Búið að afhenda stefnur útgerða sem vildu tíu milljarða frá ríkinu – Birtar í heild sinni

Nú, tæplega níu mánuðum eftir að Kjarninn óskaði eftir því að fá afhentar stefnur útgerða á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta, þar sem þær reyndust fara fram á milljarða króna í skaðabætur, hafa þær loks verið afhentar.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem er ein tveggja útgerða sem ætlar að halda kröfum sínum til streitu.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem er ein tveggja útgerða sem ætlar að halda kröfum sínum til streitu.
Auglýsing

Emb­ætti rík­­is­lög­­manns hefur afhent rit­­stjórn Kjarn­ans stefnur sjö sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á hendur íslenska rík­­inu þar sem þau fóru fram á sam­tals 10,2 millj­arða króna skaða­bætur vegna fjár­­­tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. Alls hafa liðið tæp­lega níu mán­uðir frá því að Kjarn­inn óskaði fyrst eftir gögn­unum og þar til að þau feng­ust afhent.

Fyr­ir­tækin sem stefndu rík­inu eru Ísfé­lag Vest­­manna­eyja, Eskja, Gjög­­­ur, Loðn­­u­vinnslan, Skinn­ey-­­­Þinga­­­nes, Hug­inn og Vinnslu­­­­­stöð­in. 

Öll nema þau tvö síð­ast­nefndu hafa nú dregið stefnur sínar til baka.

Upp­lýs­ing­arnar birtar á vef Alþingis

Emb­ætt­inu hafði verið gert að afhenda stefn­urnar eftir að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hafði kom­ist að því, í úrskurði sem féll 1. apr­íl, að hags­munir „al­menn­ings að aðgangi að upp­­lýs­ingum um mála­til­­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­­inu vegi í þessu til­­viki þyngra en hags­munir þeirra síð­­­ar­­nefndu af því að þær fari leynt.“ Áður hafði rík­is­lög­maður hafnað beiðni Kjarn­ans um aðgengi að stefn­un­um. Sú ákvörðun var kærð til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál með áður­nefndum afleið­ing­um. 

Auglýsing
Frá því að úrskurður nefnd­ar­innar lá fyrir og þar til stefn­urnar voru afhentar liðu þrjár vik­ur. 

Í milli­tíð­inni, þann 11. apr­íl, birt­ist helsta inn­tak stefn­anna í fyrsta sinn opin­ber­lega í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, á Alþingi. Í svar­inu kom fram að heild­ar­um­fang stefn­anna hafi numið 10,2 millj­örðum króna auk þess sem að þær fóru fram á hæstu mögu­legu vexti sem hefði þýtt nokkra millj­arða króna kostnað í við­bót fyrir rík­is­sjóð, ef málin hefðu tap­ast. 

Fimm af sjö hættu við

14. apríl rataði málið inn í sal Alþing­is, og í ræður helstu ráða­manna, þar sem þeir ræddu áhrif COVID-19 far­ald­­­­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­­­­­­­valda við hon­um. Bjarni Bene­dikts­­­son fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði þá að ef svo ólík­­­­­­­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í hans huga að reikn­ing­­­­­ur­inn vegna þess yrði ekki sendur á skatt­greið­end­­­­­ur. „Reikn­ing­­­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt,“ sagði hann. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist verða reið þegar „fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­­­lega tíu millj­­­­­arða vegna mak­rílút­­­­­hlut­un­­­­­ar.“ Hún hvatti útgerð­irnar sjö í kjöl­farið til að draga stefnur sínar til bak­a. 

Dag­inn eftir greindu fimm af sjö útgerðum frá því að þær væru hættar við. Tvær, Vinnslu­stöðin og Hug­inn, sem bæði eru úr Vest­manna­eyjum ætla hins vegar að halda málum sínum til streitu. Vinnslu­stöðin vill fá tæpan millj­arð króna í skapa­bætur og Hug­inn, sem er að hluta til í eigu Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, vill 839 millj­ónir króna.

Fengu Deloitte til að reikna út „hagn­að­ar­missi“

Í stefn­unum er meðal ann­ars farið yfir hvernig skaða­bóta­kröf­urnar voru reikn­aðar út. Það var gert með því að fá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Deloitte til að reikna út „hagn­að­ar­missi“ útgerð­anna sjö. Við þann útreikn­ing var stuðst við svo­kall­aða jað­ar­fram­legð mak­ríls. Í hluta stefn­anna er búið að strika yfir þá útreikn­inga sem stuðst var við í kröfu­gerð­inni, en þeir eru sýni­legir í öðr­um. Það var gert með þeim rökum að þar væri um að ræða „virkar við­skipta­upp­lýs­ing­ar“.

Þórólfur Matth­í­as­son, pró­fessor í hag­fræði, komst að þeirri nið­ur­stöðu, með því að reikna út frá meintum hagn­að­ar­missi útgerð­anna sjö, að hreinn hagn­aður þeirra vegna mak­ríl­veiða væri 55,5 millj­arðar króna. Þá nið­ur­stöðu birti hann í grein á Kjarn­anum 15. apríl síð­ast­lið­inn. 

Í öllum mál­unum er Bjarna Bene­dikts­syni eða Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, stefnt fyrir hönd íslenska rík­is­ins. 

Í stefnu Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, ann­ars þeirra útgerða sem ætla að halda áfram mála­rekstri sínum gegn íslenska rík­inu, kemur fram að Vinnslu­stöðin hafi verið í sam­bæri­legu máli og Ísfé­lagið og Hug­inn þegar dómar Hæsta­réttar féllu í des­em­ber 2018, þar sem kraf­ist var við­ur­kenn­ingar á skaða­bóta­skyldu. Í stefn­unni segir að því „máli lyktaði með sátt við íslenska ríkið sem var gerð 28. maí 2019[...]­Með sátt­inni við­ur­kenndi íslenska ríkið að bera skaða­bóta­á­byrgð á fjár­tjóni, sem stefn­andi kynni að hafa beðið vegna þess að fiski­skipum stefn­anda hafi á árunum 2011 til 2014 verið úthlutað minni afla­heim­ildum í mak­ríl en skylt var skv. lög­um“. 

Í sátt­inni kom þó fram fyr­ir­vari íslenska rík­is­ins að með gerð hennar væri ekki „við­ur­kennt að stefn­andi ætti fjár­kröfu á hendur stefnda, heldur tak­mark­að­ist sáttin við nið­ur­stöður Hæsta­réttar í sam­bæri­legum mál­um. Ekki var við­ur­kennt að tjón hefði orðið og sér­stak­lega tekið fram að sáttin tak­mark­aði ekki varnir stefnda gagn­vart hugs­an­legum fjár­kröfum að neinu leyt­i“.

Hægt er að lesa stefn­urnar hér að neð­an. Stefnur 27. júní 2019.Stefnur 10. sept­em­ber 2019.Stefna Vinnslu­stöðv­ar­innar 10. des­em­ber 2019.Stefna Eskju 10. des­em­ber 2019.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar