Stuðningslánin verði 40 milljónir að hámarki í stað 6 milljóna og nái til mun fleiri fyrirtækja

Mun fleiri fyrirtæki munu eiga kost á stuðningslánum með ríkisábyrgð og hámarksfjárhæð lánanna verður hækkuð úr 6 milljónum upp í 40 milljónir, samkvæmt breytingatillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar.

Alþingi
Auglýsing

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis leggur til að hámarks­fjár­hæð stuðn­ings­lána, sem lítil fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir drjúgu tekju­falli geta sótt um, verði 40 millj­ónir í stað þeirra 6 millj­óna sem upp­haf­lega var lagt upp með af hálfu stjórn­valda.

Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans um frum­varp­ið, þar sem fjallað er um stuðn­ings­lánin og einnig lok­un­ar­styrk­ina sem fyr­ir­tækjum sem hafa þurft að loka vegna sótt­varna­ráð­staf­ana munu standa til boða.

Sam­kvæmt til­lögum meiri­hluta nefnd­ar­innar verður full rík­is­á­byrgð á stuðn­ings­lánum upp að 10 millj­ónum króna, en 85 pró­senta rík­is­á­byrgð á þeirri fjár­hæð sem fer umfram það mark. 

Auglýsing

Nefnd­ar­meiri­hlut­inn leggur einnig til að stuðn­ings­lánin standi mun fleiri fyr­ir­tækjum til boða en áður var áætl­að, en lagt er til að fyr­ir­tæki með allt að 1.200 millj­óna króna árlega veltu geti sótt um þessi lán, í stað þess að hámarks­veltan verði 500 millj­ón­ir. 

Áætlað umfang ábyrgðar rík­is­sjóðs á stuðn­ings­lán­um, nái breyt­ing­ar­til­lögur meiri­hluta nefnd­ar­innar fram að ganga, er um 40 millj­arðar króna. Áður hafði verið gert ráð fyrir að ábyrgðin næmi um 28 millj­örðum króna.

Bönkum ekki skylt að lána meira en 10 millj­ónir króna

Lána­stofn­unum verður ekki skylt að veita lán sem eru hærri en 10 millj­ónir króna, jafn­vel þó að fyr­ir­tæki upp­fylli skil­yrði fyrir því að fá lán­in. Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að um lán hærri en 10 millj­ónir gildi „um margt önnur sjón­ar­mið“, þar sem lána­stofn­unin beri hluta áhætt­unn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðun benti á í umsögn sinni um frum­varpið að mögu­lega væri verið að fela lána­stofnun að fara með til­tekið opin­bert vald og meiri­hluti nefnd­ar­innar telur að veiga­mikil rök séu fyrir því að ákvarð­anir um veit­ingu lána með fullri rík­is­á­byrgð telj­ist stjórn­valds­á­kvarð­an­ir.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur því til að ákvæði verði sett inn í lögin þess efnis að ákvæð­i ­stjórn­sýslu­laga gildi ekki um stuðn­ings­lánin og sömu­leiðis að bönk­unum verði ekki falið mat á því hvort rekstr­ar­að­ilar eigi rétt á stuðn­ings­láni eða ekki.

„Meiri hlut­inn telur mik­il­vægt að lána­stofn­unum verði kleift að taka ákvörðun um lán­veit­ingar þar sem þær bera hluta áhætt­unnar á eigin for­sendum og án þess að vera bundnar af þeim máls­með­ferð­ar- og efn­is­reglum sem stjórn­sýslu­lög mæla fyrir um,“ segir í áliti nefnd­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent