Fjórir sóttu um embætti dómara við Landsrétt – Tveir eru þegar dómarar

Af þeim fjórum sem sóttu um embætti dómara við Landsrétt, sem var auglýst laust til umsóknar í byrjun árs, eru tveir þegar dómarar við réttinn. Hvorugt þeirra er þó starfandi vegna þess að þau voru ólöglega skipuð.

landsréttur
Auglýsing

Alls sóttu fjórir um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt sem var aug­lýst laust til umsóknar 3. jan­úar síð­ast­lið­inn. Umsókn­ar­frestur var til síð­asta mánu­dags, 20. jan­ú­ar. Skipað verður í emb­ættið hið fyrsta eftir að dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti hefur lokið störf­um. 

Umsækj­endur um emb­ættið eru Ásmundur Helga­son, dóm­ari við Lands­rétt, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, dóm­ari við Lands­rétt, Sandra Bald­vins­dóttir hér­aðs­dóm­ari og Ást­ráður Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari. 

Um er að ræða stöðu við Lands­rétt sem losn­aði þegar Ing­veldur Ein­ars­dóttir var skipuð dóm­ari við Hæsta­rétt í des­em­ber. 

Alls voru 15 dóm­arar upp­haf­lega skip­aðir í Lands­rétt. Hæf­is­nefnd 15 umsækj­endur hæf­asta til að setj­ast í þau emb­ætt­i. ­Sig­ríður Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­þykkti svo lista Sig­ríð­­ar. Þeir fjórir sem hæf­is­nefndin taldi ekki á meðal hæf­ustu umsækj­enda, en Sig­ríður bætti við á list­ann á kostnað ann­arra,  vor­u  Ragn­heiður og Ásmundur Helga­­­­son auk ­Arn­­­­fríðar Ein­­­­ar­s­dótt­ur ogJóns Finn­­­­björns­­­­son­ar.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­­­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­ar­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­með­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra. 

Auglýsing
Einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son, sagði starfi sínu lausu í fyrra­vor og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­ast í helgan stein. 

Staða hans var aug­lýst og umsókn­­ar­frestur rann út síðla í maí 2019. Alls sóttu þá átta um stöð­una, þar af tveir sitj­andi dóm­­arar í Lands­rétti, Ásmundur og Ragn­heið­ur. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­­­urra lands­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara sem hafa ekki fengið að dæma í málum frá því að nið­­­ur­­­staða Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu var birt. Mál­inu var skotið til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og mál­flutn­ingur fyrir honum fer fram í næsta mán­uð­i. 

Eiríkur Jóns­son, þá laga­pró­fessor við Háskóla Íslands og einn þeirra sem Sig­ríður hafði ákveðið að skipa ekki þrátt fyrir að hæf­is­nefnd hefði metið hann sjö­unda hæf­astan allra umsækj­enda í upp­runa­lega skip­un­ar­ferl­inu, var þá skip­aður í emb­ætt­ið.  

Ásmundur og Ragn­heiður eru bæði aftur á meðal umsækj­enda nú, þrátt fyrir að vera þegar skip­aðir dóm­arar við rétt­inn en mega ekki starfa þar vegna þess að upp­haf­leg skipun þeirra var ólög­mæt. Þrátt fyrir að hafa ekki dæmt í málum í nálægt ár eru allir fjórir dóm­ar­arnir sem fóru í leyf­i. 

Þann 20. des­em­ber 2019 aug­lýsti dóms­­mála­ráðu­­neytið laus til setn­ingar tvö emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt og rann umsókn­­ar­frestur út þann 6. jan­úar síð­­ast­lið­inn. Á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins segir að sett verði í emb­ættin hið fyrsta eftir að dóm­­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti hafi lokið störf­­um.

Um er að ræða emb­ætti þeirra Ásmundar og Jóns Finn­­björns­­son­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent