Loksins hillir undir göngin

Eftir áralangar umræður og þrætur, að ógleymdum óteljandi kærumálum, hillir loks undir að göng undir Femern sundið milli Danmerkur og Þýskalands verði að veruleika. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2021.

Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu  Femern-ganganna.
Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu Femern-ganganna.
Auglýsing

Sagt er að Frið­rik VII Dana­kon­ungur hafi brosað í kamp­inn þegar bygg­inga­meist­ari hans, hinn 37 ára gamli verk­fræð­ingur G.V.A. Krühnke ­sýndi honum stóran upp­drátt sem hann hafði gert. Upp­drátt­ur­inn sýndi hug­mynd­ir ­bygg­inga­meist­ar­ans um lagn­ingu járn­brautar frá Kaup­manna­höfn til Ham­borgar um ­Fem­ern sund. 

Þetta var árið 1863. Hug­mynd Krühnke var að á landi yrð­i ­járn­brautin í eins beinni línu og mögu­legt væri en yfir Fem­ern sundið yrð­i lagður eins konar flóð­garð­ur, eða brú, sem lestin færi um. Kóngi þótt­i hug­myndin athygl­is­verð og hvatti Krühnke til að útfæra hug­mynd­ina bet­ur. Þrem­ur árum síðar fékk Krühnke sam­þykki og fjár­veit­ingu til að leggja járn­braut og ­gera ferju­höfn við Rødby á Lálandi.

Auglýsing

Svo liðu árin

Ýmsar ástæður urðu til þess að ekki varð meira úr áform­um Krühnken fyrr en uppúr 1920. Þá urðu stjórn­endur þýsku og dönsku ­rík­is­járn­braut­anna sam­mála um að taka málið upp að nýju og í áætl­unum sem þá ­urðu til var gert ráð fyrir ein­hvers­konar brú yfir Fem­ern sund­ið. 

Ekk­ert varð þó úr þessum fyr­ir­ætl­unum og það var ekki fyrr en árið 1955 að samn­ingur um fastar ferðir lesta­ferja yfir sundið hófust. Brú­ar­hug­myndin hafði verið lögð á hill­una. Fastar ferðir yfir Fem­ernsund, með járn­brauta­teng­ingum beggja vegna hófust árið 1963. Þá voru nákvæm­lega 100 síðan Krühnke lagði teikn­ingar sínar á borðið hjá Frið­riki VII.

Brú­ar­hug­myndin end­ur­vakin

Árið 1985 var á ný farið að tala um að tengja sam­an­ Þýska­land og Dan­mörku um Fem­ern sund. Þótt mikið væri tal­að, og reikn­að, ­gerð­ist fátt og engar ákvarð­anir tekn­ar. Það var ekki fyrr en árið 2008 sem ráð­herrar sam­göngu­mála í báðum löndum skrif­uðu undir sam­komu­lag um gerð teng­ingar yfir sund­ið. Þegar þjóð­þing beggja landa höfðu stað­fest sam­komu­lag­ið var komið að því að reikna og teikna.Árið 2011 skil­uðu tvö ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki skýrslum sín­um varð­andi verk­ið. Bæði fyr­ir­tækin mæltu með að æski­legra væri að leggja göng í stað brúar eins og rætt hafði verið um fram að því. Helstu rökin voru að göng yrðu óháð veðri en á þessum slóðum er vinda­samt og því fyr­ir­séð að brú yrð­i lokuð marg­sinnis á ári hverju.

Tækn­inni við lagn­ingu ganga í sjó hefur fleygt mjög fram, slík göng eru í dag eins­konar risarör, fyr­ir­fram steyptar ein­ingar sem tengd­ar eru saman og liggja á botn­in­um. Kostn­að­ur­inn langtum minni en að bora. Hver ein­ing, eða rör­bútur í Fem­ern­gögn­unum myndi vega 73.500 tonn, yrði um það bil 200 metra lang­ur, 40 metra breiður og 9 metra hár. Göngin því sam­tals um 18 kíló­metra löng, með land­fyll­ingum beggja vegna. Tvær akreinar í hvora átt fyr­ir­ bíla og tvö­faldir lesta­tein­ar. Mat ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækj­anna var að fram­kvæmd­irn­ar tækju átta ár.

Mörg ljón í veg­inum og kæru­flóð

Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækin fyrr­nefndu töldu að göngin gætu orð­ið til­bú­in  árið 2020. Sú dag­setn­ing var miðuð við að strax árið 2011 yrði haf­ist handa. Öllum var hins­vegar ljóst að þetta gengi ekki eft­ir. Verkið yrði mjög flókið og ótal samn­ingar sem ganga ­þyrfti frá áður en fram­kvæmdir gætu haf­ist.

Eins og fyr­ir­fram var búist við voru ekki allir jafn ánægð­ir ­með hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd. Danski sam­göngu­ráð­herr­ann Benny Eng­el­brect­ ­sagði að þótt búast hefði mátt við mörgum kærum hefði fæsta grunað að þær yrð­u 30 þús­und eins og raunin varð. Margar þeirra voru vegna umhverf­is­mála og einnig ­vegna útboða. Sum þess­ara mála komu til kasta Evr­ópu­dóm­stóls­ins en í mars á þessu ári átti öllum slíkum hindr­unum að hafa verið rutt úr vegi. Í þessu ­sam­bandi má nefna að verk­efnið fær veru­legan fjár­stuðn­ing frá Evr­ópu­sam­band­in­u því það flokk­ast undir það sem nefnt er for­gangs­verk­efni í sam­göngu­mál­um.

Danska ­þing­ið, Fol­ket­in­get, sam­þykkti sl. föstu­dag 24. apr­íl, með form­legum hætti að hefja verkið og nú fer allur und­ir­bún­ingur á fullt skrið.

Ekki smá­pen­ingar

Langan tíma tók að ganga frá fjár­mála­hlið­inni en nið­ur­stað­an var að Þjóð­verjar borga allt sín megin við göngin en Danir hins­vegar göng­in ­sjálf og mann­virki Dan­merk­ur­meg­in, ásamt við­haldi á göng­un­um. Kostn­að­ar­á­ætl­un­in hljóðar uppá 60 millj­arða danskra króna (1.231 millj­arð íslenskan). Á kynn­ing­ar­fundi vegna gang­anna sagði danski sam­göngu­ráð­herr­ann að þetta yrð­i ­kostn­að­ar­samasta fram­kvæmd sem Danir hefðu nokkru sinni ráð­ist í.

Femern-göngin stytta leiðina frá Kaupmannahöfn til Hamborgar um 130 kílómetra.

Danir fá allar tekjur af fyr­ir­hug­uðu veggjaldi, upp­hæð þess hefur ekki verið end­an­lega ákveðin en áætl­anir gera ráð fyrir að fullt gjald ­fyrir fólks­bíl verði um það bil 500 krónur danskar (10.600 íslenskar) fyr­ir­ hverja ferð. Til sam­an­burðar kostar stök ferð yfir Eyr­ar­sunds­brúna 390 krón­ur d­anskar (8.300 íslenskar). Sú tala segir þó ekki alla sög­una því í boði eru alls kyns afslættir og gera má ráð fyrir að sama verði upp á ten­ingnum varð­and­i ­Fem­ern. Gert er ráð fyrir að göngin verði greidd upp á 36 árum, en sá tími gæt­i orðið lengri, eða skemmri, það veltur á umferð­inni. Hér er rétt að nefna að ­fullt verð fyrir staka ferð með ferju frá Rødby til Putt­gar­den er 605 danskar krónur (12.900 íslenskar), en þar eru ýmsir afslættir í boði.

Ekki alveg komið að því að kaupa miða

Eins og fyrr var nefnt gerðu áætl­anir upp­haf­legar ráð fyr­ir­ að fram­kvæmda­tím­inn yrði rúm átta ár. Þær áætl­anir eru óbreyttar og því gert ráð fyrir að hægt verði að opna göngin á miðju ári 2029.

Ef ekið er í bíl frá Kaup­manna­höfn um Fjón og Jót­land til­ Ham­borgar er vega­lengdin tæpir 500 kíló­metr­ar. Með því að aka suður Dan­mörku, ­gegnum göngin og áfram til Ham­borg­ar, verður vega­lengdin um það bil 370 kíló­metr­ar. Það mun taka um það bil sjö mín­útur að aka gegnum göngin en það ­tekur ferj­una 45 mín­útur að sigla yfir sund­ið, þar við bæt­ist bið­tími til að kom­ast í ferj­una og úr henni þegar yfir er kom­ið. 

Á kynn­ing­ar­fundi vegna gang­anna fyrir nokkrum dögum sagð­ist d­anski sam­göngu­ráð­herr­ann þess full­viss að margir bíði nú þegar eftir að geta ekið um göng­in. „Þeir verða þó að sýna bið­lund, það er ekki búið að opna miða­söl­una,“ sagði ráð­herr­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar