Mynd: Bára Huld Beck

Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum

Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa. Þau fyrirtæki þurfa þá að auka gagnsæi reksturs síns verulega. Auk þess ætlar ríkisstjórnin að gera aðgang að ársreikningum gjaldfrjálsan fyrir almenning og fjölmiðla.

Rík­is­stjórnin hefur lagt fram drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem hefur þann til­gangi að láta stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, stór­iðju- og orku­fyr­ir­tæki, flug­fé­lög, fjar­skipta­fé­lög og skipa­fé­lög sem stunda milli­landa­flutn­inga verða skil­greind sem „ein­ingar tengdar almanna­hags­mun­um“ jafn­vel þótt þau séu ekki skráð á hluta­bréfa­mark­að. Gera má ráð fyrir að rúm­lega 30 fyr­ir­tæki bæt­ist við skil­grein­ing­una „ein­ing tengd almanna­hags­mun­um“ verði frum­varpið óbreytt að lögum en um helm­ingur þeirra eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

Um slík fyr­ir­tæki, sem þá telj­ast kerf­is­lega mik­il­væg, gilda mun strang­ari reglur um gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf en önn­ur. Með öðrum orð­um, þau munu þurfa að sýna mun meira inn á hvað þau eru að gera en hingað til og allar kröfur sem gerðar verða til þeirra verða auknar veru­lega. Þessar breyt­ingar eiga að und­ir­strika „þjóð­hags­legt mik­il­vægi“ slíkra fyr­ir­tækja.

Til að und­ir­strika þetta enn frekar segir í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varps­drög­unum að ástæða þess að þetta sé mik­il­væg breyt­ing sé meðal ann­ars sú að „röskun á starf­semi, þjón­ustu eða rekstri slíkra félaga getur haft umtals­verð áhrif á efna­hags­starf­semi eða stöð­ug­leika vegna þess hversu umfangs­mikil hún er, mark­aðs­hlut­deildar henn­ar, mik­il­vægi á atvinnu­mark­aði, tengsla við aðra starf­semi, flækju­stigs eða starf­semi yfir landa­mæri eða vegna þess að önnur sam­bæri­leg starf­semi eða rekstur hér á landi er tak­mörkuð eða ekki í boði. Þá þykir einnig rétt að gera auknar kröfur til félaga sem með starf­semi sinni standa fyrir nýt­ingu á auð­lindum þjóð­ar­inn­ar, s.s. nytja­stofnum á Íslands­miðum eða orku­auð­lind­um.“

Sjáv­ar­út­vegur og stór­iðja þurfa að auka upp­lýs­inga­gjöf

Breyt­ing­arnar munu ná yfir öll fyr­ir­tæki í áður­nefndum atvinnu­flokkum sem telj­ast sem stór félög eða stórar sam­stæður í skiln­ingi árs­reikn­inga­laga. Til að telj­ast til slíkra þarf fyr­ir­tæki að fara yfir mörk á að minnsta kosti tveimur af þremur við­miðum sett eru fram í lög­un­um. Þau eru fyrir sam­stæðu að nið­ur­stöðu­tala efna­hags­reikn­ings sé að minnsta kosti þrír millj­arðar króna, að hrein velta sé að minnsta kosti sex millj­arðar króna eða að með­al­fjöldi árs­verka sé að minnsta kosti 250. Fyrir stór félög þarf að upp­fylla tvennt af eft­ir­far­andi þrennu: að eiga heild­ar­eignir yfir þremur millj­örðum króna, að vera með hreina veltu sem er yfir sex millj­örðum króna eða að vera með með­al­fjölda árs­verka yfir 250.

Verði frum­varpið að lögum mun það ná til 30 fyr­ir­tækja sem eru ekki skil­greind kerf­is­lega mik­il­væg í lögum í dag. Flest þeirra eru ekki skráð á hluta­bréfa­markað og lúta því ekki þeim auknu skil­yrðum um upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir því. Þó eru sum það, til dæmis Brim, Sím­inn og Eim­skip.

Um helm­ingur þeirra sem bæt­ast við eru stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins (meðal ann­ars Sam­herj­i). Á meðal ann­arra fyr­ir­tækja sem falla munu þar undir eru allra stærstu fyr­ir­tækin sem stunda stór­iðju og stór­tæk raf­orku­kaup hér­lendis (til dæmis Río Tinto á Íslandi í Straums­vík, Alcoa Fjarða­láls og Norð­ur­áls), óskráð fjar­skipta­fyr­ir­tæki á borð við Nova og óskráð skipa­fé­lög á borð við Sam­skip. 

Á meðal þeirra fyrirtækja sem munu falla undir nýju skilgreininguna um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki er Samherji.
Mynd: Samherji

Frum­varpið er liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar sem miða að því að auka traust á íslensku atvinnu­lífi með því að gera rík­ari kröfur um gagn­sæi í rekstri stærri óskráðra fyr­ir­tækja. Það er samið í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ráðu­neyti, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyti. Því koma ráðu­neytin sem stýrt er af for­mönnum allra þriggja stjórn­ar­flokk­anna að gerð frum­varps­ins. 

Gjald­frjáls aðgangur að árs­reikn­ingum

Til við­bótar við ofan­greint er einnig lögð til sú grund­vall­ar­breyt­ing að árs­reikn­ingar og sam­stæðu­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­reikn­ingi sínum til árs­reikn­inga­skrár verði aðgengi­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­ar­lausu á opin­beru vef­svæði. Í frum­varps­drög­unum segir að með breyt­ing­unni sé meðal ann­ars ætl­unin að auka aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum sem félögum sé skylt að útlista í árs­reikn­ingi. „Eðli­legt þykir að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að slíkum upp­lýs­ingum frá félög­um. Greið­ari aðgangur að árs­reikn­ingum er til þess fall­inn að auka aðhald með rekstri félaga, stuðla að upp­lýstri umræðu og efla þannig traust almenn­ings.“

Frum­varp um gjald­frjálst aðgengi almenn­ings og fjöl­miðla liggur reyndar þegar fyrir á Alþingi. Það var lagt fram af Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata, í fyrra­haust. Mælt var fyrir því fyrr á þessu ári og það gekk til efna­hags- og við­skipta­nefndar í jan­ú­ar. Umsagn­ar­frestur hags­muna­að­ila vegna þess rennur út í dag. 

Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem þegar hefur verið mælt fyrir, og leggur til að aðgangur að ársreikningum verði gjaldfrjáls.
Mynd: Bára Huld Beck

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðn­ingi við breyt­ing­una í umsögnum sínum eru Kjarn­inn, Blaða­manna­fé­lag Íslands og Alþýðu­sam­band Íslands. Á meðal þess fram kom í umsögn Kjarn­ans um mál­ið, sem skilað var inn í byrjun viku, er að sú gjald­taka sem sé  til stað­ar, og skil­aði m.a. Rík­is­skatt­stjóra 134 millj­ónum krónum í tekjur á árinu 2017, kemur í veg fyrir að Kjarn­inn og aðrir miðlar sem fjalla um íslenskt atvinnu­líf ráð­ist í umfangs­miklar úttektir á atvinnu­greinum og tak­marki kaup sín á efni úr áður­nefndum skrám við það allra nauð­syn­leg­asta, enda safn­ast hratt upp umtals­verður kostn­aður ef mikið af gögnum eru sótt. 

Þeir sem hagn­ist af núver­andi fyr­ir­komu­lagi virð­ast fyrst og síð­ast vera þriðju aðilar sem selja aðgang að upp­lýs­ingum um fyr­ir­tæki sem milli­lið­ir. „Fjár­hags­legir hags­munir þeirra fyr­ir­tækja, sem eru örfá, geta vart trompað lýð­ræð­is­legt mik­il­vægi þess að fjöl­miðlar og almenn­ingur allur hafi frjál­st, frítt og tak­marka­laust aðgengi að opin­berum upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækin sem starfa hér­lend­is.“

Í frum­varps­drögum rík­is­stjórn­ar­innar sem birt voru í gær segir að ljóst sé að ríkið verði af tekjum verði frum­varpið að lög­um, þar sem árs­reikn­inga­skrá verðu óheim­ilt að taka gjald fyrir aðgengi að árs­reikn­ingum félaga sem birtir verða á opin­beru vef­svæði. Auk þess sem kostn­aður muni hljót­ast af smíði tækni­legrar lausnar svo hægt sé að birta árs­reikn­inga á opin­beru vef­svæð­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar