Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga

Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyr­ir­spurn á Alþingi til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórn­valda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga.

Hún spyr enn fremur hvort ráð­herra hafi lýst afstöðu stjórn­valda til aftök­unnar á íranska hers­höfð­ingj­anum Qasem Soleimani sem Banda­ríkja­menn felldu með loft­skeyti í byrjun jan­ú­ar. Jafn­framt hvort ráð­herra hafi komið afstöðu Íslands til aftöku án dóms og laga á fram­færi við banda­rísk stjórn­völd.

Kjarn­inn greindi frá því þann 9. jan­úar síð­ast­lið­inn að Rósa Björk, sem er vara­­for­­maður utan­­­rík­­is­­mála­­nefnd­­ar, hefði kallað eftir því að Guð­laugur Þór kæmi sem fyrst á fund utan­­­rík­­is­­mála­­nefndar þings­ins til að ræða ástandið milli Írans og Banda­­ríkj­anna.

Auglýsing

Svör ráð­herra óskýr á fundi utan­rík­is­mála­nefndar

Rósa Björk segir í sam­tali við Kjarn­ann að Guð­laugur Þór hafi komið á fund utan­rík­is­mála­nefndar í gær en vegna þess að henni hafi þótt svör ráð­herra óskýr þá lagði hún fram form­lega fyr­ir­spurn til hans á Alþingi. Hún seg­ist ekki geta greint frekar frá því sem fram fór á fund­inum í gær.

Fram kom í stöðu­upp­færslu Rósu Bjarkar á Face­book fyrr í jan­úar að hún vildi að á fund­inum yrðu rædd áhrif gagn­­kvæmra árása á svæð­ið, hvaða stefnu og sýn íslensk stjórn­­völd hefðu á mál­ið, mög­u­­lega fram­vindu og þá áhrif. Enn fremur hvort utan­­­rík­­is­ráð­herra hefði verið í sam­­skiptum við banda­rísk stjórn­­völd eða önnur stjórn­­völd vegna árás­­ar­innar á her­s­höfð­ingj­ann Qasem Suleimani, og þá hver þau sam­­skipti hefðu ver­ið.

Ísland verður að taka afdrátt­ar­lausa afstöðu

„Nýtt ár sem byrjar með gagn­­kvæmum árásum og hót­­unum milli Banda­­ríkj­anna og Írans veldur ugg og óvissu um afleið­ingar stór­karla­­legra upp­­hrópana. Þetta er ekki ein­faldur leikur karla sem fela sig á bak­við Twitt­er, heldur snýst um líf venju­­legs fólks sem verður alltaf mest fyrir barð­inu á öllu stríðs­brölt­i,“ skrif­aði Rósa Björk.

Þá taldi hún að Ísland yrði að taka afdrátt­­ar­­lausa afstöðu gegn hót­­unum um stríð og hern­að­­ar­árásum á svæð­inu, svæði þar sem við­­kvæmt stjórnmala­á­­stand gæti breyst í púð­­ur­tunnu á skömmum tíma með til­­heyr­andi afleið­ing­­um. „Líka á utan­­­rík­­is­­stefnu Íslands eins og við þekkjum af bit­­urri reynslu. Og alveg sér­­stak­­lega þegar æðsti valda­­maður Banda­­ríkj­anna er jafn óáreið­an­­leg­­ur, hvat­­vís og ótraustur og raunin er nún­­a.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent