Segja Steingrím hafa reynt að misnota neyðarástand og ljúga í fjölmiðlum

Þingmenn Pírata segja Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, misnota neyðarástandið sem nú einkennir þingstörfin til þess að láta mál ríkisstjórnarinnar renna mjúklega í gegn. Þau ásaka hann um óheilindi og segja hann ljúga upp á stjórnarandstöðuna.

sunnasjshhg.jpg
Auglýsing

Tveir þing­menn Pírata segja að Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sé að ljúga upp á stjórn­ar­and­stöð­una í fjöl­miðlum og vísa þar í við­tal við hann á mbl.­is. Þar sagði Stein­grímur meðal ann­ars að stjórn­ar­and­staðan hefði not­fært sér aðstæður á Alþingi í morgun „til þess að geta farið í mik­inn slag og það er að mínu mati mjög veik máls­á­stæða – afar veik máls­á­stæða.“ 

Jón Þór Ólafs­­son, þing­­maður Pírata, gagn­rýndi Stein­grím harð­lega í pontu á Alþingi í upp­­hafi þing­fundar í dag fyrir að halda dag­­skrá þings­ins áfram þrátt fyrir sam­komu­­bann. Stjórn­ar­and­staðan benti á að á dag­skrá væru umdeild mál rík­is­stjórn­ar­innar sem þyrftu umræðu og vildu þing­menn innan hennar meina að Stein­grímur væri að mis­­nota aðstæður til að koma málum rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í gegn. Það mál á dag­skránni sem vakti mesta reiði var frum­varp Sig­­urðar Inga Jó­hanns­­son­­ar, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, um vega­fram­­kvæmd­­ir.

Stein­grímur sleit í kjöl­farið þing­fund­inum án þess að óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir til ráð­herra færu fram og að fyr­ir­liggj­andi mál sem voru á dag­skrá yrðu tekin fyr­ir.

Auglýsing
Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, deilir við­tali mbl.is við Stein­grím á Face­book og skrif­ar:„Ósvífnin i sögu­skýr­ingum for­seta hefur náð nýjum hæð­um. Hann veit mæta­vel hvað gerð­ist. Hann reyndi að mis­nota neyð­ar­á­standið sem núna ein­kennir þing­störfin til þess að láta mál rík­is­stjórn­ar­innar renna mjúk­lega í gegn og inn í nefnd, vit­andi mæta­vel að þing­menn ættu erf­ið­ara með, og sé jafn­vel ómögu­legt, að sinna sínu aðhalds­hlut­verki - nema auð­vitað með því að fjöl­menna niðri á þingi, gegn öllum góðum ráðum og almennri skyn­semi. Það sem svíður hins­vegar ennþá meira er botn­laus óheið­ar­leik­inn í sögu­skýr­ingum for­seta í fjöl­miðl­um. Það er ekk­ert minna en lygi að stjórn­ar­and­staðan beri nokkra ein­ustu ábyrgð á því að ekki hafi verið haldnar óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir eða umræða um störf þings­ins.“

Ósvífnin i sögu­skýr­ingum for­seta hefur náð nýjum hæð­um. Hann veit mæta­vel hvað gerð­ist. Hann reyndi að mis­nota...

Posted by Helgi Hrafn Gunn­ars­son on Thurs­day, April 16, 2020

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, sam­flokks­kona Helga, tók í sama streng í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar sagð­ist hún hafa „upp­lifað ýmsa óheið­ar­lega og ömur­lega taktík af hálfu þing­for­seta í gegnum tíð­ina.[...]En að hann skuli dirfast að ljúga við­stöðu­laust upp á stjórn­ar­and­stöð­una í fjöl­miðl­um, áður en hann lætur svo lítið en að svara beiðni þeirra um fund eftir dramakast dags­ins í dag, finnst mér virki­lega ömur­legt. Þessi fram­koma er svo yfir­gengi­lega óheið­ar­leg af hálfu for­seta að hann hefur slegið nýtt met.“

Nú hef ég upp­lifað ýmsa óheið­ar­lega og ömur­lega taktík af hálfu þing­for­seta í gegnum tíð­ina. Þetta er mað­ur­inn sem...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Thurs­day, April 16, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent