Snögg fjölgun smita í Þýskalandi

Þýskaland og Suður-Kórea eru í hópi landa sem glíma nú við skyndilega fjölgun nýrra smita af COVID-19. Þetta hefur gerst í kjölfar þess að ákveðnum aðgerðum til að hindra útbreiðsluna hefur verið aflétt.

Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Auglýsing

Síð­asta sól­ar­hring­inn greindust 933 ný til­felli COVID-19 í Þýska­landi. Það er stórt stökk frá því sól­ar­hring­inn á undan þegar ný smit voru 357. Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafa 170.508 smit greinst í land­inu.

Svokölluð R-tala veirunn­ar, sem segir til um hversu marga hver sýktur ein­stak­lingur smitar að með­al­tali, hefur verið yfir 1 síð­ustu þrjá daga í Þýska­landi. Það þýðir að hver og einn sem hefur sýkst er að smita fleiri en einn annan að með­al­tali.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur varað við því að ef R-talan fari yfir 1 í ein­hvern tíma myndi heil­brigð­is­kerfið að lokum ekki ráða við álag­ið.

Auglýsing

Sótt­varna­stofnun Þýska­lands, Robert Koch-­stofn­un­in, segir of snemmt að álykta sem svo að –önnur bylgja far­ald­urs­ins sé skollin á í land­inu. Til þess þurfi að líða lengri tími. Hins vegar verði nú og næstu daga, í kjöl­far fjölg­unar til­fella, að rann­saka nákvæm­lega þró­un­ina.

Þýska­land hefur gert ákveðnar til­slak­anir á aðgerðum sínum vegna COVID-19. Merkel sagði í gær að þrátt fyrir það væri mik­il­vægt að fólk héldi áfram per­sónu­legum aðgerðum á borð við að halda fjar­lægð sín á milli og við­hafa ítar­legt hrein­læti.

Nokkur hópsmit hafa orðið í Þýska­landi síð­ustu daga. Þau hafa til dæmis orðið í þremur kjöt­vinnslum þar sem á bil­inu 100-350 til­felli hafa greinst í hverri fyrir sig.

Stað­fest er að yfir 4,1 milljón manna hafa smit­ast af nýju kór­ónu­veirunni um allan heim. Að minnsta kosti 286 þús­und hafa lát­ist vegna COVID-19.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent