Kostnaður vegna stöðu útvarpsstjóra RÚV jókst um tíu milljónir í fyrra

Fyrrverandi útvarpsstjóri samdi um starfslok í fyrra og lét af störfum 15. nóvember. Hann fékk greidd laun út janúar 2020 auk þess sem sem hann fékk greitt orlofsuppgjör. Staðgengill hans kostaði 2,7 milljónir króna í laun í 2019.

Magnús Geir Þórðarson lét af störfum sem útvarpsstjóri 15. nóvember í fyrra. Tveimur vikum áður hafði verið greint frá því að hann yrði næsti Þjóðleikhússtjóri. Hann tók við því starfi í byrjun árs 2020.
Magnús Geir Þórðarson lét af störfum sem útvarpsstjóri 15. nóvember í fyrra. Tveimur vikum áður hafði verið greint frá því að hann yrði næsti Þjóðleikhússtjóri. Hann tók við því starfi í byrjun árs 2020.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi útvarps­stjóri samdi um starfs­lok í fyrra og lét af störfum 15. nóv­em­ber. Hann fékk greidd laun út jan­úar 2020 auk þess sem sem hann fékk greitt orlofs­upp­gjör. Stað­geng­ill hans kost­aði 2,7 millj­ónir króna í laun í 2019.Kostn­aður vegna heild­ar­launa og þókn­ana til útvarps­stjóra RÚV jókst um 9,9 millj­ónir króna milli 2018 og 2019. Í árs­reikn­ingi RÚV, sem birtur var í síð­ustu viku, stend­ur: „Heild­ar­laun og þókn­anir útvarps­stjóra námu 35,8 millj­ónum króna á reikn­ings­ár­inu (2018: 25,9 millj­ónir króna), en á árinu 2019 lét útvarps­stjóri af störfum og stað­geng­ill hans tók við. Laun útvarps­stjóra hækka á milli ára vegna upp­gjörs við starfs­lok og launa stað­geng­ils.“

Kjarn­inn óskaði eftir sund­ur­liðun á þessum kostn­aði. Í svari fram­kvæmda­stjóra fjár­mála, tækni og mannauðs hjá RÚV við fyr­ir­spurn­inni kemur fram að útvarps­stjóri fékk sam­tals 33.056.293 krónur í laun vegna síð­asta árs. „Út­varps­stjóri fékk greidd laun út jan­úar 2020 auk þess fékk hann greidd upp­gjör vegna orlofs fyrir tvo mán­uði frá fyrri árum. Öll laun voru gjald­færð á árinu 2019, þó svo að hluti hafi komið til greiðslu á árinu 2020. Rétt er að geta þess að hluti launa­tengdra gjalda (mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð) er hér með­talið.“

Stað­geng­ill útvarps­stjóra fékk 2.718.100 krónur í laun í fyrra.

Lét af störfum 15. nóv­em­ber

Greint var frá því 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra hefði ákveðið að skipa Magnús Geir Þórð­­ar­­son í starf þjóð­­leik­hús­­stjóra. Skip­anin gildir í fimm ár, frá og með 1. jan­úar 2020.

Auglýsing
Hann hafði verið útvarps­stjóri frá því í mars 2014. Fimm ára ráðn­­ing­­ar­­tíma­bili hans í það starf lauk því snemma árs í fyrra en Kári Jón­a­s­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður RÚV, sagði í jan­úar 2019 við Kjarn­ann að engin áform væru um að aug­lýsa starf­ið, heldur stæði til að end­­ur­nýja ráðn­­ingu Magn­úsar Geirs til ann­­arra fimm ára. Á þeim tíma var gengið út frá því að Magnús Geir sæti í Efsta­­leiti til árs­ins 2024.  

Hann lét af störfum 15. nóv­em­ber í fyrra eftir að sam­komu­lag náð­ist um hvernig starfs­lokum hans yrði háttað og Mar­grét Magn­ús­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri RÚV, var starf­andi útvarps­stjóri frá þeim tíma þangað til að Stefán Eiríks­son var skip­aður í starfið eftir umsókn­ar­ferli. Stefán tók við 1. mars síð­ast­lið­inn.

Fyrr­ver­andi útvarps­stjóri fékk því laun greidd í tvo og hálfan mánuð eftir að hann lét af störfum eftir að hafa ráðið sig í nýtt starf. 

Sam­keppn­is­rekst­ur­inn kost­aði 248 millj­ónir

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­arðar króna úr rík­­is­­sjóði í formi þjón­ustu­tekjna af útvarps­­gjaldi, en 2,2 millj­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­rekstri. Kostn­aður við rekstur sam­keppn­is­hluta, sem er að uppi­stöðu aug­lýs­inga­sölu­deild, var 248 millj­ónir króna í fyrra og stóð í stað milli ára.

Tekjur RÚV af aug­lýs­ingum og kostun voru sam­tals 1.837 millj­ónir króna í fyrra og lækk­uðu um 199 millj­ónir milli ára, eða um tíu pró­sent. Aðrar tekjur af sam­keppn­is­rekstri, sem felur meðal ann­ars í sér útleigu á mynd­veri RÚV, juk­ust hins vegar í fyrra úr 315 millj­ónum króna í 366 millj­ónir króna, eða um 51 milljón króna. Það er aukn­ing upp á 16 pró­sent milli ára.

Auglýsing
Í árs­­lok í fyrra var stofnað dótt­­ur­­fé­lagið RÚV Sala ehf., sem mun sjá um starf­­semi sam­keppn­is­­rekstr­­ar­hluta RÚV frá og með árinu 2020. Þetta var gert í kjöl­farð stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tektar Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar á RÚV sem birt var nóv­­em­ber í fyrra. Þar benti rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­andi á að RÚV hefði ekki upp­­­­­fyllt laga­­­legar skyldur um stofnun dótt­­­ur­­­fé­laga ­fy­ir aðra starf­­­semi en fjöl­miðlun í almanna­þág­u. 

Hefði verið ógjald­­fært án lóða­­sölu

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­ins við Efsta­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­ar­af­koma félags­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­fært.

Þetta er kom fram í stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tektar Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar á RÚV sem birt var nóv­­em­ber í fyrra. 

Auk þess samdi RÚV í maí 2018 við Líf­eyr­is­­­­­sjóð starfs­­­­­manna rík­­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­­lega var lengt í greiðslu­­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­­stóll hækk­­­­­aður og vextir lækk­­­­­aðir úr fimm pró­­­­­sentum í 3,5 pró­­­­­sent. Þetta gerir það að verkum að greiðsla skuld­­­­ar­innar teygir sig til fram­tíð­ar­kyn­slóða en fjár­­­­­­­magns­­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,4 millj­­­­ónir króna í fyrra.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar