Boðar Guðlaug Þór á fund utanríkismálanefndar

Þingmaður VG vill ræða hvaða stefnu og sýn íslensk stjórnvöld hafi á ástandið milli Írans og Bandaríkjanna og hvort utanríkisráðherra hafi verið í samskiptum við bandarísk stjórnvöld eða önnur stjórnvöld vegna árásarinnar á Suleimani.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, hefur kallað eftir því að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra komi sem fyrst á fund utan­rík­is­mála­nefndar þings­ins til að ræða ástandið milli Írans og Banda­ríkj­anna.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu þing­manns­ins.

Þá vill hún að á fund­inum verði rædd áhrif gagn­kvæmra árása á svæð­ið, hvaða stefnu og sýn íslensk stjórn­völd hafi á mál­ið, mögu­lega fram­vindu og þá áhrif. Enn fremur hvort utan­rík­is­ráð­herra hafi verið í sam­skiptum við banda­rísk stjórn­völd eða önnur stjórn­völd vegna árás­ar­innar á hers­höfð­ingj­ann Qassem Suleimani, og þá hver þau sam­skipti hafi ver­ið.

Auglýsing

Ísland verður að taka afdrátt­ar­lausa afstöðu

„Nýtt ár sem byrjar með gagn­kvæmum árásum og hót­unum milli Banda­ríkj­anna og Írans veldur ugg og óvissu um afleið­ingar stór­karla­legra upp­hrópana. Þetta er ekki ein­faldur leikur karla sem fela sig á bak­við Twitt­er, heldur snýst um líf venju­legs fólks sem verður alltaf mest fyrir barð­inu á öllu stríðs­brölt­i,“ skrifar Rósa Björk.

Þá telur hún að Ísland verði að taka afdrátt­ar­lausa afstöðu gegn hót­unum um stríð og hern­að­ar­árásum á svæð­inu, svæði þar sem við­kvæmt stjórnmala­á­stand geti breyst í púð­ur­tunnu á skömmum tíma með til­heyr­andi afleið­ing­um. „Líka á utan­rík­is­stefnu Íslands eins og við þekkjum af bit­urri reynslu. Og alveg sér­stak­lega þegar æðsti valda­maður Banda­ríkj­anna er jafn óáreið­an­leg­ur, hvat­vís og ótraustur og raunin er nún­a,“ skrifar hún.

Nýtt ár sem byrjar með gagn­kvæmum árásum og hót­unum milli Banda­ríkj­anna og Írans veldur ugg og óvissu um afleið­ing­ar...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Thurs­day, Janu­ary 9, 2020


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent