Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja

Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.

Bjorgolfurthorssteinn.jpg
Auglýsing

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, reiknar ekki með því að sitja í forstjórastólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Hann útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var forstjóri Samherja til áratuga en steig til hliðar eftir opinberanir fjölmiðla um meintar mútugreiðslur, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja, muni snúa aftur í starfið. Þetta kemur fram í viðtali við Björgólf í vefmiðlinum Intrafish, sem sérhæfir sig í umfjöllun um sjávarútvegsmál, sem birt var í vikunni. 

„Hann hefur verið starfandi í sjávarútvegi á Íslandi í mörg ár og er líklega sá náungi sem veit mest um sjávarútveg á Íslandi og í Evrópu,“ sagði Björgólfur um Þorstein Má. 

Áður hafði Björgólfur sagt að hann byggist ekki við því að vera forstjóri Samherja lengur en fram á fyrsta ársfjórðung þessa árs. Nú er ljóst að sá tími hefur lengst, en Samherji býst við því að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á viðskiptaháttum þess, sem Samherji greiðir fyrir, muni ljúka í apríl. Yfirvöld í Namibíu, Angóla, Íslandi og í Noregi eru einnig að rannsaka mál tengd Samherja. 

Einbeita sér að ásökunum um mútugreiðslur

Í viðtalinu við Intrafish sagði Björgólfur að Samherji væri að einbeita sér að því að kanna ásakanir um mútugreiðslur og að fyrirtækið hefði þegar útilokað að ásakanir um peningaþvætti ættu sér stoð. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir af yfirvöldum á Íslandi og í Noregi samkvæmt heimildum Kjarnans.

Auglýsing
Aðspurður um hver áhrif Samherjamálsins gætu orðið fyrir fyrirtækið sagði Björgólfur að það gæti orðið  jákvætt af hvert og eitt fyrirtæki í sjávarútvegi myndi reyna að styrkja áhættuvarnarkerfin sín. Það gæti auk þess leitt til meira gagnsæis við að tilkynna háttsemi innan íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, stórra sem smárra.

Sam­herji tilkynnti um það í lok síðustu viku að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti. 

Í tilkynningu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.“

Sam­herji seg­ist vera að draga úr starf­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það sé hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. 

Björgólfur sagði við Intrafish að Samherji hefði ekki tapað neinum viðskiptavini vegna þeirra ásakana sem settar hafa verið fram gagnvart fyrirtækinu. Viðskiptavinir þess hafi hins vegar áhyggjur af stöðu mála og Samherji væri að vinna náið með þeim.

Meira fjármagn tryggt í rannsóknir

Sam­herji hefur verið í miklu brim­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­u­greiðsl­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­þús­undum gagna og upp­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja í Namib­­íu. 

Þegar er búið að hand­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­íu, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­ónir namibískra doll­­­­­ara, jafn­­­­­virði 860 millj­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shanghala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður namibísku rík­­­­­is­út­­­­­­­­­gerð­­­­­ar­inn­ar Fishcor ný­ver­ið, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gustavo, sam­­­­­starfs­­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, ákærð­­­­ir.

Um síðustu helgi tilkynnti fjármála- og efnahagsráðherra um 200 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til embættis héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og Skattsins á þessu ári. Sú fjárveiting kemur í kjölfar þess að ríkisstjórnin kynnti aðgerðaráætlun í sjö liðum til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni sagði meðal annars að hugað yrði sérstaklega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara „í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent