Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn

Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Nei­kvæð áhrif af aflagðri starf­semi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða árs­fjórð­ungi 2019 mun ­nema um átta millj­örðum króna, að teknu til­liti til skatta. Þetta kemur fram í afkomu­við­vörun frá bank­anum.

Áhrif á eign­fjár­hlut­föll bank­ans eru óveru­leg og eru þau áfram sterk, segir í til­kynn­ingu. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu til­liti til áhrifa af aflagðri starf­semi og eigna til sölu er um 1 millj­arður króna. Þetta er mikil breyt­ingu frá afkomu bank­ans á árunum 2017 og 2018, en á þeim árum hagn­að­ist bank­inn um sam­tals 22,2 millj­arða króna.

Valitor og Stakks­berg

Nei­kvæð áhrif á fjórð­ungnum skýr­ast einkum af tveimur þátt­um, það er nið­ur­færslu á eignum er tengj­ast Valitor og Stakks­berg, sem heldur utan um eignir sem áður til­heyrðu United Sil­icon í Helgu­vík. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu segir að óefn­is­legar eignir þurfi að færa niður um fjóra millj­arða hjá Valitor. Í kjöl­far ákvörð­unar stjórnar Valitor, dótt­ur­fé­lags Arion banka, frá 30. des­em­ber sl. um að ráð­ast í end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins til að styrkja kjarna­starf­semi þess og snúa við tap­rekstri, var útbúin ný við­skipta­á­ætl­un, og á grunni hennar var unnið virð­is­rýrn­un­ar­próf. „Á grunni þeirrar við­skipta­á­ætl­unar hefur verið unnið virð­is­rýrn­un­ar­próf á óefn­is­legum eignum félags­ins. Umtals­verður hluti þeirra óefn­is­legu eigna teng­ist alrás­ar­lausnum Valitor (e. omn­i-channel solutions) en ákvörðun stjórnar fól í sér að veru­lega myndi draga úr fjár­fest­ingu í þeirri lausn. Stjórn Valitor sam­þykkti á fundi sínum fyrr í dag nýja við­skipta­á­ætlun félags­ins. Nið­ur­stöður virð­is­rýrn­un­ar­próf­anna fela í sér að færa þarf óefn­is­lega eign Valitor niður um 4 millj­arða króna. Þessi virð­is­rýrnun mun end­ur­spegl­ast í afkomu af eignum til sölu á fjórða árs­fjórð­ungi hjá Arion banka og kemur til við­bótar við rekstartap Valitor á fjórð­ungnum og kostnað við sölu­ferli félags­ins, sam­tals 1,7 millj­arð króna. Kostn­aður við end­ur­skipu­lagn­ingu Valitor upp á 600 m.kr. sem greint var frá í til­kynn­ingu frá bank­anum 30. des­em­ber sl. er inni­fal­inn í þeirri fjár­hæð. Óefn­is­leg eign Valitor eftir virð­is­rýrn­un­ina nemur um 3,4 millj­örðum króna og til­heyrir starf­semi sem skilað hefur rekstr­ar­hagn­aði. Þar sem um óefn­is­legar eignir er að ræða hefur þessi nið­ur­færsla engin áhrif á eig­in­fjár­hlut­föll Arion banka,“ segir í til­kynn­ingu frá Arion banka.

Enn­fremur segir að skipu­lags­breyt­ingar þær sem Valitor hefur ráð­ist í muni draga veru­lega úr fjár­fest­ing­ar­þörf og rekstr­ar­kostn­aði félags­ins horft fram á veg­inn og miða að því að breyta afkomu félags­ins úr tapi í rekstr­ar­hagnað fyrir afskriftir og fjár­magnsliði (e. EBIT­DA). 

Þrot United Sil­icon dregur dilk á eftir sér

Gjald­þrot United Sil­icon í Helgu­vík hefur haft víð­tækar nei­kvæðar afleið­ingar fyrir Arion banka. Félagið Stakks­berg, sem er í eigu Arion banka, heldur utan um eign­ar­halds­fé­lag um síli­kon­verk­smiðj­una í Helgu­vík. Verk­smiðjan er í sölu­ferli, en vegna óvissu á mrök­uðum með síli­kon hafa nokkrir fram­leið­endur dregið úr fram­leiðslu eða loka verk­smiðj­um. „Því er til staðar ónýtt fram­leiðslu­geta sem leiða má líkur að hafi nei­kvæð áhrif á sölu­ferli síli­kon­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Arion banki nið­ur­færir því eignir Stakks­bergs og nema áhrifin á afkomu fjórða árs­fjórð­ungs um 2,3 millj­örðum króna að teknu til­liti til skatta,“ segir í til­kynn­ingu.

Fjár­hags­leg mark­mið Arion banka til næstu ára, m.a. um arð­semi og þróun eigin fjár, hald­ast óbreytt. Mark­miðin eru meðal ann­ars á ná 10 pró­sent arð­semi eigin fjár. 

Í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra var eigið fé Arion banka 196 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir 1.213 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans, sem skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, er rúmega 146 millj­arðar króna. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent