Þorgerður Katrín: Forseti sjálfur farinn að veikja þingið

Formaður Viðreisnar gagnrýnir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að slíta þingfundi fyrirvaralaust í morgun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, telur að með því að slíta þing­fundi fyr­ir­vara­laust – eins og þing­for­seti gerði í morgun – sé hann sjálfur far­inn að veikja þing­ið. Frá þessu greinir hún á Face­book í dag. 

­Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sleit fundi í morgun eftir að Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, gagn­rýndi hann fyrir að setja umdeild mál á dag­skrá þings­ins þegar sam­komu­bann væri við lýði.

„Við sem þjóð stöndum öll frammi fyrir alvar­legum vanda. Við í Við­reisn styðjum stjórn­ina til allra góðra verka, höfum gert það og munum gera það áfram. Nú þarf að standa sam­an. En með því að slíta þing­fundi fyr­ir­vara­laust eins og for­seti gerði rétt í þessu er for­seti sjálfur far­inn að veikja þing­ið. Leyfir því ekki að starfa,“ skrifar Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir þetta vera alvar­legt og mikið áhyggju­efni. „Lýð­ræðið er kjarni okkar sam­fé­lags og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta það virka. Ekki síst í aðstæðum sem þess­um. Þar skiptir miklu að við sýnum Alþingi, elstu lög­gjaf­ar­sam­komu í heimi, þá virð­ingu að það geti haldið áfram störf­um. Innan þeirra marka sem ríkt hefur sam­komu­lag um. Að við þing­menn getum ræktað okkar lýð­ræð­is­lega hlut­verk sem við vorum kosin til að sinna. Stutt góð mál, komið með úrbætur og spurt mik­il­vægra spurn­inga. Við það á eng­inn að vera hrædd­ur.“

Við sem þjóð stöndum öll frammi fyrir alvar­legum vanda. Við í Við­reisn styðjum stjórn­ina til allra góðra verka, höf­um...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Thurs­day, April 16, 2020

„For­seti slekkur á þing­inu“

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, gagn­rýndi Stein­grím harð­lega í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun en hún sagði að for­seti hefði slökkt á þing­inu.

„Und­an­farnar vikur hafa þing­menn verið hvattir til þess að vera sem minnst á þingi og í þing­sal. Ein­hverjir þing­menn eru í sótt­kví og geta því ekki komið í þing­hús­ið. Staðan hefur óneit­an­lega áhrif á getu okkar til að taka þátt í lýð­ræð­is­legum umræð­um. Hingað til hefur þetta sloppið því það hefur verið sam­eig­in­legur skiln­ingur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unnar að fyrir utan fasta liði eins og óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir og störf þings­ins verða ein­ungis til umræðu og afgreiðslu brýn mál sem tengj­ast kóvid,“ skrif­aði hún.

Hún sagði að nú horfðu þing­menn fram á það að þrátt fyrir að aðstæður hefðu ekki breyst varð­andi getu þing­manna til að taka þátt í umræðum og þrátt fyrir mót­mæli meiri­hluta stjórn­ar­and­stöð­unnar hefði for­seti sett á dag­skrá hrúgu af rík­is­stjórn­ar­málum sem ekki væru brýn kóvid mál og eitt­hvað af þeim væru umdeild mál.

„Staðan er grafal­var­leg þegar for­seti mis­notar aðstæður til að koma málum rík­is­stjórn­ar­innar í gegn. Málum sem eru umdeild og þarfn­ast aug­ljós­lega umræðu. Þetta gerir hann með þöglu sam­þykki rík­is­stjórn­ar­innar og þegar við tölum um það í fund­ar­stjórn for­seta þá slekkur for­seti á þing­in­u,“ skrif­aði hún.

For­seti slekkur á þing­in­u. Und­an­farnar vikur hafa þing­menn verið hvattir til þess að vera sem minnst á þingi og í...

Posted by Hall­dóra Mog­en­sen on Thurs­day, April 16, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent