Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði

Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkratryggingar Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.

Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Auglýsing

Sjúkra­trygg­ingar Íslands hefur hafið úttekt á rekstri og starf­semi Heilsu­stofn­unar Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands í Hvera­gerði, sem veitir marg­þætta end­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu í starf­semi sinn­i. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans kall­aði Sjúkra­trygg­ingar Íslands eftir ýmsum gögnum frá Heilsu­stofn­un­inni í fyrra­haust, í kjöl­far þess að Stundin fjall­aði um háar greiðslur til Gunn­laugs K. Jóns­son­ar, for­manns rekstr­ar­stjórnar henn­ar. Við skoðun þeirra upp­lýs­inga var talið til­efni til að ráð­ast í heild­stæð­ari úttekt á starf­sem­inni, sem er að uppi­stöðu fjár­mögnum úr opin­berum sjóð­um. Sú úttekt stendur nú yfir. 

Heil­stofnun end­ur­nýj­aði þjón­ustu­samn­ing sinn við Sjúkra­trygg­ingar Íslands fyrir ekki löngu. Hann tryggði 875,5 millj­óna króna fjár­veit­ingu til starf­sem­innar á árinu 2019. Sá samn­ing­ur, sem skrifað var undir eftir þriggja ára við­ræður og níu fram­leng­ingar fyrri þjón­ustu­samn­ings, felur í sér ákvæði um hvernig sé heim­ilt að ráð­stafa fé sem greitt er vegna samn­ings­ins. Ríkið greiðir alls um 67 pró­sent að heild­ar­rekstr­ar­kostn­aði stofn­un­ar­innar en hitt sem upp á vantar er greitt með inn­heimtu sér­tekna, þar á meðal sala stofn­un­ar­innar á vörum og þjón­ustu til ann­arra.

Auglýsing
Samkvæmt rekstr­ar­reikn­ingi Heilsu­stofn­unar Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands, sem er að finna í árs­reikn­ingi henn­ar, jókst kostn­aður við rekstur stjórnar félaga­sam­tak­anna um 43,3 pró­sent á árinu 2018, fór úr 12,8 millj­ónum króna í 18,4 millj­ónir króna. Í frétt Stund­ar­innar frá því í júlí 2019 kom fram að Gunn­laugur K. Jóns­son, stjórn­ar­for­maður Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, hefði fengið 1,2 millj­ónir króna á mán­uði í greiðslur á því ári. 

Greiðslur trún­að­ar­mál

Kjarn­inn sendi síðla árs í fyrra fyr­ir­spurn til Brynjars Þórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra rekstrar hjá Heilsu­stofn­un, og spurði meðal ann­ars um auk­inn kostnað við rekstur stjórnar á árinu 2018. 

Í svörum hans sagði meðal ann­ars að launa stjórnar stofn­un­ar­innar væru ákveðin af stjórn Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands, eig­anda Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar. For­seti þess félags er einnig stjórn­ar­for­maður Heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, Gunn­laugur K. Jóns­son. Hann starfar einnig sem aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Stofn­andi heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, Jónas Krist­jáns­son, var langafi hans. 

Gunn­laugur tekur því sjálfur þátt í að ákveða laun sín. Auk þess er vara­for­seti Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags­ins, Geir Jón Þór­is­son, fyrr­ver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi yfir­lög­reglu­þjónn, vara­maður í stjórn Heilsu­stofn­un­ar. Aðrir í stjórn eru Inga Dóra Sig­fús­dóttir pró­fessor og Þórir Har­alds­son lög­fræð­ing­ur. Þá situr Bald­vin Jóns­son verk­efna­stjóri með Geir Jóni í vara­stjórn. 

Erfið sam­skipta­mál og samn­inga­mál

Í svörum fram­kvæmda­stjór­ans kom einnig fram að  greiðslur fyrir stjórn­ar­setu í Heilsu­stofnun Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands á árinu 2018 hafi verið á á bil­inu 17 – 170 þús­und krónur á mán­uði. Í rekstr­ar­stjórn­inni sitja þrír aðal­menn auk þess þess sem tveir sitja í vara­stjórn. Jafn­vel þótt allir fimm hefðu fengið hæstu mögu­leg mán­að­ar­laun allt árið 2018 þá hefði heild­ar­kostn­aður samt sem áður ekki verið nema 10,2 millj­ónir króna. Þær greiðslur útskýra því ekki þann kostn­að­ar­auka sem varð við rekstur stjórnar á árinu 2018. 

Í svörum Brynjars við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna þessa sagði að upp hefði komið „verk­efni sem stjórn þurfti að grípa inn í, umfram það sem áður hefur ver­ið. Þar var meðal ann­ars um að ræða samn­inga­mál við Sjúkra­trygg­ingar Íslands og erfið sam­skipta­vanda­mál innan stofn­un­ar­innar þar sem meðal ann­arra aðgerða þurfti að kalla til aðstoð vinnu­staða­sál­fræð­ings. Þungi þeirrar vinnu var unnin af stjórn­ar­for­mann­i.“ Þá sagði Brynjar að vegna mis­taka hefðu 2,5 millj­ónir króna verið færðar á þennan lið í árs­reikn­ingi, en það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir gerð hans. 

Trún­aður um stjórn­ar­laun

Kjarn­inn spurði stofn­un­ina einnig hvernig greiðslur skipt­ust niður á ein­stak­linga en fram­kvæmda­stjóri rekstrar neit­aði að svara þeirri fyr­ir­spurn og sagði greiðslur til ein­stak­linga trún­að­ar­mál. 

Þegar spurn­ingin var ítrek­uð, með vísun í að starf­semi Heilsu­stofn­unar væri að uppi­stöðu fjár­mögnuð með opin­beru fé, og óskað skýr­inga á því hvaða hags­munir krefð­ust þess að um stjórn­ar­laun ríkti trún­að­ur, þá barst ekk­ert svar. 

Í árs­reikn­ingi Heil­stofn­un­ar­innar fyrir árið 2018 kom fram að kostn­aður vegna umsjónar og rekst­urs fast­eigna/­lausa­fjár­muna hafi auk­ist um 64,2 pró­sent á árinu 2018 , úr 119,1 millj­ónum króna í 195,6 millj­ónir króna.

Brynjar svar­aði því til að á árinu 2018 hafi verið ráð­ist í „við­halds­fram­kvæmdir sem höfðu setið á hak­anum und­an­farin ár, m.a. skipti á þakjárni, end­ur­nýjun gól­f­efna og lag­fær­ing á her­bergja­álmum sem skýrir hækkun á liðnum milli ára.“

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands

Heilsu­stofnun Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands hefur starfað frá árinu 1955. Starf­semin byggir á heild­rænum lækn­ingum og þar er heilsu­vandi þeirra ein­stak­linga sem þangað leita ­skoð­aður með það í huga að líta þurfi á and­legt, lík­am­legt og félags­legt ástand í sam­heng­i. 

Á heima­síðu hennar segir að með­ferð­ar­stefnan feli meðal ann­ars í sér „þá við­leitni að koma á og við­halda eðli­legum og heil­brigðum tengslum á milli ein­stak­lings­ins og umhverfis hans og efla varnir lík­ama og sálar gegn hvers­konar van­heilsu og sjúk­dóm­um.[...]Við með­ferð er lögð áhersla á mark­vissa hreyf­ingu, hollt matar­æði, slökun og hvíld. Fræðsla og fag­leg ráð­gjöf er stór þáttur í starf­inu og þar er lögð mest áhersla á heilsu­vernd og bætta lífs­hætti. Nátt­úru­lækn­inga­stefna Heilsu­stofn­unar NLFÍ er í fullu sam­ræmi við mark­mið Alþjóða­heil­brigði­stofn­un­ar­innar um bætt heil­brigði og heilsu­fars­þróun í heim­inum og fellur hún vel að íslenskri heil­brigð­is­stefn­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent