Boðar Guðlaug Þór á fund utanríkismálanefndar

Þingmaður VG vill ræða hvaða stefnu og sýn íslensk stjórnvöld hafi á ástandið milli Írans og Bandaríkjanna og hvort utanríkisráðherra hafi verið í samskiptum við bandarísk stjórnvöld eða önnur stjórnvöld vegna árásarinnar á Suleimani.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, hefur kallað eftir því að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra komi sem fyrst á fund utan­rík­is­mála­nefndar þings­ins til að ræða ástandið milli Írans og Banda­ríkj­anna.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu þing­manns­ins.

Þá vill hún að á fund­inum verði rædd áhrif gagn­kvæmra árása á svæð­ið, hvaða stefnu og sýn íslensk stjórn­völd hafi á mál­ið, mögu­lega fram­vindu og þá áhrif. Enn fremur hvort utan­rík­is­ráð­herra hafi verið í sam­skiptum við banda­rísk stjórn­völd eða önnur stjórn­völd vegna árás­ar­innar á hers­höfð­ingj­ann Qassem Suleimani, og þá hver þau sam­skipti hafi ver­ið.

Auglýsing

Ísland verður að taka afdrátt­ar­lausa afstöðu

„Nýtt ár sem byrjar með gagn­kvæmum árásum og hót­unum milli Banda­ríkj­anna og Írans veldur ugg og óvissu um afleið­ingar stór­karla­legra upp­hrópana. Þetta er ekki ein­faldur leikur karla sem fela sig á bak­við Twitt­er, heldur snýst um líf venju­legs fólks sem verður alltaf mest fyrir barð­inu á öllu stríðs­brölt­i,“ skrifar Rósa Björk.

Þá telur hún að Ísland verði að taka afdrátt­ar­lausa afstöðu gegn hót­unum um stríð og hern­að­ar­árásum á svæð­inu, svæði þar sem við­kvæmt stjórnmala­á­stand geti breyst í púð­ur­tunnu á skömmum tíma með til­heyr­andi afleið­ing­um. „Líka á utan­rík­is­stefnu Íslands eins og við þekkjum af bit­urri reynslu. Og alveg sér­stak­lega þegar æðsti valda­maður Banda­ríkj­anna er jafn óáreið­an­leg­ur, hvat­vís og ótraustur og raunin er nún­a,“ skrifar hún.

Nýtt ár sem byrjar með gagn­kvæmum árásum og hót­unum milli Banda­ríkj­anna og Írans veldur ugg og óvissu um afleið­ing­ar...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 9, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent