Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja

Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.

Bjorgolfurthorssteinn.jpg
Auglýsing

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, reiknar ekki með því að sitja í forstjórastólnum lengur en fram á mitt ár 2020. Hann útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var forstjóri Samherja til áratuga en steig til hliðar eftir opinberanir fjölmiðla um meintar mútugreiðslur, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja, muni snúa aftur í starfið. Þetta kemur fram í viðtali við Björgólf í vefmiðlinum Intrafish, sem sérhæfir sig í umfjöllun um sjávarútvegsmál, sem birt var í vikunni. 

„Hann hefur verið starfandi í sjávarútvegi á Íslandi í mörg ár og er líklega sá náungi sem veit mest um sjávarútveg á Íslandi og í Evrópu,“ sagði Björgólfur um Þorstein Má. 

Áður hafði Björgólfur sagt að hann byggist ekki við því að vera forstjóri Samherja lengur en fram á fyrsta ársfjórðung þessa árs. Nú er ljóst að sá tími hefur lengst, en Samherji býst við því að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á viðskiptaháttum þess, sem Samherji greiðir fyrir, muni ljúka í apríl. Yfirvöld í Namibíu, Angóla, Íslandi og í Noregi eru einnig að rannsaka mál tengd Samherja. 

Einbeita sér að ásökunum um mútugreiðslur

Í viðtalinu við Intrafish sagði Björgólfur að Samherji væri að einbeita sér að því að kanna ásakanir um mútugreiðslur og að fyrirtækið hefði þegar útilokað að ásakanir um peningaþvætti ættu sér stoð. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir af yfirvöldum á Íslandi og í Noregi samkvæmt heimildum Kjarnans.

Auglýsing
Aðspurður um hver áhrif Samherjamálsins gætu orðið fyrir fyrirtækið sagði Björgólfur að það gæti orðið  jákvætt af hvert og eitt fyrirtæki í sjávarútvegi myndi reyna að styrkja áhættuvarnarkerfin sín. Það gæti auk þess leitt til meira gagnsæis við að tilkynna háttsemi innan íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, stórra sem smárra.

Sam­herji tilkynnti um það í lok síðustu viku að fyrirtækið ætli að þróa og inn­leiða heild­rænt stjórn­un­ar- og reglu­vörslu­kerfi sem bygg­ist á áhættu­skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars með áherslu á spill­ingu, efna­hags­legar refsi­að­gerðir og pen­inga­þvætti. 

Í tilkynningu vegna þessa kom fram að stefnt sé að því að ljúka inn­leið­ingu kerf­is­ins síðar á þessu ári og að ákvörðun um inn­leið­ingu kerf­is­ins hafi verið tekin á „grund­velli reynslu af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu.“

Sam­herji seg­ist vera að draga úr starf­semi sinni í Namibíu um þessar mundir með það að mark­miði að hætta alfarið rekstri í land­inu. Það sé hins vegar ljóst að það muni taka ein­hvern tíma. 

Björgólfur sagði við Intrafish að Samherji hefði ekki tapað neinum viðskiptavini vegna þeirra ásakana sem settar hafa verið fram gagnvart fyrirtækinu. Viðskiptavinir þess hafi hins vegar áhyggjur af stöðu mála og Samherji væri að vinna náið með þeim.

Meira fjármagn tryggt í rannsóknir

Sam­herji hefur verið í miklu brim­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og Wikileaks um mút­u­greiðsl­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­þús­undum gagna og upp­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja í Namib­­íu. 

Þegar er búið að hand­­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­­íu, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­­ónir namibískra doll­­­­­ara, jafn­­­­­virði 860 millj­­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­­sóttan kvóta í land­in­u.  Auk Shanghala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­for­­­­­maður namibísku rík­­­­­is­út­­­­­­­­­gerð­­­­­ar­inn­ar Fishcor ný­ver­ið, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­­son­ur Esau, Ricardo Gustavo, sam­­­­­starfs­­­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi ­fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, ákærð­­­­ir.

Um síðustu helgi tilkynnti fjármála- og efnahagsráðherra um 200 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til embættis héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og Skattsins á þessu ári. Sú fjárveiting kemur í kjölfar þess að ríkisstjórnin kynnti aðgerðaráætlun í sjö liðum til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni sagði meðal annars að hugað yrði sérstaklega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara „í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent