Telur að mögulega sé verið að fela einkaaðilum að fara með opinbert vald

Ríkisendurskoðun leggur til að ef banki lánar fyrirtæki stuðningslán með 100 prósent ríkisábyrgð án þess að skilyrði sett af Alþingi sú uppfyllt eigi að fella niður ábyrgðina af láninu. Leiða megi hugann að því hvort lánin standist stjórnarskrá.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Ríkisendurskoðun segir að það fyrirkomulag að fela bönkum svokölluð stuðningslán, sem verða 100 prósent á ábyrgð ríkissjóðs, geri það að verkum að til „umhugsunar er hvort að með þessum hætti sé í reynd verið að fela einkaaðilum að fara með tiltekið opinbert vald, þó með vissum takmörkunum.“ Stofnunin leggur til að ef banki lánar fyrirtæki stuðningslán án þess að skilyrði laga um veitingu slíkra lána séu uppfyllt ætti ríkisábyrgðina á láninu að falla niður.

Þetta kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um frumvarp til fjáraukalaga 2020 sem lagt var fram í síðustu viku til að fjármagna og lögleiða þær aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í svokölluðum aðgerðarpakka 2.0.

Auglýsing
Í þeim pakka voru kynnt til leiks sérstök lán til lítilla fyrirtækja. Til að teljast til slíkra fyrirtækja þarf að vera með tekjur undir 500 milljónum króna á ári. Lánin, sem munu njóta 100 prósent ríkisábyrgðar, standa einungis fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 prósent tekjufalli til boða, sem er sama skilyrði og gildir fyrir hin svokölluðu brúarlán til stærri fyrirtækja sem kynnt voru til leiks fyrir mánuði síðan en hafa enn ekki komið til framkvæmda. Lánin til fyrirtækjanna verður hægt að sækja um með einföldum hætti á Island.is en þau verða sex milljónir krónur á hvert fyrirtæki. Heildarumfang lánanna eiga að geta orðið allt að 28 milljarðar króna í heild, að mati stjórnvalda. 

Velta fyrir sér rétti þeirra sem ekki fá lán

Ríkisendurskoðun segir í umsögn sinni að nær öll skilyrði sem sett eru fyrir því að fá lán með fullri ríkisábyrgð séu hlutlæg, svo sem að tekjusamdráttur nemi ákveðnu hlutfalli af tekjum sama tímabils á árinu 2019, launakostnaður hafi verið að minnsta kosti tíu prósent af rekstrarkostnaði og opinber gjöld séu ekki í vanskilum. Önnur skilyrði séu matskenndari svo sem að ætla megi að rekstraraðili verði  verði rekstrarhæfur þegar bein áhrif heimsfaraldar kórónuveiru og aðgerðir stjórnvalda til að verjast henni eru liðin hjá.

Þetta fyrirkomulag geri í reynd ráð fyrir að lánastofnanir veiti lán að tilteknum skilyrðum uppfylltum og ekki verður annað ráðið en að skylt sé að veita lánin séu skilyrðin uppfyllt og að baki þeim sé 100 prósent ábyrgð ríkissjóðs íslands. „Til umhugsunar er hvort að með þessu hætti sé í reynd verið að fela einkaaðilum að fara með tiltekið opinbert vald, þó með vissum takmörkunum. Hvaða rétt gæti það skapað hjá viðkomandi rekstraraðilum sem ekki kynnu að fá lán? Eiga slíkir aðilar einhvern málsskotsrétt og þá hvert eða verður að líta á ákvæði frumvarpanna sem vísireglur?“

Auglýsing
Ríkisendurskoðun telur brýnt að ekki fari á milli mála að ef banki víkur frá skilyrðum sem Alþingi hafi sett þá verði ábyrgð á „slíku ekki lögð á ríkissjóð ef greiðslufall á endurgreiðslu lána verður og lánveitingin lendir í vanskilum.“ 

Auk þess telur Ríkisendurskoðun eðlilegt að fram komi í lögum að viðmið um tekjur, launa- og rekstrarkostnað og annað slíkt verði sótt í skattskil viðkomandi rekstraraðila.

Standast lánin stjórnarskrá?

Að mati Ríkisendurskoðunar gætu skapast ýmis álitamál við framkvæmd útlánanna og að nær útilokað sé að sjá fyrir þau öll. Um sé ræða afar óvenjulega ráðstöfun sem leiði hugann að því hvort að ákvæði frumvarpsins auk þeirra skilyrða sem sett eru fyrir stuðningslánunum uppfylli 40. grein stjórnarskráarinnar. Í þeirri grein segir að „engan má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.“

Ríkisendurskoðun segir í umsögn sinni að hún gangi út frá að þessa hafi verið gætt við samningu frumvarpanna og þær óvenjulegu aðstæður sem nú séu uppi geri að verkum að ákvæði stjórnarskrárinnar standi ekki í vegi fyrir því að skipa málum með áðurnefndum hætti. „Að lokum skal bent á að full ríkisábyrgð á lánum eins og hér er lagt til getur dregið úr ábyrgðar- og varúðarhegðun sem lánastofnun ber almennt að beita við lánveitingar. Þetta fyrirkomulag veldur því að þau skilyrði sem setja á fyrir lánveitingu þurfa að vera hlutlægari en ella og draga þarf, eins og unnt er úr matskenndum skilyrðum. Að þessu virtu mælir Ríkisendurskoðun með að fjárlaganefnd fjalli um þetta atriði í nefndaráliti og leiði rök að því að ríkisábyrgð eigi að falla niður komi í ljós að skilyrði fyrir lánveitingu hafi ekki verið uppfyllt en lán veitt af lánastofnun allt að einu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent