Mynd: Ríkissáttarsemjari. Ástráður Haraldsson Mynd: Ríkissáttasemjari
Mynd: Ríkissáttarsemjari.

Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur

Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot í meðferð umsókna sinna og áskilur sér rétt til að stefna ríkinu vegna þessa. Í það minnsta vill hann „upplýsa um þau vinnubrögð sem höfð eru uppi.“

Ást­ráður Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari er með það til skoð­unar að stefna íslenska rík­inu vegna ákvörð­unar Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um setn­ingu í tvö emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt í lok síð­ustu viku. Ef Ást­ráður ákveður að stefna mun hann fara fram á ógild­ingu á ákvörðun ráð­herr­ans. 

Í bréfi sem hann sendi dóms­mála­ráð­herra 12. febr­úar síð­ast­lið­inn, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir Ást­ráður að hann hafi ítrekað mátt þola „rétt­ar­brot í með­ferð umsókna minna um skipun og nú setn­ingu í emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara“. Því sé óhjá­kvæmi­legt að hann freisti þess með öllum til­tækum ráðum að fá hlut sinn réttan og „að minnsta kosti gera það sem í mínu valdi stendur til að upp­lýsa um þau vinnu­brögð sem höfð eru upp­i.“

Ást­ráður var einn tveggja umsækj­enda, ásamt Ásu Ólafs­dóttur pró­fess­or, sem hæf­is­nefnd hafði metið hæfust til að vera sett í stöð­urnar þegar hún skil­aði nið­ur­stöðu sinni í drögum 3. febr­úar síð­ast­lið­inn. Hann sá ekki ástæða til að and­mæla þeirri nið­ur­stöðu.

Þegar að and­mæla­réttar umsækj­enda var lið­inn hafði nið­ur­staða hæf­is­nefnd­ar­innar hins vegar breyst á þann veg að Sandra Bald­vins­dóttir hér­aðs­dóm­ari væri jafn­sett Ást­ráði í hæfi, en hún hafði skilað and­mælum til nefnd­ar­inn­ar.

Áslaug Arna tók svo ákvörðun fyrir helgi um að skipa Ásu og Söndru hinar lausu stöð­ur. 

Í bréf­inu sem Ást­ráður sendi til dóms­mála­ráð­herra 12. febr­ú­ar, dag­inn eftir að end­an­leg umsögn dóm­nefndar lá fyr­ir, segir hann að ekk­ert komi fram í álits­gerð nefnd­ar­innar sem gefi neina vís­bend­ingu um eða skýr­ingu á því hvers vegna ályktun nefnd­ar­innar hafi verið breytt.

Þar segir Ást­ráður enn fremur að hann telji máls­með­ferð­ina ekki stand­ast reglur stjórn­sýslu­rétt­ar. „Ég hef engar upp­lýs­ingar um það hvaða for­sendur hafa breyst og hef ekki notið and­mæla­réttar vegna þessa. Þá verð ég al láta þess getið að breyt­ingin sem gerð er á ályktun nefnd­ar­innar er að mínu mati aug­ljós­lega efn­is­lega röng. Við mat á umsækj­endum um emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara við stofnun dóms­ins 2017 var ég met­inn 14. hæf­astur en Sandra Bald­vins­dóttir 22. Síðan þá er mér ekki kunn­ugt um að neinar veru­legar breyt­ingar hafi orðið á hennar háttum að því er starfs­vett­vang áhrærir en ég hef hins vegar með því að taka við emb­ætti hér­aðs­dóm­ara bætt úr þeim ágalla sem helstur var tal­inn á hæfni minni 2017 og ætti því hlut­rænt séð að aukast munur á hæfi okkar tveggja mér í hag frá hinu fyrra mat­i.“

Sagði nefnd hafa litið fram hjá auka- og félags­störfum

Í athuga­semdum sem Sandra gerði við drög að umsögn hæf­is­nefnd­ar, þar sem hún var ekki metin á meðal hæf­ustu umsækj­enda til að verða skip­uð, segir hún að dóm­nefnd hafi litið fram hjá fjöl­mörgum auka­störfum sínum og félags­störf­um. Því gefi umsögnin ekki rétta mynd af starfs­reynslu henn­ar. 

Sandra benti á að hún hefði setið í fjöl­mörgum nefndum og hópum síð­ast­liðna tvo ára­tugi sem unnið hefðu að marg­vís­legum úrbótum innan stjórn­sýsl­unn­ar. Í sumum til­vikum hafi nefnd­irnar skilað af sér í formi frum­varps­draga. Á meðal slíkra sem hún var í er starfs­hópur dóm­stóla­ráðs um hag­kvæmni og skil­virkni við vinnslu dóms­mála. Lagt var fram frum­varp með til­lögum starfs­hóps­ins sem sam­þykkt var sem lög árið 2015. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo aðra umsækjendur í stöðu Landsréttardómara á föstudag.
Mynd: Bára Huld Beck

Þá hafi þess ekki verið getið í drög­unum að Sandra hafi und­an­farin ár „setið í stjórn Dans­í­þrótta­sam­bands Íslands, en sam­bæri­leg reynsla ann­ars umsækj­anda er til­greind í fyr­ir­liggj­andi drög­um, þ.e. að Ása Ólafs­dóttir hafi verið í stjórn Kraft­lyft­inga­sam­bands Íslands. Það kemur heldur ekki fram að ég var for­maður félags sum­ar­húsa­eig­enda í Hvammi, Skorra­dal, frá 2005-2006.“

Með vísan til ofan­greinds taldi hún ljóst að veru­legir ágallar væru á drögum að umsögn hæf­is­nefndar og fór fram á að þau yrðu end­ur­skoð­uð. 

Hæf­is­nefndin varð við þeirri beiðni og í end­an­legri umsögn hennar var Ása metin hæfust, en Ást­ráður og Sandra metin jafn­sett. 

Var á meðal hæf­ustu en ekki skip­aður

Þetta er ekki í eina skiptið sem Ást­ráður hefur sóst eftir því að vera skip­aður dóm­ari við Lands­rétt. Hann sótti um að vera einn þeirra 15 sem valdir voru til að sitja þar við stofnun dóm­stigs­ins á árinu 2017 og var þá, líkt og áður sagði, tal­inn sá 14. hæf­asti af hæf­is­nefnd. 

Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að færa fjóra umsækj­endur sem dóm­­nefndin hafði mælt með að yrðu skip­aðir af skip­un­­ar­list­­anum og bæta fjórum öðrum inn á hann, sem nefndin hafði ekki talið á meðal þeirra hæf­ustu. Alþingi sam­­þykkti svo breyttan lista Sig­ríð­­ar. Ást­ráður var því ekki skip­aður á þeim tíma. Hann, og annar umsækj­andi sem var í sömu stöðu, stefndu rík­­inu vegna þessa.

Hæst­i­­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­­­ur­­­­­­­stöðu í des­em­ber 2018 í málum þeirra að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­­­nefnd­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­dóm­­­­­stóll Evr­­­­­ópu að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­­ar­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­­með­­­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­mála­ráð­herra.

Ást­ráður sótt­ist síðar eftir því að verða skip­aður hér­aðs­dóm­ari og var skip­aður slíkur í byrjun mars 2018.

Athuga­semdir við ein­kunn

Í fyrra­vor sagði einn þeirra ell­efu dóm­ara sem lög­lega voru skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, starfi sínu lausu og greindi frá því að hann hygð­ist setj­ast í helgan stein. 

Alls sóttu átta um þá stöðu. Þar á meðal var Ást­ráð­ur. 

Þá var Eiríkur Jóns­son, þá pró­fessor við Háskóla Íslands, skip­að­ur, en Eiríkur hafði verið í sjö­unda sæti yfir þá sem sem hæf­is­nefnd hafði metið hæf­asta til að vera dóm­arar við Lands­rétt í aðdrag­anda þess að hann var stofn­að­ur. Hann var, líkt og Ást­ráð­ur, færður af list­anum af þáver­andi dóms­mála­ráð­herra. 

Valið á Eiríki kom ekki á óvart og ekki voru gerðar athuga­semdir við það að hálfu ann­arra umsækj­enda. Kjarn­inn hefur hins vegar undir höndum and­mæla­skjal sem Ást­ráður sendi hæfn­is­nefnd­inni sem mat umsækj­endur sum­arið 2019, þar sem hann gerir athuga­semdir við ýmis­legt sem sett var fram við mat á hæfni hans í drögum að umsögn og tveimur vinnu­skjölum nefnd­ar­innar sem honum höfðu verið send.

Landsréttur hefur verið stanslaust þrætuepli frá því að til hans var stofnað, vegna þess hvernig til hans var stofnað.
Mynd: Bára Huld Beck

Ann­ars vegar er um að ræða athuga­semdir við ein­kunna­gjöf nefnd­ar­innar og hins vegar athuga­semdir sem varða minn­is­blað nefnd­ar­innar um færni umsækj­enda um emb­ætti lands­rétt­ar­dóm­ara til að semja dóma. 

Taldi nefnd­ina hafa uppi meið­yrði

Nefndin gerði athuga­semdir við það hvernig Ást­ráður semdi dóma sem hér­aðs­dóm­ari. Í umsögn nefnd­ar­innar sagði að Ást­ráður virt­ist ekki „ gera nægan grein­ar­mun á þeirri skyldu sinni sem dóm­ara að dæma ein­ungis eftir lög­unum og per­sónu­legum við­horfum sínum til máls­að­ila eða sak­ar­efn­is­ins, sem til úrlausnar er hverju sinn­i.“

Í and­mæla­bréfi Ást­ráðs segir að sé þessi texti skil­inn bók­staf­lega verði ekki annað séð en að dóm­nefndin sé að halda því fram að hann hafi gerst sekur um hlut­drægni gagn­vart máls­að­ilum og byggi dóma sína á per­sónu­legum skoð­unum sínum en ekki lög­um. „Hvort sem væri fæli auð­vitað í sér brot á starfs­skyldum mínum og stjórn­ar­skrá svo varðað gæti emb­ætt­is­missi. Dóm­ari verður varla bor­inn þyngri sök­um. Hér hlýtur ein­hver mis­skiln­ingur að hafa orð­ið.[...]Það getur varla hafa verið til­ætlun nefnd­ar­innar að hafa uppi meið­yrði við ein­staka umsækj­endur í álits­gerð sinni. Við þessa fram­setn­ingu óbreytta verður ekki búið. Ég treysti því að þessi fram­setn­ing verði löguð en verði það ekki gert er óhjá­kvæmi­legt að benda á að þessi ummæli eru órök­studd og efn­is­lega röng. Ég áskil mér allan rétt til að bregð­ast við ef ekki verður úr þessu bætt.“

Lækk­aði í hæfi þrátt fyrir að hafa bætt við sig

Varð­andi ein­kunn­ar­gjöf­ina þá kom það Ást­ráði í opna skjöldu að hann lækk­aði tölu­vert í ein­kunn frá þeim tíma sem að hæf­is­nefnd um skipun dóm­ara við Lands­rétt mat hann árið 2017, þrátt fyrir að hafa tekið við dóm­ara­stöðu við hér­aðs­dóm í milli­tíð­inni. „Þetta tel ég að hljóti að telj­ast eins­dæmi og afar und­ar­leg þró­un. Ég minni á að mat hæfn­is­nefndar frá 2017 hefur sætt sér­stakri umfjöllun Hæsta­réttar sem ekki taldi ástæðu til að gera við það athuga­semd­ir,“ segir í bréfi Ást­ráðs. 

Aðrir umsækj­endur sem metnir voru bæði 2017 og 2019 breytt­ust ekki með sama hætti og Ást­ráður í ein­kunn í mati hæf­is­nefnd­ar­inn­ar, og einn hækk­aði jafn­vel að teknu til­liti til auk­innar dóm­ara­reynslu sem hann hafði aflað sér í milli­tíð­inni. „Þetta ger­ist þrátt fyrir að ég sé hinn eini úr þessum fjög­urra manna hópi sem ætti að hafa veru­lega mögu­leika á að hækka í ein­kunn. Ég er sá eini úr hópnum sem hef frá 2017 gert veru­legar breyt­ingar á starfs­ferli mínum og högum sem hlut­lægt séð ættu að leiða til hækk­unar á ein­kunn minni. Ég gekk í það með því að taka að mér starf hér­aðs­dóm­ara að vinna mér inn reynslu á því sviði sem helst þarfn­að­ist úrbóta að mati hæfn­is­nefnd­ar­innar árið 2017,“ segir Ást­ráður í bréf­inu.

Hann tók fram að ef ein­kunn­ar­gjöf hans yrði ekki lag­færð þá myndi hann ekki una því og áskilja sér rétt til að láta á nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar reyna fyrir dómi. 

Þegar end­an­lega umsögn lá fyrir hafði ein­kunn Ást­ráðs hækk­að, en hún var samt lægri en vorið 2017. 

Vill að þrír víki úr hæf­is­nefnd

Í des­em­ber 2019 var ekki bara aug­lýst eftir setn­ingu í tvö emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt heldur líka skipun í eina stöðu, eftir að Ing­veldur Ein­ars­dóttir var skipuð dóm­ari við Hæsta­rétt. 

Alls sóttu fjórir um þá stöðu: Þau Ást­ráður og Sandra og tveir þeirra dóm­ara sem skip­aðir voru ólög­lega við stofnun Lands­rétt­ar, Ásmundur Helga­son og Ragn­heiður Braga­dótt­ir.

Þegar greint var frá því hverjir sóttu um starfið gleymd­ist hins vegar að hafa nafn Ást­ráðs með í fretta­til­kynn­ing­unni. Það var síðar lag­fært. 

Við þetta til­efni skrif­aði Ást­ráður dóms­mála­ráð­herra einnig bréf þar sem hann til­kynnti henni að hann myndi áskilja sér rétt til þess að láta á það reyna fyrir dóm­stólum ef þegar skip­aðir dóm­­arar við Lands­rétt verði skip­aðir í lausa stöðu við rétt­inn.

Í bréf­inu, sem var einnig sent til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, sagði að það sé að mati Ást­ráðs aug­­ljós hætta á því að ef umsókn skip­aðs Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara sé talin gild og myndi svo leiða til nýrrar skip­unar umsækj­and­ans í emb­ætti Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara gætu þeir sem svo kysu látið á það reyna hvort slík skipun teld­ist lög­­­mæt.

Með slíkri skipan væri í raun verið að gera til­­raun til að lög­­helga eftir á skipun dóm­­ara sem þegar hefði verið metin ólög­­mæt. „Ég tel tals­verðar líkur á að nið­­ur­­staða dóm­stóla yrði sú að slík skipan stæð­ist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tek­ið, í ljósi for­­sög­unn­­ar, afar óheppi­­legt bæði fyrir dóms­­kerfið og umsækj­and­ann ef það yrði nið­­ur­­stað­­an. Slíkur fram­­gangur væri auk þess til þess fall­inn að draga á lang­inn ríkj­andi réttaró­vissu um fram­­tíð­­ar­­skipan Lands­réttar og fæli í sér afar sér­­­kenn­i­­leg skila­­boð inn í yfir­­stand­andi mála­­rekstur fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stóli Evr­­ópu. Ég tel raunar að Lands­­réttur megi illa við frek­­ari slíkum skakka­­föll­u­m.“

Kjarn­inn hefur einnig undir höndum annað bréf sem Ást­ráður sendi til hæfn­is­nefnd­ar­innar um hæfi umsækj­enda um skip­un­ina, sent 13. febr­úar síð­ast­lið­inn, þar sem hann fer fram á að þeir þrír nefnd­ar­menn sem tóku líka ákvörðun um hæfi þeirra sem sótt­ust eftir því að vera settir dóm­arar í Lands­rétt fyrr í mán­uð­in­um, víki úr nefnd­inni. Um er að ræða Ingi­mund Ein­ars­son, Ragn­hildi Helga­dóttur og Óskar Sig­urðs­son. Í bréf­inu segir Ást­ráður að hann telji nefnd­ar­menn­ina þrjá mögu­lega hafa brotið stjórn­sýslu­reglur bæði um form og efni og með aðkomu sinni að nið­ur­stöð­unni frá 12. febr­úar valdið því að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að draga megi í efa óhlut­drægni þeirra varð­andi mat á hæfi Ást­ráðs. 

Það hafi þre­menn­ing­arnir gert með því að „gera á ell­eftu stundu óvæntar breyt­ingar á áður boð­aðri nið­ur­stöðu sinni vegna and­mæla ann­ars umsækj­anda án þess að gefa mér kost á að koma að sjón­ar­miðum mínum um þennan breytta grund­völl afgreiðslu nefnd­ar­innar viðrist mér að nefndin hafi brotið and­mæla­reglu gagn­vart mér. Þá tel ég að allt bendi til þess að fyrr­greind breyt­ing á hæfn­is­röðun stand­ist ber­sýni­lega ekki efn­is­lega skoðun og sé röng og ómál­efna­leg og brot á efn­is­reglum stjórn­sýslu­rétt­ar. [...]Á­lyktun hæfn­is­nefndar frá 12. febr­úar hefur leitt til þess að ég hef nú til skoð­unar að höfða mál til ógild­ingar nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og þeirrar ákvörð­unar sem ráð­herra mun taka á grund­velli hennar og í því máli munu ofan­greindir nefnd­ar­menn verða kall­aðir til sem vitni. Ekki þarf að fjöl­yrða um hversu óheppi­leg aðkoma þeirra að starfi hæfn­is­nefndar verður í því ljósi.“

Hæfn­is­nefndin tók erindið fyrir á fundi sínum í síð­ustu viku, þann 17. febr­ú­ar. Þar var kröfu Ást­ráðs um að þre­menn­ing­arnir myndu víkja sæti hafn­að.

Enn hefur ekki verið skipað í þá stöðu sem er laus við Lands­rétt.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar