Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump

Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Fjögur pró­sent Íslend­inga myndu kjósa Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um, ef þeir hefðu kosn­inga­rétt. Stuðn­ings­menn Mið­flokks­ins eru lík­leg­astir til að kjósa Trump og næst þeim koma stuðn­ings­menn Sós­í­alista­flokks­ins. Um 96 pró­sent Íslend­inga myndu kjósa Joe Biden. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu skoð­ana­könn­unar sem fyr­ir­tækið EMC rann­sóknir gerði í maí síð­ast­liðn­um. RÚV greinir frá.

Í frétt RÚV segir að ef aðeins sé litið til þeirra sem taka afstöðu seg­ist tvö pró­sent kvenna og sex pró­sent karla myndu kjósa Trump. Aðrir myndu kjósa Biden. Stuðn­ingur við Trump sé minnstur meðal kjós­enda undir 35 ára aldri, eitt pró­sent, en mestur meðal fólks yfir 55 ára aldri, sex pró­sent. Biden njóti hund­rað pró­senta stuðn­ings hjá fylg­is­mönnum Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þá kemur fram að tvö pró­sent stuðn­ings­manna Vinstri grænna og þrjú pró­sent Pírata lýsi stuðn­ingi við Trump. Það sama geri sjö pró­sent þeirra sem kjósa Flokk fólks­ins og átta pró­sent Sjálf­stæð­is­manna. Fjórtán pró­sent stuðn­ings­manna Sós­í­alista og 29 pró­sent Mið­flokks­manna myndu kjósa Trump, sam­kvæmt könn­un­inni, ef þeir hefðu kosn­inga­rétt.

Auglýsing

Flestir hægri menn í Vest­ur­-­Evr­ópu eiga hug­mynda­lega sam­leið með Demókrötum

Ólafur Þ. Harð­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla, gerði könn­un­ina að umtals­efni á Face­book í gær. „Allar kann­anir meðal almenn­ings sem ég hef séð um stuðn­ing Íslend­inga við Demókrata og Repúblik­ana í gegnum tíð­ina hafa sýnt nán­ast algert fylg­is­leysi Repúblik­ana hér, þó fáeinir hægri­menn séu hallir undir hug­mynda­fræði Repúblik­ana í seinni tíð. Sá hópur er býsna hávær, en ekki stór.“

Hann segir að hægri og vinstri í Vest­ur­-­Evr­ópu merki ekki efn­is­lega það sama og hægri og vinstri í Banda­ríkj­un­um. Flestir hægri menn – nema helst harðir nýfrjáls­hyggju­menn og lýð­hyggju­menn – í Vest­ur­-­Evr­ópu eigi hug­mynda­lega sam­leið með Demókrötum um flest. Flestir hefð­bundnir evr­ópskir hægri­menn styðji til að mynda bland­aða hag­stjórn, opin­bert heil­brið­is­kerfi, mennta­kerfi og vel­ferð­ar­kerfi – þó vinstri og hægri menn í Evr­ópu deili um útfærslur og útgjöld rík­is­ins á þessum svið­um.

Þess vegna telur hann það ekki koma á óvart að 92 pró­sent íslenskra Sjálf­stæð­is­manna styðji Biden og Demókrata. Það sé í venju­legum takti.

„At­hygl­is­vert – og nýtt – er að 29 pró­sent kjós­enda Mið­flokks styðja Trump. Nú eru þeir svar­endur sem styðja Mið­flokk í þessarri könnun svo fáir að skekkju­mörk um þessa afstöðu þeirra eru stór – og talan klár­lega ekki nákvæm. En hún fylgir samt mynstri við­horfa sem hafa mikið fylgi meðal kjós­enda lýð­flokka Vest­ur­-­Evr­ópu – og kjós­enda Mið­flokks­ins,“ skrifar Ólaf­ur.

Þá segir hann að óvænt sé að 14 pró­sent Sós­í­alista styðji Trump í könn­un­inni. En svar­endur úr þeim flokki eru svo fáir að talan sé lík­lega alveg merk­ing­ar­laus, að hans mati. 700 þátt­tak­endur svör­uðu könn­un­inn­i. 

Ólafur bendir á að stærðin á fylg­is­hópi Trumps í öllum öðrum íslenskum flokkun sé lít­il, að minnsta kosti hjá kjós­endum þeirra. En svar­endur úr hverjum flokki séu það fáir að skekkju­mörkin séu frekar stór.

Allar kann­anir meðal almenn­ings sem ég hef séð um stuðn­ing Íslend­inga við Demókrata og Repúblik­ana í gegnum tíð­ina hafa...

Posted by Ólafur Þ Harð­ar­son on Monday, June 1, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent