Stuðningslánin verði 40 milljónir að hámarki í stað 6 milljóna og nái til mun fleiri fyrirtækja

Mun fleiri fyrirtæki munu eiga kost á stuðningslánum með ríkisábyrgð og hámarksfjárhæð lánanna verður hækkuð úr 6 milljónum upp í 40 milljónir, samkvæmt breytingatillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar.

Alþingi
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis leggur til að hámarks­fjár­hæð stuðn­ings­lána, sem lítil fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir drjúgu tekju­falli geta sótt um, verði 40 millj­ónir í stað þeirra 6 millj­óna sem upp­haf­lega var lagt upp með af hálfu stjórn­valda.

Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans um frum­varp­ið, þar sem fjallað er um stuðn­ings­lánin og einnig lok­un­ar­styrk­ina sem fyr­ir­tækjum sem hafa þurft að loka vegna sótt­varna­ráð­staf­ana munu standa til boða.

Sam­kvæmt til­lögum meiri­hluta nefnd­ar­innar verður full rík­is­á­byrgð á stuðn­ings­lánum upp að 10 millj­ónum króna, en 85 pró­senta rík­is­á­byrgð á þeirri fjár­hæð sem fer umfram það mark. 

Auglýsing

Nefnd­ar­meiri­hlut­inn leggur einnig til að stuðn­ings­lánin standi mun fleiri fyr­ir­tækjum til boða en áður var áætl­að, en lagt er til að fyr­ir­tæki með allt að 1.200 millj­óna króna árlega veltu geti sótt um þessi lán, í stað þess að hámarks­veltan verði 500 millj­ón­ir. 

Áætlað umfang ábyrgðar rík­is­sjóðs á stuðn­ings­lán­um, nái breyt­ing­ar­til­lögur meiri­hluta nefnd­ar­innar fram að ganga, er um 40 millj­arðar króna. Áður hafði verið gert ráð fyrir að ábyrgðin næmi um 28 millj­örðum króna.

Bönkum ekki skylt að lána meira en 10 millj­ónir króna

Lána­stofn­unum verður ekki skylt að veita lán sem eru hærri en 10 millj­ónir króna, jafn­vel þó að fyr­ir­tæki upp­fylli skil­yrði fyrir því að fá lán­in. Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að um lán hærri en 10 millj­ónir gildi „um margt önnur sjón­ar­mið“, þar sem lána­stofn­unin beri hluta áhætt­unn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðun benti á í umsögn sinni um frum­varpið að mögu­lega væri verið að fela lána­stofnun að fara með til­tekið opin­bert vald og meiri­hluti nefnd­ar­innar telur að veiga­mikil rök séu fyrir því að ákvarð­anir um veit­ingu lána með fullri rík­is­á­byrgð telj­ist stjórn­valds­á­kvarð­an­ir.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur því til að ákvæði verði sett inn í lögin þess efnis að ákvæð­i ­stjórn­sýslu­laga gildi ekki um stuðn­ings­lánin og sömu­leiðis að bönk­unum verði ekki falið mat á því hvort rekstr­ar­að­ilar eigi rétt á stuðn­ings­láni eða ekki.

„Meiri hlut­inn telur mik­il­vægt að lána­stofn­unum verði kleift að taka ákvörðun um lán­veit­ingar þar sem þær bera hluta áhætt­unnar á eigin for­sendum og án þess að vera bundnar af þeim máls­með­ferð­ar- og efn­is­reglum sem stjórn­sýslu­lög mæla fyrir um,“ segir í áliti nefnd­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent