Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra

Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.

Stefán Eiríksson
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, sem hefur gegnt starfi borg­ar­rit­ara frá því í des­em­ber 2016 og var þar áður lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er á meðal umsækj­enda um starf útvarps­stjóra, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þor­steinn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi íþrótta­f­rétta­maður á RÚV og nú sveit­ar­stjóri í Skútu­stað­ar­hreppi, er einnig á meðal umsækj­enda.

Búist er við því að til­kynnt verði um hver fái starfið í næstu viku, en alls sóttu 41 um það. Ákveðið var að birta ekki lista yfir nöfn umsækj­enda en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans standa nú nokkrir umsækj­endur eft­ir. 

Stef­án vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn hafði sam­band við hann. 

Kári Jón­as­son, stjórn­ar­for­maður RÚV, vildi ekki stað­festa hvar ferlið væri nákvæm­lega statt þegar Kjarn­inn leit­aði eftir stað­fest­ingu á stöð­unni. Hann sagð­ist þó að von­ast væri til að hægt yrði að klára ferlið í næstu viku.

Auglýsing
Capacent hefur haldið utan um ráðn­ing­ar­ferlið og verið stjórn RÚV, sem mun ráða í starf­ið, til ráð­gjafar í því. Á meðal þeirra sem stað­fest er að sóttu um starfið eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og áður frétta­stjóri hjá RÚV, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna og umhverf­is­ráð­herra, Her­­dís Kjerulf Þor­­geir­s­dótt­ir, doktor í lögum með tján­ing­­­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­­­­­svið og er einnig mennt­aður stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur, Bald­vin Þór Bergs­­son, dag­­skrár­­stjóri núm­iðla RÚV, Stein­unn Ólína Þor­­­steins­dótt­ir, leik­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins.og Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. 

Þá hefur Kjarn­inn heim­ildir fyrir því að Karl Garð­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar sem gefur út DV og tengda miðla, hafi einnig sótt um stöð­una. Karl vildi ekki stað­festa að hafa sótt um stöð­una í sam­tali við Kjarn­ann.

Starfið var aug­lýst eftir að Magnús Geir Þórð­­­­ar­­­­­­son sagði starfi sínu lausu, en hann var skip­aður þjóð­­­­­leik­hús­­­­­stjóri frá og með 1. jan­úar næst­kom­and­i. ­­Magnús Geir hafði gegnt stöðu út­varps­­­­­stjóra frá árinu 2014. 

Upp­­­­haf­­­­legur umsókn­­­­ar­frestur rann út 2. des­em­ber en ákveðið var að fram­­­­lengja hann um viku, eða til 9. des­em­ber. 

Í aug­lýs­ing­u sagði að útvarps­­­stjóri hafi það hlut­verk að „fram­­fylgja stefnu Rík­­is­út­­varps­ins og gæta hags­muna þess í hví­vetna. Leitað er að öfl­­ugum og reyndum leið­­toga til að stýra RÚV inn í nýja tíma mið­l­un­­ar“.

Hæfn­i­­kröfur eru háskóla­­menntun sem nýt­ist í starfi, en ekki er til­­­tekið hvaða stigi háskóla­­mennt­unar umsækj­andi þarf að vera búinn að ljúka. Þá var gerð krafa um reynslu af stjórnun og rekstri, leið­­toga­hæfi­­leika og góða hæfni í mann­­legum sam­­skipt­um, skiln­ing og áhuga á nýjum miðlum og reynslu af stefn­u­­mót­un­­ar­vinnu, nýsköpun og inn­­­leið­ingu stefn­u. 

Við­kom­andi þarf auk þess að vera með þekk­ingu og reynslu af fjöl­mið­l­um, menn­ingu og sam­­fé­lags­­mál­um, þarf að búa yfir góðri tung­u­­mála­kunn­áttu og góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og rit­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent