Telur að mögulega sé verið að fela einkaaðilum að fara með opinbert vald

Ríkisendurskoðun leggur til að ef banki lánar fyrirtæki stuðningslán með 100 prósent ríkisábyrgð án þess að skilyrði sett af Alþingi sú uppfyllt eigi að fella niður ábyrgðina af láninu. Leiða megi hugann að því hvort lánin standist stjórnarskrá.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það fyr­ir­komu­lag að fela bönkum svokölluð stuðn­ings­lán, sem verða 100 pró­sent á ábyrgð rík­is­sjóðs, geri það að verkum að til „um­hugs­unar er hvort að með þessum hætti sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald, þó með vissum tak­mörk­un­um.“ Stofn­unin leggur til að ef banki lánar fyr­ir­tæki stuðn­ings­lán án þess að skil­yrði laga um veit­ingu slíkra lána séu upp­fyllt ætti rík­is­á­byrgð­ina á lán­inu að falla nið­ur.

Þetta kemur fram í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um frum­varp til fjár­auka­laga 2020 sem lagt var fram í síð­ustu viku til að fjár­magna og lög­leiða þær aðgerðir sem stjórn­völd kynntu í svoköll­uðum aðgerð­ar­pakka 2.0.

Auglýsing
Í þeim pakka voru kynnt til leiks sér­stök lán til lít­illa fyr­ir­tækja. Til að telj­ast til slíkra fyr­ir­tækja þarf að vera með tekjur undir 500 millj­ónum króna á ári. Lán­in, sem munu njóta 100 pró­sent rík­is­á­byrgð­ar, standa ein­ungis fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­falli til boða, sem er sama skil­yrði og gildir fyrir hin svoköll­uðu brú­ar­lán til stærri fyr­ir­tækja sem kynnt voru til leiks fyrir mán­uði síðan en hafa enn ekki komið til fram­kvæmda. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­ar­um­fang lán­anna eiga að geta orðið allt að 28 millj­arðar króna í heild, að mati stjórn­valda. 

Velta fyrir sér rétti þeirra sem ekki fá lán

Rík­is­end­ur­skoðun segir í umsögn sinni að nær öll skil­yrði sem sett eru fyrir því að fá lán með fullri rík­is­á­byrgð séu hlut­læg, svo sem að tekju­sam­dráttur nemi ákveðnu hlut­falli af tekjum sama tíma­bils á árinu 2019, launa­kostn­aður hafi verið að minnsta kosti tíu pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði og opin­ber gjöld séu ekki í van­skil­um. Önnur skil­yrði séu mats­kennd­ari svo sem að ætla megi að rekstr­ar­að­ili verði  verði rekstr­ar­hæfur þegar bein áhrif heims­far­aldar kór­ónu­veiru og aðgerðir stjórn­valda til að verj­ast henni eru liðin hjá.

Þetta fyr­ir­komu­lag geri í reynd ráð fyrir að lána­stofn­anir veiti lán að til­teknum skil­yrðum upp­fylltum og ekki verður annað ráðið en að skylt sé að veita lánin séu skil­yrðin upp­fyllt og að baki þeim sé 100 pró­sent ábyrgð rík­is­sjóðs íslands. „Til umhugs­unar er hvort að með þessu hætti sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald, þó með vissum tak­mörk­un­um. Hvaða rétt gæti það skapað hjá við­kom­andi rekstr­ar­að­ilum sem ekki kynnu að fá lán? Eiga slíkir aðilar ein­hvern máls­skots­rétt og þá hvert eða verður að líta á ákvæði frum­varpanna sem vísi­regl­ur?“

Auglýsing
Ríkisendurskoðun telur brýnt að ekki fari á milli mála að ef banki víkur frá skil­yrðum sem Alþingi hafi sett þá verði ábyrgð á „slíku ekki lögð á rík­is­sjóð ef greiðslu­fall á end­ur­greiðslu lána verður og lán­veit­ingin lendir í van­skil­u­m.“ 

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun eðli­legt að fram komi í lögum að við­mið um tekj­ur, launa- og rekstr­ar­kostnað og annað slíkt verði sótt í skatt­skil við­kom­andi rekstr­ar­að­ila.

Stand­ast lánin stjórn­ar­skrá?

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar gætu skap­ast ýmis álita­mál við fram­kvæmd útlán­anna og að nær úti­lokað sé að sjá fyrir þau öll. Um sé ræða afar óvenju­lega ráð­stöfun sem leiði hug­ann að því hvort að ákvæð­i frum­varps­ins auk þeirra skil­yrða sem sett eru fyrir stuðn­ings­lán­unum upp­fylli 40. grein stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar. Í þeirri grein segir að „engan má á leggja né breyta né af taka nema með lög­um. Ekki má heldur taka lán, er skuld­bindi rík­ið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fast­eignum lands­ins né afnota­rétt þeirra nema sam­kvæmt laga­heim­ild.“

­Rík­is­end­ur­skoðun segir í umsögn sinni að hún gangi út frá að þessa hafi verið gætt við samn­ingu frum­varpanna og þær óvenju­legu aðstæður sem nú séu uppi geri að verkum að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar standi ekki í vegi fyrir því að skipa málum með áður­nefndum hætti. „Að lokum skal bent á að full rík­is­á­byrgð á lánum eins og hér er lagt til getur dregið úr ábyrgð­ar- og var­úð­ar­hegðun sem lána­stofnun ber almennt að beita við lán­veit­ing­ar. Þetta fyr­ir­komu­lag veldur því að þau skil­yrði sem setja á fyrir lán­veit­ingu þurfa að vera hlut­læg­ari en ella og draga þarf, eins og unnt er úr mats­kenndum skil­yrð­um. Að þessu virtu mælir Rík­is­end­ur­skoðun með að fjár­laga­nefnd fjalli um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti og leiði rök að því að rík­is­á­byrgð eigi að falla niður komi í ljós að skil­yrði fyrir lán­veit­ingu hafi ekki verið upp­fyllt en lán veitt af lána­stofnun allt að ein­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent