Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn

Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Nei­kvæð áhrif af aflagðri starf­semi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 mun ­nema um átta millj­örðum króna, að teknu til­liti til skatta. Þetta kemur fram í afkomu­við­vörun frá bank­anum.

Áhrif á eign­fjár­hlut­föll bank­ans eru óveru­leg og eru þau áfram sterk, segir í til­kynn­ingu. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu til­liti til áhrifa af aflagðri starf­semi og eigna til sölu er um 1 millj­arður króna. Þetta er mikil breyt­ingu frá afkomu bank­ans á árunum 2017 og 2018, en á þeim árum hagn­að­ist bank­inn um sam­tals 22,2 millj­arða króna.

Valitor og Stakks­berg

Nei­kvæð áhrif á fjórð­ungnum skýr­ast einkum af tveimur þátt­um, það er nið­ur­færslu á eignum er tengj­ast Valitor og Stakks­berg, sem heldur utan um eignir sem áður til­heyrðu United Sil­icon í Helgu­vík. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu segir að óefn­is­legar eignir þurfi að færa niður um fjóra millj­arða hjá Valitor. Í kjöl­far ákvörð­unar stjórnar Valitor, dótt­ur­fé­lags Arion banka, frá 30. des­em­ber sl. um að ráð­ast í end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins til að styrkja kjarna­starf­semi þess og snúa við tap­rekstri, var útbúin ný við­skipta­á­ætl­un, og á grunni hennar var unnið virð­is­rýrn­un­ar­próf. „Á grunni þeirrar við­skipta­á­ætl­unar hefur verið unnið virð­is­rýrn­un­ar­próf á óefn­is­legum eignum félags­ins. Umtals­verður hluti þeirra óefn­is­legu eigna teng­ist alrás­ar­lausnum Valitor (e. omn­i-channel solutions) en ákvörðun stjórnar fól í sér að veru­lega myndi draga úr fjár­fest­ingu í þeirri lausn. Stjórn Valitor sam­þykkti á fundi sínum fyrr í dag nýja við­skipta­á­ætlun félags­ins. Nið­ur­stöður virð­is­rýrn­un­ar­próf­anna fela í sér að færa þarf óefn­is­lega eign Valitor niður um 4 millj­arða króna. Þessi virð­is­rýrnun mun end­ur­spegl­ast í afkomu af eignum til sölu á fjórða árs­fjórð­ungi hjá Arion banka og kemur til við­bótar við rekstartap Valitor á fjórð­ungnum og kostnað við sölu­ferli félags­ins, sam­tals 1,7 millj­arð króna. Kostn­aður við end­ur­skipu­lagn­ingu Valitor upp á 600 m.kr. sem greint var frá í til­kynn­ingu frá bank­anum 30. des­em­ber sl. er inni­fal­inn í þeirri fjár­hæð. Óefn­is­leg eign Valitor eftir virð­is­rýrn­un­ina nemur um 3,4 millj­örðum króna og til­heyrir starf­semi sem skilað hefur rekstr­ar­hagn­aði. Þar sem um óefn­is­legar eignir er að ræða hefur þessi nið­ur­færsla engin áhrif á eig­in­fjár­hlut­föll Arion banka,“ segir í til­kynn­ingu frá Arion banka.

Enn­fremur segir að skipu­lags­breyt­ingar þær sem Valitor hefur ráð­ist í muni draga veru­lega úr fjár­fest­ing­ar­þörf og rekstr­ar­kostn­aði félags­ins horft fram á veg­inn og miða að því að breyta afkomu félags­ins úr tapi í rekstr­ar­hagnað fyrir afskriftir og fjár­magnsliði (e. EBIT­DA). 

Þrot United Sil­icon dregur dilk á eftir sér

Gjald­þrot United Sil­icon í Helgu­vík hefur haft víð­tækar nei­kvæðar afleið­ingar fyrir Arion banka. Félagið Stakks­berg, sem er í eigu Arion banka, heldur utan um eign­ar­halds­fé­lag um síli­kon­verk­smiðj­una í Helgu­vík. Verk­smiðjan er í sölu­ferli, en vegna óvissu á mrök­uðum með síli­kon hafa nokkrir fram­leið­endur dregið úr fram­leiðslu eða loka verk­smiðj­um. „Því er til staðar ónýtt fram­leiðslu­geta sem leiða má líkur að hafi nei­kvæð áhrif á sölu­ferli síli­kon­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Arion banki nið­ur­færir því eignir Stakks­bergs og nema áhrifin á afkomu fjórða árs­fjórð­ungs um 2,3 millj­örðum króna að teknu til­liti til skatta,“ segir í til­kynn­ingu.

Fjár­hags­leg mark­mið Arion banka til næstu ára, m.a. um arð­semi og þróun eigin fjár, hald­ast óbreytt. Mark­miðin eru meðal ann­ars á ná 10 pró­sent arð­semi eigin fjár. 

Í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra var eigið fé Arion banka 196 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir 1.213 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans, sem skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, er rúmega 146 millj­arðar króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent