Gildistöku aukins gagnsæis hjá „þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum“ frestað til 2021

Ríkisstjórnin hefur lagt frumvarp fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf. 30 stór fyrirtæki munu þurfa þá að auka gagnsæi reksturs síns verulega. Lögin áttu upprunalega að gilda frá byrjun árs en nú hefur verið lagt til að gildistöku verði frestað.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælir fyrir frumvarpinu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælir fyrir frumvarpinu.
Auglýsing

Gild­is­töku hluta nýrra laga um hvað telj­ist þjóð­hags­lega mik­il­væg fyr­ir­tæki hefur verið frestað frá byrjun þessa árs til byrjun þess næsta, eða 2021. Sömu lög eiga að tryggja að aðgangur að árs­reikn­ingum og sam­stæðu­reikn­ingum allra félaga sem skila árs­reikn­ingi sínum til árs­reikn­inga­skrár verði aðgengi­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­ar­lausu á opin­beru vef­svæði. Gild­is­töku afnáms þeirrar gjald­töku verður líka frestað fram til byrjun næsta árs. 

Þetta kemur fram í frum­varpi Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar, hefur útbýtt á Alþing­i. 

Drög að frum­varp­inu voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í lok febr­úar síð­ast­lið­ins. Þar kom fram að frum­varpið hefði verið samið í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyti. Því koma ráðu­neytin sem stýrt er af for­mönnum allra þriggja stjórn­ar­flokk­anna að gerð frum­varps­ins. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að flestar athuga­semdir sem bár­ust í sam­ráðs­ferl­inu hafi lotið að því að gild­is­töku­á­kvæði grein­ar­innar veitti fyr­ir­tækjum of knappan aðlög­un­ar­tíma. Því var ákveðið að fresta gild­is­tök­unni um eitt ár.

Auk þess var lagt til að fresta breyt­ing­unni um afnám gjald­töku fyrir aðgang að árs­reikn­ingum á opin­beru vef­svæði til byrjun næsta árs til að skapa svig­rúm „til að gera þær tækni­legu breyt­ingar sem nauð­syn­legar eru til að hægt sé að birta árs­reikn­inga félaga á opin­beru vef­svæði en auk þess þarf að gera ráð fyrir þeim kostn­að­ar­á­hrifum sem rík­is­sjóður verður fyrir vegna breyt­ing­anna í fjár­lögum og fjár­mála­á­ætl­un.“

Til­gang­ur­inn að auka gagn­sæi

Til­gangur frum­varps­ins er að láta stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, stór­iðju- og orku­fyr­ir­tæki, flug­fé­lög, fjar­skipta­fé­lög og skipa­fé­lög sem stunda milli­landa­flutn­inga verða skil­greind sem „ein­ingar tengdar almanna­hags­mun­um“ jafn­vel þótt þau séu ekki skráð á hluta­bréfa­mark­að. Gera má ráð fyrir að rúm­lega 30 fyr­ir­tæki bæt­ist við skil­grein­ing­una „ein­ing tengd almanna­hags­mun­um“ verði frum­varpið óbreytt að lögum en um helm­ingur þeirra eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Auglýsing
Um slík fyr­ir­tæki, sem þá telj­ast kerf­is­lega mik­il­væg, gilda mun strang­ari reglur um gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf en önn­ur. Með öðrum orð­um, þau munu þurfa að sýna mun meira inn á hvað þau eru að gera en hingað til og allar kröfur sem gerðar verða til þeirra verða auknar veru­lega. Þessar breyt­ingar eiga að und­ir­strika „þjóð­hags­legt mik­il­vægi“ slíkra fyr­ir­tækja.

Breyt­ing­arnar munu ná yfir öll fyr­ir­tæki í áður­nefndum atvinnu­flokkum sem telj­ast sem stór félög eða stórar sam­stæður í skiln­ingi árs­reikn­inga­laga. Til að telj­ast til slíkra þarf fyr­ir­tæki að fara yfir mörk á að minnsta kosti tveimur af þremur við­miðum sett eru fram í lög­un­um. Þau eru fyrir sam­stæðu að nið­ur­stöðu­tala efna­hags­reikn­ings sé að minnsta kosti þrír millj­arðar króna, að hrein velta sé að minnsta kosti sex millj­arðar króna eða að með­al­fjöldi árs­verka sé að minnsta kosti 250. Fyrir stór félög þarf að upp­fylla tvennt af eft­ir­far­andi þrennu: að eiga heild­ar­eignir yfir þremur millj­örðum króna, að vera með hreina veltu sem er yfir sex millj­örðum króna eða að vera með með­al­fjölda árs­verka yfir 250.

Mun ná til 30 fyr­ir­tækja

Verði frum­varpið að lögum mun það ná til 30 fyr­ir­tækja sem eru ekki skil­greind kerf­is­lega mik­il­væg í lögum í dag. Flest þeirra eru ekki skráð á hluta­bréfa­markað og lúta því ekki þeim auknu skil­yrðum um upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir því. Þó eru sum það, til dæmis Brim, Sím­inn og Eim­skip.

Um helm­ingur þeirra sem bæt­ast við eru stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins (meðal ann­ars Sam­herj­i). Á meðal ann­arra fyr­ir­tækja sem falla munu þar undir eru allra stærstu fyr­ir­tækin sem stunda stór­iðju og stór­tæk raf­orku­kaup hér­lendis (til dæmis Río Tinto á Íslandi í Straums­vík, Alcoa Fjarða­láls og Norð­ur­áls), óskráð fjar­skipta­fyr­ir­tæki á borð við Nova og óskráð skipa­fé­lög á borð við Sam­skip. 

Auglýsing
Frumvarpið er liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar sem miða að því að auka traust á íslensku atvinnu­lífi með því að gera rík­ari kröfur um gagn­sæi í rekstri stærri óskráðra fyr­ir­tækja. Það er samið í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyti. Því koma ráðu­neytin sem stýrt er af for­mönnum allra þriggja stjórn­ar­flokk­anna að gerð frum­varps­ins. 

Gjald­frjáls aðgangur að árs­reikn­ingum

Til við­bótar við ofan­greint er einnig lögð til sú grund­vall­ar­breyt­ing að árs­reikn­ingar og sam­stæðu­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­reikn­ingi sínum til árs­reikn­inga­skrár verði aðgengi­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­ar­lausu á opin­beru vef­svæði. Í frum­varps­drög­unum segir að með breyt­ing­unni sé meðal ann­ars ætl­unin að auka aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum sem félögum sé skylt að útlista í árs­reikn­ingi. „Eðli­legt þykir að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að slíkum upp­lýs­ingum frá félög­um. Greið­ari aðgangur að árs­reikn­ingum er til þess fall­inn að auka aðhald með rekstri félaga, stuðla að upp­lýstri umræðu og efla þannig traust almenn­ings.“

Þeir sem hagn­ist af núver­andi fyr­ir­komu­lagi virð­ast fyrst og síð­ast vera þriðju aðilar sem selja aðgang að upp­lýs­ingum um fyr­ir­tæki sem milli­lið­ir. „Fjár­hags­legir hags­munir þeirra fyr­ir­tækja, sem eru örfá, geta vart trompað lýð­ræð­is­legt mik­il­vægi þess að fjöl­miðlar og almenn­ingur allur hafi frjál­st, frítt og tak­marka­laust aðgengi að opin­berum upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækin sem starfa hér­lend­is.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar