„Ólíðandi að bjóða lýðræðinu upp á þetta“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi í morgun og tók út af dagskrá öll þau mál sem fjalla átti um í dag eftir gagnrýni frá þingmanni Pírata.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, gagn­rýndi þing­for­seta, Stein­grím J. Sig­fús­son, í pontu á Alþingi í upp­hafi þing­fundar í dag fyrir að halda dag­skrá þings­ins áfram þrátt fyrir sam­komu­bann.

„Nú segja lög í land­inu skýrt að það sé lög­bundin skylda hvers ein­asta ein­stak­lings – með leyfi for­seta – að gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálfan sig né aðra að svo miklu leyti sem fram­kvæm­an­legt er. Það er komin stefna hér innan alþingis að það megi ekki vera nema 20 þing­menn á þess­ari efri deild hérna,“ sagði Jón Þór.

Þing­mað­ur­inn taldi síðan 26 mann­eskjur í kringum sig, „og það eru bara þeir sem ég sé“.

Auglýsing

Karpað við þing­for­seta í allan gær­dag

„Þetta er vegna þess að við þurfum að koma hingað og benda þing­for­seta á að hann er ekki að fara í sam­ræmi við það sem búið er að gefa yfir­lýs­ingar um í sam­fé­lag­inu um að virða þetta sam­komu­bann. Það var karpað við hæst­virtan for­seta í allan gær­dag í gegnum tölvu­pósta og hann veit það að ef hann sé að fara að setja mál á dag­skrá sem ágrein­ingur er um að þá að sjálf­sögðu mætum við þing­menn hér og virðum lýð­ræð­ið,“ sagði Jón Þór.

Samt héldi þing­for­seti þessu til streitu. „Að halda þing­fund­inn svona og halda dag­skránni svona, en hann hefur dag­skrár­vald­ið. Þetta er ólíð­andi að bjóða starfs­fólki Alþingis upp á þetta sem er komið í enn meiri sýk­ing­ar­hættu vegna þessa. Það er ólíð­andi að bjóða þing­inu upp á þetta, það er ólíð­andi að bjóða lýð­ræð­inu upp á þetta. For­seti þarf að afmá þessa dag­skrá sem ágrein­ingur er um og virða sótt­varna­lög.“

Sleit fund­inum um hæl

Dagskrá þingfundar þann 16. apríl 2020Stein­grímur svar­aði og sagði að út af dag­skrá yrðu tekin fyrsta til og með níunda dag­skrár­mál­ið. „Fleira liggur þá ekki fyrir á þessum fundi. Til næsta fundar verður boðað með dag­skrá. Fund­inum er slit­ið,“ sagði þing­for­seti og sleit fund­in­um.

Óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir til ráð­herra voru á dag­skrá við upp­haf þing­fundar í morg­un. Þá áttu að vera til svara for­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, félags- og barna­mála­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær næsti þing­fundur verður settur á dag­skrá.

Staðan grafal­var­leg

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að þing­for­seti hafi slökkt á þing­inu.

„Und­an­farnar vikur hafa þing­menn verið hvattir til þess að vera sem minnst á þingi og í þing­sal. Ein­hverjir þing­menn eru í sótt­kví og geta því ekki komið í þing­hús­ið. Staðan hefur óneit­an­lega áhrif á getu okkar til að taka þátt í lýð­ræð­is­legum umræð­um. Hingað til hefur þetta sloppið því það hefur verið sam­eig­in­legur skiln­ingur þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unnar að fyrir utan fasta liði eins og óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir og störf þings­ins verða ein­ungis til umræðu og afgreiðslu brýn mál sem tengj­ast kóvid,“ skrifar hún­.  

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

Hún segir að nú horfi þing­menn fram á það að þrátt fyrir að aðstæður hafi ekki breyst varð­andi getu þing­manna til að taka þátt í umræðum og þrátt fyrir mót­mæli meiri­hluta stjórn­ar­and­stöð­unnar hafi for­seti sett á dag­skrá hrúgu af rík­is­stjórn­ar­málum sem ekki séu brýn COVID-­mál og eitt­hvað af þeim séu umdeild mál. 

„Staðan er grafal­var­leg þegar for­seti mis­notar aðstæður til að koma málum rík­is­stjórn­ar­innar í gegn. Málum sem eru umdeild og þarfn­ast aug­ljós­lega umræðu. Þetta gerir hann með þöglu sam­þykki rík­is­stjórn­ar­innar og þegar við tölum um það í fund­ar­stjórn for­seta þá slekkur for­seti á þing­in­u,“ skrifar hún. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent