Icelandair ætlar í hlutafjárútboð til að bjarga sér til framtíðar

Icelandair flýgur nú tíu prósent af flugáætlun sinni og ætlar að sækja nýtt hlutafé til hluthafa sinna í nánustu framtíð.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair Group hefur til­kynnt um að félagið ætli að ráð­ast í hluta­fjár­út­boð á næst­unni og sækja með því aukið rekstr­arfé til hluta­hafa sinna. 

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group er ­banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, sem keypti sig inn í félagið í apríl í fyrra í hluta­fjár­aukn­ingu sem þá var fram­kvæmd. Sjóð­ur­inn greiddi þá á 5,6 millj­arða króna fyrir 11,5 pró­sent hlut en á nú 13,7 pró­sent. Næst stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 11,8 pró­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­sent) og Birta (7,1 pró­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mögu­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­fest­inga­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­inu. Þessir líf­eyr­is­sjóðir munu þurfa að leggja fram aukið hlutafé eða verða þynntir út í boð­uðu hluta­fjár­út­boði.

Í til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér til Kaup­hallar í morgun segir að flug­á­ætlun þess sé nú tíu pró­sent af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. „For­sendan fyrir hluta­fjár­út­boði hjá félag­inu er að tryggja sam­keppn­is­hæfni félags­ins til lengri tíma lit­ið. Fyr­ir­hugað útboð er því háð því að við­ræður við stétta­fé­lög skili árangri sem og að sam­þykki hlut­hafa­fundar liggi fyr­ir. Við­ræður standa einnig yfir við aðra hag­að­ila, svo sem fjár­mögn­un­ar­að­ila, flug­véla­leigu­sala og birgja til að styrkja lang­tíma sam­keppn­is­hæfni félags­ins enn frek­ar. Þá hefur félagið jafn­framt verið í góðu sam­bandi við stjórn­völd í þessu ferli.“

Auglýsing

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að verk­efnið sem félagið standi frammi fyrir sé tví­þætt: „Að koma félag­inu í gegnum það ástand sem nú ríkir í heim­inum og á sama tíma tryggja að við séum í sterkri stöðu og getum sótt fram af krafti þegar eft­ir­spurn eftir flugi og ferða­lögum fer að glæð­ast á ný. Til að geta nýtt þau fram­tíð­ar­tæki­færi sem munu gef­ast og tryggja aðkomu fjár­mögn­un­ar­að­ila að Icelandair Group til fram­tíð­ar, er nauð­syn­legt að félagið sé sam­keppn­is­hæft á alþjóða­mark­aði til lengri tíma. Ég hef fulla trú á fram­tíð Íslands sem ferða­manna­lands, að landið verði áfram eft­ir­sóttur áfanga­staður og jafn­framt mik­il­væg tengi­m­ið­stöð alþjóða­flugs milli Evr­ópu og Norður Amer­íku. Icelandair Group mun leggja sitt á vog­ar­skál­arnar að svo verði áfram þegar mark­aðir opn­ast á ný og þannig styðja við end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unnar og um leið íslenska hag­kerf­is­ins.“

Hluta­bréf í frjálsu falli og gengur hratt á laust fé

Hluta­bréf í Icelandair hafa verið í frjálsu falli það sem af er ári og sem stendur er þorri flug­flota félags­ins ekki í notk­un. Alls hafa bréfin tapað 61 pró­sent af verð­gildi sínu á síð­ustu þremur mán­uð­um. Mark­aðsvirði félags­ins er nú um 18,5 millj­arðar króna og hefur ekki verið lægra frá því í byrjun árs 2011. Í byrjun mars fór það  undir 30 millj­arða í fyrsta sinn síðan í mars 2012. Hæst reis það í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­arð króna. ­Síðan þá hefur mark­aðsvirði íslenska flug­fé­lags­ins lækkað um 173 millj­arða króna. 

Fyr­ir­tækið sagði upp 240 manns fyrir skemmstu og 92 pró­sent eft­ir­stand­andi starfs­manna þess voru fluttir í hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda, þar sem allt að 75 pró­sent af greiddum launum koma úr rík­is­sjóði.

Í síð­ustu viku var greint frá því að stjórn­endur Icelandair væru nú að leita leiða til að ­styrkja fjár­­hag félags­­ins með því að styrkja hann til lengri tíma. Félagið réð Kviku banka, Íslands­­­banka og Lands­­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mög­u­­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá var greint frá því að stjórn­­endur Icelandair myndu vinna náið með íslenskum stjórn­­völdum í því ferli. Boðuð hluta­fjár­aukn­ing er meðal ann­ars afleið­ing af þeirri vinn­u. 

Í til­kynn­ingu sem send var út vegna þessa í síð­ustu viku sagði að lausa­fjár­staða Icelanda­ir, að með­­­töldum óádregnum lána­lín­um, væri þó enn vel yfir því við­miði sem félagið starfar eftir en stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 29 millj­­arða króna á núver­andi gengi, eða 200 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, á hverjum tíma. „Eins og til­­kynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausa­­fjár­­­stöðu sína á und­an­­förnum vik­­um. Hins veg­­ar, ef miðað er við lág­­marks­­tekju­flæði hjá félag­inu í apríl og maí, er ljóst að lausa­­fjár­­­staða félags­­ins muni skerð­­ast og fara undir ofan­­greint við­mið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent