Menn smituðust af minkum

Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.

Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Auglýsing

Minkar smit­uðu tvo menn af nýju kór­ónu­veirunni í Hollandi nýver­ið. Um fyrstu stað­festu smit úr minkum í menn er að ræða í heims­far­aldri COVID-19.

Nýja kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 hefur fund­ist í minkum á fjórum af 155 minka­búum sem starf­rækt eru í Hollandi. Þetta kom fram í bréfi sem land­bún­að­ar­ráð­herra lands­ins, Carola Schou­ten, sendi til þings­ins fyrir viku þar sem greint var frá smit­unum tveim­ur. Í bréf­inu kom fram að hættan á smiti úr dýrum í menn utan minka­bú­anna væri „hverf­and­i“. Sýktu búin hafa verið ein­angr­uð.

Ráð­herr­ann sagði í bréfi sínu að sýkt mann­eskja hefði upp­haf­lega borið smit inn í þrjú minka­bú­anna. Verið er að rann­saka hvernig smit barst í það fjórða. 

Auglýsing

Í frétt Reuters um málið er haft eftir yfir­manni smit­sjúk­dóma­stofn­unar Hollands (RI­VM) að þekkt sé að menn hafi smitað ketti og nokkrar aðrar dýra­teg­undir af COVID-19. En í þessu til­felli er dýr (minkur) að smita menn og það sé næstum ein­stakt.

Upp komst í apríl að minkar sem rækt­aðir voru á búi í nágrenni Eind­hoven hefðu sýkst af nýju kór­ónu­veirunni. Nokkur dýr höfðu veikst og sýnt ýmis­konar ein­kenni, m.a. í önd­un­ar­fær­um. Í kjöl­farið voru tekin sýni. Þá kom í ljós að mink­arnir voru sýktir af veirunni. Í frétt AFP segir að menn­irnir tveir, sem voru starfs­menn á búun­um, hafi smit­ast áður en vitað var að minkar gætu borið veiruna. Því hafi þeir ekki verið í við­eig­andi hlífð­ar­fatn­aði við störf sín. 

Minkabú í Beek en Donk í Hollandi í einangrun vegna kórónuveirusmits í lok apríl. Mynd: EPA

Níu minkabú eru starf­rækt á Íslandi. Ekki hefur verið talin ástæða til að vara sér­stak­lega við umgengni við minka þar sem eng­inn grunur hefur verið um smit í minkum eða öðrum dýrum hér á landi, segir í svari Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort til ein­hverra ráð­staf­ana hafi verið gripið vegna sýk­inga á minka­búum í Hollandi.

Þar sem eng­inn grunur hafi komið upp um Sar­s-CoV-2 smit í minkum eða öðrum dýrum á Íslandi hefur ekki verið talin ástæða til að taka sýni úr dýr­un­um.

Á heima­síðu MAST er að finna spurn­ingar og svör um smit­varnir í umgengni við við dýr. Sömu var­úð­ar­ráð­staf­anir gilda varð­andi minka og önnur dýr. 

Segja búin gróðr­ar­stíu fyrir sjúk­dóma

Í kjöl­far frétta af smit­unum á minka­bú­unum í Hollandi hafa dýra­vernd­un­ar­sam­tök hvatt stjórn­völd í land­inu til að flýta lokun allra minka­búa  eins og þegar er stefnt að en þó ekki fyrr en árið 2024. Dýra­vernd­un­ar­sam­tökin PETA segja að minka­bú, þar sem finna megi veik, hrædd

og særð dýr, séu gróðr­ar­stía fyrir sjúk­dóma og minna á að bæði SARS og nýju kór­ónu­veiruna megi rekja til náinna sam­skipta manna og villtra dýra á mörk­uðum þar sem lif­andi og dauð dýr eru seld.

Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­an­um, skrif­ar í svari á Vís­inda­vefnum við spurn­ingu um upp­runa SARS CoV-2, nýju kór­ónu­veirunnar að um 75 pró­sent af nýlegum smit­sjúk­dómum hafa borist frá dýrum í menn. Þar af eiga 70 pró­sent upp­runa sinn í villtum dýr­um. Allir heims­far­aldrar frá upp­hafi 20. aldar hafa komið frá dýr­um.  Spænska veik­in, svo dæmi sé tek­ið, átti lík­lega upp­runa sinn úr eld­is­fugl­um. Svínaflensan sem geis­aði árið 2009 kom lík­lega einnig úr fuglum en með svín sem lík­legan milli­hýsil.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent