Spyr hvernig hægt sé að komast hjá því að allt fari í „blússandi losun“ á ný

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er nánast sú sama milli áranna 2017 og 2018. Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir það ekki koma á óvart en veltir fyrir sér framtíðinni í ljósi COVID-19 faraldursins.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda var svo gott sem óbreytt milli áranna 2017 og 2018 en hún minnk­aði um 0,1 pró­sent. Nið­ur­stöður þess efnis voru birtar í vik­unni.

Elva Rakel Jóns­dótt­ir, sviðs­stjóri hjá Umhverf­is­stofn­un, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessar nið­ur­stöður komi ekki á óvart. „Þetta er í takt við það sem við höfum verið að sjá í los­un­ar­töl­unum und­an­far­ið, þ.e. að þær hafi verið að breyt­ast mjög lít­ið. Heild­ar­losun er eig­in­lega búin að vera óbreytt á Íslandi und­an­farin 10 ár – eða til árs­ins 2018.“

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef stofn­un­ar­innar var hámarki á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda náð árið 2007. Eftir hrun hafi gætt tölu­verðs sam­dráttar en síðan 2011 hafi losun verið til­tölu­lega stöðug.

Mynd: Umhverfisstofnun

Elva Rakel segir að spenn­andi verði að sjá hvort aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum sem tók gildi árið 2018 beri strax mæl­an­legan árangur í bók­haldi næsta árs eða hvort þörf verði á að bíða leng­ur.

Árið 2020 verður stór­merki­legt

Varð­andi árið í ár þá segir Elva Rakel að bók­haldið sem kemur árið 2022 fyrir þetta ár verði stór­merki­legt. „Vegna þess að núna er mikið minni losun í gangi í sam­fé­lag­inu. Miklu minni akst­ur, miklu minna flug og sam­dráttur er á ýmsum svið­um. Það er því við­búið að við munum sjá mik­inn sam­drátt í losun fyrir árið 2020,“ segir hún.

Elva Rakel jónsdóttir Mynd: AðsendHún bendir á að vegna þess að aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar hafi ekki tekið gildi fyrr en árið 2018 þá end­ur­spegli þessar nið­ur­stöður stöð­una eins og hún var áður en gripið var til þeirra aðgerða sem eru í gangi núna. „Ég myndi segja að það hafi allir vænt­ingar um og búist við því að sam­dráttur verði á losun í kjöl­far þess að aðgerð­irnar komi til fram­kvæmda. En það er erfitt að segja til um nákvæm­lega hversu hröð hún verður þrátt fyrir að til séu ákveðnar spár um það. Menn ættu ekki að reikna með að los­unin detti nið­ur, heldur er þetta kúrfa sem við erum að reyna að mynda. Við erum að búa til brekk­una niður á við en hún er ekki enn haf­in.“

Elva Rakel segir að stóra verk­efnið – jafn­vel fyrir öll sam­fé­lög heims­ins – sé að spyrja sig að því hvernig hægt sé að halda þessum sam­drætti áfram í losun sem nú má sjá vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. „Hvernig komumst við hjá því að allt fari í blússandi losun á ný með til­heyr­andi afleið­ing­um?“ spyr hún. Það sé verð­ugt verk­efni.

Stjórn­völd gætu reynt að flýta aðgerðum sínum

En hvernig er hægt að halda þessum sam­drætti áfram eftir að far­aldr­inum lýk­ur? Elva Rakel segir að henni finn­ist það senni­legt að ríki heims­ins muni leggja meiri áherslu á að tíma­lína þeirra verk­efna, sem þau ætl­uðu sér hvort sem er að fara í, byrji fyrr vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komn­ar. „Ríkin eru búin að gera aðgerða­á­ætl­anir sem eiga að ná til áranna 2030 eða 2040. Rík­is­stjórnir heims­ins gætu reynt að flýta að ein­hverju leyti tíma­lín­unni á aðgerðum sín­um, þannig að mögu­lega nái þær að grípa tæki­færið sem gefst nún­a.“ Það væri ósk­andi.

Hún bendir á að auð­vitað stang­ist ákveðnir hags­munir þarna á, fólk þarf að hafa vinnu og hjól atvinnu­lífs­ins að snú­ast. „Það hljóta þó að verða breyt­ingar á ferða­mynstri – sér­stak­lega í tengslum við atvinnu fólks. Ég held að það hljóti að vera að fólk þurfi að fara að rök­styðja gjörðir sínar þegar það þarf að fara í ferð vegna vinn­u.“ Þá sé rétt að spyrja hvort ekki nægi að hafa fjar­fund.

„Nú sjáum við það að fólk getur tekið allt í fjar­fundi. Það eru afskap­lega fá til­efni sem kalla á ferð­ir. Þannig að við þurfum að fara að sjá áherslu­breyt­ingar þar,“ segir hún.

Má ekki gleyma vega­sam­göng­unum

Í þessum nýju nið­ur­stöðum kemur enn fremur fram að helstu upp­sprettur sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­valda séu vega­sam­göng­ur, olíu­notkun á fiski­skip­um, nytja­jarð­veg­ur, losun frá kæli­m­iðlum og losun frá urð­un­ar­stöð­um.

Mynd: Umhverfisstofnun

Elva Rakel minn­ist sér­stak­lega á hlut­fall los­unar frá akstri hér á landi en það er mjög hátt. „Þrátt fyrir að við Íslend­ingar fljúgum mikið þá má ekki gleyma vega­sam­göng­um. Og það er eitt­hvað sem stjórn­völd geta haft áhrif á; þau geta flýtt fyrir orku­skiptum í sam­göngum tölu­vert mikið með inn­viða­upp­bygg­ingu, íviln­unum og ýmsum öðrum aðgerð­u­m,“ segir hún að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent