Leit að lækningu ýmsum þyrnum stráð

Hvernig er hægt að þróa bóluefni og lyf við nýjum sjúkdómi á mettíma og koma þeim svo til sjö milljarða manna? Þörfin er gríðarleg og þrýstingur á að finna lausn hefur orðið til þess að vísindamenn reyna að stytta sér leið sem hefur áhættu í för með sér.

Tryggja verður að allir þeir sem á þurfi að halda geti fengið bóluefni þegar það verður aðgengilegt.
Tryggja verður að allir þeir sem á þurfi að halda geti fengið bóluefni þegar það verður aðgengilegt.
Auglýsing

Þegar fyrsta til­felli áður óþekkts veiru­sjúk­dóms var grein­t í lok síð­asta árs hófst þegar örvænt­ing­ar­full leit að lækn­ingu. Fljót­lega var ­ljóst að sýk­ingin var óvenju­lega smit­andi og lífs­hættu­leg og í öllum horn­um heims voru ljósin kveikt á rann­sókn­ar­stofum allan sól­ar­hring­inn og vís­inda­menn ­störðu á veiruna skæðu í smá­sjám dag­ana langa, ákveðnir í að finna leið til að af­vopna hana.

Leit þeirra hefur þegar skilað ákveðnum árangri. Jafn­vel ein­stökum í sögu­legu til­liti. Aðeins fjórum mán­uðum eftir að veiran ­upp­götv­að­ist eru þegar hafnar klínískar rann­sóknir á nýjum bólu­efnum og lyfja­með­ferð­um. Beri þær ávöxt gætum við færst hratt nær því að kom­ast frá þeim ­vanda sem COVID-19 hefur skap­að.

Tæp­lega átta­tíu rann­sóknir á nýjum bólu­efnum eru hafn­ar. Hefð­bundna ­leiðin við þróun bólu­efna er að nota veikl­aða útgáfu af veirunni sem því er ætlað að veita vörn gegn, nógu líka þeirri upp­runa­legu svo að ónæm­is­kerfið telj­i ­sig þekkja hana, nái að verj­ast henni og koma í veg fyrir sýk­ingu. Fara þarf hægt og var­lega í slíkum rann­sóknum því hætta er á því að veikl­aða veiran sé ekki eins skað­laus og von­ast var eft­ir.

Auglýsing

En í heims­far­aldri liggur okkur á. Og því er reynt að beita öðrum aðferðum við þróun bólu­efnis til að flýta fyr­ir. Flestar þær rann­sókn­ir ­sem nú er unnið að fara því ekki þessa hefð­bundnu leið. Þær eru byggðar á þeirri hug­mynd að ónæm­is­kerfið þurfi ekki að standa and­spænis allri veirunn­i til að hefja leift­ur­sókn gegn sýk­ingu. Það þurfi aðeins ákveð­inn hluta úr henn­i, ­pró­tínið sem myndar „kór­ónu“ hennar eða alls ekk­ert, heldur aðeins upp­lýs­ing­ar úr erfða­lykli henn­ar. Í þessum nýstár­legu rann­sóknum skiptir sköpum að erfða­efn­i veirunnar hafi verið rað­greint, líkt og Íslensk erfða­grein­ing gerir nú.

En ef bólu­efni finnst eða lyf sem virka, er þá víst að all­ir jarð­ar­búar muni hafa að því jafnan aðgang?

„Við munum aðeins stöðva COVID-19 með því að standa sam­an­,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) í gær. „Ríki, heil­brigð­is­yf­ir­völd, fram­leið­endur og einka­geir­inn verða öll að vinna saman og tryggja að upp­sker­a ­vís­inda og rann­sókna geti gagn­ast öll­u­m.“

Núll, er ritað með ljósum í herbergjum hótels í Taívan í vikunni i tilefni af því að ekkert smit greindist þá í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins. Mynd: EPA

Í til­kynn­ingu sem WHO birti í gær er greint frá „for­dæma­lausri“ vilja­yf­ir­lýs­ingu þjóð­ar­leið­toga, stofn­anna og lyfja­fram­leið­anda um að flýta ­þróun bólu­efna og lyfja­með­ferða og koma upp­lýs­ing­unum til allr­ar heims­byggð­ar­inn­ar. Verk­efnið er kallað ACT.

Veiran virðir engin landa­mæri en pen­ing­ar, þekk­ing og að­staða er oft læst innan þeirra. Vest­rænu ríkin eru því mun betur í stakk búin en önnur til að stunda rann­sóknir af miklum móð og hefja fram­leiðslu lyfja þegar þar að kem­ur. Þau geta líka, með pen­ing­ana að vopni, tryggt sér birgð­ir af lyfjum sem þegar er reynt að nýta til með­ferðar hjá COVID-­sjúk­ling­um. Og hættan er sú að innan ein­stakra landa skap­ist þrýst­ingur á að finna fyrst og fremst lækn­ing­u ­fyrir þeirra eigin þjóð.

Bæði Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið hafa þegar sett hömlur á út­flutn­ing varn­ar­bún­að­ar. Ótt­ast er að slíkt hið sama verði gert með bólu­efn­i. Í svínaflens­unni árið 2009 varð útflutn­ingur bólu­efna að hápóli­tísku máli í Banda­ríkj­un­um. Ástæðan er sú að bólu­efni eru helsta lang­tíma­lausnin sem ­fyr­ir­finnst í far­aldri smit­sjúk­dóms.

Þess vegna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að nálg­ast málið á al­þjóða­vísu.

Hvernig á að for­gangs­raða?

Unnið hefur verið að því í margar vikur að fá sem flesta að ­borð­inu. Ef það tekst verður þetta í fyrsta sinn í sög­unni sem hægt verður að fram­leiða, ef allt gengur að óskum, bólu­efni öllum til handa á met­tíma, jafn­vel um mitt næsta ár, ef bjart­sýn­ustu spár ganga eft­ir.

Ýmis ljón eru þó í veg­in­um. Þó að farið verði í mikla ­fjölda­fram­leiðslu á bólu­efni er víst að fram­boðið verður að minnsta kosti til­ að byrja með tak­mark­að. Því er vilji til þess að gera áætlun um hvernig dreif­ing­u þess verður for­gangs­rað­að. Hún gæti falist í því að verja fyrst heil­brigð­is­starfs­menn og annað fram­línu­fólk og íbúa á stöðum þar sem virk hópsmit er að finna.

Mörg góð­gerða­sam­tök og alþjóða­stofn­an­ir, sem sér­þekk­ingu hafa á hjálp­ar­starfi í fátækum löndum heims, tóku höndum saman með WHO um að ger­a ­á­ætl­anir sem tryggja eiga jafnan aðgang að bólu­efni og lækn­ingu við COVID-19. ­Rík­is­stjórnir margra landa eru einnig þátt­tak­endur en eftir því hefur ver­ið ­tekið að sú banda­ríska er það ekki.

Auglýsing

Meðal þeirra sam­taka sem koma að verk­efn­inu eru Gates-­sjóð­ur­inn og GAVI, sjóðir sem hafa lagt fjár­magn í bar­átt­una gegn HIV, malaríu og berklum og hafa langa reynslu af því að glíma við heilsu­far­sógn­ir, m.a. með því að útvega lyf og koma þeim til þeirra sem mest þurfa á að halda.

Mark­mið sam­vinn­unnar eru háleit en fjár­mögnun verk­efn­is­ins er ein helsta áskor­un­in. Von­ast er til þess að rík­is­stjórnir og stofn­an­ir ­Sam­ein­uðu þjóð­anna muni leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar.

Andrew Witty, fyrr­ver­andi for­stjóri lyfj­aris­ans GlaxoSmit­hKline, mun leiða bólu­efn­is­hluta ACT­-verk­efn­is­ins. Það verður meðal ann­ars í hans verka­hring að velja bestu rann­sókn­ar­verk­efn­in, fjár­magna þá þró­un­ar­vinnu – hvort ­sem hún skilar árangri eða ekki – og finna leiðir til að deila nið­ur­stöð­un­um öllum til heilla.

Andlitsgrímur hanga til þerris á snúru í Höfðaborg í Suður-Afríku. Það búa ekki allir við það að geta fengið nýjar grímur þegar á þarf að halda. Mynd: EPA

„Okkar sam­eig­in­lega mark­mið er að tryggja að allir hafa að­gang að tólum til að fyr­ir­byggja, greina, með­höndla og sigr­ast á COVID-19,“ sagði fram­kvæmda­stjóri WHO. „Ekk­ert land og engin stofnun getur gert þetta ein.“

Til­raunir með bólu­efni á mönnum gegn nýju kór­ónu­veirunni eru þegar hafnar, m.a. við Oxfor­d-há­skóla. Alls óvíst er hvort að þær skili árangri og hvort það hafi borgað sig að freista þess að stytta sér leið með hjálp­ erfða­vís­ind­anna. Bjart­sýn­ustu menn telja að bólu­efni gæti verið til­búið fyr­ir­ mitt næsta ár en aðrir telja að minnsta kosti tvö ár í það.

Eng­inn mun fagna eins og Þórólfur

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir er einn þeirra sem hefur ekki ­miklar vænt­ingar til þess að bólu­efni komi á markað á næstu mán­uð­u­m. 

„Þetta bólu­efni sem menn eru að búa til núna er algjör­lega nýtt ­bólu­efn­i,“ sagði hann á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Þetta er bólu­efn­i ­með algjör­lega nýjum efnum sem eng­inn þekkir fyrir og menn verða að vera viss­ir um það, ef þeir ætla að fara að bólu­setja stóran part af þjóð­inni, að bólu­efn­ið sé öruggt. Það verður að vera búið að rann­saka það á mjög stórum hópi og fá úr því skorið að það sé raun­veru­lega öruggt. Ég bind ekki mjög miklar vonir við að það komi í bráð. Ef að það ger­ist, ef gott bólu­efni kemur fram á sjón­ar­svið­ið mun eng­inn fagna því eins mikið og ég.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar