Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn

Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um átta milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun frá bankanum.

Áhrif á eignfjárhlutföll bankans eru óveruleg og eru þau áfram sterk, segir í tilkynningu. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna. Þetta er mikil breytingu frá afkomu bankans á árunum 2017 og 2018, en á þeim árum hagnaðist bankinn um samtals 22,2 milljarða króna.

Valitor og Stakksberg

Neikvæð áhrif á fjórðungnum skýrast einkum af tveimur þáttum, það er niðurfærslu á eignum er tengjast Valitor og Stakksberg, sem heldur utan um eignir sem áður tilheyrðu United Silicon í Helguvík. 

Auglýsing

Í tilkynningu segir að óefnislegar eignir þurfi að færa niður um fjóra milljarða hjá Valitor. Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Valitor, dótturfélags Arion banka, frá 30. desember sl. um að ráðast í endurskipulagningu félagsins til að styrkja kjarnastarfsemi þess og snúa við taprekstri, var útbúin ný viðskiptaáætlun, og á grunni hennar var unnið virðisrýrnunarpróf. „Á grunni þeirrar viðskiptaáætlunar hefur verið unnið virðisrýrnunarpróf á óefnislegum eignum félagsins. Umtalsverður hluti þeirra óefnislegu eigna tengist alrásarlausnum Valitor (e. omni-channel solutions) en ákvörðun stjórnar fól í sér að verulega myndi draga úr fjárfestingu í þeirri lausn. Stjórn Valitor samþykkti á fundi sínum fyrr í dag nýja viðskiptaáætlun félagsins. Niðurstöður virðisrýrnunarprófanna fela í sér að færa þarf óefnislega eign Valitor niður um 4 milljarða króna. Þessi virðisrýrnun mun endurspeglast í afkomu af eignum til sölu á fjórða ársfjórðungi hjá Arion banka og kemur til viðbótar við rekstartap Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna. Kostnaður við endurskipulagningu Valitor upp á 600 m.kr. sem greint var frá í tilkynningu frá bankanum 30. desember sl. er innifalinn í þeirri fjárhæð. Óefnisleg eign Valitor eftir virðisrýrnunina nemur um 3,4 milljörðum króna og tilheyrir starfsemi sem skilað hefur rekstrarhagnaði. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

Ennfremur segir að skipulagsbreytingar þær sem Valitor hefur ráðist í muni draga verulega úr fjárfestingarþörf og rekstrarkostnaði félagsins horft fram á veginn og miða að því að breyta afkomu félagsins úr tapi í rekstrarhagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði (e. EBITDA). 

Þrot United Silicon dregur dilk á eftir sér

Gjaldþrot United Silicon í Helguvík hefur haft víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir Arion banka. Félagið Stakksberg, sem er í eigu Arion banka, heldur utan um eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðjuna í Helguvík. Verksmiðjan er í söluferli, en vegna óvissu á mrökuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða loka verksmiðjum. „Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki niðurfærir því eignir Stakksbergs og nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta,“ segir í tilkynningu.

Fjárhagsleg markmið Arion banka til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldast óbreytt. Markmiðin eru meðal annars á ná 10 prósent arðsemi eigin fjár. 

Í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra var eigið fé Arion banka 196 milljarðar króna, og heildareignir 1.213 milljarðar króna. Markaðsvirði bankans, sem skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð, er rúmega 146 milljarðar króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent