Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu

Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Auglýsing

Ást­ráður Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari hefur til­kynnt Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um það með bréfi, dag­settu í dag, að hann áskilji sér allan rétt til þess að láta á það reyna fyrir dóm­stólum ef þegar skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt verði skip­aðir í lausa stöðu við rétt­inn.

Í bréfi hans, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og var einnig sent til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, segir að það sé að mati Ást­ráðs aug­ljós hætta á því að ef umsókn skip­aðs Lands­rétt­ar­dóm­ara sé talin gild og myndi svo leiða til nýrrar skip­unar umsækj­and­ans í emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara gætu þeir sem svo kysu látið á það reyna hvort slík skipun teld­ist lög­mæt.

Með slíkri skipan væri í raun verið að gera til­raun til að lög­helga eftir á skipun dóm­ara sem þegar hefði verið metin ólög­mæt. „Ég tel tals­verðar líkur á að nið­ur­staða dóm­stóla yrði sú að slík skipan stæð­ist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tek­ið, í ljósi for­sög­unn­ar, afar óheppi­legt bæði fyrir dóms­kerfið og umsækj­and­ann ef það yrði nið­ur­stað­an. Slíkur fram­gangur væri auk þess til þess fall­inn að draga á lang­inn ríkj­andi réttaró­vissu um fram­tíð­ar­skipan Lands­réttar og fæli í sér afar sér­kenni­leg skila­boð inn í yfir­stand­andi mála­rekstur fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Ég tel raunar að Lands­réttur megi illa við frek­ari slíkum skakka­föll­u­m.“

Ólög­lega skipuð í Lands­rétt

Fyrr í dag var greint frá því að fjórir hefðu sótt um lausa stöðu dóm­ara við Lands­rétt.  Fjórir sóttu um stöð­una og er Ást­ráður þar á með­al. Hinir þrír eru Ásmundur Helga­­­son Ragn­heiður Braga­dótt­ir, sem eru bæði dóm­­­arar við Lands­rétt, og Sandra Bald­vins­dóttir hér­­­aðs­­­dóm­­­ari.

Auglýsing
Ást­ráður er einn þeirra fjög­­­urra sem urðu af dóm­­­ara­­­sæti þegar Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­­nefndar um skipun fimmtán dóm­­­­­­­­ara í Lands­rétt í lok maí 2017. Hún ákvað að til­­­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­ustu, þar með talin bæði Ásmund og Ragn­heiði, og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra. 

Mál­inu var skotið til yfir­­­deildar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins og mál­­flutn­ingur fyrir honum fer fram í næsta mán­uð­i. 

Ekki leyst með stóla­ball­ett

Ást­ráður rekur í bréfi sínu að svipuð staða hafi komið upp í maí 2019, þegar staða Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar við Lands­rétt var aug­lýst laus til umsókn­ar, í kjöl­far þess að hann til­kynnti um hann ætl­aði að setj­ast í helgan stein. Þá hafi afstaða dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins verið sú að það að umsækj­andi væri skip­aður Lands­rétt­ar­dóm­ari stæði ekki í vegi fyrir því að sá sami gæti sótt um emb­ætt­ið. „Þessa nið­ur­stöðu ráðu­neyt­is­ins frá í maí 2019 tel ég ber­sýni­lega ranga. Það er mín afstaða að ekki stand­ist að Lands­rétt­ar­dóm­ari sem skip­aður er ótíma­bundið í emb­ætti geti án þess að segja fyrst af sér emb­ætt­inu sótt um laust emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara. Ég tel raunar að þessi nið­ur­staða sé svo aug­ljós af eðl­is­rökum að varla ætti að vefj­ast fyrir nokkrum manni. Eng­inn getur sótt um emb­ætti sem þegar gegnir því emb­ætt­i.“

Ást­ráður rekur það að til­gangur þess að aug­lýsa laust emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara nú væri sá að manna lausa stöðu sem losn­aði vegna þess að Ing­veldur Ein­ars­dóttir var skipuð dóm­ari við Hæsta­rétt í des­em­ber síð­ast­liðn­um, en hún var áður dóm­ari við Lands­rétt. „Þessum til­gangi verður aug­ljós­lega ekki náð með því að færa til mann úr einu emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara í ann­að. Sá vandi sem ólög­mæt emb­ætt­is­færsla dóms­mála­ráð­herra sum­arið 2017 skóp dóms­kerf­inu og þeim ein­stak­lingum sem ekki hafa getað gegnt störfum Lands­rétt­ar­dóm­ara síðan í mars 2019 verður ekki leystur með slíkum stóla­ball­ett eða hnísu­stökki. Væri sú afstaða um gildi umsóknar sem ráðu­neytið tók í maí 2019 almennt lögð til grund­vallar væri ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að til að mynda dóm­arar Hæsta­réttar sæktu sjálfir um hverja þá stöðu sem að aug­lýst yrði við rétt­inn. Þeir myndu að lík­indum telj­ast meðal hæf­ustu umsækj­enda og gætu með þessum ef þeim bið svo við að horfa, komið í veg fyrir að unnt yrði að skipa nýja dóm­ara meðan þeim sjálfum ent­ist emb­ætt­is­ald­ur. Aug­ljóst er að slík enda­leysa stenst ekki.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent