„Fólk og fyrirtæki geta hugsað á skapandi hátt“

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að hægt sé að læra af þessum skrítnu tímum sem nú eru og að fólk geti unnið meira heima á sumum vinnustöðum. Hægt sé að hugsa á skapandi hátt og skipuleggja starfið til þess að gera það mögulegt.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Miklar breyt­ingar hafa orðið á högum manns­ins um heim allan eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn braust út. Sam­komu­bann hefur orðið til þess að fólk hefur þurft að finna leiðir til að sinna vinnu að heiman og má sjá að dregið hefur út losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í kjöl­far­ið.

Guð­mundur Ingi Guð­bands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ef fyr­ir­tæki eða stofn­anir séu í þeirri stöðu að starfs­menn þeirra þurfi ekki að mæta alla daga á vinnu­stað­inn þá skuli nýta það tæki­færi. 

„Eitt af því sem við þurfum að gera er að draga úr umferð. Það er alveg ljóst. Ég held að við getum lært eftir þennan tíma að fólk getur unnið heima einn dag í viku, jafn­vel tvo daga í viku, á sumum vinnu­stöð­um. Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt hvernig hægt sé að skipu­leggja starfið til þess að þetta sé mögu­legt. Og þannig myndi draga var­an­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göng­um,“ segir hann. 

Auglýsing

Hvatar í „græna átt“ þurfa að vera til staðar

Þetta eigi jafn­framt við um ferðir erlendis sem muni enn meira um. „Þannig að bæði það sem snýr að skipu­lagi hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum og lífi okkar ein­stak­ling­anna þá held ég að þetta hafi sýnt okkur það að við getum svo sann­ar­lega stigið ein­föld skref sem skipta miklu máli. Þetta er nátt­úru­lega það sem snýr að dag­legu lífi. Svo þurfa líka að eiga sér stað kerf­is­breyt­ingar þar sem hið opin­bera ýtir við nýsköp­un, beitir hvötum og styrkjum og fyr­ir­tæki og atvinnu­líf fjár­festa í lofts­lagsvænum lausnum og þró­un, sem færir okkur nær umhverf­is­vænni heim­i.“

Hann segir að það verði áskorun fyrir fyr­ir­tæki hvað varðar fjár­fest­ingar út af þeirri efna­hagslægð sem er gengin í garð en þá sé mik­il­vægt að hvatar séu til staðar til þess að fjár­fest­ingin fari í grænni átt. „Við höfum nátt­úru­lega verið að setja inn ákveðna hvata hvað varðar til dæmis orku­skipti og mun meira fjár­magn í nýsköpun sem munu nýt­ast núna í fram­hald­inu. Við þurfum að skoða hvata líka fyrir fleiri geira.“

Hægt er að lesa ítar­legt við­tal við Guð­mund Inga hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent