Menn smituðust af minkum

Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.

Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Auglýsing

Minkar smit­uðu tvo menn af nýju kór­ónu­veirunni í Hollandi nýver­ið. Um fyrstu stað­festu smit úr minkum í menn er að ræða í heims­far­aldri COVID-19.

Nýja kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 hefur fund­ist í minkum á fjórum af 155 minka­búum sem starf­rækt eru í Hollandi. Þetta kom fram í bréfi sem land­bún­að­ar­ráð­herra lands­ins, Carola Schou­ten, sendi til þings­ins fyrir viku þar sem greint var frá smit­unum tveim­ur. Í bréf­inu kom fram að hættan á smiti úr dýrum í menn utan minka­bú­anna væri „hverf­and­i“. Sýktu búin hafa verið ein­angr­uð.

Ráð­herr­ann sagði í bréfi sínu að sýkt mann­eskja hefði upp­haf­lega borið smit inn í þrjú minka­bú­anna. Verið er að rann­saka hvernig smit barst í það fjórða. 

Auglýsing

Í frétt Reuters um málið er haft eftir yfir­manni smit­sjúk­dóma­stofn­unar Hollands (RI­VM) að þekkt sé að menn hafi smitað ketti og nokkrar aðrar dýra­teg­undir af COVID-19. En í þessu til­felli er dýr (minkur) að smita menn og það sé næstum ein­stakt.

Upp komst í apríl að minkar sem rækt­aðir voru á búi í nágrenni Eind­hoven hefðu sýkst af nýju kór­ónu­veirunni. Nokkur dýr höfðu veikst og sýnt ýmis­konar ein­kenni, m.a. í önd­un­ar­fær­um. Í kjöl­farið voru tekin sýni. Þá kom í ljós að mink­arnir voru sýktir af veirunni. Í frétt AFP segir að menn­irnir tveir, sem voru starfs­menn á búun­um, hafi smit­ast áður en vitað var að minkar gætu borið veiruna. Því hafi þeir ekki verið í við­eig­andi hlífð­ar­fatn­aði við störf sín. 

Minkabú í Beek en Donk í Hollandi í einangrun vegna kórónuveirusmits í lok apríl. Mynd: EPA

Níu minkabú eru starf­rækt á Íslandi. Ekki hefur verið talin ástæða til að vara sér­stak­lega við umgengni við minka þar sem eng­inn grunur hefur verið um smit í minkum eða öðrum dýrum hér á landi, segir í svari Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort til ein­hverra ráð­staf­ana hafi verið gripið vegna sýk­inga á minka­búum í Hollandi.

Þar sem eng­inn grunur hafi komið upp um Sar­s-CoV-2 smit í minkum eða öðrum dýrum á Íslandi hefur ekki verið talin ástæða til að taka sýni úr dýr­un­um.

Á heima­síðu MAST er að finna spurn­ingar og svör um smit­varnir í umgengni við við dýr. Sömu var­úð­ar­ráð­staf­anir gilda varð­andi minka og önnur dýr. 

Segja búin gróðr­ar­stíu fyrir sjúk­dóma

Í kjöl­far frétta af smit­unum á minka­bú­unum í Hollandi hafa dýra­vernd­un­ar­sam­tök hvatt stjórn­völd í land­inu til að flýta lokun allra minka­búa  eins og þegar er stefnt að en þó ekki fyrr en árið 2024. Dýra­vernd­un­ar­sam­tökin PETA segja að minka­bú, þar sem finna megi veik, hrædd

og særð dýr, séu gróðr­ar­stía fyrir sjúk­dóma og minna á að bæði SARS og nýju kór­ónu­veiruna megi rekja til náinna sam­skipta manna og villtra dýra á mörk­uðum þar sem lif­andi og dauð dýr eru seld.

Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­an­um, skrif­ar í svari á Vís­inda­vefnum við spurn­ingu um upp­runa SARS CoV-2, nýju kór­ónu­veirunnar að um 75 pró­sent af nýlegum smit­sjúk­dómum hafa borist frá dýrum í menn. Þar af eiga 70 pró­sent upp­runa sinn í villtum dýr­um. Allir heims­far­aldrar frá upp­hafi 20. aldar hafa komið frá dýr­um.  Spænska veik­in, svo dæmi sé tek­ið, átti lík­lega upp­runa sinn úr eld­is­fugl­um. Svínaflensan sem geis­aði árið 2009 kom lík­lega einnig úr fuglum en með svín sem lík­legan milli­hýsil.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent