Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump

Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Fjögur pró­sent Íslend­inga myndu kjósa Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um, ef þeir hefðu kosn­inga­rétt. Stuðn­ings­menn Mið­flokks­ins eru lík­leg­astir til að kjósa Trump og næst þeim koma stuðn­ings­menn Sós­í­alista­flokks­ins. Um 96 pró­sent Íslend­inga myndu kjósa Joe Biden. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu skoð­ana­könn­unar sem fyr­ir­tækið EMC rann­sóknir gerði í maí síð­ast­liðn­um. RÚV greinir frá.

Í frétt RÚV segir að ef aðeins sé litið til þeirra sem taka afstöðu seg­ist tvö pró­sent kvenna og sex pró­sent karla myndu kjósa Trump. Aðrir myndu kjósa Biden. Stuðn­ingur við Trump sé minnstur meðal kjós­enda undir 35 ára aldri, eitt pró­sent, en mestur meðal fólks yfir 55 ára aldri, sex pró­sent. Biden njóti hund­rað pró­senta stuðn­ings hjá fylg­is­mönnum Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þá kemur fram að tvö pró­sent stuðn­ings­manna Vinstri grænna og þrjú pró­sent Pírata lýsi stuðn­ingi við Trump. Það sama geri sjö pró­sent þeirra sem kjósa Flokk fólks­ins og átta pró­sent Sjálf­stæð­is­manna. Fjórtán pró­sent stuðn­ings­manna Sós­í­alista og 29 pró­sent Mið­flokks­manna myndu kjósa Trump, sam­kvæmt könn­un­inni, ef þeir hefðu kosn­inga­rétt.

Auglýsing

Flestir hægri menn í Vest­ur­-­Evr­ópu eiga hug­mynda­lega sam­leið með Demókrötum

Ólafur Þ. Harð­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla, gerði könn­un­ina að umtals­efni á Face­book í gær. „Allar kann­anir meðal almenn­ings sem ég hef séð um stuðn­ing Íslend­inga við Demókrata og Repúblik­ana í gegnum tíð­ina hafa sýnt nán­ast algert fylg­is­leysi Repúblik­ana hér, þó fáeinir hægri­menn séu hallir undir hug­mynda­fræði Repúblik­ana í seinni tíð. Sá hópur er býsna hávær, en ekki stór.“

Hann segir að hægri og vinstri í Vest­ur­-­Evr­ópu merki ekki efn­is­lega það sama og hægri og vinstri í Banda­ríkj­un­um. Flestir hægri menn – nema helst harðir nýfrjáls­hyggju­menn og lýð­hyggju­menn – í Vest­ur­-­Evr­ópu eigi hug­mynda­lega sam­leið með Demókrötum um flest. Flestir hefð­bundnir evr­ópskir hægri­menn styðji til að mynda bland­aða hag­stjórn, opin­bert heil­brið­is­kerfi, mennta­kerfi og vel­ferð­ar­kerfi – þó vinstri og hægri menn í Evr­ópu deili um útfærslur og útgjöld rík­is­ins á þessum svið­um.

Þess vegna telur hann það ekki koma á óvart að 92 pró­sent íslenskra Sjálf­stæð­is­manna styðji Biden og Demókrata. Það sé í venju­legum takti.

„At­hygl­is­vert – og nýtt – er að 29 pró­sent kjós­enda Mið­flokks styðja Trump. Nú eru þeir svar­endur sem styðja Mið­flokk í þessarri könnun svo fáir að skekkju­mörk um þessa afstöðu þeirra eru stór – og talan klár­lega ekki nákvæm. En hún fylgir samt mynstri við­horfa sem hafa mikið fylgi meðal kjós­enda lýð­flokka Vest­ur­-­Evr­ópu – og kjós­enda Mið­flokks­ins,“ skrifar Ólaf­ur.

Þá segir hann að óvænt sé að 14 pró­sent Sós­í­alista styðji Trump í könn­un­inni. En svar­endur úr þeim flokki eru svo fáir að talan sé lík­lega alveg merk­ing­ar­laus, að hans mati. 700 þátt­tak­endur svör­uðu könn­un­inn­i. 

Ólafur bendir á að stærðin á fylg­is­hópi Trumps í öllum öðrum íslenskum flokkun sé lít­il, að minnsta kosti hjá kjós­endum þeirra. En svar­endur úr hverjum flokki séu það fáir að skekkju­mörkin séu frekar stór.

Allar kann­anir meðal almenn­ings sem ég hef séð um stuðn­ing Íslend­inga við Demókrata og Repúblik­ana í gegnum tíð­ina hafa...

Posted by Ólafur Þ Harð­ar­son on Monday, June 1, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent