Telur að mögulega sé verið að fela einkaaðilum að fara með opinbert vald

Ríkisendurskoðun leggur til að ef banki lánar fyrirtæki stuðningslán með 100 prósent ríkisábyrgð án þess að skilyrði sett af Alþingi sú uppfyllt eigi að fella niður ábyrgðina af láninu. Leiða megi hugann að því hvort lánin standist stjórnarskrá.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það fyr­ir­komu­lag að fela bönkum svokölluð stuðn­ings­lán, sem verða 100 pró­sent á ábyrgð rík­is­sjóðs, geri það að verkum að til „um­hugs­unar er hvort að með þessum hætti sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald, þó með vissum tak­mörk­un­um.“ Stofn­unin leggur til að ef banki lánar fyr­ir­tæki stuðn­ings­lán án þess að skil­yrði laga um veit­ingu slíkra lána séu upp­fyllt ætti rík­is­á­byrgð­ina á lán­inu að falla nið­ur.

Þetta kemur fram í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um frum­varp til fjár­auka­laga 2020 sem lagt var fram í síð­ustu viku til að fjár­magna og lög­leiða þær aðgerðir sem stjórn­völd kynntu í svoköll­uðum aðgerð­ar­pakka 2.0.

Auglýsing
Í þeim pakka voru kynnt til leiks sér­stök lán til lít­illa fyr­ir­tækja. Til að telj­ast til slíkra fyr­ir­tækja þarf að vera með tekjur undir 500 millj­ónum króna á ári. Lán­in, sem munu njóta 100 pró­sent rík­is­á­byrgð­ar, standa ein­ungis fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­falli til boða, sem er sama skil­yrði og gildir fyrir hin svoköll­uðu brú­ar­lán til stærri fyr­ir­tækja sem kynnt voru til leiks fyrir mán­uði síðan en hafa enn ekki komið til fram­kvæmda. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­ar­um­fang lán­anna eiga að geta orðið allt að 28 millj­arðar króna í heild, að mati stjórn­valda. 

Velta fyrir sér rétti þeirra sem ekki fá lán

Rík­is­end­ur­skoðun segir í umsögn sinni að nær öll skil­yrði sem sett eru fyrir því að fá lán með fullri rík­is­á­byrgð séu hlut­læg, svo sem að tekju­sam­dráttur nemi ákveðnu hlut­falli af tekjum sama tíma­bils á árinu 2019, launa­kostn­aður hafi verið að minnsta kosti tíu pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði og opin­ber gjöld séu ekki í van­skil­um. Önnur skil­yrði séu mats­kennd­ari svo sem að ætla megi að rekstr­ar­að­ili verði  verði rekstr­ar­hæfur þegar bein áhrif heims­far­aldar kór­ónu­veiru og aðgerðir stjórn­valda til að verj­ast henni eru liðin hjá.

Þetta fyr­ir­komu­lag geri í reynd ráð fyrir að lána­stofn­anir veiti lán að til­teknum skil­yrðum upp­fylltum og ekki verður annað ráðið en að skylt sé að veita lánin séu skil­yrðin upp­fyllt og að baki þeim sé 100 pró­sent ábyrgð rík­is­sjóðs íslands. „Til umhugs­unar er hvort að með þessu hætti sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald, þó með vissum tak­mörk­un­um. Hvaða rétt gæti það skapað hjá við­kom­andi rekstr­ar­að­ilum sem ekki kynnu að fá lán? Eiga slíkir aðilar ein­hvern máls­skots­rétt og þá hvert eða verður að líta á ákvæði frum­varpanna sem vísi­regl­ur?“

Auglýsing
Ríkisendurskoðun telur brýnt að ekki fari á milli mála að ef banki víkur frá skil­yrðum sem Alþingi hafi sett þá verði ábyrgð á „slíku ekki lögð á rík­is­sjóð ef greiðslu­fall á end­ur­greiðslu lána verður og lán­veit­ingin lendir í van­skil­u­m.“ 

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun eðli­legt að fram komi í lögum að við­mið um tekj­ur, launa- og rekstr­ar­kostnað og annað slíkt verði sótt í skatt­skil við­kom­andi rekstr­ar­að­ila.

Stand­ast lánin stjórn­ar­skrá?

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar gætu skap­ast ýmis álita­mál við fram­kvæmd útlán­anna og að nær úti­lokað sé að sjá fyrir þau öll. Um sé ræða afar óvenju­lega ráð­stöfun sem leiði hug­ann að því hvort að ákvæð­i frum­varps­ins auk þeirra skil­yrða sem sett eru fyrir stuðn­ings­lán­unum upp­fylli 40. grein stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar. Í þeirri grein segir að „engan má á leggja né breyta né af taka nema með lög­um. Ekki má heldur taka lán, er skuld­bindi rík­ið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fast­eignum lands­ins né afnota­rétt þeirra nema sam­kvæmt laga­heim­ild.“

­Rík­is­end­ur­skoðun segir í umsögn sinni að hún gangi út frá að þessa hafi verið gætt við samn­ingu frum­varpanna og þær óvenju­legu aðstæður sem nú séu uppi geri að verkum að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar standi ekki í vegi fyrir því að skipa málum með áður­nefndum hætti. „Að lokum skal bent á að full rík­is­á­byrgð á lánum eins og hér er lagt til getur dregið úr ábyrgð­ar- og var­úð­ar­hegðun sem lána­stofnun ber almennt að beita við lán­veit­ing­ar. Þetta fyr­ir­komu­lag veldur því að þau skil­yrði sem setja á fyrir lán­veit­ingu þurfa að vera hlut­læg­ari en ella og draga þarf, eins og unnt er úr mats­kenndum skil­yrð­um. Að þessu virtu mælir Rík­is­end­ur­skoðun með að fjár­laga­nefnd fjalli um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti og leiði rök að því að rík­is­á­byrgð eigi að falla niður komi í ljós að skil­yrði fyrir lán­veit­ingu hafi ekki verið upp­fyllt en lán veitt af lána­stofnun allt að ein­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent