Þorgerður Katrín: Forseti sjálfur farinn að veikja þingið

Formaður Viðreisnar gagnrýnir Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að slíta þingfundi fyrirvaralaust í morgun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, telur að með því að slíta þing­fundi fyr­ir­vara­laust – eins og þing­for­seti gerði í morgun – sé hann sjálfur far­inn að veikja þing­ið. Frá þessu greinir hún á Face­book í dag. 

­Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sleit fundi í morgun eftir að Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, gagn­rýndi hann fyrir að setja umdeild mál á dag­skrá þings­ins þegar sam­komu­bann væri við lýði.

„Við sem þjóð stöndum öll frammi fyrir alvar­legum vanda. Við í Við­reisn styðjum stjórn­ina til allra góðra verka, höfum gert það og munum gera það áfram. Nú þarf að standa sam­an. En með því að slíta þing­fundi fyr­ir­vara­laust eins og for­seti gerði rétt í þessu er for­seti sjálfur far­inn að veikja þing­ið. Leyfir því ekki að starfa,“ skrifar Þor­gerður Katrín.

Auglýsing

Hún segir þetta vera alvar­legt og mikið áhyggju­efni. „Lýð­ræðið er kjarni okkar sam­fé­lags og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta það virka. Ekki síst í aðstæðum sem þess­um. Þar skiptir miklu að við sýnum Alþingi, elstu lög­gjaf­ar­sam­komu í heimi, þá virð­ingu að það geti haldið áfram störf­um. Innan þeirra marka sem ríkt hefur sam­komu­lag um. Að við þing­menn getum ræktað okkar lýð­ræð­is­lega hlut­verk sem við vorum kosin til að sinna. Stutt góð mál, komið með úrbætur og spurt mik­il­vægra spurn­inga. Við það á eng­inn að vera hrædd­ur.“

Við sem þjóð stöndum öll frammi fyrir alvar­legum vanda. Við í Við­reisn styðjum stjórn­ina til allra góðra verka, höf­um...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Thurs­day, April 16, 2020

„For­seti slekkur á þing­inu“

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, gagn­rýndi Stein­grím harð­lega í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun en hún sagði að for­seti hefði slökkt á þing­inu.

„Und­an­farnar vikur hafa þing­menn verið hvattir til þess að vera sem minnst á þingi og í þing­sal. Ein­hverjir þing­menn eru í sótt­kví og geta því ekki komið í þing­hús­ið. Staðan hefur óneit­an­lega áhrif á getu okkar til að taka þátt í lýð­ræð­is­legum umræð­um. Hingað til hefur þetta sloppið því það hefur verið sam­eig­in­legur skiln­ingur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unnar að fyrir utan fasta liði eins og óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir og störf þings­ins verða ein­ungis til umræðu og afgreiðslu brýn mál sem tengj­ast kóvid,“ skrif­aði hún.

Hún sagði að nú horfðu þing­menn fram á það að þrátt fyrir að aðstæður hefðu ekki breyst varð­andi getu þing­manna til að taka þátt í umræðum og þrátt fyrir mót­mæli meiri­hluta stjórn­ar­and­stöð­unnar hefði for­seti sett á dag­skrá hrúgu af rík­is­stjórn­ar­málum sem ekki væru brýn kóvid mál og eitt­hvað af þeim væru umdeild mál.

„Staðan er grafal­var­leg þegar for­seti mis­notar aðstæður til að koma málum rík­is­stjórn­ar­innar í gegn. Málum sem eru umdeild og þarfn­ast aug­ljós­lega umræðu. Þetta gerir hann með þöglu sam­þykki rík­is­stjórn­ar­innar og þegar við tölum um það í fund­ar­stjórn for­seta þá slekkur for­seti á þing­in­u,“ skrif­aði hún.

For­seti slekkur á þing­in­u. Und­an­farnar vikur hafa þing­menn verið hvattir til þess að vera sem minnst á þingi og í...

Posted by Hall­dóra Mog­en­sen on Thurs­day, April 16, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent