Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra

Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.

Stefán Eiríksson
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, sem hefur gegnt starfi borg­ar­rit­ara frá því í des­em­ber 2016 og var þar áður lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er á meðal umsækj­enda um starf útvarps­stjóra, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þor­steinn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi íþrótta­f­rétta­maður á RÚV og nú sveit­ar­stjóri í Skútu­stað­ar­hreppi, er einnig á meðal umsækj­enda.

Búist er við því að til­kynnt verði um hver fái starfið í næstu viku, en alls sóttu 41 um það. Ákveðið var að birta ekki lista yfir nöfn umsækj­enda en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans standa nú nokkrir umsækj­endur eft­ir. 

Stef­án vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn hafði sam­band við hann. 

Kári Jón­as­son, stjórn­ar­for­maður RÚV, vildi ekki stað­festa hvar ferlið væri nákvæm­lega statt þegar Kjarn­inn leit­aði eftir stað­fest­ingu á stöð­unni. Hann sagð­ist þó að von­ast væri til að hægt yrði að klára ferlið í næstu viku.

Auglýsing
Capacent hefur haldið utan um ráðn­ing­ar­ferlið og verið stjórn RÚV, sem mun ráða í starf­ið, til ráð­gjafar í því. Á meðal þeirra sem stað­fest er að sóttu um starfið eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og áður frétta­stjóri hjá RÚV, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna og umhverf­is­ráð­herra, Her­­dís Kjerulf Þor­­geir­s­dótt­ir, doktor í lögum með tján­ing­­­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­­­­­svið og er einnig mennt­aður stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur, Bald­vin Þór Bergs­­son, dag­­skrár­­stjóri núm­iðla RÚV, Stein­unn Ólína Þor­­­steins­dótt­ir, leik­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins.og Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. 

Þá hefur Kjarn­inn heim­ildir fyrir því að Karl Garð­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og núver­andi fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar sem gefur út DV og tengda miðla, hafi einnig sótt um stöð­una. Karl vildi ekki stað­festa að hafa sótt um stöð­una í sam­tali við Kjarn­ann.

Starfið var aug­lýst eftir að Magnús Geir Þórð­­­­ar­­­­­­son sagði starfi sínu lausu, en hann var skip­aður þjóð­­­­­leik­hús­­­­­stjóri frá og með 1. jan­úar næst­kom­and­i. ­­Magnús Geir hafði gegnt stöðu út­varps­­­­­stjóra frá árinu 2014. 

Upp­­­­haf­­­­legur umsókn­­­­ar­frestur rann út 2. des­em­ber en ákveðið var að fram­­­­lengja hann um viku, eða til 9. des­em­ber. 

Í aug­lýs­ing­u sagði að útvarps­­­stjóri hafi það hlut­verk að „fram­­fylgja stefnu Rík­­is­út­­varps­ins og gæta hags­muna þess í hví­vetna. Leitað er að öfl­­ugum og reyndum leið­­toga til að stýra RÚV inn í nýja tíma mið­l­un­­ar“.

Hæfn­i­­kröfur eru háskóla­­menntun sem nýt­ist í starfi, en ekki er til­­­tekið hvaða stigi háskóla­­mennt­unar umsækj­andi þarf að vera búinn að ljúka. Þá var gerð krafa um reynslu af stjórnun og rekstri, leið­­toga­hæfi­­leika og góða hæfni í mann­­legum sam­­skipt­um, skiln­ing og áhuga á nýjum miðlum og reynslu af stefn­u­­mót­un­­ar­vinnu, nýsköpun og inn­­­leið­ingu stefn­u. 

Við­kom­andi þarf auk þess að vera með þekk­ingu og reynslu af fjöl­mið­l­um, menn­ingu og sam­­fé­lags­­mál­um, þarf að búa yfir góðri tung­u­­mála­kunn­áttu og góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og rit­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent