Loksins hillir undir göngin

Eftir áralangar umræður og þrætur, að ógleymdum óteljandi kærumálum, hillir loks undir að göng undir Femern sundið milli Danmerkur og Þýskalands verði að veruleika. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2021.

Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu  Femern-ganganna.
Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu Femern-ganganna.
Auglýsing

Sagt er að Friðrik VII Danakonungur hafi brosað í kampinn þegar byggingameistari hans, hinn 37 ára gamli verkfræðingur G.V.A. Krühnke sýndi honum stóran uppdrátt sem hann hafði gert. Uppdrátturinn sýndi hugmyndir byggingameistarans um lagningu járnbrautar frá Kaupmannahöfn til Hamborgar um Femern sund. 

Þetta var árið 1863. Hugmynd Krühnke var að á landi yrði járnbrautin í eins beinni línu og mögulegt væri en yfir Femern sundið yrði lagður eins konar flóðgarður, eða brú, sem lestin færi um. Kóngi þótti hugmyndin athyglisverð og hvatti Krühnke til að útfæra hugmyndina betur. Þremur árum síðar fékk Krühnke samþykki og fjárveitingu til að leggja járnbraut og gera ferjuhöfn við Rødby á Lálandi.

Auglýsing

Svo liðu árin

Ýmsar ástæður urðu til þess að ekki varð meira úr áformum Krühnken fyrr en uppúr 1920. Þá urðu stjórnendur þýsku og dönsku ríkisjárnbrautanna sammála um að taka málið upp að nýju og í áætlunum sem þá urðu til var gert ráð fyrir einhverskonar brú yfir Femern sundið. 

Ekkert varð þó úr þessum fyrirætlunum og það var ekki fyrr en árið 1955 að samningur um fastar ferðir lestaferja yfir sundið hófust. Brúarhugmyndin hafði verið lögð á hilluna. Fastar ferðir yfir Femernsund, með járnbrautatengingum beggja vegna hófust árið 1963. Þá voru nákvæmlega 100 síðan Krühnke lagði teikningar sínar á borðið hjá Friðriki VII.

Brúarhugmyndin endurvakin

Árið 1985 var á ný farið að tala um að tengja saman Þýskaland og Danmörku um Femern sund. Þótt mikið væri talað, og reiknað, gerðist fátt og engar ákvarðanir teknar. Það var ekki fyrr en árið 2008 sem ráðherrar samgöngumála í báðum löndum skrifuðu undir samkomulag um gerð tengingar yfir sundið. Þegar þjóðþing beggja landa höfðu staðfest samkomulagið var komið að því að reikna og teikna.


Árið 2011 skiluðu tvö ráðgjafarfyrirtæki skýrslum sínum varðandi verkið. Bæði fyrirtækin mæltu með að æskilegra væri að leggja göng í stað brúar eins og rætt hafði verið um fram að því. Helstu rökin voru að göng yrðu óháð veðri en á þessum slóðum er vindasamt og því fyrirséð að brú yrði lokuð margsinnis á ári hverju.

Tækninni við lagningu ganga í sjó hefur fleygt mjög fram, slík göng eru í dag einskonar risarör, fyrirfram steyptar einingar sem tengdar eru saman og liggja á botninum. Kostnaðurinn langtum minni en að bora. Hver eining, eða rörbútur í Femerngögnunum myndi vega 73.500 tonn, yrði um það bil 200 metra langur, 40 metra breiður og 9 metra hár. Göngin því samtals um 18 kílómetra löng, með landfyllingum beggja vegna. Tvær akreinar í hvora átt fyrir bíla og tvöfaldir lestateinar. Mat ráðgjafarfyrirtækjanna var að framkvæmdirnar tækju átta ár.

Mörg ljón í veginum og kæruflóð

Ráðgjafarfyrirtækin fyrrnefndu töldu að göngin gætu orðið tilbúin  árið 2020. Sú dagsetning var miðuð við að strax árið 2011 yrði hafist handa. Öllum var hinsvegar ljóst að þetta gengi ekki eftir. Verkið yrði mjög flókið og ótal samningar sem ganga þyrfti frá áður en framkvæmdir gætu hafist.

Eins og fyrirfram var búist við voru ekki allir jafn ánægðir með hina fyrirhuguðu framkvæmd. Danski samgönguráðherrann Benny Engelbrect sagði að þótt búast hefði mátt við mörgum kærum hefði fæsta grunað að þær yrðu 30 þúsund eins og raunin varð. Margar þeirra voru vegna umhverfismála og einnig vegna útboða. Sum þessara mála komu til kasta Evrópudómstólsins en í mars á þessu ári átti öllum slíkum hindrunum að hafa verið rutt úr vegi. Í þessu sambandi má nefna að verkefnið fær verulegan fjárstuðning frá Evrópusambandinu því það flokkast undir það sem nefnt er forgangsverkefni í samgöngumálum.

Danska þingið, Folketinget, samþykkti sl. föstudag 24. apríl, með formlegum hætti að hefja verkið og nú fer allur undirbúningur á fullt skrið.

Ekki smápeningar

Langan tíma tók að ganga frá fjármálahliðinni en niðurstaðan var að Þjóðverjar borga allt sín megin við göngin en Danir hinsvegar göngin sjálf og mannvirki Danmerkurmegin, ásamt viðhaldi á göngunum. Kostnaðaráætlunin hljóðar uppá 60 milljarða danskra króna (1.231 milljarð íslenskan). Á kynningarfundi vegna ganganna sagði danski samgönguráðherrann að þetta yrði kostnaðarsamasta framkvæmd sem Danir hefðu nokkru sinni ráðist í.

Femern-göngin stytta leiðina frá Kaupmannahöfn til Hamborgar um 130 kílómetra.

Danir fá allar tekjur af fyrirhuguðu veggjaldi, upphæð þess hefur ekki verið endanlega ákveðin en áætlanir gera ráð fyrir að fullt gjald fyrir fólksbíl verði um það bil 500 krónur danskar (10.600 íslenskar) fyrir hverja ferð. Til samanburðar kostar stök ferð yfir Eyrarsundsbrúna 390 krónur danskar (8.300 íslenskar). Sú tala segir þó ekki alla söguna því í boði eru alls kyns afslættir og gera má ráð fyrir að sama verði upp á teningnum varðandi Femern. Gert er ráð fyrir að göngin verði greidd upp á 36 árum, en sá tími gæti orðið lengri, eða skemmri, það veltur á umferðinni. Hér er rétt að nefna að fullt verð fyrir staka ferð með ferju frá Rødby til Puttgarden er 605 danskar krónur (12.900 íslenskar), en þar eru ýmsir afslættir í boði.

Ekki alveg komið að því að kaupa miða

Eins og fyrr var nefnt gerðu áætlanir upphaflegar ráð fyrir að framkvæmdatíminn yrði rúm átta ár. Þær áætlanir eru óbreyttar og því gert ráð fyrir að hægt verði að opna göngin á miðju ári 2029.

Ef ekið er í bíl frá Kaupmannahöfn um Fjón og Jótland til Hamborgar er vegalengdin tæpir 500 kílómetrar. Með því að aka suður Danmörku, gegnum göngin og áfram til Hamborgar, verður vegalengdin um það bil 370 kílómetrar. Það mun taka um það bil sjö mínútur að aka gegnum göngin en það tekur ferjuna 45 mínútur að sigla yfir sundið, þar við bætist biðtími til að komast í ferjuna og úr henni þegar yfir er komið. 

Á kynningarfundi vegna ganganna fyrir nokkrum dögum sagðist danski samgönguráðherrann þess fullviss að margir bíði nú þegar eftir að geta ekið um göngin. „Þeir verða þó að sýna biðlund, það er ekki búið að opna miðasöluna,“ sagði ráðherrann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar