Fjórir sóttu um embætti dómara við Landsrétt – Tveir eru þegar dómarar

Af þeim fjórum sem sóttu um embætti dómara við Landsrétt, sem var auglýst laust til umsóknar í byrjun árs, eru tveir þegar dómarar við réttinn. Hvorugt þeirra er þó starfandi vegna þess að þau voru ólöglega skipuð.

landsréttur
Auglýsing

Alls sóttu fjórir um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt sem var aug­lýst laust til umsóknar 3. jan­úar síð­ast­lið­inn. Umsókn­ar­frestur var til síð­asta mánu­dags, 20. jan­ú­ar. Skipað verður í emb­ættið hið fyrsta eftir að dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti hefur lokið störf­um. 

Umsækj­endur um emb­ættið eru Ásmundur Helga­son, dóm­ari við Lands­rétt, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, dóm­ari við Lands­rétt, Sandra Bald­vins­dóttir hér­aðs­dóm­ari og Ást­ráður Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari. 

Um er að ræða stöðu við Lands­rétt sem losn­aði þegar Ing­veldur Ein­ars­dóttir var skipuð dóm­ari við Hæsta­rétt í des­em­ber. 

Alls voru 15 dóm­arar upp­haf­lega skip­aðir í Lands­rétt. Hæf­is­nefnd 15 umsækj­endur hæf­asta til að setj­ast í þau emb­ætt­i. ­Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­þykkti svo lista Sig­ríð­­ar. Þeir fjórir sem hæf­is­nefndin taldi ekki á meðal hæf­ustu umsækj­enda, en Sig­ríður bætti við á list­ann á kostnað ann­arra,  vor­u  Ragn­heiður og Ásmundur Helga­­­­son auk ­Arn­­­­fríðar Ein­­­­ar­s­dótt­ur ogJóns Finn­­­­björns­­­­son­ar.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­ar­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­með­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra. 

Auglýsing
Einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son, sagði starfi sínu lausu í fyrra­vor og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­ast í helgan stein. 

Staða hans var aug­lýst og umsókn­­ar­frestur rann út síðla í maí 2019. Alls sóttu þá átta um stöð­una, þar af tveir sitj­andi dóm­­arar í Lands­rétti, Ásmundur og Ragn­heið­ur. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­­­urra lands­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­­­ur­­­staða Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu var birt. Mál­inu var skotið til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og mál­flutn­ingur fyrir honum fer fram í næsta mán­uð­i. 

Eiríkur Jóns­son, þá laga­pró­fessor við Háskóla Íslands og einn þeirra sem Sig­ríður hafði ákveðið að skipa ekki þrátt fyrir að hæf­is­nefnd hefði metið hann sjö­unda hæf­astan allra umsækj­enda í upp­runa­lega skip­un­ar­ferl­inu, var þá skip­aður í emb­ætt­ið.  

Ásmundur og Ragn­heiður eru bæði aftur á meðal umsækj­enda nú, þrátt fyrir að vera þegar skip­aðir dóm­arar við rétt­inn en mega ekki starfa þar vegna þess að upp­haf­leg skipun þeirra var ólög­mæt. Þrátt fyrir að hafa ekki dæmt í málum í nálægt ár eru allir fjórir dóm­ar­arnir sem fóru í leyf­i. 

Þann 20. des­em­ber 2019 aug­lýsti dóms­­mála­ráðu­­neytið laus til setn­ingar tvö emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt og rann umsókn­­ar­frestur út þann 6. jan­úar síð­­ast­lið­inn. Á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins segir að sett verði í emb­ættin hið fyrsta eftir að dóm­­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti hafi lokið störf­­um.

Um er að ræða emb­ætti þeirra Ásmundar og Jóns Finn­­björns­­son­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent