Bára Huld Beck

Tækifæri í svartri stöðu ferðaþjónustunnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að þrátt fyrir að staðan sé svört í ferðaþjónustunni þá skapist nú á tímum COVID-19 ákveðin tækifæri. Ferðaþjónustan hafi fyrst og fremst byggt á náttúru Íslands – og það að vera með stefnu sem gengur út á það að vernda þessa náttúru til framtíðar sé til þess fallið að styðja við endurreisn ferðaþjónustunnar.

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefur dreg­ist gíf­ur­lega saman á þessu ári vegna COVID-19 far­ald­urs­ins þar sem útgöngu­bann er víða í heim­in­um. En hvernig er hægt að halda þessum sam­drætti áfram og munu stjórn­völd breyta ein­hverju í aðgerðum sínum í umhverf­is- og lofts­lags­málum vegna þess ástands sem nú er uppi? Kjarn­inn náði tali af Guð­mundi Inga Guð­brands­syni, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, til þess að fá svör til þessum spurn­ing­um. 

Ráð­herra segir að Íslend­ingar sjái sam­drátt­inn í umferð­ar­tölum á helstu götum og umferð­ar­æð­unum í Reykja­vík og úti á landi. Það sama megi aug­ljós­lega sjá með fækkun flug­ferða. Þá bendir hann á að fréttir frá útlöndum segi sömu sögu. Alls staðar dragi úr losun góð­ur­húsa­loft­teg­unda og í stórum borgum víðs­vegar um heim­inn sé fólk farið að sjá út fyrir meng­un­ar­skýið í bil­i. 

Varð­andi ástæður los­un­ar­innar segir Guð­mundur Ingi að auð­vitað hefði hann óskað þess að þessi sam­dráttur ætti sér stað út af aðgerðum þjóða í lofts­lags­málum en ekki COVID-19 far­aldr­inum sem veldur gríð­ar­legu álagi á heil­brigð­is­kerfi og á líf fólks. „Við þurfum að horfa til þess með hvaða móti við getum náð árangri í lofts­lags­málum án þess að það þurfi að koma til því­líkra ham­fara í efna­hags­líf­inu eins og hér er um að ræða. Verk­efnið er að ná að kom­ast þang­að.“

Auglýsing

Um skamm­tíma­á­hrif að ræða

Guð­mundur Ingi segir að um skamm­tíma­á­hrif sé að ræða varð­andi los­un­ina vegna COVID-19. „Þá getur maður hugsað og velt fyrir sér hvernig hægt sé að horfa til lengri tíma. Þegar við förum í þá efna­hags­legu upp­bygg­ingu sem þarf að eiga sér stað alls staðar í heim­inum er mik­il­vægt að gleyma ekki lofts­lags­gler­aug­un­um. Það er stóra verk­efnið til þess að lofts­lagskrísan, sem við höfum verið að sjá raun­ger­ast meðal ann­ars í stökum atburðum eins og flóðum eða þurrk­um, versni ekki en við verðum að reyna að fækka og draga úr slíkum atburðum í fram­tíð­inn­i,“ segir ráð­herr­ann.

Hann telur enn fremur að hægt sé að læra af þeim sam­taka­mætti sem sjá megi í far­aldr­in­um. Hægt sé að takast á við sam­fé­lags­legar áskor­anir ef fólk stendur sam­an. Það séu mjög mik­il­væg skila­boð inn í þessa umræðu.

„Svo þurfum við í raun­inni að hafa lofts­lags­gler­augun á nef­inu – sem og allar þjóðir heims – á meðan við kröflum okkur fram úr þeirri efna­hagslægð sem núna er. Þá skiptir máli, eins og við erum að horfa á hérna heima, að setja aukið fjár­magn í orku­skipti, kolefn­is­bind­ingu og nýsköp­un. Og þá almennt inn í nýsköpun sem nýt­ist í tækni­lausnum og fyr­ir­tækjum sem eru að fara í umhverf­is­væna átt. Við leggjum áherslu á aukna mat­væla­fram­leiðslu, til dæmis í garð­yrkju, sem er eitt­hvað sem skiptir máli. Svona mætti áfram telja.“

Hann segir að aðgerðir stjórn­valda til að örva efna­hags­lífið færi okkur í þá átt að draga úr losun og að geta bundið meira kolefni úr and­rúms­loft­inu.

Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt

Venjur fólks hafa breyst í sam­komu­banni – en margir vinna nú heima og nýta fjar­funda­búnað við störf sín. Guð­mundur Ingi segir að ef fyr­ir­tæki eða stofn­anir séu í þeirri stöðu að starfs­menn þeirra þurfi ekki að mæta alla daga á vinnu­stað­inn þá skuli nýta það tæki­færi. „Eitt af því sem við þurfum að gera er að draga úr umferð. Það er alveg ljóst. Ég held að við getum lært eftir þennan tíma að fólk getur unnið heima einn dag í viku, jafn­vel tvo daga í viku, á sumum vinnu­stöð­um. Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt hvernig hægt sé að skipu­leggja starfið til þess að þetta sé mögu­legt. Og þannig myndi draga var­an­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göng­um.“

Þetta eigi jafn­framt við um ferðir erlendis sem muni enn meira um. „Þannig að bæði það sem snýr að skipu­lagi hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum og lífi okkar ein­stak­ling­anna þá held ég að þetta hafi sýnt okkur það að við getum svo sann­ar­lega stigið ein­föld skref sem skipta miklu máli. Þetta er nátt­úru­lega það sem snýr að dag­legu lífi. Svo þurfa líka að eiga sér stað kerf­is­breyt­ingar þar sem hið opin­bera ýtir við nýsköp­un, beitir hvötum og styrkjum og fyr­ir­tæki og atvinnu­líf fjár­festa í lofts­lagsvænum lausnum og þró­un, sem færir okkur nær umhverf­is­vænni heim­i.“

Auglýsing

Hann segir að það verði áskorun fyrir fyr­ir­tæki hvað varðar fjár­fest­ingar út af þeirri efna­hagslægð sem er gengin í garð en þá sé mik­il­vægt að hvatar séu til staðar til þess að fjár­fest­ingin fari í grænni átt. „Við höfum nátt­úru­lega verið að setja inn ákveðna hvata hvað varðar til dæmis orku­skipti og mun meira fjár­magn í nýsköpun sem munu nýt­ast núna í fram­hald­inu. Við þurfum að skoða hvata líka fyrir fleiri geira.“

Segir að með aðgerða­pakk­anum sé ákveðnum umhverf­is­málum flýtt

Guð­mundur Ingi segir að í fyrsta aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem sam­þykktur var á Alþingi í lok mars síð­ast­lið­ins, hafi verið aukið fjár­magn til orku­skipta sem meðal ann­ars nýt­ist varð­andi vega­sam­göngur og hafn­ar­starf­semi. „Við vinnum nú að því að koma því fjár­magni í gagnið og útfæra með hvaða móti við gerum það,“ segir hann og bætir því við að í því sam­hengi horfi þau til að mynda til hafna, bíla­leigu­bíla og þunga­flutn­inga­bíla með lofts­lagsvænu gler­aug­un­um.

Þá segir ráð­herr­ann að auknu fjár­magni verði varið til kolefn­is­bind­ing­ar; end­ur­heimtar vot­lend­is, gróð­ur­setn­ingar á birkitrjám og til nýsköp­unar innan þessa geira. Hann spyr jafn­framt með hvaða hætti hægt sé til dæmis að nota moltu, sem verður til úr líf­rænum úrgangi í land­græðslu og skóg­rækt og einnig í land­bún­aði. Þannig sé hægt að draga úr því hvað fólk noti af auð­lindum og nýta þær á skil­virk­ari hátt.

Þannig telur Guð­mundur Ingi að með aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sé ákveðnum umhverf­is­málum flýtt og von­ast hann til að hægt verði að sjá losun fara hraðar niður á næstu árum.

Ráðherra segir að með aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sé ákveðnum umhverfismálum flýtt og vonast hann til að hægt verði að sjá losun fara hraðar niður á næstu árum.
Bára Huld Beck

Flýta upp­bygg­ingu inn­viða á vin­sælum ferða­manna­stöðum

Þá vill ráð­herr­ann nefna þau tæki­færi sem nú skap­ast þrátt fyrir að staðan sé svört í ferða­þjón­ust­unni. „Við verðum að horfa til þess að það sem ferða­þjón­ustan hefur fyrst og fremst byggt á er nátt­úra Íslands. Og það að vera með stefnu sem gengur út á það að vernda þessa nátt­úru okkar til fram­tíðar er til þess fallið að styðja við end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unn­ar,“ segir hann.

„Við höfum verið að setja mikið fjár­magn í að byggja inn­viði á vin­sæl­ustu ferða­manna­stöð­unum og því erum við að halda áfram. Við erum að flýta slíkum verk­efnum með fjár­fest­ing­ar­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir hann og nefnir sem dæmi Jök­ulsár­lón, Dyr­hólaey og Þing­velli. Á sama tíma þurfum við að hugsa hvernig hægt sé að byggja upp ferða­þjón­ust­una eftir þetta áfall sem nú ríður yfir. Hvernig hægt sé að byggja upp ferða­þjón­ustu þar sem áhrifin á nátt­úr­una og umhverfið séu sem allra minnst.

„Þá getum við horft til þess á næstu árum að gera bíla­flota ferða­þjón­ust­unnar umhverf­is­vænni, hvort sem um er að ræða met­an­bíla, vetn­is­bíla eða raf­bíla. Á sama tíma pössum við upp á að álagið af ferða­þjón­ust­unni sé ekki of mikið á nátt­úr­una okk­ar,“ segir hann.

Stærsta áskorun fram­tíðar verður flugið

Enn fremur minn­ist Guð­mundur Ingi á hálend­is­þjóð­garð en ráð­herra telur slíkan þjóð­garð vera gott tæki­færi fyrir land­kynn­ingu á Íslandi þrátt fyrir að ekki allir fari upp á hálendi. „Það að vera með stærsta þjóð­garð í Evr­ópu er aðdrátt­ar­afl í sjálfu sér og mikil tæki­færi fel­ast í slíkri mark­aðs­setn­ing­u.“

Stærsta áskorun fram­tíðar verður þó flug­ið, að mati ráð­herra. „Vegna þess að flestir sem koma til eyj­unnar okkar fögru koma með flugi. Þá er ofboðs­lega mik­il­vægt að það verði ekki dráttur á því að þjóðir heims setji fjár­magn í að þróa umhverf­is­vænni leiðir til þess að koma okkur á milli staða, líka þegar um flug er að ræða. Það verður alltaf stór þáttur þegar kemur að Íslandi upp á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þangað til umhverf­is­vænni tækni­lausnir verða inn­leidd­ar,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal