Kostnaður vegna stöðu útvarpsstjóra RÚV jókst um tíu milljónir í fyrra

Fyrrverandi útvarpsstjóri samdi um starfslok í fyrra og lét af störfum 15. nóvember. Hann fékk greidd laun út janúar 2020 auk þess sem sem hann fékk greitt orlofsuppgjör. Staðgengill hans kostaði 2,7 milljónir króna í laun í 2019.

Magnús Geir Þórðarson lét af störfum sem útvarpsstjóri 15. nóvember í fyrra. Tveimur vikum áður hafði verið greint frá því að hann yrði næsti Þjóðleikhússtjóri. Hann tók við því starfi í byrjun árs 2020.
Magnús Geir Þórðarson lét af störfum sem útvarpsstjóri 15. nóvember í fyrra. Tveimur vikum áður hafði verið greint frá því að hann yrði næsti Þjóðleikhússtjóri. Hann tók við því starfi í byrjun árs 2020.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi útvarps­stjóri samdi um starfs­lok í fyrra og lét af störfum 15. nóv­em­ber. Hann fékk greidd laun út jan­úar 2020 auk þess sem sem hann fékk greitt orlofs­upp­gjör. Stað­geng­ill hans kost­aði 2,7 millj­ónir króna í laun í 2019.Kostn­aður vegna heild­ar­launa og þókn­ana til útvarps­stjóra RÚV jókst um 9,9 millj­ónir króna milli 2018 og 2019. Í árs­reikn­ingi RÚV, sem birtur var í síð­ustu viku, stend­ur: „Heild­ar­laun og þókn­anir útvarps­stjóra námu 35,8 millj­ónum króna á reikn­ings­ár­inu (2018: 25,9 millj­ónir króna), en á árinu 2019 lét útvarps­stjóri af störfum og stað­geng­ill hans tók við. Laun útvarps­stjóra hækka á milli ára vegna upp­gjörs við starfs­lok og launa stað­geng­ils.“

Kjarn­inn óskaði eftir sund­ur­liðun á þessum kostn­aði. Í svari fram­kvæmda­stjóra fjár­mála, tækni og mannauðs hjá RÚV við fyr­ir­spurn­inni kemur fram að útvarps­stjóri fékk sam­tals 33.056.293 krónur í laun vegna síð­asta árs. „Út­varps­stjóri fékk greidd laun út jan­úar 2020 auk þess fékk hann greidd upp­gjör vegna orlofs fyrir tvo mán­uði frá fyrri árum. Öll laun voru gjald­færð á árinu 2019, þó svo að hluti hafi komið til greiðslu á árinu 2020. Rétt er að geta þess að hluti launa­tengdra gjalda (mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð) er hér með­talið.“

Stað­geng­ill útvarps­stjóra fékk 2.718.100 krónur í laun í fyrra.

Lét af störfum 15. nóv­em­ber

Greint var frá því 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra hefði ákveðið að skipa Magnús Geir Þórð­­ar­­son í starf þjóð­­leik­hús­­stjóra. Skip­anin gildir í fimm ár, frá og með 1. jan­úar 2020.

Auglýsing
Hann hafði verið útvarps­stjóri frá því í mars 2014. Fimm ára ráðn­­ing­­ar­­tíma­bili hans í það starf lauk því snemma árs í fyrra en Kári Jón­a­s­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður RÚV, sagði í jan­úar 2019 við Kjarn­ann að engin áform væru um að aug­lýsa starf­ið, heldur stæði til að end­­ur­nýja ráðn­­ingu Magn­úsar Geirs til ann­­arra fimm ára. Á þeim tíma var gengið út frá því að Magnús Geir sæti í Efsta­­leiti til árs­ins 2024.  

Hann lét af störfum 15. nóv­em­ber í fyrra eftir að sam­komu­lag náð­ist um hvernig starfs­lokum hans yrði háttað og Mar­grét Magn­ús­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri RÚV, var starf­andi útvarps­stjóri frá þeim tíma þangað til að Stefán Eiríks­son var skip­aður í starfið eftir umsókn­ar­ferli. Stefán tók við 1. mars síð­ast­lið­inn.

Fyrr­ver­andi útvarps­stjóri fékk því laun greidd í tvo og hálfan mánuð eftir að hann lét af störfum eftir að hafa ráðið sig í nýtt starf. 

Sam­keppn­is­rekst­ur­inn kost­aði 248 millj­ónir

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­arðar króna úr rík­­is­­sjóði í formi þjón­ustu­tekjna af útvarps­­gjaldi, en 2,2 millj­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­rekstri. Kostn­aður við rekstur sam­keppn­is­hluta, sem er að uppi­stöðu aug­lýs­inga­sölu­deild, var 248 millj­ónir króna í fyrra og stóð í stað milli ára.

Tekjur RÚV af aug­lýs­ingum og kostun voru sam­tals 1.837 millj­ónir króna í fyrra og lækk­uðu um 199 millj­ónir milli ára, eða um tíu pró­sent. Aðrar tekjur af sam­keppn­is­rekstri, sem felur meðal ann­ars í sér útleigu á mynd­veri RÚV, juk­ust hins vegar í fyrra úr 315 millj­ónum króna í 366 millj­ónir króna, eða um 51 milljón króna. Það er aukn­ing upp á 16 pró­sent milli ára.

Auglýsing
Í árs­­lok í fyrra var stofnað dótt­­ur­­fé­lagið RÚV Sala ehf., sem mun sjá um starf­­semi sam­keppn­is­­rekstr­­ar­hluta RÚV frá og með árinu 2020. Þetta var gert í kjöl­farð stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tektar Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar á RÚV sem birt var nóv­­em­ber í fyrra. Þar benti rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­andi á að RÚV hefði ekki upp­­­­­fyllt laga­­­legar skyldur um stofnun dótt­­­ur­­­fé­laga ­fy­ir aðra starf­­­semi en fjöl­miðlun í almanna­þág­u. 

Hefði verið ógjald­­fært án lóða­­sölu

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­ins við Efsta­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­ar­af­koma félags­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­fært.

Þetta er kom fram í stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tektar Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar á RÚV sem birt var nóv­­em­ber í fyrra. 

Auk þess samdi RÚV í maí 2018 við Líf­eyr­is­­­­­sjóð starfs­­­­­manna rík­­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­­lega var lengt í greiðslu­­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­­stóll hækk­­­­­aður og vextir lækk­­­­­aðir úr fimm pró­­­­­sentum í 3,5 pró­­­­­sent. Þetta gerir það að verkum að greiðsla skuld­­­­ar­innar teygir sig til fram­tíð­ar­kyn­slóða en fjár­­­­­­­magns­­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,4 millj­­­­ónir króna í fyrra.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar