Umhverfisstofnun nýtir ferðamannaleysið til uppbyggingar

Heildarkostnaður Umhverfisstofnunar vegna innviðauppbyggingar verður yfir 800 milljónir á þessu ári. Nú nýtist tíminn á meðan COVID-19 faraldri stendur til að laga göngustíga, bílastæði og endurnýja salerni á hinum ýmsu stöðum á landinu.

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á göngustíg og útsýnispalli á efra svæði við Gullfoss.
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á göngustíg og útsýnispalli á efra svæði við Gullfoss.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hyggst ráð­ast í inn­viða­upp­bygg­ingu á um 30 stöðum á land­inu á þessu ári. Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Sam­kvæmt svar­inu mun heild­ar­kostn­aður fram­kvæmd­anna vera um 844.345.000 krónur en þessi tala felur ekki í sér fram­kvæmdir á þjóð­garðsmið­stöð á Hell­issandi þar sem þær eru nú í útboðs­ferli.

Fram kom á vef Umhverf­is­stofn­unar þann 8. maí síð­ast­lið­inn að fram­kvæmdir væru hafnar við end­ur­nýjun á göngu­stíg og útsýnis­palli á efra svæði við Gull­foss.

Auglýsing

Verið væri að útbúa hjá­leið frá Gull­foss­kaffi að stiga. Leið að útsýnis­palli á efra svæði yrði lokuð á meðan fram­kvæmdir standa yfir. Við neðra bíla­stæði eru engar fram­kvæmdir í gangi, sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un, og fært er niður að fossi.

„Um­hverf­is­stofnun biður gesti vel­virð­ingar á þeirri röskun sem þessar þessar fram­kvæmdir gætu haft í för með sér en minnir jafn­framt á ábatann sem af hlýst, íslenskri nátt­úru til vernd­ar,“ segir á vefn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent