Búið að afhenda stefnur útgerða sem vildu tíu milljarða frá ríkinu – Birtar í heild sinni

Nú, tæplega níu mánuðum eftir að Kjarninn óskaði eftir því að fá afhentar stefnur útgerða á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta, þar sem þær reyndust fara fram á milljarða króna í skaðabætur, hafa þær loks verið afhentar.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem er ein tveggja útgerða sem ætlar að halda kröfum sínum til streitu.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem er ein tveggja útgerða sem ætlar að halda kröfum sínum til streitu.
Auglýsing

Emb­ætti rík­is­lög­manns hefur afhent rit­stjórn Kjarn­ans stefnur sjö sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á hendur íslenska rík­inu þar sem þau fóru fram á samtals 10,2 milljarða króna skaðabætur vegna fjár­­tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. Alls hafa liðið tæplega níu mánuðir frá því að Kjarninn óskaði fyrst eftir gögnunum og þar til að þau fengust afhent.

Fyr­ir­tækin sem stefndu ríkinu eru Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Eskja, Gjög­­ur, Loðn­u­vinnslan, Skinn­ey-­­Þinga­­nes, Hug­inn og Vinnslu­­­­stöðin. 

Öll nema þau tvö síðastnefndu hafa nú dregið stefnur sínar til baka.

Upplýsingarnar birtar á vef Alþingis

Embættinu hafði verið gert að afhenda stefnurnar eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði komist að því, í úrskurði sem féll 1. apríl, að hagsmunir „almennings að aðgangi að upp­lýs­ingum um mála­til­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­inu vegi í þessu til­viki þyngra en hags­munir þeirra síð­ar­nefndu af því að þær fari leynt.“ Áður hafði ríkislögmaður hafnað beiðni Kjarnans um aðgengi að stefnunum. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með áðurnefndum afleiðingum. 

Auglýsing
Frá því að úrskurður nefndarinnar lá fyrir og þar til stefnurnar voru afhentar liðu þrjár vikur. 

Í millitíðinni, þann 11. apríl, birtist helsta inntak stefnanna í fyrsta sinn opinberlega í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi. Í svarinu kom fram að heildarumfang stefnanna hafi numið 10,2 milljörðum króna auk þess sem að þær fóru fram á hæstu mögulegu vexti sem hefði þýtt nokkra milljarða króna kostnað í viðbót fyrir ríkissjóð, ef málin hefðu tapast. 

Fimm af sjö hættu við

14. apríl rataði málið inn í sal Alþingis, og í ræður helstu ráðamanna, þar sem þeir ræddu áhrif COVID-19 far­ald­­­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­­­­­valda við honum. Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði þá að ef svo ólík­­­­­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í hans huga að reikn­ing­­­­ur­inn vegna þess yrði ekki sendur á skatt­greið­end­­­­ur. „Reikn­ing­­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt,“ sagði hann. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­­sæt­is­ráð­herra sagðist verða reið þegar „fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­­lega tíu millj­­­­arða vegna mak­rílút­­­­hlut­un­­­­ar.“ Hún hvatti útgerðirnar sjö í kjölfarið til að draga stefnur sínar til baka. 

Dag­inn eftir greindu fimm af sjö útgerðum frá því að þær væru hættar við. Tvær, Vinnslustöðin og Huginn, sem bæði eru úr Vestmannaeyjum ætla hins vegar að halda málum sínum til streitu. Vinnslustöðin vill fá tæpan milljarð króna í skapabætur og Huginn, sem er að hluta til í eigu Vinnslustöðvarinnar, vill 839 milljónir króna.

Fengu Deloitte til að reikna út „hagnaðarmissi“

Í stefnunum er meðal annars farið yfir hvernig skaðabótakröfurnar voru reiknaðar út. Það var gert með því að fá endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til að reikna út „hagnaðarmissi“ útgerðanna sjö. Við þann útreikning var stuðst við svokallaða jaðarframlegð makríls. Í hluta stefnanna er búið að strika yfir þá útreikninga sem stuðst var við í kröfugerðinni, en þeir eru sýnilegir í öðrum. Það var gert með þeim rökum að þar væri um að ræða „virkar viðskiptaupplýsingar“.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, komst að þeirri niðurstöðu, með því að reikna út frá meintum hagnaðarmissi útgerðanna sjö, að hreinn hagnaður þeirra vegna makrílveiða væri 55,5 milljarðar króna. Þá niðurstöðu birti hann í grein á Kjarnanum 15. apríl síðastliðinn. 

Í öllum málunum er Bjarna Benediktssyni eða Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stefnt fyrir hönd íslenska ríkisins. 

Í stefnu Vinnslustöðvarinnar, annars þeirra útgerða sem ætla að halda áfram málarekstri sínum gegn íslenska ríkinu, kemur fram að Vinnslustöðin hafi verið í sambærilegu máli og Ísfélagið og Huginn þegar dómar Hæstaréttar féllu í desember 2018, þar sem krafist var viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Í stefnunni segir að því „máli lyktaði með sátt við íslenska ríkið sem var gerð 28. maí 2019[...]Með sáttinni viðurkenndi íslenska ríkið að bera skaðabótaábyrgð á fjártjóni, sem stefnandi kynni að hafa beðið vegna þess að fiskiskipum stefnanda hafi á árunum 2011 til 2014 verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl en skylt var skv. lögum“. 

Í sáttinni kom þó fram fyrirvari íslenska ríkisins að með gerð hennar væri ekki „viðurkennt að stefnandi ætti fjárkröfu á hendur stefnda, heldur takmarkaðist sáttin við niðurstöður Hæstaréttar í sambærilegum málum. Ekki var viðurkennt að tjón hefði orðið og sérstaklega tekið fram að sáttin takmarkaði ekki varnir stefnda gagnvart hugsanlegum fjárkröfum að neinu leyti“.

Hægt er að lesa stefnurnar hér að neðan. 


Stefnur 27. júní 2019.


Stefnur 10. september 2019.


Stefna Vinnslustöðvarinnar 10. desember 2019.


Stefna Eskju 10. desember 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Þröstur Ólafsson
Hvað á ég að kjósa?
Kjarninn 15. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar