Snögg fjölgun smita í Þýskalandi

Þýskaland og Suður-Kórea eru í hópi landa sem glíma nú við skyndilega fjölgun nýrra smita af COVID-19. Þetta hefur gerst í kjölfar þess að ákveðnum aðgerðum til að hindra útbreiðsluna hefur verið aflétt.

Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Auglýsing

Síð­asta sól­ar­hring­inn greindust 933 ný til­felli COVID-19 í Þýska­landi. Það er stórt stökk frá því sól­ar­hring­inn á undan þegar ný smit voru 357. Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafa 170.508 smit greinst í land­inu.

Svokölluð R-tala veirunn­ar, sem segir til um hversu marga hver sýktur ein­stak­lingur smitar að með­al­tali, hefur verið yfir 1 síð­ustu þrjá daga í Þýska­landi. Það þýðir að hver og einn sem hefur sýkst er að smita fleiri en einn annan að með­al­tali.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur varað við því að ef R-talan fari yfir 1 í ein­hvern tíma myndi heil­brigð­is­kerfið að lokum ekki ráða við álag­ið.

Auglýsing

Sótt­varna­stofnun Þýska­lands, Robert Koch-­stofn­un­in, segir of snemmt að álykta sem svo að –önnur bylgja far­ald­urs­ins sé skollin á í land­inu. Til þess þurfi að líða lengri tími. Hins vegar verði nú og næstu daga, í kjöl­far fjölg­unar til­fella, að rann­saka nákvæm­lega þró­un­ina.

Þýska­land hefur gert ákveðnar til­slak­anir á aðgerðum sínum vegna COVID-19. Merkel sagði í gær að þrátt fyrir það væri mik­il­vægt að fólk héldi áfram per­sónu­legum aðgerðum á borð við að halda fjar­lægð sín á milli og við­hafa ítar­legt hrein­læti.

Nokkur hópsmit hafa orðið í Þýska­landi síð­ustu daga. Þau hafa til dæmis orðið í þremur kjöt­vinnslum þar sem á bil­inu 100-350 til­felli hafa greinst í hverri fyrir sig.

Stað­fest er að yfir 4,1 milljón manna hafa smit­ast af nýju kór­ónu­veirunni um allan heim. Að minnsta kosti 286 þús­und hafa lát­ist vegna COVID-19.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent