Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja

Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.

Bjorgolfurthorssteinn.jpg
Auglýsing

Björgólfur Jóhanns­son, tíma­bund­inn for­stjóri Sam­herja, reiknar ekki með því að sitja í for­stjóra­stólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Hann úti­lokar ekki að Þor­steinn Már Bald­vins­son, sem var for­stjóri Sam­herja til ára­tuga en steig til hliðar eftir opin­ber­anir fjöl­miðla um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja, muni snúa aftur í starf­ið. Þetta kemur fram í við­tali við Björgólf í vef­miðl­inum Intra­fish, sem sér­hæfir sig í umfjöllun um sjáv­ar­út­vegs­mál, ­sem birt var í vik­unn­i. 

„Hann hefur verið starf­andi í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi í mörg ár og er lík­lega sá náungi sem veit mest um sjáv­ar­út­veg á Íslandi og í Evr­ópu,“ sagði Björgólfur um Þor­stein Má. 

Áður hafði Björgólfur sagt að hann bygg­ist ekki við því að vera for­stjóri Sam­herja lengur en fram á fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs. Nú er ljóst að sá tími hefur lengst, en Sam­herji býst við því að rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein á við­skipta­háttum þess, sem Sam­herji greiðir fyr­ir, muni ljúka í apr­íl. Yfir­völd í Namib­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a. 

Ein­beita sér að ásök­unum um mútu­greiðslur

Í við­tal­inu við Intra­fish sagði Björgólfur að Sam­herji væri að ein­beita sér að því að kanna ásak­anir um mútu­greiðslur og að fyr­ir­tækið hefði þegar úti­lokað að ásak­anir um pen­inga­þvætti ættu sér stoð. Enn er þó verið að rann­saka þær ásak­anir af yfir­völdum á Íslandi og í Nor­egi sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing
Aðspurður um hver áhrif Sam­herj­a­máls­ins gætu orðið fyrir fyr­ir­tækið sagði Björgólfur að það gæti orð­ið  jákvætt af hvert og eitt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi myndi reyna að styrkja áhættu­varn­ar­kerfin sín. Það gæti auk þess leitt til meira gagn­sæis við að til­kynna hátt­semi innan íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, stórra sem smárra.

Sam­herji til­kynnti um það í lok síð­ustu viku að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­leiða heild­rænt stjórn­­un­­ar- og reglu­vörslu­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­legar refsi­að­­gerðir og pen­inga­þvætt­i. 

Í til­kynn­ingu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­­­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­­­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­­íu.“

Sam­herji seg­ist vera að draga úr starf­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það sé hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. 

Björgólfur sagði við Intra­fish að Sam­herji hefði ekki tapað neinum við­skipta­vini vegna þeirra ásak­ana sem settar hafa verið fram gagn­vart fyr­ir­tæk­inu. Við­skipta­vinir þess hafi hins vegar áhyggjur af stöðu mála og Sam­herji væri að vinna náið með þeim.

Meira fjár­magn tryggt í rann­sóknir

Sam­herji hefur verið í miklu brim­­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­u­greiðsl­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­þús­undum gagna og upp­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­manns Sam­herja í Namib­­­íu. 

Þegar er búið að hand­­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­ara, jafn­­­­­­virði 860 millj­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­for­­­­­­maður namibísku rík­­­­­­is­út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­ar­inn­ar Fis­hcor ný­ver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­starfs­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­skyld­u­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­ir.

Um síð­ustu helgi til­kynnti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um 200 millj­óna króna við­bót­ar­fjár­veit­ingu til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Skatts­ins á þessu ári. Sú fjár­veit­ing kemur í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti aðgerð­ar­á­ætlun í sjö liðum til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi. Í aðgerð­­ar­á­ætl­­un­inni sagði meðal ann­ars að hugað yrði sér­stak­lega að fjár­­­mögnun rann­­sóknar hér­­aðs­sak­­sókn­­ara „í tengslum við rann­­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­­a­­mál­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent