„Fólk og fyrirtæki geta hugsað á skapandi hátt“

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að hægt sé að læra af þessum skrítnu tímum sem nú eru og að fólk geti unnið meira heima á sumum vinnustöðum. Hægt sé að hugsa á skapandi hátt og skipuleggja starfið til þess að gera það mögulegt.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Miklar breyt­ingar hafa orðið á högum manns­ins um heim allan eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn braust út. Sam­komu­bann hefur orðið til þess að fólk hefur þurft að finna leiðir til að sinna vinnu að heiman og má sjá að dregið hefur út losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í kjöl­far­ið.

Guð­mundur Ingi Guð­bands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ef fyr­ir­tæki eða stofn­anir séu í þeirri stöðu að starfs­menn þeirra þurfi ekki að mæta alla daga á vinnu­stað­inn þá skuli nýta það tæki­færi. 

„Eitt af því sem við þurfum að gera er að draga úr umferð. Það er alveg ljóst. Ég held að við getum lært eftir þennan tíma að fólk getur unnið heima einn dag í viku, jafn­vel tvo daga í viku, á sumum vinnu­stöð­um. Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt hvernig hægt sé að skipu­leggja starfið til þess að þetta sé mögu­legt. Og þannig myndi draga var­an­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göng­um,“ segir hann. 

Auglýsing

Hvatar í „græna átt“ þurfa að vera til staðar

Þetta eigi jafn­framt við um ferðir erlendis sem muni enn meira um. „Þannig að bæði það sem snýr að skipu­lagi hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum og lífi okkar ein­stak­ling­anna þá held ég að þetta hafi sýnt okkur það að við getum svo sann­ar­lega stigið ein­föld skref sem skipta miklu máli. Þetta er nátt­úru­lega það sem snýr að dag­legu lífi. Svo þurfa líka að eiga sér stað kerf­is­breyt­ingar þar sem hið opin­bera ýtir við nýsköp­un, beitir hvötum og styrkjum og fyr­ir­tæki og atvinnu­líf fjár­festa í lofts­lagsvænum lausnum og þró­un, sem færir okkur nær umhverf­is­vænni heim­i.“

Hann segir að það verði áskorun fyrir fyr­ir­tæki hvað varðar fjár­fest­ingar út af þeirri efna­hagslægð sem er gengin í garð en þá sé mik­il­vægt að hvatar séu til staðar til þess að fjár­fest­ingin fari í grænni átt. „Við höfum nátt­úru­lega verið að setja inn ákveðna hvata hvað varðar til dæmis orku­skipti og mun meira fjár­magn í nýsköpun sem munu nýt­ast núna í fram­hald­inu. Við þurfum að skoða hvata líka fyrir fleiri geira.“

Hægt er að lesa ítar­legt við­tal við Guð­mund Inga hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent