Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja

Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.

Bjorgolfurthorssteinn.jpg
Auglýsing

Björgólfur Jóhanns­son, tíma­bund­inn for­stjóri Sam­herja, reiknar ekki með því að sitja í for­stjóra­stólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Hann úti­lokar ekki að Þor­steinn Már Bald­vins­son, sem var for­stjóri Sam­herja til ára­tuga en steig til hliðar eftir opin­ber­anir fjöl­miðla um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja, muni snúa aftur í starf­ið. Þetta kemur fram í við­tali við Björgólf í vef­miðl­inum Intra­fish, sem sér­hæfir sig í umfjöllun um sjáv­ar­út­vegs­mál, ­sem birt var í vik­unn­i. 

„Hann hefur verið starf­andi í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi í mörg ár og er lík­lega sá náungi sem veit mest um sjáv­ar­út­veg á Íslandi og í Evr­ópu,“ sagði Björgólfur um Þor­stein Má. 

Áður hafði Björgólfur sagt að hann bygg­ist ekki við því að vera for­stjóri Sam­herja lengur en fram á fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs. Nú er ljóst að sá tími hefur lengst, en Sam­herji býst við því að rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein á við­skipta­háttum þess, sem Sam­herji greiðir fyr­ir, muni ljúka í apr­íl. Yfir­völd í Namib­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a. 

Ein­beita sér að ásök­unum um mútu­greiðslur

Í við­tal­inu við Intra­fish sagði Björgólfur að Sam­herji væri að ein­beita sér að því að kanna ásak­anir um mútu­greiðslur og að fyr­ir­tækið hefði þegar úti­lokað að ásak­anir um pen­inga­þvætti ættu sér stoð. Enn er þó verið að rann­saka þær ásak­anir af yfir­völdum á Íslandi og í Nor­egi sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing
Aðspurður um hver áhrif Sam­herj­a­máls­ins gætu orðið fyrir fyr­ir­tækið sagði Björgólfur að það gæti orð­ið  jákvætt af hvert og eitt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi myndi reyna að styrkja áhættu­varn­ar­kerfin sín. Það gæti auk þess leitt til meira gagn­sæis við að til­kynna hátt­semi innan íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, stórra sem smárra.

Sam­herji til­kynnti um það í lok síð­ustu viku að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­leiða heild­rænt stjórn­­un­­ar- og reglu­vörslu­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­legar refsi­að­­gerðir og pen­inga­þvætt­i. 

Í til­kynn­ingu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­­­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­­­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­­íu.“

Sam­herji seg­ist vera að draga úr starf­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það sé hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. 

Björgólfur sagði við Intra­fish að Sam­herji hefði ekki tapað neinum við­skipta­vini vegna þeirra ásak­ana sem settar hafa verið fram gagn­vart fyr­ir­tæk­inu. Við­skipta­vinir þess hafi hins vegar áhyggjur af stöðu mála og Sam­herji væri að vinna náið með þeim.

Meira fjár­magn tryggt í rann­sóknir

Sam­herji hefur verið í miklu brim­­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­u­greiðsl­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­þús­undum gagna og upp­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­manns Sam­herja í Namib­­­íu. 

Þegar er búið að hand­­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­ara, jafn­­­­­­virði 860 millj­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­for­­­­­­maður namibísku rík­­­­­­is­út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­ar­inn­ar Fis­hcor ný­ver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­starfs­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­skyld­u­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­ir.

Um síð­ustu helgi til­kynnti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um 200 millj­óna króna við­bót­ar­fjár­veit­ingu til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Skatts­ins á þessu ári. Sú fjár­veit­ing kemur í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti aðgerð­ar­á­ætlun í sjö liðum til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi. Í aðgerð­­ar­á­ætl­­un­inni sagði meðal ann­ars að hugað yrði sér­stak­lega að fjár­­­mögnun rann­­sóknar hér­­aðs­sak­­sókn­­ara „í tengslum við rann­­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­­a­­mál­in­u.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent