Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti

Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.

Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Auglýsing

Á sex sek­úndna fresti að með­al­tali tap­að­ist svæði á stærð við fót­bolta­völl í regn­skógum heims­ins í fyrra. Í heild minnk­uðu skógar hita­belt­is­ins um tæp­lega tólf millj­ónir hekt­ara á síð­asta ári, þar af fjórar millj­ónir hekt­ara af þétt­um, gömlum skóg­um.

Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar Háskól­ans í Mar­yland á skóg­areyð­ingu árs­ins 2019 sem byggð er á gervi­tungla­mynd­um. Skóg­areyð­ing utan regn­skóg­anna var einnig meiri í fyrra en árið á und­an. Mestu munar um afleið­ingar gríð­ar­legra skóg­ar­elda í Ástr­alíu í lok árs­ins í fyrra og árs­byrjun 2020. Á síð­asta ári tap­að­ist sex sinnum meira skóg­lendi í Ástr­alíu en árið 2018. 

Skógar Ástr­alíu hafa aðlag­ast árlegum skóg­ar­eldum lík­lega í þús­undir ára. Þeir hafa því oft­ast verið fljótir að ná bata, m.a. skógar tröllatrjánna. En það sem var óvenju­legt við skóg­ar­eldana nú er að þeir voru mun umfangs­meiri og kröft­ugri en oft­ast áður og því brann skóg­lendi sem hefur hingað til sloppið við eld­tung­urn­ar. Í frétt Guar­dian segir að 33 mann­eskjur hafi lát­ist í eld­unum en að um 445 dauðs­föll til við­bótar megi rekja til þeirra, m.a. reyk­eitr­unar sem fólk varð fyr­ir. Hund­ruð millj­óna dýra drápust. 

Auglýsing

„Þegar venju­bundnir skóg­ar­eldar geisa þá brenna þeir börk trjánna en eld­arnir þetta sum­arið breyttu mörgum trjám í kola­mola,“ hefur Guar­dian eftir Rod Taylor sem starfar með Global For­est Watch, sam­tökum sem greindu gögn Háskól­ans í Mar­yland. Hann segir að Ástr­a­lar verði að búa sig undir að skóg­ar­eldar fram­tíð­ar­innar verði meiri og skæð­ari en áður vegna lofts­lags­breyt­inga. 

Gögnum um stærð regn­skóg­anna hefur verið aflað með sama hætti frá árinu 2002. Mest voru þeir skertir árin 2016 og 2017 en í fyrra var skerð­ingin sú þriðja mesta frá upp­hafi sam­felldrar gagna­öfl­unar með gervi­tungla­mynd­um.

Enn er eyð­ing regn­skóg­anna mest í Bras­ilíu þar sem stór svæði Amazon voru rudd fyrir land­bún­að. Mest jókst skóg­areyð­ing milli ára hins vegar í Bólivíu. Í fyrra var hún 80 pró­sent meiri en árið 2018. Þar í landi eru skóg­ar­eldar kveiktir vilj­andi til að brjóta land undir land­búnað en einnig er talið að lofts­lags­breyt­ingar hafi átt þátt í eld­un­um. 

Ekki var gengið jafn mikið á skóga Aust­ur-­Kongó í mið­hluta Afr­íku í fyrra og tvö árin þar á undan en þar tap­að­ist þó mikið skóg­lendi vegna námu­vinnslu, skóg­ar­höggs og land­bún­að­ar. 

Frum­skógar í Gana og á Fíla­beins­strönd­inni fengu meiri frið í fyrra en oft áður og sömu sögu er að segja frá Indónesíu. Í báðum til­vikum skýrist þetta af ákvörð­unum stjórn­valda sem vilja tryggja að skóg­arnir séu sjálf­bær­ir.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent