Gildistöku aukins gagnsæis hjá „þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum“ frestað til 2021

Ríkisstjórnin hefur lagt frumvarp fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf. 30 stór fyrirtæki munu þurfa þá að auka gagnsæi reksturs síns verulega. Lögin áttu upprunalega að gilda frá byrjun árs en nú hefur verið lagt til að gildistöku verði frestað.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælir fyrir frumvarpinu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælir fyrir frumvarpinu.
Auglýsing

Gild­is­töku hluta nýrra laga um hvað telj­ist þjóð­hags­lega mik­il­væg fyr­ir­tæki hefur verið frestað frá byrjun þessa árs til byrjun þess næsta, eða 2021. Sömu lög eiga að tryggja að aðgangur að árs­reikn­ingum og sam­stæðu­reikn­ingum allra félaga sem skila árs­reikn­ingi sínum til árs­reikn­inga­skrár verði aðgengi­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­ar­lausu á opin­beru vef­svæði. Gild­is­töku afnáms þeirrar gjald­töku verður líka frestað fram til byrjun næsta árs. 

Þetta kemur fram í frum­varpi Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar, hefur útbýtt á Alþing­i. 

Drög að frum­varp­inu voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í lok febr­úar síð­ast­lið­ins. Þar kom fram að frum­varpið hefði verið samið í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyti. Því koma ráðu­neytin sem stýrt er af for­mönnum allra þriggja stjórn­ar­flokk­anna að gerð frum­varps­ins. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að flestar athuga­semdir sem bár­ust í sam­ráðs­ferl­inu hafi lotið að því að gild­is­töku­á­kvæði grein­ar­innar veitti fyr­ir­tækjum of knappan aðlög­un­ar­tíma. Því var ákveðið að fresta gild­is­tök­unni um eitt ár.

Auk þess var lagt til að fresta breyt­ing­unni um afnám gjald­töku fyrir aðgang að árs­reikn­ingum á opin­beru vef­svæði til byrjun næsta árs til að skapa svig­rúm „til að gera þær tækni­legu breyt­ingar sem nauð­syn­legar eru til að hægt sé að birta árs­reikn­inga félaga á opin­beru vef­svæði en auk þess þarf að gera ráð fyrir þeim kostn­að­ar­á­hrifum sem rík­is­sjóður verður fyrir vegna breyt­ing­anna í fjár­lögum og fjár­mála­á­ætl­un.“

Til­gang­ur­inn að auka gagn­sæi

Til­gangur frum­varps­ins er að láta stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, stór­iðju- og orku­fyr­ir­tæki, flug­fé­lög, fjar­skipta­fé­lög og skipa­fé­lög sem stunda milli­landa­flutn­inga verða skil­greind sem „ein­ingar tengdar almanna­hags­mun­um“ jafn­vel þótt þau séu ekki skráð á hluta­bréfa­mark­að. Gera má ráð fyrir að rúm­lega 30 fyr­ir­tæki bæt­ist við skil­grein­ing­una „ein­ing tengd almanna­hags­mun­um“ verði frum­varpið óbreytt að lögum en um helm­ingur þeirra eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Auglýsing
Um slík fyr­ir­tæki, sem þá telj­ast kerf­is­lega mik­il­væg, gilda mun strang­ari reglur um gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf en önn­ur. Með öðrum orð­um, þau munu þurfa að sýna mun meira inn á hvað þau eru að gera en hingað til og allar kröfur sem gerðar verða til þeirra verða auknar veru­lega. Þessar breyt­ingar eiga að und­ir­strika „þjóð­hags­legt mik­il­vægi“ slíkra fyr­ir­tækja.

Breyt­ing­arnar munu ná yfir öll fyr­ir­tæki í áður­nefndum atvinnu­flokkum sem telj­ast sem stór félög eða stórar sam­stæður í skiln­ingi árs­reikn­inga­laga. Til að telj­ast til slíkra þarf fyr­ir­tæki að fara yfir mörk á að minnsta kosti tveimur af þremur við­miðum sett eru fram í lög­un­um. Þau eru fyrir sam­stæðu að nið­ur­stöðu­tala efna­hags­reikn­ings sé að minnsta kosti þrír millj­arðar króna, að hrein velta sé að minnsta kosti sex millj­arðar króna eða að með­al­fjöldi árs­verka sé að minnsta kosti 250. Fyrir stór félög þarf að upp­fylla tvennt af eft­ir­far­andi þrennu: að eiga heild­ar­eignir yfir þremur millj­örðum króna, að vera með hreina veltu sem er yfir sex millj­örðum króna eða að vera með með­al­fjölda árs­verka yfir 250.

Mun ná til 30 fyr­ir­tækja

Verði frum­varpið að lögum mun það ná til 30 fyr­ir­tækja sem eru ekki skil­greind kerf­is­lega mik­il­væg í lögum í dag. Flest þeirra eru ekki skráð á hluta­bréfa­markað og lúta því ekki þeim auknu skil­yrðum um upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir því. Þó eru sum það, til dæmis Brim, Sím­inn og Eim­skip.

Um helm­ingur þeirra sem bæt­ast við eru stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins (meðal ann­ars Sam­herj­i). Á meðal ann­arra fyr­ir­tækja sem falla munu þar undir eru allra stærstu fyr­ir­tækin sem stunda stór­iðju og stór­tæk raf­orku­kaup hér­lendis (til dæmis Río Tinto á Íslandi í Straums­vík, Alcoa Fjarða­láls og Norð­ur­áls), óskráð fjar­skipta­fyr­ir­tæki á borð við Nova og óskráð skipa­fé­lög á borð við Sam­skip. 

Auglýsing
Frumvarpið er liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar sem miða að því að auka traust á íslensku atvinnu­lífi með því að gera rík­ari kröfur um gagn­sæi í rekstri stærri óskráðra fyr­ir­tækja. Það er samið í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyti. Því koma ráðu­neytin sem stýrt er af for­mönnum allra þriggja stjórn­ar­flokk­anna að gerð frum­varps­ins. 

Gjald­frjáls aðgangur að árs­reikn­ingum

Til við­bótar við ofan­greint er einnig lögð til sú grund­vall­ar­breyt­ing að árs­reikn­ingar og sam­stæðu­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­reikn­ingi sínum til árs­reikn­inga­skrár verði aðgengi­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­ar­lausu á opin­beru vef­svæði. Í frum­varps­drög­unum segir að með breyt­ing­unni sé meðal ann­ars ætl­unin að auka aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum sem félögum sé skylt að útlista í árs­reikn­ingi. „Eðli­legt þykir að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að slíkum upp­lýs­ingum frá félög­um. Greið­ari aðgangur að árs­reikn­ingum er til þess fall­inn að auka aðhald með rekstri félaga, stuðla að upp­lýstri umræðu og efla þannig traust almenn­ings.“

Þeir sem hagn­ist af núver­andi fyr­ir­komu­lagi virð­ast fyrst og síð­ast vera þriðju aðilar sem selja aðgang að upp­lýs­ingum um fyr­ir­tæki sem milli­lið­ir. „Fjár­hags­legir hags­munir þeirra fyr­ir­tækja, sem eru örfá, geta vart trompað lýð­ræð­is­legt mik­il­vægi þess að fjöl­miðlar og almenn­ingur allur hafi frjál­st, frítt og tak­marka­laust aðgengi að opin­berum upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækin sem starfa hér­lend­is.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar