Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn

Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Nei­kvæð áhrif af aflagðri starf­semi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 mun ­nema um átta millj­örðum króna, að teknu til­liti til skatta. Þetta kemur fram í afkomu­við­vörun frá bank­anum.

Áhrif á eign­fjár­hlut­föll bank­ans eru óveru­leg og eru þau áfram sterk, segir í til­kynn­ingu. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu til­liti til áhrifa af aflagðri starf­semi og eigna til sölu er um 1 millj­arður króna. Þetta er mikil breyt­ingu frá afkomu bank­ans á árunum 2017 og 2018, en á þeim árum hagn­að­ist bank­inn um sam­tals 22,2 millj­arða króna.

Valitor og Stakks­berg

Nei­kvæð áhrif á fjórð­ungnum skýr­ast einkum af tveimur þátt­um, það er nið­ur­færslu á eignum er tengj­ast Valitor og Stakks­berg, sem heldur utan um eignir sem áður til­heyrðu United Sil­icon í Helgu­vík. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu segir að óefn­is­legar eignir þurfi að færa niður um fjóra millj­arða hjá Valitor. Í kjöl­far ákvörð­unar stjórnar Valitor, dótt­ur­fé­lags Arion banka, frá 30. des­em­ber sl. um að ráð­ast í end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins til að styrkja kjarna­starf­semi þess og snúa við tap­rekstri, var útbúin ný við­skipta­á­ætl­un, og á grunni hennar var unnið virð­is­rýrn­un­ar­próf. „Á grunni þeirrar við­skipta­á­ætl­unar hefur verið unnið virð­is­rýrn­un­ar­próf á óefn­is­legum eignum félags­ins. Umtals­verður hluti þeirra óefn­is­legu eigna teng­ist alrás­ar­lausnum Valitor (e. omn­i-channel solutions) en ákvörðun stjórnar fól í sér að veru­lega myndi draga úr fjár­fest­ingu í þeirri lausn. Stjórn Valitor sam­þykkti á fundi sínum fyrr í dag nýja við­skipta­á­ætlun félags­ins. Nið­ur­stöður virð­is­rýrn­un­ar­próf­anna fela í sér að færa þarf óefn­is­lega eign Valitor niður um 4 millj­arða króna. Þessi virð­is­rýrnun mun end­ur­spegl­ast í afkomu af eignum til sölu á fjórða árs­fjórð­ungi hjá Arion banka og kemur til við­bótar við rekstartap Valitor á fjórð­ungnum og kostnað við sölu­ferli félags­ins, sam­tals 1,7 millj­arð króna. Kostn­aður við end­ur­skipu­lagn­ingu Valitor upp á 600 m.kr. sem greint var frá í til­kynn­ingu frá bank­anum 30. des­em­ber sl. er inni­fal­inn í þeirri fjár­hæð. Óefn­is­leg eign Valitor eftir virð­is­rýrn­un­ina nemur um 3,4 millj­örðum króna og til­heyrir starf­semi sem skilað hefur rekstr­ar­hagn­aði. Þar sem um óefn­is­legar eignir er að ræða hefur þessi nið­ur­færsla engin áhrif á eig­in­fjár­hlut­föll Arion banka,“ segir í til­kynn­ingu frá Arion banka.

Enn­fremur segir að skipu­lags­breyt­ingar þær sem Valitor hefur ráð­ist í muni draga veru­lega úr fjár­fest­ing­ar­þörf og rekstr­ar­kostn­aði félags­ins horft fram á veg­inn og miða að því að breyta afkomu félags­ins úr tapi í rekstr­ar­hagnað fyrir afskriftir og fjár­magnsliði (e. EBIT­DA). 

Þrot United Sil­icon dregur dilk á eftir sér

Gjald­þrot United Sil­icon í Helgu­vík hefur haft víð­tækar nei­kvæðar afleið­ingar fyrir Arion banka. Félagið Stakks­berg, sem er í eigu Arion banka, heldur utan um eign­ar­halds­fé­lag um síli­kon­verk­smiðj­una í Helgu­vík. Verk­smiðjan er í sölu­ferli, en vegna óvissu á mrök­uðum með síli­kon hafa nokkrir fram­leið­endur dregið úr fram­leiðslu eða loka verk­smiðj­um. „Því er til staðar ónýtt fram­leiðslu­geta sem leiða má líkur að hafi nei­kvæð áhrif á sölu­ferli síli­kon­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Arion banki nið­ur­færir því eignir Stakks­bergs og nema áhrifin á afkomu fjórða árs­fjórð­ungs um 2,3 millj­örðum króna að teknu til­liti til skatta,“ segir í til­kynn­ingu.

Fjár­hags­leg mark­mið Arion banka til næstu ára, m.a. um arð­semi og þróun eigin fjár, hald­ast óbreytt. Mark­miðin eru meðal ann­ars á ná 10 pró­sent arð­semi eigin fjár. 

Í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra var eigið fé Arion banka 196 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir 1.213 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans, sem skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, er rúmega 146 millj­arðar króna. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent