meiri og kröft­ugri en oft­ast áður og því brann skóg­lendi sem hefur hingað til sloppið við eld­tung­urn­ar. Í frétt Guar­dian segir að 33 mann­eskjur hafi lát­ist í eld­unum en að um 445 dauðs­föll til við­bótar megi rekja til þeirra, m.a. reyk­eitr­unar sem fólk varð fyr­ir. Hund­ruð millj­óna dýra drápust. 

Auglýsing

„Þegar venju­bundnir skóg­ar­eldar geisa þá brenna þeir börk trjánna en eld­arnir þetta sum­arið breyttu mörgum trjám í kola­mola,“ hefur Guar­dian eftir Rod Taylor sem starfar með Global For­est Watch, sam­tökum sem greindu gögn Háskól­ans í Mar­yland. Hann segir að Ástr­a­lar verði að búa sig undir að skóg­ar­eldar fram­tíð­ar­innar verði meiri og skæð­ari en áður vegna lofts­lags­breyt­inga. 

Gögnum um stærð regn­skóg­anna hefur verið aflað með sama hætti frá árinu 2002. Mest voru þeir skertir árin 2016 og 2017 en í fyrra var skerð­ingin sú þriðja mesta frá upp­hafi sam­felldrar gagna­öfl­unar með gervi­tungla­mynd­um.

Enn er eyð­ing regn­skóg­anna mest í Bras­ilíu þar sem stór svæði Amazon voru rudd fyrir land­bún­að. Mest jókst skóg­areyð­ing milli ára hins vegar í Bólivíu. Í fyrra var hún 80 pró­sent meiri en árið 2018. Þar í landi eru skóg­ar­eldar kveiktir vilj­andi til að brjóta land undir land­búnað en einnig er talið að lofts­lags­breyt­ingar hafi átt þátt í eld­un­um. 

Ekki var gengið jafn mikið á skóga Aust­ur-­Kongó í mið­hluta Afr­íku í fyrra og tvö árin þar á undan en þar tap­að­ist þó mikið skóg­lendi vegna námu­vinnslu, skóg­ar­höggs og land­bún­að­ar. 

Frum­skógar í Gana og á Fíla­beins­strönd­inni fengu meiri frið í fyrra en oft áður og sömu sögu er að segja frá Indónesíu. Í báðum til­vikum skýrist þetta af ákvörð­unum stjórn­valda sem vilja tryggja að skóg­arnir séu sjálf­bær­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent