Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti

Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.

Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Auglýsing

Á sex sek­úndna fresti að með­al­tali tap­að­ist svæði á stærð við fót­bolta­völl í regn­skógum heims­ins í fyrra. Í heild minnk­uðu skógar hita­belt­is­ins um tæp­lega tólf millj­ónir hekt­ara á síð­asta ári, þar af fjórar millj­ónir hekt­ara af þétt­um, gömlum skóg­um.

Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar Háskól­ans í Mar­yland á skóg­areyð­ingu árs­ins 2019 sem byggð er á gervi­tungla­mynd­um. Skóg­areyð­ing utan regn­skóg­anna var einnig meiri í fyrra en árið á und­an. Mestu munar um afleið­ingar gríð­ar­legra skóg­ar­elda í Ástr­alíu í lok árs­ins í fyrra og árs­byrjun 2020. Á síð­asta ári tap­að­ist sex sinnum meira skóg­lendi í Ástr­alíu en árið 2018. 

Skógar Ástr­alíu hafa aðlag­ast árlegum skóg­ar­eldum lík­lega í þús­undir ára. Þeir hafa því oft­ast verið fljótir að ná bata, m.a. skógar tröllatrjánna. En það sem var óvenju­legt við skóg­ar­eldana nú er að þeir voru mun umfangs­meiri og kröft­ugri en oft­ast áður og því brann skóg­lendi sem hefur hingað til sloppið við eld­tung­urn­ar. Í frétt Guar­dian segir að 33 mann­eskjur hafi lát­ist í eld­unum en að um 445 dauðs­föll til við­bótar megi rekja til þeirra, m.a. reyk­eitr­unar sem fólk varð fyr­ir. Hund­ruð millj­óna dýra drápust. 

Auglýsing

„Þegar venju­bundnir skóg­ar­eldar geisa þá brenna þeir börk trjánna en eld­arnir þetta sum­arið breyttu mörgum trjám í kola­mola,“ hefur Guar­dian eftir Rod Taylor sem starfar með Global For­est Watch, sam­tökum sem greindu gögn Háskól­ans í Mar­yland. Hann segir að Ástr­a­lar verði að búa sig undir að skóg­ar­eldar fram­tíð­ar­innar verði meiri og skæð­ari en áður vegna lofts­lags­breyt­inga. 

Gögnum um stærð regn­skóg­anna hefur verið aflað með sama hætti frá árinu 2002. Mest voru þeir skertir árin 2016 og 2017 en í fyrra var skerð­ingin sú þriðja mesta frá upp­hafi sam­felldrar gagna­öfl­unar með gervi­tungla­mynd­um.

Enn er eyð­ing regn­skóg­anna mest í Bras­ilíu þar sem stór svæði Amazon voru rudd fyrir land­bún­að. Mest jókst skóg­areyð­ing milli ára hins vegar í Bólivíu. Í fyrra var hún 80 pró­sent meiri en árið 2018. Þar í landi eru skóg­ar­eldar kveiktir vilj­andi til að brjóta land undir land­búnað en einnig er talið að lofts­lags­breyt­ingar hafi átt þátt í eld­un­um. 

Ekki var gengið jafn mikið á skóga Aust­ur-­Kongó í mið­hluta Afr­íku í fyrra og tvö árin þar á undan en þar tap­að­ist þó mikið skóg­lendi vegna námu­vinnslu, skóg­ar­höggs og land­bún­að­ar. 

Frum­skógar í Gana og á Fíla­beins­strönd­inni fengu meiri frið í fyrra en oft áður og sömu sögu er að segja frá Indónesíu. Í báðum til­vikum skýrist þetta af ákvörð­unum stjórn­valda sem vilja tryggja að skóg­arnir séu sjálf­bær­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent