Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja

Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.

Bjorgolfurthorssteinn.jpg
Auglýsing

Björgólfur Jóhanns­son, tíma­bund­inn for­stjóri Sam­herja, reiknar ekki með því að sitja í for­stjóra­stólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Hann úti­lokar ekki að Þor­steinn Már Bald­vins­son, sem var for­stjóri Sam­herja til ára­tuga en steig til hliðar eftir opin­ber­anir fjöl­miðla um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja, muni snúa aftur í starf­ið. Þetta kemur fram í við­tali við Björgólf í vef­miðl­inum Intra­fish, sem sér­hæfir sig í umfjöllun um sjáv­ar­út­vegs­mál, ­sem birt var í vik­unn­i. 

„Hann hefur verið starf­andi í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi í mörg ár og er lík­lega sá náungi sem veit mest um sjáv­ar­út­veg á Íslandi og í Evr­ópu,“ sagði Björgólfur um Þor­stein Má. 

Áður hafði Björgólfur sagt að hann bygg­ist ekki við því að vera for­stjóri Sam­herja lengur en fram á fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs. Nú er ljóst að sá tími hefur lengst, en Sam­herji býst við því að rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein á við­skipta­háttum þess, sem Sam­herji greiðir fyr­ir, muni ljúka í apr­íl. Yfir­völd í Namib­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi eru einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a. 

Ein­beita sér að ásök­unum um mútu­greiðslur

Í við­tal­inu við Intra­fish sagði Björgólfur að Sam­herji væri að ein­beita sér að því að kanna ásak­anir um mútu­greiðslur og að fyr­ir­tækið hefði þegar úti­lokað að ásak­anir um pen­inga­þvætti ættu sér stoð. Enn er þó verið að rann­saka þær ásak­anir af yfir­völdum á Íslandi og í Nor­egi sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing
Aðspurður um hver áhrif Sam­herj­a­máls­ins gætu orðið fyrir fyr­ir­tækið sagði Björgólfur að það gæti orð­ið  jákvætt af hvert og eitt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi myndi reyna að styrkja áhættu­varn­ar­kerfin sín. Það gæti auk þess leitt til meira gagn­sæis við að til­kynna hátt­semi innan íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, stórra sem smárra.

Sam­herji til­kynnti um það í lok síð­ustu viku að fyr­ir­tækið ætli að þróa og inn­­­leiða heild­rænt stjórn­­un­­ar- og reglu­vörslu­­kerfi sem bygg­ist á áhætt­u­­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­­legar refsi­að­­gerðir og pen­inga­þvætt­i. 

Í til­kynn­ingu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­­­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­­­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­­íu.“

Sam­herji seg­ist vera að draga úr starf­­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það sé hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. 

Björgólfur sagði við Intra­fish að Sam­herji hefði ekki tapað neinum við­skipta­vini vegna þeirra ásak­ana sem settar hafa verið fram gagn­vart fyr­ir­tæk­inu. Við­skipta­vinir þess hafi hins vegar áhyggjur af stöðu mála og Sam­herji væri að vinna náið með þeim.

Meira fjár­magn tryggt í rann­sóknir

Sam­herji hefur verið í miklu brim­­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mút­­u­greiðsl­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­þús­undum gagna og upp­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­manns Sam­herja í Namib­­­íu. 

Þegar er búið að hand­­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­­ónir namibískra doll­­­­­­ara, jafn­­­­­­virði 860 millj­­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­­­ar­­­­­­for­­­­­­maður namibísku rík­­­­­­is­út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­ar­inn­ar Fis­hcor ný­ver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­­­starfs­­­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­­skyld­u­­­­­­bönd­um, ákærð­­­­­ir.

Um síð­ustu helgi til­kynnti fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um 200 millj­óna króna við­bót­ar­fjár­veit­ingu til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Skatts­ins á þessu ári. Sú fjár­veit­ing kemur í kjöl­far þess að rík­is­stjórnin kynnti aðgerð­ar­á­ætlun í sjö liðum til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi. Í aðgerð­­ar­á­ætl­­un­inni sagði meðal ann­ars að hugað yrði sér­stak­lega að fjár­­­mögnun rann­­sóknar hér­­aðs­sak­­sókn­­ara „í tengslum við rann­­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­­a­­mál­in­u.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent